Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1987, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1987, Blaðsíða 11
Mynd: Árni Elfar MANSONGUR Smásaga eftir Guðrúnu Jacobsen g rumskaði með morgunsárinu og bylti mér órólega í rúminu. Það var eitthvað að brjótast um í höfði mínu, eitthvað ákaflega mikilsvert, er ég hafði saknað í mörg, löng ár, og eitthvað, sem mik- ill sársauki getur fylgt, því það var eins og aragrúi logheitra fíngra snerti hjarta mitt, en þó var ég gagntekin unaðslegri sælu- kennd. Ég reis upp úr rúminu, gekk til gluggans og leit sólarupprásina. Geislar hennar böðuðu Esjuna purpura- rauðum bjarma og brugðu á hafflötinn gullnu bliki. Langa stund.stóð ég í sömu sporum og horfði á þessa fegurð íslenzks vormorguns, líkt og ég hefði aldrei skynjað fegurð hans áður. Svo sneri ég frá glugganum, rekin áfram af einhverju ósýnilegu afli, og hélt sem í leiðslu að speglinum. Því var eins og hvíslað að mér, að þar væri svarsins að leita. Afskræmd mynd mín blasti við sjónum, en svo breytti ég stöðunni og tókst að greina andlit mitt í einu horni spegilsins, sem ekki var brostið. Hið fyrsta, er vakti undrun mína, voru augun, sem brugðu birtu, líkt og þegar maður breiðir út himinblátt klæði, er sólar- geislarnir brotna í. Drættirnir kringum munninn höfðu mýkzt, jafnvel djúpa hrukk- an milli augna minna hafði máðst burtu á einhvern óskiljanlegan hátt. Og allt í einu létti þokunni í hugskoti mínu. Ég elskaði. Ég mundi nú, að ég hafði vaknað líkt og af löngum vetrarsvefni kvöldið, sem ég mætti augum hans i fyrsta sinn. Fyrr um kvöldið hafði ég ráfað stefnulaust um stræt- in, þrætt hvert af öðru, í leit að einhverju, sem ég vissi ekki einu sinni sjálf hvað var. Ég hafði nálgazt hús hinnar lifandi tónlistar og staðnæmzt við hina fögru, ókunnu hljóma, er bárust út í strætið, og náðu eyr- um mínum. Ég hafði opnað hurðina með hálfum huga, borið mig eins og snuðrandi flækingshundur, þegar hungrið rekur hann til að leita sér ætis í fínu hverfi, sem hann hefði að öðru leyti aldrei þorað að stíga í. En þegar ég var komin inn í hús tónanna náði hljómlistin og fegurð hins nýja um- hverfis slíkum tökum á mér, að ég gleymdi sjálfri mér og hvarf inn í heim tónlistar, sem ég hafði aldrei kennt fyrr. Ég hafði horft á lipra fingur hans snerta hljómborðið, hafði grannskoðað frjálslegan höfuðburðinn, þunglyndisleg augun og við- kvæman munnsvipinn, og á einu andartaki var sem hulu væri svipt frá augum mínum, og ástin gagntók mig. Eins og óendanlega dýrmæt gjöf hafði hún komið til mín, gjöf, sem ég hafði lengi beðið eftir. Undir miðnætti, þegar tónarnir hljóðn- uðu, gekk ég heim á leið, forðaðist að mæta nokkrum manni, því að mér fannst sem ég hefði eignazt eitthvað, er allir girnt- ust. Síðan lá ég vakandi fram eftir nóttu, gagntekin birtunni, sem komið hafði inn í líf mitt á einni kvöldstund. Loks hafði ég dottið útaf með mynd hans fyrir augum mínum, mynd svo fastmótaða, að mér virt- ist hún áþreifanleg, og tónarnir endurómuðu fyrir eyrum mínum, runnu saman í dásam- lega vögguvísu, er varð undirspil drauma minna. AUs þessa minntist ég þarna í morgunsár- inu. Ég gekk aftur til gluggans. Mér leið eins og blómabikar, sem breiðir dauðþyrst blöð sín mót vorregninu, sem lengi hefur látið á sér standa. Ég opnaði gluggann og breiddi út faðminn til sólarinnar, sem komin var hátt á oft. Aldrei hafði náttúran verið jafn fogur í augum mínum, Esjan aldrei skartað fegurra faldi, himinninn yndisblárri eða fuglakvakið glaðlegra. Ég fékk löngun til að setjast niður og semja óð til náttúrunnar, en engin orð fann ég í huganum nægilega lifandi, svo unnt væri að lýsa henni. Allan þennan dag æddi ég þreyjulaus um gólf, gagntekinn óþolinmæði er ég leit vísa klukkunnar, sem rétt mjökuðust áfram. Loks, þegar kvöldið kom, náði gleðin og eftirvæntingin tökum má mér.