Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1987, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1987, Síða 5
 að vísu viss um að það gerist ekki í tíð núverandi útvarpsstjóra, sem hefur ekki minni metnað fyrir hönd útvarpsins en fyrir- rennarar hans. Ríkissjónvarpið hefur að ýmsu leyti vald- ið vonbrigðum og naumast verður sagt, að þar hafi verið haldið jafn vel á spilunum og hjá útvarpinu. Sem myndlistarmanni er mér efst í huga, hvað sjónvarpið hefur ger- samlega brugðist sem ákjósanlegur myndmiðill og augljós farvegur til kynning- ar á myndlist og raunar öllu sem að myndmennt lýtur. En það er rétt, sem Sig- urður A. Magnússon bendir á í grein sinni og nefnir dæmi um frá Frakklandi, að sjón- varpið getur einnig með góðum árangri nýtt sér bókmenntir og hlúð að þeim um leið. Þess í stað er hlúð að síbyljunni með myndböndum af hljómsveitum, sem kaupa- héðna dreymir um að troða inn í sjónvarps- þætti. Það verður stórfrétt og heljarmikill viðburður ef erlendur poppsöngvari kemur til að raula í öldurhúsi; þá er setið fyrir honum um leið og hann staulast út úr flug- vélinni og fyrsta spumingin er klassísk: „How do you like Iceland?“ Við slíkum imba- spumingum verður venjulega lítið um svör, því manngreyið hefur varla séð hina unaðs- legu fegurð umhverfis Keflavíkurflugvöll hvað þá meira. Á ári hveiju koma hingað einnig annars- konar stjömur; heimskunnir túlkendur klassískrar tónlistar, sem fá húsfylli þakk- látra áheyrenda í Háskólabíói. En þeir þykja yfirleitt ekki kræsilegt sjónvarpsefni. Ekki virðast forráðamenn sjónvarpsins heldur hafa hugmynd um þá staðreynd, að fleira fólk kemur á sýningar á Kjarvalsstöðum einum á ári hvetju en á íþróttavöllinn í Laugardal. ElNHÆF ÍÞRÓTTAUMFJÖLLUN íþróttir fá mikla umfjöllun í ríkissjón- varpinu, en raunar em öll þau ókjör einn samfelldur fótboltaþáttur með dálitlu hand- knattleiks-ívafi, þegar eitthvað er að gerast þar, en allar aðrar íþróttir em aukaatriði og brotabrotum af þeim skotið inn til mála- mynda. A þessu verður fréttastjóri sjón- varpsins að taka, ef þessi plássfreka umijöllun á ekki að vera endalaust til skammar og fjölda íþróttaunnenda einungis til skapraunar. Dagblöðin, Morgunblaðið þar á meðal, em undir sömu sök seld og halda úti viðamiklum þáttum, sem kenndir em við íþróttir, en em oftast einungis um knatt- spymu og álíka einhæft fóður og síbylja poppsins. Fræðslustjóri af Vestfjörðum gerði þetta að umtalsefni í ágætu erindi um daginn og veginn í ríkisútvarpinu í vetur. Hann ræddi m.a. um hnignun fijálsra íþrótta frá því sem áður var og taldi, að þá hnign- un mætti rekja til þess, að nú væri yfirleitt ekki minnst á fijálsar íþróttir fremur en þær væm ekki til, en einhæfni íþróttablaða- manna beindi áhuga ungra drengja í einn farveg: Að knattspyrnu. Þetta er líkast þræl- skipulagðri miðstýringu. Ekkert hef ég á móti knattspyrnu og ég tek ekki undir þann söng sumra menningar- vita, sem telja að fjölmiðlar eigi sem minnst að sinna íþróttum. Það er gömul kommabá- bylja, að íþróttir seu fyrir neðan virðingu hugsandi manna. I þeim röðum þótti fínt að vera anti-sportisti og eimir víst eitthvað eftir af því enn, enda byggist Allaballaríið að sögn ritstjóra málgagnsins á því að vera á móti því sem fólk vill almennt nú á dög- um. En það er önnur saga. í stað þess að skera íþróttaþætti niður við trog, vil ég að þeir standi undir nafni; að minnsta kosti verður að gera þá kröfu til ríkisútvarps- og sjónvarps, að gróf mis- munun eigi sér ekki stað þar. Fijálsu stöðvamar hafa það raunar í hendi