Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Síða 3
E 1
UBMflg
H © 0 [5] !y] 0 U E H (1 g] Q] l]®
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraktur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð-
arritstjóri: Bjöm Bjarnason. Ritstjómarfulltr.:
Gisli Sigurðsson. Augtýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjóm: Aðalstrœti 6. Simi 691100.
Forsíðan
er af málverki eftir Einar Hákonarson, sem hann
nefnir Ævintýri og er á sýningu hans á Kjarvalsstöð-
um. Af því tilefni er samtal við Einar ásamt fleiri
myndum eftir hann og ræðir hann þar t.d. tákn-
myndir, sem skjóta upp kollinum hjá honum í vaxandi
mæli, nútíma myndmenntun, eða öllu heldur mennt-
unarskort, svo og starf sitt sem forstöðumaður
Kjarvalsstaða.
Lauga-
vegurinn
hefur gengið gegnum ýmis þróunarstig svo sem fram
kemur í annarri grein Guðjóns Friðrikssonar sagn-
fræðings, sem hann nefnir „Ljúfri mætti ég snót“
og vísar þá til þess, að eitt sinn gengu allir karl-
menn með hatta og þá var sjálfsagt að taka ofan,
þegar maður mætti ljúfri snót.
Bílar
eru sífellt gerðir hraðskreiðari og nú fást
þijár gerðir, sem ná yfir 300 km hraða á
klst. Það hefur þó sína annmarka að aka á
þeim hraða, jafnvel við beztu aðstæður og
um það skrifar Jón Baldur Þorbjömsson
bílaverkfræðingur.
Múrrista
heitir sú tækni í myndlist, sem Gunnsteinn Gíslason
leggur stund á. Hann heldur nú sýningu á myndum
af þessu tagi á Kjarvalsstöðum og af því tilefni
skrifar Gunnar B. Kvaran grein um Gunnstein og
list hans.
Allir með búmannsklukku
aður einn
lagði það til
í dagblaði í
fyrravetur,
að sumar-
dagurinn
fyrsti yrði
færður
fram til föstudags í fyrri hluta
maímánaðar, enda væri oft lítið
sumarlegt um sumarmál, en með
því að hafa hann á föstudegi rask-
aðist vinna minna.
Enginn andmælti þessu í blað-
inu. Einn bréfritari tók undir það
og taldi þetta sjálfsagt mál. Þó
hefur engu verið breytt.
Þrátt fyrir nafnið getur dagur-
inn vitaskuld ekki orðið eiginlegur
sumardagur, ekki frekar en að
fyrsti dagur ársins gæti orðið
venjulegur dagur hins nýja árs.
Báðir eru þeir dagar fyrirheita og
vona.
Ekki veit ég, hvemig hið forna
tímatal var ákveðið, með tvískipt-
ingu ársins í vetur og sumar, þar
sem almanakssumarið spannar
yfir vor, sumar og haust í veður-
fari. Hugsum okkur, að maður
fengi það verkefni að skipta árinu
í tvær árstíðir, vetur og sumar,
og velja dagana, sem teljast skilja
á milli. Hugsum okkur, að hann
teldi rétt að fara eftir hitastigi
og láta þann hluta ársins, sem er
hlýrri en meðalhiti ársins, teljast
sumar, en hinn hlutann vetur.
Samkvæmt hitamælingum í
Reykjavík 1951—80 yrðu skilin
28. apríl og 19. október. Þá yrðu
sumardagamir heldur færri en
vetrardagarnir. Nú hafði maður-
inn einnig fyrirmæli um að hafa
árstíðimar jafnlangar. Það fengist
með því að hafa 4—5 daga undir
meðalhita ársins sumarmegin vor
og haust, en þá yrðu skilin 23.
apríl og 23. október. Sumardaginn
fyrsta bar einmitt upp á 23. apríl
í ár, en fyrsta vetrardag upp á
24. október. Verða önnur skil
betur valin? Af þessu mætti ætla,
að árstíðaskipti fomaldar hefðu
verið fundin með nákvæmum veð-
urathugunum.
Ef sumardagurinn fyrsti yrði
færður fram undir miðjan maí og
hafður á föstudegi, fengju margir
þrjá samfellda frídaga skömmu
fyrir næstu þijá samfelldu
frídaga, hvítasunnuna (bæri það
ekki líka upp á lögboðna kosn-
ingahelgi í maí?). Þá mundi
útilega freista margra, sem
horfðu til himins út um glugga,
en gáðu ekki að gróðurleysi og
næturkuldum.
íslendingar eru svo mikið sum-
arfólk, að þeir hafa sumartíma
allt árið. Þannig fær fólk bjartara
síðdegi vor og haust og meira
myrkur á morgnana í skammdeg-
inu. Börn lenda því í myrkri á leið
í skóla mörgum vikum lengur en
áður var, þegar klukka fylgdi sól
að vetrinum. Víða bæta menn um
betur í maí og júní, trúlega að
ráði kvenna, og breyta vinnutíma
og byija fyrr til að geta notið leng-
ur sólskins að loknum önnum
dagsins. Þeir, sem stjóma landinu
og höfuðborginni, opna skrifstof-
ur sínar klukkan 8, en þá er
sólarklukka 6.35 (höfuðborgarsól-
in er nefnilega í hádegisstað fyrst
kl. 13.25). Mér þykir ósennilegt,
að annars staðar sé farið svo
snemma að stjóma, nema ef vera
kynni í löndum, þar sem lokað er
um miðjan daginn vegna hita.
