Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1987, Síða 4
Fjör eða fár
Orð í belg um íslenzka
Qölmiðlaþróun uppá síðkastið
egar talað er um fjölmiðlafár eins og nú
tíðkast, er augljóst að merkingin er neikvæð.
Fár er eitthvað, sem fer úr böndunum og
geisar skipulagslaust, flýtur yfir alla bakka
eins og á í vorleysingum. Það liggur í orðsins
hljóðan, að fár er fyrirbæri af því tagi, sem
menn vona að gangi yfir og taki enda. Það
er sitthvað ijör og fár. Sem íjölmiðlamaður
í rúm 30 ár vil ég endilega vona að fjörið
haldist, en fárið er mér jafn hvimleitt og
ýmsum sem hafa tjáð sig þar um nýlega.
Af því sem látið hefur verið í þann orða-
belg er langsamlega skeleggust ádrepa
Sigurðar A. Magnússonar rithöfundar og
fyrrum samstarfsmanns míns hér á Lesbók.
Hún er að vísu óþarflega stóryrt á köflum
og það veikir hana gagnstætt því sem höf-
undur ætlast til. En þeir sem þekkja Sigurð,
vita að hann er bardagamaður og sést ekki
fyrir, þegar útí slaginn er komið. Og það
verður hver að fljúga eins og hann er fíðrað-
ur.
EFTIR GÍSLA
SIGURÐSSON
Undir fjölmiðlahattinum eru bækur og
kvikmyndir, hljómplötur og myndbönd, dag-
blöð og tímarit. En þegar rætt er um
fjölmiðlafárið, eiga menn venjulega við ljós-
vakamiðlana og þær afleiðingar sem nú
þegar er hægt að greina af nýlega tilkomnu
frejsi til útvarps- og sjónvarpsrekstur.
I upphafí leizt mér vel á hugmyndina um
frjálst útvarp og ennþá hef ég ekki gefízt
upp á stuðningi við hana, þótt með hang-
andi hendi sé, enda fínnst mér reynslan
ekki lofa góðu. Einokun verður ekki tekin
upp aftur og ekki nenni ég að ég styðja þá
forsjáráráttu , sem margir á vinstra vængn-
um eru illa haldnir af og felst í, að einhveijir
klíkupáfar eða flokksapparöt ákveði hvað
blessaðri alþýðunni sé fyrir beztu að sjá og
heyra. Útvarps- og sjónvarpsfrelsi er komið
til að vera; það verður ekki aftur snúið, en
því miður: Upphafíð er fremur dapurlegt
og ég tek heils hugar undir þá skoðun Sig-
urðar A. Magnússonar, að árangurinn af
þessari marglofuðu „upplýsingabyltingu" sé
sá, að fólk viti minna og sé heldur ver upp-
lýst um heiminn í kringum sig en áður. Þá
er fyrst og fremst átt við ungt fólk, sem
tekur síbyljuna fram yfír allt annað fjöl-
miðlaefni og afleiðingar þess hafa nú komið
í ljós í samræmdu íslenzkuprófí 9. bekkjar,
þar sem 6 af hveijum 10 féllu og meðalár-
angurinn var fyrir neðan allar hellur.
Þetta unga fólk er áreiðanlega betur að
sér í ensku en tíðkaðist almennt fyrir 20
árum, enda hefur það enskuna í eyrunum
alla daga. Hún er móðurmál hinnar alþjóð-
Iegu poppframleiðslu, sem er stórbísnis og
hefur óteljandi sakleysingja á útvarpsstöðv-
um til að þvarga um marklausa vinsælda-
lista og hleður undir vælukjóa, sem hægt
er að græða á eins og þennan íra, sem sigr-
aði í evrópsku sönglagakeppninni.
Það sorglega við nýfengið frelsi í ljós-
vakamiðlun er nefnilega einhæfnin og öll
sú andlega fátækt, sem þar birtist. Þessar
útvarpsstöðvar fátæktarinnar eru allar eins
og skiptir engu máli, hvort þær heita Rás
2, Bylgjan eða eitthvað annað. Og það skipt-
ir ekki heldur neinu máli þótt þeim snarfjölg-
aði; þær yrðu trúlega allar eins. Fyrir aðeins
tveimur dögum bættist við ein ný: Stjarnan,
og þar með vex slagurinn á þessum þrönga
auglýsingamarkaði og um leið harðnar á
dalnum hjá þeim öllum. Það er ljóst að stöð
af þessu tagi verður að hafa verulegar aug-
lýsingatekjur, því 20-30 manns munu starfa
þar. Það sams.varar öllum bændum úr með-
alstórum hreppi og mikið hlýtur þjóðin að
fagna því að þetta fólk skuli nú snúa sér
að öðru eins þjóðþrifamáli í stað þess að
eyða orkunni í einhveija offramleiðslu.
Á Eyjólfur Eftir Að
HRESSAST
Sú skoðun hefur heyrst, að ekki sé rétt-
mætt að gagnrýna nýju útvarpsstöðvamar
fyrir einhæft og fátæklegt efnisval; þetta
eigi eftir að breytast og þróast. Vera má
að það sé rétt, en þó læðist að mér efinn.