sér, hvemig þær matreiða efni eins og íþróttir. Og það verður að segjast Stöð 2 til hróss, að íþróttaþátturinn þar stendur þó betur undir nafni. Það þarf engan veginn að vera á kostnað menningarlegs efnis, þótt vel sé gert við íþróttir, enda em allskonar íþróttir algengasta tómstundaiðjan hjá stómm hluta þjóðarinnar. Áreiðanlega er keppikefli, að sem flestir stundir íþróttir við hæfi, en fjöl- miðlamir em mestan part að sinna keppnis- íþróttum og stjömudekri. Það er gott og blessað að hafa það með í fóðrinu, en al- menningsíþróttum þarf einnig að sinna, til dæmis með kennslu, sem upplagt er að hafa í sjónvarpi. HVERT A AÐ LEITA EFTIR Sjónvarpsefni Þegar rætt er um menninguna, eiga menn oftast við hluta hennar: Listmenn- ingu. Allt sem við tökum okkur fyrir hendur er hluti af menningunni; íþróttir þar á með- al. En við viljum trúa því, að listmenning sé göfgandi og að það sé hluti af menntun hvers einstaklings, að honum sé kennt að njóta listar. Kennt, segi ég, og það er ein- mitt lykilorð í þessu sambandi. Líklega er hægt að kenna öllum að njóta ljóða og ann- arra fagurbókmennta, klassískrar tónlistar, góðrar myndlistar og leikhúss. Enginn skyldi þó skilja orð mín svo, að ég vilji endi- lega láta svo hástemmt góðmeti þoka öðru efni burtu úr sjónvarpinu. Það þarf aðeins að hafa það með í blöndunni í ríkari mæli og til dæmis er óskiljanlegur slympuskapur, að sjónvarpið skuli ekki notfæra sér Sin- fóníuhljómsveitina betur en raun ber vitni um. Þegar sjónvarpi var hleypt af stokkunum fyrir 20 árum, létu sumir bjartsýnismenn sér koma til hugar, að þessi nýi og magn- aði miðill yrði sú akademía, þar sem hægt yrði að kenna fólki að njóta fagurra lista. Tæpast er hægt að segja, að það hafí verið reynt, enda er árangurinn núll. Ríkissjón- varpið telst ekki slæmt þar fyrir; raunar held ég að það sé skárra en sjónvarp í sum- um nágrannalöndum og borið saman við bandarískt sjónvarp er það alveg stórkost- legt. Samt er verið að leita fyrirmynda einmitt þar sem sízt skyldi og þessu er vita- skuld einkum beint til Stöðvar 2. Sigurður A. Magnússon segir réttilega í grein sinni: „Það sem ískyggilegast er við Qölmiðlaþróun á íslandi er sú ríka tilhneiging að leita eink- um fyrirmynda í Bandaríkjunum, sem eru verst á vegi stödd allra vestrænna ríkja í flölmiðlamálum". Til úrbóta vill Sigurður leita „leiðsagnar og fyrirmynda" hjá Norðurlandaþjóðum. Það var þá staðurinn. Eg held þvert á móti, að þangað höfum við lítið að sækja, sem hresst gæti uppá sjónvarpið, enda víða hægt að leita fanga annarsstaðar, svo sem í spænska heiminum, Frakklandi og Þýzka- landi. Ameríski spæjaraþátturinn með töffaranum Mike Hammer, sem er blessun- arlega hættur, stenzt til dæmis engan samanburð við þann þýzka Derrick. Það er líka ófært að setja allt engilsaxneskt efni undir einn hatt. Við höfum til dæmis átt mjög gagnleg viðskipti við Breta, sem virð- ast eiga snjallari leikara en flestar aðrar þjóðir og geta framleitt margskonar áhuga- vert sjónvarpsefni, sumt beinlínis menntandi á sviði náttúrufræði og sagnfræði, að ógleymdu skemmtiefni eins og „Já, ráð- herra", sem óhætt er að gefa hæstu einkunn. Ekki sé ég fyrir mér, að neitt ámóta gæti komið frá skandinövum. Þjakandi Leiðindi í fréttatímum Samkeppnin við Stöð 2 hefur án efa ýtt við ríkissjónvarpinu og orðið til þess að það spjarar sig betur. Líka er rétt og skylt að viðurkenna, að margt hefur verið vel gert hjá Stöð 2 og það var í rauninni ótrúlegt, að þar tókst undir eins að hafa á útsending- um brag sannarar atvinnumennsku. í