Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1987, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1987, Blaðsíða 14
S T I K L : Tusby og Aleksis Kivi Eftir Sigurjón Guðjónsson Enn skal fram haldið. Næsti áfangastaður er Tusby. Mér fánnst leiðin stutt milli Ainola og Hal- onenodda. En leið frá oddanum til Tusby er þó miklum mun styttri. Sá sem les þennan þátt kann ef til vill að spyrja: „Hvað á maðurinn að vilja til Tusby?" Bfllinn nemur staðar við lágan hól. Uppi á hólnum er lítið gamait timburhús, nær því að vera kofi en eiginlegt hús. Enginn á þar nú heima, enda smásafn, sem hús- og safnvörður vitjar miðdegis að sumarlagi og tekur á móti gestum, ekki aðeins innlendum heldur og erlendum. Og margir eru þeir sem vilja líta þarna inn, þó að fátæklegt sé um að litast. Einkum fyrir það að Aleksis Kivi, faðir finnfinnskra bókmennta, andaðist í kofanum fyrir einni öld og fjórtán árum betur. Eg er einn af þeim sem til þess er kominn. Það er fagurt umhorfs frá hlaðinu yfir skógi vaxnar hæðir allt í kring og Tusby- vatn, sem nær allt upp að hólbrekkunni og ljómar nú í hásumardýrðinni. Áður en gengið er inn þykir mér hlýða að draga fram helztu æviatriði mannsins, sem mætti þarna dauða sínum eftir langvar- andi brjóstveiki og daufar viðtökur verka sinna. Sjálfsagt hefur hann verið saddur lífdaga, þó að ekki væri hann nema 38 ára. FXUF Aleksis Kivi fæddist í smábænum Numijarvi, sem er í 30 kílómetra fjarlægð frá Helsingfors, til norðvestur þaðan. Hann var kominn af fátæku bændafólki frá Nýl- andi og Tavasta-landi. Faðir hans var skraddari að iðn, dulur í skapi og einum um of hneigður til víndrykkju. Móðir Kivi var talin dugleg kona, viðkvæm í lund og heittrúuð. Ómegðin var mikil og heimilið fátækt, svo að stundum stappaði nærri ör- birgð. Kivi var yngstu fjögurra bræðra og var uppáhaldsbarn móður sinnar sem taldi hann snemma búa yfir miklum hæfileikum. Hann var óhneigður til vinnu og hafði yndi af því að reika einn síns liðs úti í náttú- runni og lesa bækur, hvar sem þær var að fá. Kivi var Finnfinni, en lærði allmikið í sænsku í barnaskóla, þó að stopull væri. Um fermingaraldur komst hann í ungl- ingaskóla, en varð að gefa námið upp eftir fjóra vetur sakir fjárskorts. En mennta- draumurinn fylgdi honum og fyrir áhuga og þrotlaust basl tókst honum að ná stúd- entsprófi, er hann var 25 ára gamall í svokallaðri „stúdentaverksmiðju", sem ekki naut mikils álits meðal menntamanna. Hann ritaðist inn í Helsingfors-háskóla, þrátt fyr- ir mikla fátækt, og hlustaði einkum á fyrirlestra í bókmenntum og sögu. Stóð svo næstu vetur, en próflaus hvarf hann frá skólanum. Hann var farinn að snúa sér að ritstörfum, vanrækti námið með því, auk þess sem hann hafði ekkert fé til þess að halda námi áfram. — Hann sökkti sér ofan í bókmenntir og las feiknin öll. M.a. Shake- speare og grísku fornskáldin í þýðingum. Á háskólaárunum var hann rómantískur í þessu smáhýsi dó skáldið Aleksis Kivi og haldinn djúpri þjóðerniskennd, en tók síðar að hálla sér meira að realisma (raun- sæisstefnu). — Að sumarlagi dvaldi hann að mestu heima í Nurmijarvi eða þá hjá bróður sínum, sem bjó í grennd við bæinn. En þar vann hann lítið gagn, eins og hann fann bezt sjálfur. Og þá átti hann í raun- inni hvergi höfði að halla, en var