Ohugsandi er, að nokkurs staðar
sé hætt að stjórna landi og höfuð-
borg eins snemma og hér er gert
að sumrinu eða þegar sólarklukka
er 14.35.
Aður en sími og útvarp tengdu
heimilin saman, gat hvert heimili
haft eigin klukku, án þess að
tímasetning misskildist til vand-
ræða. Ýmsir höfðu klukkuna á
undan sól, einni, hálfri annarri eða
tveimur stundum (mest fjómm
stundum, svo ég viti), eða á undan
símaklukku, eins og sagt var, og
hófu þá t.d. vinnu kl. 9 eða 10,
þegar símaklukka var 8. Dagurinn
þótti nýtast betur með slíkri
blekkingu, enda kallað búmanns-
klukka. Ég hef kynnzt fólki, sem
ólst upp við hana og þótti munað-
ur að fá þannig að liggja fram
eftir, en fara þó ekki seinna á
fætur en annað fólk, jafnvel fyrr.
Nú býr öll þjóðin við búmanns-
klukku árið um kring og heldur,
að hún leyfi sér að sofa lengur
fram eftir en aðrar þjóðir.
BJÖRN s. stefánsson
J.L. RUNEBERG
Kvæði
um bónda
Helgi Hálfdanarson þýddi
Fram af dalnum, uppi á hrjóstur-heiði,
Hróar bóndi sat á rýru koti,
braut sitt land með iðjusemi og elju,
uppskerunnar vænti úr Drottins hendi;
nægjulátur bjó með konu og börnum,
brauðs í sveita andlits með þeim neytti,
síki gróf og sáði í plægðan akur.
Vorið kom, þá leysti fönn og frera,
flæddi burt með hálfu nýjan gróður;
og með sumri hryðju-veður hrakti
helming þeirra axa er sprottin voru;
loks kom haust, og öll hin frostið felldi.
Kona Hróars hár sitt sleit og mælti:
„Hróar bóndi, þú ert gæfusnauður;
tökum stafinn! Guð vill okkur granda;
grimm er húsgangs raun, en sultur verri. “
Hróar þrýsti hennar mund og sagði:
„Herrann reynir sína, en grandar engum.
Settu að hálfu barkar-mél í brauðið;
betur mun ég fleiri síki grafa;
uppskeru ég hlýt úr Drottins hendi. “
Konan lét að hálfu börk í brauðið,
bóndi gróf nú fleiri síki en áður,
fargar ánum, kaupir kom og sáir.
Vorið kom, svo leysti fönn og frera,
flæddi þó ei burtu nýjan gróður;
en með sumri hryðju-veður hrakti
helming þeirra axa er sprottin voru;
svo kom haust, og öll hin frostið felldi.
Konan mædd sér barði á brjóst og sagði:
„Bóndi minn, þú gæfusnauði halur,
deyjum nú, því Guð vill okkur granda!
Grimm er feigðin, þó er lífið verra. “
Hróar þrýsti hennar mund og sagði:
„Herrann reynir sína, en grandar engum.
Settu nokkru meira af berki í brauðið;
betur mun ég stærri síki grafa;
uppskeru ég hlýt úr Drottins hendi. “
Konan jók við barkar-mél í brauðið,
bóndi gróf nú fleiri síki og stærri,
fargar kúnum, kaupir rúg og sáir.
Vorið kom, svo leysti fönn og frera,
flæddi þó ei burtu neitt af gróðri;
sumar kom, en hryðju-veður hrakti
hvorki gróðumál né kom í öxum;
haustið kom, en frostið gekk hjá garði,
gullin öx lét standa og skurðar bíða.
StiIItur beygði Hróar hné og mælti:
„Herrann reynir sína, en grandar engum.“
Þá féll kona hans á hné og sagði:
„Herrann reynir sína, en grandar engum.“
Mælti svo til bónda glöð í bragði:
„Bregða skaltu sigð með fegins huga,
bóndi minn; nú bíða góðir dagar,
barkar-méli er ráð að kasta í vindinn
og úr hreinum rúgi brauð að baka. “
Hróar þrýsti hennar mund og sagði:
„Herrans raun sá einn er fær að þola,
sem í neyð ei sínum bróður gleymir.
Settu að hálfu barkar-mél í brauðið;
bitinn frosti stendur grannans akur. “
Johan Ludvig Runeberg (1804—77) var málvisindamaður og fremsta skáld
Finnlands á öldinni sem leið. Hann ritaði verk sin á sænsku, og hafa nokkur
Ijóða hans verið þýdd á íslenzku. Þar ber umfram allt að nefna þýðingar
Matthíasar Jochumssonar úr söguljóðabálkinum Fánrik Stáls Sánger.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. MAÍ 1987 3