umfjöllun um lista- og menningarmál er óhætt að segja, að Stöðin hafi strax tekið forystu frá ríkissjónvarpinu, enda getur Jón Óttar leyft sér ýmislegt á sínum heimavelli, svo sem eikunnargjöf, sem væri kannski hæpið í ríkissjónvarpinu. Mig langar til þess í lokin að hnýta í báða, ríkissjónvarpið og Stöð 2, fyrir þjak- andi leiðindi í fréttatímum dag eftir dag og viku eftir viku, þegar vinnudeilur standa yfír. Ekkert er eins lamandi leiðinlegt og þessi tilgangslausu viðtöl við samninga- menn, sem ekkert geta sagt áhugavert og vilja það ekki einu sinni. Er ekki hægt að hætta þessum andskota, sem kálar hveijum fréttatímanum af öðrum? Hverskonar fréttamat er þetta eiginlega? Það er líka eftirtektarvert, að leiðin- legustu fréttimar koma alltaf frá erlendu fréttastofunum, sem virðast ekki sjá fréttir í neinu nema óeirðum og manndrápum. Áhugaverðast er hinsvegar yfírleitt það sem kemur frá „okkar manni“ hingað og þang- að. Þar vil ég fyrst og fremst geta um og þakka fyrir framlag Ögmundar Jóna^sonar frá Norðurlöndum í sjónvarpinu og menn eins og Arthur Björgvin Bollason í Þýzka- landi og Kristinn R. Ólafsson á Spáni em afar verðmætir ríkisútvarpinu. „HINN NÝI MAÐUR“ OG Fjölmiðlarnir Hörður Bergmann taldi nýlega í útvarps- erindi, að það væri bábylja að sjónvarpið væri „áhrifamesti fjölmiðillinn" eins og oft er sagt og reyndi hann að rökstyðja þá skoðun með ýmsu móti. Mér virtist hann þó ekki hafa erindi sem erfíði. Hvað sem annars má segja um gæði sjónvarpsefnis og menningarlegt gildi þess, hygg ég að það standi óhaggað, að sjónvarpið er geysi- lega áhrifamikill miðill. Tökum stjómmála- menn til dæmis. Sjónvarpið getur búið til slíka menn og gefið þeim vind í seglin, svo sem dæmin sanna. En hitt er líka til, að menn njóti sín svo illa fyrir framan mynda- vélamar, að myndin á skerminum verði afar neikvæð og þetta gæti_ hreinlega gert útaf við pólitískan frama. Eg tel að það sé af ýmsum ástæðum varlegt að gera ráð fyrir áhrifaleysi sjónvarpsins; áhrif þess á það, hvemig fólk ver frítíma sínum em til dæm- is hafín yfír vafa. Tízka og tíðarandi eiga uppmna sinn í fjölmiðlunum nú um stundir, ekki sízt sjón- varpinu. Þessi miðill tekur þátt í uppeldi bama og unglinga ekki síður en heimilin og skólamir. I því sambandi er ekki úr vegi að víkja að nýlegri grein úr Helgarpóstinum, þar sem reynt var að gera úttekt á „Hinum nýjamanni": „Ut úr sjónvarpinu, af síðum blaða og tímarita og úr heimi kvikmyndanna geysist hinn nýi maður fram. Hann er maður afþrey- ingarinnar og léttmetisins, vill drepa tímann, og það er hann sem hefur komið með orðin létt og skemmtilegt inn í málið, enda gerir hann þá kröfu til allra hluta, að þeir séu léttir og skemmtilegir. Hann er yfirlýstur andstæðingur Menningarinnar, en ef hann er spurður um uppáhaldsrithöfund, þá nefn- ir hann hiklaust Halldór Laxness, Kjarval hendir hann á lofti eins og merkingarlaust orð ef hann er spurður út í myndlist og fer frekar í Plakat-gallerí og kaupir litríkt plak- at. Jónas Hallgrímsson, ástmögur þjóðarinn- ar, er bara einhver af þessum gömlu og sá nýi skynjar ekki muninn á Þórskabarett og Þjóðleikhúsi nema í hlátrasköllum". Og þá er ekki nema von að spurt sé: Er ekki árangurinn af öllu þessu fári að koma í ljós? Er það ekki einmitt svona, sem við viljum hafa Hinn nýja mann? Mikið um dýrðir og síbyljan vex: Nokkrir starfsmenn Rásar 2, þegar nýjabrumið stóð sem hæst. Meira fjör eða fár: Bylgjufólk í útsendingu. LESSÓK MORGUNBLAÐSINS 6. JÚNÍ 1987 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.