þó farinn að vekja nokkra athygli með ritstörfum sínum. Þá gerist það, að fröken ein, Charlotta Lönnquist, skýtur skjólshúsi yfir hann. Hún bjó í Sjöundá í Nýlandi og hjá henni á Kivi heima í góðu yfirlæti í nokkur ár, eða allt til 1870. Þessi ár voru bezti tíminn í ævi hans, þar sem hann lifði áhyggjulausu lífi um afkomu sína, en honum var alltaf ósýnt um að hafa ofan af fyrir sér. Enda undi hann sér vel á Sjöundá lengst af þeirra ára sem hann dvaldi þar. Kivi var náttúrubarn að eðlisfari sem áður gat og naut þess að reika um skógana í nágrenninu og veiða dýr, auk þess sem hann fór stundum á sjó- inn og dró fisk. Kivi hafði og yndi af því að umgangast sveitafólkið í kring og heyra það segja frá, einkum hafði hann næmt eyra fyrir gaman- sögum og ýmsu skoplegu. Hann mat mikils innileika og gestrisni sveitafólksins. Á þessum árum skrifaði hann, og ein- göngu á fmnsku, sín helztu rit, enda var næðið gott og fjárhagsáhyggjur hafði hann engar. En þó undarlegt megi virðast, fór hann að þreytast á þessu lífi og óeirðin tók að segja til sín. Vaxandi vínhneigð fór að ásækja hann. Hann tók brjóstveiki, sem ágerðist smám saman, og þunglyndi, sem stappaði nærri geðveiki, sótti á hann. Kivi hverfur burt frá hjálparhellu sinni, fröken Lönnquist, árið 1860 og er þá fyrst um sinn á hálfgerðum flækingi en leitar loks á náðir bróður síns í Tusby síðasta árið sem hann lifði, þó að bróðirinn ætti nóg með sig og hefði ekki rúm fyrir hann. Um sumarið hafðist Kivi við í gufubaðstofu kotsins, en um haustið var hann fluttur inn í þröngan timburkofann. Brjóstveikin hafði ágerzt meira og meira. Kivi andaðist á nýj- ársnótt 1872. Síðustu tvö orðin sem liðu af vörum hans voru þessi: „Ég lifi. Það kom snemma í ljós, að sterkustu ein- kennin í skaphöfn Kivis voru ríkt ímyndun- arafl, tilfinningahiti og næmt skopskyn. Annars var skaphöfn hans að mörgu leyti óræð. Alls þessa gætir mjög í ritverkum hans, sem eru jafnvel sum hver enn í dag með því bezta sem er að finna í finnskum bókmenntun. Fram undir daga Kivis eru þær varla til nema þá í þjóðkvæðum. — Bezt lætur honum að lýsa lífi gamals al- þýðufólks, enda unni hann því og var því nákunnugur. Kivi skrifaði jöfnum höndum Ijóð, leikrit og sögur. Ljóð hans sem fundizt hafa eru aðeins fimmtíu, en misjöfn að gæðum. Fyr- ir þau hlaut hann ekki mikið lof. Öðru máii gegnir um sum leikrit hans og sérstak- lega eina sögu. — Fyrir leikritin Hreppsskó- smiðirnir og Lea var hann hylltur. Lea, sem er biblíulegs efnis, var færð á svið 1869 og við frumsýningu á henni er miðaður fæðing- ardagur finnfinnska leikhússins. I skáldsögu sína: Bræðurnir sjö (Seitse- mán veljestá á frummáli) lagði Kivi mikla vinnu, skrifaði hana um hvað eftir annað. Efnið er sótt í líf alþýðunnar í einangraðri byggð. Hún er saga þróunar og ævintýra í gamansömum stíl. Hvergi hefur ritfimi Kiv- is gætt betur en þar. Bókin er þýdd á mörg tungumál. Af þessari bók eru Finnar stolt- ir. — Kivi er fyrsti ritsnillingur Finnfinna að dómi bókmenntafræðinga þeirra. Eftir þessa upprifjun er mál til komið að líta inn í kotið.