^ Ég kepptist við að þvo allan líkama minn. I návist hans og hinna ókunnu hljóma vildi ég vera hrein. Síðan lagði ég leið mína í hús tónanna. Mjúkir hljómar, líkt og silfurtær seytlandi lækur, komu á móti mér eins og þeir byðu mig, umkomulausa stúlkuna, velkomna. Og ástin í hjarta mínu var sem bergmál, er umyafði mig á alla vegu. Ég settist eins nálægt honum og ég fram- ast þorði og leit elskulegt andlit hans og þessar indælu hendur, er snertu nóturnar, sem endurómuðu þær kenndir, er bjuggu í sál minni. Ég drakk vínið úr glasinu, án þess að bragðfæri mín skynjuðu hvort það væri sterkt áfengi, er varir mínar dreyptu á, eða aðeins blátært vatn. Og kvöldsins naut ég eins og ferðamað- ur, sem langþjáður af þorsta hefur reikað í eyðimörk, þegar hann óvænt fínnur tæra uppsprettu. Og hann, ástin mín, var sem vitinn, er varpar ljóma yfír umhverfi sitt, og tónaflóðið sem spor, er ég gat rakið til að komast í návist hans. Síðustu ómarnir af „Ástardraumi" fylgdu mér til dyra, þegar komið var að lokum. Þar vék ég mér við og hvíslaði: Góða nótt, ástvinur minn. Ég mun koma aftur, því aðeins þar sem þú ert, þar er ég. Ég vaknaði morguninn eftir við koss sól- argeislanna, sem þrengdu sér inn um gluggann og yljuðu upp herbergið mitt. Ég minntist kvöldsins. Hve dásamlegt var að eiga yndislega minningu í fyrsta sinn. Ég settist upp í rúminu, teygði mig að gluggakarminum og leit út. Eg horfði á fólkið, sem gekk eftir stræt- inu, reyndi að lesa úr andlitsdráttum þess hvað inni fyrir byggi, því að ég brann af löngun til að þykja vænt um allt og alla. Ég horfði líka á ástarleik fuglanna í trján- um, leiki barnanna í húsagörðunum, og um allt þetta langaði mig til að yrkja lofgerðar- ljóð. Ég þreif blað og penna, en einu orðin sem komu í huga minn voru: Ég elska þig! — Ég elska allt! Ég reyndi að rifja upp önnur orð, en þau vildu ekki vitrast mér. Þá brosti ég og bjó til frumlegt ljóð með tíu setningum, sem allar hljóðuðu á þessa leið: Ég elska þig! Og mér fannst þetta vera hið fegursta ljóð, sem mér hefði nokkru sinni tekizt að búa tíl. Um miðjan dag fór ég út. Ég vonaðist til að hitta einhvern, sem ég gæti rætt við um allt hið undursamlega er gerst hafði í lífí mínu á tveim kvöldum. Eðlisávísunin leiddi mig til kaffístofunn- ar. Þar átti ég einn kunningja, ungt, en þó gamalt skáld. Hann sat að venju í horninu sínu og hrærði hugsandi í kaffíbollanum. Ég stóð örskamma stund í dyrunum og virti hann fyrir mér. Leit á trosnaðar ermárnar, snjáða bindið og dökku baugana undir augunum, sem húmið huldi. Og brot af samræðum okkar flaug gegnum huga minn. — Sá er helgar sig listinni, hafði hann mælt, hugsar ekki til neins endurgjalds. Því að í hverri tjáningu, sem hann lætur í ljós, hvort sem hún er í rituðu máli, með pensli fest á striga eða túlkuð í tónum, er einn dropi af hjartablóði hans, og það er ekki falt. Eg hafði spurt hikandi: Heldurðu að þú eigir eftir að skapa eitt- hvað mikilsvert fyrir mennina? Hann hafði hrist höfuðið, og raunalegu LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. JÚNl 1987 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.