Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Side 8
Holskeflur sífellt
nýrra áhrifa dynja
á listamönnum
Rætt við Einar
Hákonarson í tilefni
sýningar sem hann
opnar á
Kjarvalsstöðum í dag.
Iformála að sýningarskrá vegna sýningarinnar, sem
Einar Hákonarson opnar á Kjarvalsstöðum í dag,
segir hann svo meðal annars: „Framan af málaði
ég myndir, er sýndu hlutskipti manneskjunnar í
vélrænum og oft fjandsamlegum heimi. Oft var það
einstaklingurinn undir fargi vélvæðingar,
þéttbýlis eða múgmenningar". Og ennfrem-
ur segir hann þar: „Eg er kannski skilgetið
afkvæmi þeirrar frásagnarhefðar, sem löng-
um hefur mátt finna hér á landi. Frá-
sagnarlöngunin hefur verið ríkur þáttur í
verkum mínum, bæði bein og óbein, svo og
íslenzk menningararfleifð“.
Þessi orð eru athyglisverð af tveimur
ástæðum. í fyrsta lagi er fremur óvenju-
legt, að myndlistarmenn birti eigin stefnu-
yfírlýsingu eða skilgreini hugmyndafræði
sína í tengslum við sýningarhald. Þetta er
þó mjög við hæfi; auðveldar listsagnfræð-
ingum mat á listamanninum síðar meir og
auðveldar sýningargestinum að komast í
samband við verkin, ef vel er að þessu stað-
ið. Listamenn hafa stundum vikizt undan
því að fylgja verkum sínum úr hlaði í sýning-
arskrá, en þess í stað fengið einhvem annan,
rithöfund eða jafnvel gagnrýnanda og þá
hefur verið sagt í gamni og alvöru, að þeir
væru að kaupa sér hagstæða gagnrýni.
Vitanlega eiga listamenn að hafa burði til
þess að skrifa sjálfír formála, ef þeir telja
slíkt til bóta í sýningarskrá. Það er óhugs-
andi að einhver annar en þeir sjálfír komizt
nær kjama málsins.
I öðru lagi er það óvenjuleg hreinskilni,
að málari telji sig skilgetið afkvæmi frá-
sagnarhefðar. Þegar þröngsýnin ríkti ein á
abstrakt-tímabilinu um og uppúr miðri öld-
inni, var á allan hátt reynt að gera frásagn-
arlega myndlist tortryggilega, m.a. með
þeim orðalepp, að hún væri þarmeð „bók-
menntaleg", sem var vitaskuld eins og hver
önnur þvæla útí loftið. Það hefur heldur
ekki verið í tízku hjá yngstu kynslóðinni,
sem hefur sitt vit umfram allt úr tímaritun-
um, að viðurkenna eitthvað sem kalla mætti
íslenzkan veruleika. Það er víst alveg gasa-
lega sveitó og óhugsandi fyrir fólk sem
hefur komið til Hollands. Það er vandséð
hvemig Einar ætlar að standa þetta allt
saman af sér; hann lýsir því nefnilega einn-
ig yfír í skránni, að hann fjalli um íslenzkar
aðstæður og fólkið í landinu eins og hann
upplifír það. En hann tekur einnig fram og
biður menn að hafa hugfast, að myndmál
sé eitt og skrifaður texti annað.
Eins og flestir vita, sem fýlgjast eitthvað
með í myndlist, hefur Einar nýlega verið
ráðinn forstöðumaður Kjarvalsstaða til
næstu íjögurra ára. Hann hefur aftur á
móti einvörðungu unnið að myndlist undan-
farin 5 ár og það var gott og gjöfult tímabil,
sem hafði í för með sér geijun og breyting-
ar og birtast þær ekki hvað sízt í þeirri
hugmyndafræði, sem að baki býr.
„Mér fínnst ég loks núna búinn að ná
merkjanlegum þroska“, segir Einar, þegar
við reynum í sameiningu að skilgreina þró-
Að tjaldabaki, 200x150 sm
Einar Hákonarson - „Þvi miður verðurað viðurl
eru gagnslausar menntastofnanir. Þaðfyrirbæi
unina hjá honum. „Þetta er beint áframhald
af mínu fyrra málverki, en breytingin er
einkum sú, að huglægt inntak myndanna
hefur eflst. Allar mínar myndir hafa verið
skáldskaparlegs eðlis í þá veru, að ég nota
aldrei nein mótíf, sem ég mála beinlínis
eftir, nema þegar ég mála portret. Ég nota
oft landslag, en oftast sem baksvið og það
verður þá um leið þáttur í myndbyggingu.
En það hefur yfírleitt ekki verið þekkjanlegt
landslag.
Það sem er nýtt núna er notkun á tákn-
rænum atriðum, symbólum, sem notuð eru
til þess að miðla táknrænni merkingu og
um leið sem hluti af myndbyggingu. Og
eins og ég tek fram í sýningarskránni: Allt-
af að segja frá einhveiju, - þannig hefur
það verið síðan ég fór að líta á mig sem
málara."
Við ræddum um þann pytt, sem hægt
er að falla í þegar mynd byggir á einhveiju
frásagnarlegu; nefnilega að verða það sem
kallað er á útlenzku „illústatífur" og er dreg-
ið af illustration, sem merkir myndlýsing
og á við teiknaðar myndir í blöðum og bók-
um, til dæmis með smásögum og þvíumlíku,
þar sem reynt er að túlka í raunsærri mynd
það sem fjallað er um í sögunni. Alvöru lista-
menn vilja ógjaman detta f þennan pytt,
því þeir vilja skyggnast miklu dýpra og
hafa listrænni búning og flóknari framsetn-
ingu en heimntað er af teiknara, sem
teiknar, segjum með smásögu í Vikunni.
Þessi ótti við of mikla nálægð við mynd-
skreytingu er til kominn á þessari öld; það
er ekki hægt að sjá að hann hafi haldið
vöku fyrir listamönnum á síðustu öld til
dæmis. Hann er kannski í rénun í seinni tíð
og sumir erlendir listamenn, ekki sízt amerí-
skir, gefa þessari kenningu langt nef og
nægir að benda á frægan málara eins og
Eric Fiscl sem dæmi. Sumt af því sem hann
hefur gert og hangir nú á virðulegum söfn-
um, gætu sem bezt verið myndskreytingar
úr Familie Joumal. En það er önnur saga.
í myndum Einars sjáum við hinsvegar
dæmi um frásagnarlega myndlist, sem er
afar fjærri hugmyndinni um illustration. Til
þess er hún alltof huglæg. Um þetta sagði
Einar í spjalli okkar:
„Þegar spurt er um mörkin milli þess sem
venjulega er kölluð myndskreyting annars-
vegar og fijálsrar myndtúlkunar hinsvegar,
þá er verið að fjalla um grundvallarspum-
ingu. Til þess að forðast að ákveðin
hugmynd komi fram sem myndiýsing eða
illustrasjón, hef ég gripið til þess táknræna.