Að vísu munu þær í tímans rás leggja
áherzlu á ögn matarmeiri fréttir til að öðl-
ast skárra yfírbragð, en uppistaðan er og
verður ugglaust áfram einhæf síbylja ásamt
með froðusnakki plötusnúða. Það er heldur
ekki nóg að hafa úr einhveijum fréttum að
moða; vel máli farinn þulur er höfuðnauð-
syn, en á því hefur'verið misbrestur. Það
hefur þó verið of mikið um alhæfíngar i þá
vem, að hjá þessum nýju útvarpsstöðvum
sé ekki nokkur maður talandi. Slíkur fram-
sláttur er fjarri öllum sanni og má benda
þar á prýðilega vel máli farið fólk.
Það má segja Bylgjunni til hróss, að þar
á bæ hefur verið reynt að útvarpa ögn fjöl-
breyttari músík en landsmenn áttu að
venjast frá Rás 2, og ég vil hér og nú þakka
Einari Sigurðssyni Bylgjustjóra fyrir ágæta
þætti um hádegisbilið á sunnudögum, svo
og þarft og árangursríkt átak til stuðnings
baráttunni fyrir vímulausri æsku.
Ég fylgdist með sjónvarpi víðsvegar um
Bandaríkin í rúman mánuð síðastliðið haust
og tók þá eftir þeirri áráttu, að þar í landi
fjallar þessi fjölmiðill að stómm hluta um
sjálfan sig. Langir þættir vom um það eitt
hvað yrði á dagskrá síðar um kvöldið og
næstu daga. Sigurður A. Magnússon
minnist á þessa áráttu, sem sannarlega
hefur orðið vart hér og birtist í umfjöllun
um „sinn eigin þrönga heim, um kollega á
öðmm fjölmiðlum“. Sá hópur, sem fenginn
er í svokallaða viðræðuþætti er ærið þröng-
ur; í stómm dráttum er sífellt verið að tala
við sama fólkið. Það er varla mikil lífsvon
í því, þegar fjölmiðill sér ekki útfyrir nefið
á sjálfum sér og getur í bezta lagi hóað
saman fólki af öðmm fjölmiðlum til við-
ræðna. En einmitt það er svo hugnæmt;
þetta er eins og ein fjölskylda, þar sem all-
ir þekkjast og eiga þá svo auðvelt með að
vera „hressir" - og hvað vilja hlustendur
og áhorfendur meir? Er ekki svo heimilis-
legt að hafa einhvern á skjánum, sem maður
þekkir?
Með það í huga væri til dæmis gráupp-
lagt að fá Kolbrúnu Halldórsdóttur til að
rabba dálítið við Þorgeir Ástvaldsson, sem
gæti rabbað dálítið við Hemma Gunn, sem
gæti í staðinn rabbað við Ingva Hrafn, sem
mundi ekki setja Pál Magnússon hjá og þá
væri ekki ónýtt ef Páll ræddi við Jón Ótt-
ar, sem gæti þá rætt við Pál Þorsteinsson,
sem mundi óðar ræða við Hallgrím á Bylgj-
unni, sem fengi til viðtals Kolbrúnu - og
þannig hring eftir hring. Yrði það ekki óend-
anlega dásamlegt?
VIÐVANINGAR
Fjölmiðlafár eða fjölmiðlabylting. „Það
hefur engin ijölmiðlabylting orðið“, segir
Margrét Indriðadóttir fyrrum fréttastjóri
ríkisútvarpsins í samtali í tímaritinu
Mannlífi. Aftur á móti vaða viðvaningar
uppi, segir Margrét og það er alveg rétt.
Verst er þegar viðvaningarnir hafa ekki
hugmynd um, að þeir eru einmitt algerir
viðvaningar og ekki einu sinni af skárra
taginu. Það er líka mikið um viðvaninga á
blöðunum, ekki sízt á sumrin, en það ber
ekki eins mikið á því; sjónvarpið er svo
miskunnarlaust; það felur ekki neitt. Það
er einkum þáttagerðarfólk, ráðið til skamms
tíma, sem ræður ekki við hlutverk sitt mál-
farslega séð og ríkissjónvarpið getur ekki
láti^ spyijast, sjást og heyrast að brögð
verði að slíku eins og átti sér stað í vikuleg-
um þætti síðastliðinn vetur. Þá er ekki
einungis átt við móðurmálið, sem er þyngst
á metunum, heldur hitt einnig, að þessu
blessaða fólki kemur ekki til hugar að út-
lent orð geti verið borið fram öðruvísi en
samkvæmt framburðarreglum enskunnar.
Ríkisútvarpið á sér sögu síðan 1930 og
þegar á heildina er litið hefur gamla gufu-
radíóið staðið sig með prýði og gegnt
merkilegu menningarhlutverki. Nú þegar
talað er um samkeppni Ijósvakamiðlanna
og auglýsingatekjur ríkisútvarpsins hafa
dalað, er sú hætta á ferðum, að slakað verði
á kröfum um menningarlega reisn og allt
lognist útaf í poppaðri lágkúru. Ég þykist