Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1987, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1987, Page 2
Þegar að er gáð kemur í ljós, að kraftamaður- inn JÓN PÁLL SIGMARSSON á ættir að rekja til manna, sem voru frægir fyrir afl EFTIR EIRÍK EIRÍKSSON Afl og afar- mennska Afburða- og afreksmenn hafa lengi verið gæðing- ar þessarar þjóðar; það sýna fomu sögumar best. Sterkir menn, fim- leikamenn, fjörmenn og listhæfír menn til sálar og líkama hafa verið þeir menn er þjóðin hefur löngum viðhaldið minningu um í frásögum. „ og lengi munu þeir í heiðri hafðir. “ Þannig kemst Sigfús Sigfusson þjóðsagna- ritari að orði í formála fyrir söguþáttum af afreksmönnum, sem bókaútgáfan Þjóðsaga er nýbúin að gefa út. Þó að margt hafí tek- ið breytingum frá því hinn fróði sagnaþulur ritaði þessi orð fyrir hálfri öld halda þau enn fullu gildi. Hver fylgist ekki með afrek- um Jóns Páls Sigmarssonar, sem talinn er sterkasti maður í heimi? í söguþáttum Sigfúsar segir margt af forfeðrum hans og frændum. Þar sést glöggt hvað ýmsir eiginleikar ganga í ættir. Faðir Jóns Páls er Sigmar Jónsson. Jón, faðir Sigmars, er kominn af þróttmiklum bænda- ættum af Austurlandi. Ber þar hæst Njarðvíkurætt eldri, afkomendur Bjöms Skafíns og Hólmfríðar Þorvarðardóttur Bjamasonar sýslumanns á Ketilsstöðum (Hákarla-Bjama). Þorvarður Bjamason bjó fyrstur þeirra ættmenna í Njarðvík eystra, mun hafa flutt þangað 1509. Jörðin var svo í eign og ábúð sömu ættar nær 250 ár til 1787. Njarðvíkingar voru miklir atgerfísmenn og er víða getið í þjóðsögum. Nokkrir þeirra höfðu viðumefnið „hinn sterki". Síðastur þeirra kyns manna sem bjó í Njarðvfk var Sigurður Haiisson. Hann seldi óðalið 1787 í lok móðuharðindanna og hefur það naum- ast verið sársaukalaust. Sigurður fiutti þá að Litla-Steinsvaði í Hróarstungu og bjó þar til elli, d. 1816. Synir Sigurðar vom Bjöm bóndi á Ketilsstöðum í Hlíð, Hallur bóndi á Sleðbijót og Einar, sem tók við búi föður síns á Litla-Steinsvaði. Þeir Steinsvaðs- bræður vom afarmenni að afli og kann Sigfús margt frá þeim að segja í áðumefnd- um þáttum. H 0 1 F T ÆT A H E M 1 N N Um manninn og mannkynið (afórismar) EFTIR GABRIEL LAUB Maðurinn: flausturslega ritskoðaður api. Hundur sem geltir bítur ekki. Nema mann- hundamir sumir. Homo sapiens reis uppúr dýraríkinu þegar hann komst á það stig að geta útrýmt sjálf- um sér sem tegund. Maðurinn er sífeldum breytingum undirorp- inn þó mannkjmið standi altaf í stað. Mannkjmið verður annaðhvort að glata minninu eða sjálfsvirðingu sinni. Ég er líka maður. En látið það samt ekki fara lengra. Eftir langar samvistir verða jafnvel bráð- skemtilegir menn leiðinlegir. Nýlega þurfti ég að vera einn með sjálfum mér, og hund- leiddist. „Einvera" er það að vera einn með sjálfum sér. Hún er misleiðinleg eftir því hvað við- komandi á margt ósagt við sálfan sig. Krakkinn er farinn að mannast. Segir orðið „nei“. Það er nokkuð erfitt að tala við sjálfan sig. Hinsvegar ömurlegt að hlusta á einræður sjálfs sin. Altaf skal maður vera betri en hinir — það gildir um alla. Maðurinn er það sem hann étur, enda fer mataræðið líka eftir því hver maðurinn er. Látum fólk njóta alls þess sem það á skilið, sérlega þá sem ekkert gott eiga skilið. Þaðsem furðar mig er ekki beint ástæðan fyrir sífeldri furðu mannsins heldur sann- færing hans um það að nokkur ástæða sé tilað furða sig á neinu. Vandinn er sá að við erum hætt að hafa ráð á sjálfum okkur. Tilað viðhalda sjálfsálitinu þurfa menn að forðast raunhæft mat á sjálfum sér. Suðrí Ástralíu er til skorkvikindi sem bítur af sér vængina strax og það nær fullum vexti. Rétt einsog manneskjan! Gríma: sá hluti andlitsins sem fólk velur sér sjálft. Litli maðurinn hefur orðið svona lítill fyrir atbeina þeirra sem nota hann tilað gera sig stóra. Sauðkindin er hjarðdýr sem er næstum eins fávís og mannskepnan. Hún