Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1987, Blaðsíða 16
IO - eitt hínna
tólf tungla
Júpíters er
glóandi víti
650 milljón km fjarlægð frá jörðu er þunglamaleg,
ristastór reikistjarna, sem er tvisvar sinnum efnis-
meiri en hinar 8 reikistjörnurnar til samans. Hún
drattast einn hring um sólu á 12 árum og þarf að
dragnast með 12 tungl."
Svo segir í „Reikistjörnunum" í Alfræði-
safni AB, sem út kom 1967. Og ennfremur
segir þar um tungl Júpíters m.a.: „Júpíter
hefur 12 tungl, þremur fleiri en næsti keppi-
nautur hans, Satúrnus, og hafa þau ýmislegt
athugavert í fari sínu. Flest þeirra fylgja
nærri algjörri hringbraut um reíkistjörnuna,
en örfá fara eftir sporöskjulagaðri braut.
Innstu tunglin 8 snúast í sömu stefnu og
reikistjarnan, en hin fjögur hafa öfuga
umferðarstefnu ... Stærstu og björtustu
tungl Júpíters eru kólluð Galileo-tunglin, en
Galileo uppgötvaði þau, er hann beindi
fyrsta stjörnusjónaukanum að himni árið
1609."
Síðan hefur mikið verið horft út í himin-
geiminn með stöðugt betri tækjum. Og hér
birtist tiltölulega nýleg frásögn úr norska
blaðinu „Farmand", sem aftur byggist á
greinum úr „Science".
Linda Morabito var eiginlega að leita að
stjörnunni AGK3-10021, og það var ekki
talið neitt vandaverk. En afstaða stjarnar-
IO er auð reikistjarna,
án storma og gufuhvolfs
og sennilega eru engir
gígir þar heldur. Eyðing-
in kemur sennilega að
innan, frá fljótandi
brennisteinstvísýringi
undir miklum þrýstingi
Við sjóndeildarhrínginn sést fyrsta eldgosið, sem orðið hefur vart utan jarðar — á
Júpítertunglinu IO.
innar til 10 gæti aukið nákvæmnina við
útreikninga á braut tunglsins. Þá uppgötv-
aði hún ský, líkt og regnhlíf í laginu, sem
steig 280 km upp fyrir sjóndeildarhring 10.
Þetta var merkileg uppgötvun. I fyrsta sinn
höfðu menn fengið vitneskju um virk eldgos
utan jarðar. Uppgötvunin var gerð föstudag-
inn 9. marz 1979, og áður en mánudagur
var runninn upp, var búið að finna sex eld-
gos á IO.
Síðan hafa stjörnufræðingar og jarð-
fræðingar lagt fram stöðugt fleiri bita í það
púsluspil, sem er þekkingin á ofsalega virku
tungli. Vitað er, að þvermál 10 er 3640 km,
að það snýst umhverfis Júpíter í að meðal-
tali 421.600 km fjarlægð og að yfirborð
þess er samsett af brennisteini og brenni-
steinstvísýringi, að ef til vill séu bráðin
silíköt í iðrum IO og að kjarni þess kunni
að yera. úr járni.
í tveimur greinum í tímaritinu „Science"
hefur nýlega verið skýrt frá því, að geysi-
mikil hraunflóð séu að minnsta kosti á
þremur stöðum á 10. Þetta hafi verið stað-
fest með rannsóknum á stjörnuathugunar-
stöð á Hawaii. Lögunin varð ekki greind á
myndum Voyagers og bendir það til þess,
að landslagið sé breytilegt: Rauðglóandi,
brennheitt og síbreytilegt helvíti. Stærst
hinna þriggja hraunflóða er á Loki-Patera
svæðinu og er um 200 km í þvermál.
10 er auð reikistjarna, án storma og gufu-
hvolfs og sennilega eru engir gígir þar
heldur. Eyðingin kemur sennilega að innan,
frá fljótandi brennisteinstvísýringi undir
miklum þrýstingi. Hann vellur upp á yfir-
borðið eins og hjá gosbrunni. Þegar það
gerist, springur vökvinn og verður að gas-
og ísskýjum, sem líða út í nístandi kaldan
geiminn. Um leið brestur skorpan, sem var
yfir brennisteinstvísýringnum, sem hvarf.
Sennilega renna hraunflóðin og frjósa sam-
an mjög fljótt. Stórir, hvítir blettir nálægt
miðbaug 10 benda til þess.
10 er bundið í eilífri togstreitu milli þess
og nágrannatunglanna Evrópu og
Ganymedus. Þyngdaraflið togar og rífur í
yfirborð 10 og veldur þarhæðum og dæld-
um, „flóði" og „fjöru". Á ýmsum stöðum
hækkar og lækkar yfirborð 10 um hundrað
metra annan hvern dag. Sennilega er það
þessi virkni, sem veldur hitanum í ytri lögum
10.
Maður myndi kjósa að hringsóla um þetta
litla tungl í öruggri fjarlægð frá eldgosun-
um. Fyrir neðan myndi maður augum líta
stórkostlegra og æðisgengnara landslag en
hægt er að ímynda sér. Helvíti í voru sól-
kerfi hlýtur að vera 10, hið glóðheita
andrúmsloft Venusar eða hinir hræðilegu
stormar á Júpíter. í samjöfnuði er hin blá-
græna Móðir jörð paradís.
Fáir staðir I sólkerfi okkar geta verið
likari liinu fræga víti (Inferno) Dantes
en litla Júpíterstunglið 10. Það erþó
ekkimiklu minna en tunglið okkar, en
Júpíter er svo stór. Áríð 1979 flaug
gervihnötturinn Voyagerlþarnahjá, og
þá uppgötvaði bandarískur verkfræðing-
ur, kona reyndar, eldgos á einnimynd-
iniii, sem gervihnötturinn hafðisent til
jarðar. Nú hafaþrjú hraunflóð fundizt.
16