- Ekki þreyta tröppurnar. Safnið er ein stofa og smákytra út úr henni, en þar lá Kivi skáld sjúkur og beið dauða síns eftir að hann flutti inn frá gufubaðstof- unni. í henni er varðveitt hvíla hans. Fyrir framan hana er smáborð og lítill hrörlegur stóll, sem hann settist á, er hann fór í föt, en það gerði hann ekki síðustu vikurnar sem hann lifði. Nokkur verkfæri, svo sem skæri á vegg, minna á iðn húsbóndans, bróður skáldsins. Allt þarna inni talar sínu rnáli um fátækt. Geta má þess, þó ekki komi það máli þessa þáttar við, að skraddarinn og kona hans voru myrt í kofanum nokkrum árum eftir lát Kivi. Þótti það furðulegt, en aldrei upp- lýstist morðmálið, þó að sökudólgs væri lengi leitað. Þá er haldið til Tusby-kirkju, sem stendur örskammt frá timburkofanum. Hún er snot- ur, gömul timburkirkja, full af friði og helgi. Mér verður reikað um kirkjugarðinn og finn leiði Aleksis Kivi. Á því er virðulegur leg- steinn og lifandi blóm og sveigar á því og allt í kring um það, svo að þar hafa verið fleiri á ferð en ég, enda á skáldið sterk ítök meðal Finna. Nokkrum metrum frá leiði Kivis er leg- staður listmálarans Pekka Halonens, sem áður hefur verið getið. En ef til vill eru hermannagrafirnar minnisstæðastar frá kirkjugarðinum. Nafnaröð ungra Finna, er létu lífið fyrir þjóð sína og ættjörð á miklum örlagatímum. Við reit þeirra er greinilega lögð mikil rækt. Um það vitnar góð hirða, snyrtimennska og blómafjöldi, sem prýðir reitinn, enda margir vandamenn sem að því standa. — Hvflík blóðtaka hjá þessari frekar fámennu byggð! Á hana er minnt í hverri byggð í Finnlandi. — Lega kirkjugarðsins á bökkum Tusby-vatns mun lengi minnisstæð þeim sem um hann fara. — Aleksis Kivi naut takmarkaðrar viður- kenningar meðan hann lifði. Þó skal ekki fram hjá því gengið, að Finnska bókmennta- félagið veitti honum eitt sinn góðan styrk. — En síðar, eftir að hann var allur, fór hróður hans sívaxandi. Um hann hafa verið skrifuð feiknin öll. Víða verið reist minnis- merki um hann, en það kunnast, er stendur framan við þjóðleikhúsið í Helsingfors og er eftir myndhöggvarann Wáinö Aaltonen. Kivi átti stóran þátt í stofnun þess og sköp- un. Á það vilja Finnar leggja áherzlu með hinni virðulegu styttu. HRAFN ANDRÉS HARÐARSON Páskar Hversdagsleikur, harmleikur lífsgæðakapphlaups, fallandi víxlar, fljúgandi diskar og hnífapör, háværar raddir yfir kaffí og vínarbrauðum á vinnustað: um framboð, fóstureyðingar og kjamorkueyðingarmátt, andlitsfall verðbólginna íslenskra manna. Og páskarnir Hða hjá óljóst í vitundinni líkt og skammgóður vermir. Höfundurinn er bókavörður í Kópavogi. ÓMAR SIGURÐSSON Sporlaus ótti Á myndfleti hafsins speglast ótti minn og von. Að geta horfið héðan sporlaust og þó skilið eftir mig spor. Nafnlaust Ijóð Svo hvítur svo hvítur. Skugginn þinn svo svartur svo svartur. Hinn glaðlegi fuglasöngur hverfur. Og sólin dregur sig í hlé. SjálSrmennimir verða enn umkomulausari en þeir voru áður. En samt lifir vissan um það að ofurveldi þínu linnir, um tíma. Og mennirnir reyna að gleyma því að þú sért til. En samt munt þú koma aftur og afturl Höfundurinn er þrítugur húsasmiður í Reykjavík. NORMA E. SAMÚELSDÓTTIR Engillinn og púkinn Hatar sjálfan sig hatar þessa konu Hvernig ætti Hann að geta átt samleið með engli Púkinn Hatar sjálfa sig hatar þennan mann Hvernig ætti viðkvæmur maður eins og hann að elska hana Harðstjórann Höfundurinn er rithöfundur í Reykjavík. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.