slátrar þó ekki meðbræðrum sínum. Englar fara náttúrlega létt með það að vera englar. Þurfa ekkert að borða og eru þarað- auki kjmlausir. Mælikvarði sem gildin hversu mörg prósent af manni eru í manninum. Ótakmarkaðir verða möguleikar mannkyns- ins aldrei nema það hafí möguleika tilað takmarka völd þeirra sem eru takmarkaðir. Þegar mönnum loks mun lærast að elska hvem annan, elska í raun og veru, munu þeir gera alla hluti af hreinni ást, jafnvel hin verstu óhæfuverk. Viltu elska mannkynið? Reyndu fyrst við bara eina mannveru . .. Undireins með fyrstu tilraun sinni tilað hugsa var maðurinn farinn að lifa um efni fram. Óskaplegt er hugmyndaflug manneskjunn- ar, að það skuli hafa gert sér þessa glæsi- mynd af mannlegum vitsmunum. Fjórir ætttiðir: „Sterkasti maður í heimi“, okkar eini og sanni Jón Páll Sigmars- son. Hann heldur á syni sínum, Sigmari Frey. Lengst til hægri er faðir Jóns Páls, Sigmar Jónsson, en afi hans, Jón Dal Þórarinsson, er í miðið. Kona Einars á Steinsvaði var Hólmfríður Jónsdóttir frá Ketilsstöðum í Hjaltastaða- þinghá. Móðir hennar var Þórunn dóttir Áma Gíslasonar skálds og bónda í Höfn, Borgarfirði eystra. Hún var hálfsystir Hafn- arbræðra, Hjörleifs og Jóns, sem taldir voru sterkustu menn á lslandi um aldamótin 1800. Einn af sonum Einars og Hólmfríðar var Jón bóndi í Dölum í Hjaltastaðaþinghá, f. 1818, d. 1892. Jón og bræður hans voru allir hraustmenni þó að fáar sögur séu um þá skráðar. Dóttir Jóns í Dölum var Jónína, f. 1877, d. 1948, langamma Jóns Páls Sig- marssonar. Sonur Jónínu er Jón Dal, f. 1911. Hann flutti af Austurlandi og bjó lengi í Tunguhlíð, Lýtingsstaðahreppi í Skaga- fírði. Kona hans er þaðan ættuð en um ætt hennar er mér ekki kunnugt. Þau eru nú búsett í Reykjavík. Jónína giftist Þórami Ólafssyni frá Urr- iðavatni í Fellum, miklum atgerfísmanni. Þau bjuggu í Dölum. Þórarinn dó á besta aldri 1914. Faðir Þórarins var Ólafur Hjör- leifsson bóndi í Bót í Hróarstungu og síðar á Urriðavatni, d. 1894. í Bótarlandi sést enn tóft af beitarhúsi sem Ólafur byggði. Þar eru steinamir þögul vitni um átök bónd- ans með jámkarl einan tækja. Gamlir menn sögðu þeim er þetta ritar að hann hefði verið þar að verki einn síns liðs. Faðir Ól- afs var Hjörleifur Eiríksson. Hann átti ætt að rekja til Eiríks Magnússonar í Bót. Eirík- ur var uppi á fyrri hluta 17. aldar. Afkomendur hans em fjölmargir og í þeim hópi kunnir atorkumenn. Kona Hjör- leifs var Mekkín Ólafsdóttir skyggna frá Skeggjastöðum i Fellum. Hún átti ætt að rekja til Odds sterka Jónssonar, sem bjó á Setbergi í Fellum á fyrri hluta 18. aldar. Til hans áttu margir kraftamenn á Austur- landi ætt að rekja. Hér hefur verið farið fljótt jrfir mikla sögu sem nánar er sögð í VI—VIII bindi af Islenskum þjóðsögum og sögnum Sigfús- ar Sigfússonar sem áður er vitnað til. Höfundur er bókavöröur á Alþingi. Laugardalshólar grein um höfuðbólið Krýsuvík og 14 hjáleigur þess, sem birtist í Lesbók 7. marz sl., birtist sú mynd sem hér er endurprentuð og var hún úr gömlu mjmdaalbúmi, þar sem einungis voru mjmd- ir frá Krýsuvík. Það var talið víst, en án gaumgæfilegrar athugunar, að myndin væri af Krýsuvíkurbænum fyrr á öldinni, en nú hefur komið í Ijós, að hér er málum bland- að. Hvemig sem á því stendur er myndin af gamla bænum í Laugardalshólum í Laug- ardal og sjá staðkunnugir menn, að það er að sjálfsögðu Efstadalsfjall, sem þama er í baksýn. Það var Friðgeir bóndi Stefánsson í Laugardalshólum, sem kom þessari leið- réttingu á framfæri; hann kvaðst undir eins hafa þekkt gamla bæinn, sem hafði verið byggður rétt eftir aldamótin. Þá bjó þar Grímur Jónsson, faðir Ingvars bónda í Laug- ardalshólum, sem var faðir Stefáns bónda á sama stað og Friðgeir núverandi bóndi þar er sonur hans og fjórði ættliðurinn á jörðinni frá aldamótum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.