Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1987, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1987, Qupperneq 3
iwrr HBöSSlSISSEStllSlŒ]®]® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Bjöm Bjarnason. Ritstjómarfulitr.: Gísli Sigurösson. Augtýsingan BakJvin Jóns- son. Ritstjóm: Aöalstræti 6. Sími 691100. Fjölmiðlafárið er til umræðu í tilefni nýlegrar ádrepu í Morgun- blaðinu og vegna þess, að enn hefur ný útvarpsstöð fsuið í loftið, en til eru þeir og kannski nokkuð marg- ir sem finnst að síbylja og yfirgengileg fátækt í efnisvali einkenni þessar stöðvar og að menning okk- ar sé síður en svo auðugri vegna þeirra. Reykjanesskagi var fyrrum byggður mun meira en nú er, en lífsbarátt- an var hörð, því landgæði voru af skomum skammti. Ólafur E. Einarsson rifjar upp eitt og annað um land- kosti og búsetu í grein sem ber yfirskriftina: Minjar um eldogóblíðkjör. Graphica Atlantica er nafnið á alþjóðlegri grafíksýningu, sem í dag verður opnuð á Kjarvalsstöðum. Þetta verður að sögn forstöðumanns hússins mesti myndlistarvið- burður ársins og af þessu tilefni birtast nokkrar myndir, bæði frá innlendu og erlendu þátttakendunum. Forsíðan Á fjölum Þjóðleikhússins er nú leikritið Yerma eftir Frederico Garcia Lorca, sem Hafliði Amgrímsson kynnti nýlega í Lesbók. Þetta er einskonar harmljóð og það er Tinna Gunnlaugsdóttir, sem fer með hlut- verk Yermu. Það er hún, sem er í dramatískum átökum á forsíðumyndinni. Ámi Sæberg ljósm. Morgunblaðs- ins tók myndina. BÖÐVAR GUÐMUNDSSON Leiðarvísan — Hildigunnur Einarsdóttir — Enginn þarf að spyija hvar gröf þín er því hún er þar sem grasið er grænast. Þar er vetrarsnjórinn hvítastur himinninn heiðastur og þar syngur vorfuglinn skærast. Nei, enginn þarf að spyrja hvar gröf þín er. Hún er þar sem tár okkar þorna og orð okkar þagna. Höfundurinn er Ijóðskáld og cand mag. í íslenskum fræðum. Þegar vetur víkur frá Nú meðan ég er að tína þessi- orð niður á pappírinn stráir sólin geislum sínum yfir landið eins og hún hefur verið að gera síðustu daga. Fólkið ber keim af landinu og fasið er breytt; allir eru í sólskinsskapi. Líka þeir sem eru innivið að skyldustörfum. Þó skotra þeir augunum út um gluggann, þangað sem hugurinn leitar. Síðan sameinast fjölskyldan við að rækta garðinn sinn og eija eða lætur fara vel um sig elleg- ar fer í golf, — þeir sem það vilja og eru ólæknandi. M.ö.o., nú njóta menn veðurblíðunnar. Þegar vetur víkur frá og veðrið fer að hlýna þá er fögur sjón að sjá sólina okkar skína, sagði Káinn um Dakota-sólina forðum, en hann var fæddur á Akureyri eins og allir vita. Þegar veðrið er svona gott og maður fínnur fyrir þessari notalegu þreytu, vorþreytunni, eftir fyrsta daginn í garð- inum, fer maður ósjálfrátt að hugsa um landið sitt: Hvemig hægt sé að græða það og bæta. Haraldur Ámason búnaðarráðunautur rifjaði upp við mig þá gömlu hugmynd um þegnskyldu- vinnu unglinga við skógrækt og landgræðslustörf. Við höfum að vísu átt því láni að fagna, að unglingar flest- ir hafa fengið eitthvað nytsamt að sýsla yfír sumarið. Samt fylgir það borgar- menningunni, að við fjarlægjumst landið okkar, en einmitt þess vegna á hugmynd Haralds erindi við okkur. Líka af því að við vitum, að stór svæði era að blása upp, en önnur þurfa aðhlynn- ingu. Páll J. Árdal kvað þegnskylduna að vísu niður á sínum tíma með þess- ari stöku: Ó, hve margur yrði sæll og elska mundi landið heitt, mætti hann vera í mánuð þræll og moka skít fyrir ekki neitt. Auðvitað yrði greiðsla fyrir að koma, ef slík þegnskylduvinna yrði tipp tekin. Það er ekki nema sjálfsagt og rýrir ekki gildi hugmyndarinnar. Það er annars undarlegt hversu við- kvæmt þetta umræðuefni er, hvernig við eigum að bera okkur við að græða landið. Vinur okkar hjóna, mikill nátt- úraskoðari og náttúraunnandi, á t.d. alltaf erfítt með að sætta sig við, að hingað til lands séu flutt inn tré eða plöntur, jafnvel þótt hann sjái að þau dafni vel og séu dugleg að klæða landið eins og t.a.m. Alaskalúbínan. Hann er púrítani á þessu sviði og vill að flóran sé hrein og ómenguð af mannavöldum. Hann hefur sagt stríð á hendur öllum skurðgröfum og sauðkindum. Samt er enginn glaðari en hann, ef hingað rek- ast aðskotakvikindi af skordýraætt eða flækingsfugl af suðrænu kyni. Annar vinur minn, Tómas Ingi Olrich, er þvílíkur ræktunarmaður, að hann lætur sig einu gilda, hverrar þjóð- ar jurtin er. Ef hún kann vel við sig hér á landi, þá er það honum nóg. Hann hefur bent mér á, að ísland hafí vissu- lega verið einangrað, áður en maðurinn settist hér að. Samt hafí hingað borist fræ með vindum og straumum og rofíð einangranina eins og maðurinn gerði síðar með því að nema hér land. Og því skyldi maðurinn ekki beita vitsmun- um sínum og kunnáttu til þess að hjálpa landinu, úr því að hann átti kannski mestan þátt í að eyða því spyr hann, og ég get ekki annað en fallist á hans sjónarmið. Ég hef að vísu enn þennan veikleika að finnast Alaskalúbínan framandi, þegar hún er að blómstra, og ekki falla inn í liti landsins. En um leið og ég sé hvemig hún græðir upp melana smátt og smátt og víkur síðan fyrir öðram gróðri fer mér að þykja vænt um hana og fer að leita að henni með augunum, hvar sem ég sé mela- börðin köld og hijóstrag. Svona er það ríkt í manni að tengja fegurðina gróðr- inum á leið sinni um landið. Bændur era nú í þeirri kreppu, að of lítill markaður þrengir svo að þeim, að þeir geta ekki lengur haft þau um- svif á búum sínum sem hugur þeirra stendur til. Tómas Ingi hefur verið manna duglegastur við að vinna þeirri hugmynd fylgi, að bændum verði feng- ið það verkefni að græða landið, enda standi það þeim næst og þeir séu fær- astir um það. Bændaskógar yrðu ræktunarstarf, sem horfði til framtíðar. Um þetta er ég að hugsa á þessum sólskinsdegi og vona að sú draumsýn verði brátt að veraleika. Halldór Blöndal LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. JÚNÍ 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.