Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1987, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1987, Síða 6
SUÐUR MEÐ SJO Þessi mynd af Krýsuvíkurbergi ber með sér, að það er mjög langt en ekkiýkja hátt. Margar heimildir eru til um mikið varp og svartfuglsveiði í því. Eflaust hafa íbúar Krýsuvíkur og hjáleiganna haft mikinn stuðning af berginu hvað fæðuöflun snerti. Egg og svartfugl þótti og er herramannsmatur, og allir íbúar Krýsuvíkursóknar, jafnt leiguliðar sem eigendur höfðu aðgang að veiði í berginu, eftir vissum reglum. Ljósm. Lesbók/Sverrir fjarðar áður fyrr; liggur sú leið eftir allri vesturströnd vatnsins, milli þess og Sveiflu- háls. Var sá vegur greiðfærari miklu og talsvert skemmri en sá að fara Ketilsstíg og síðan „með hlíðum", enda liggur bílveg- urinn þar nú. Á korti herforingjaráðsins er nafnið Ket- ilstígur sett fram með Sveifluhálsi að norðvestan, en það er ekki nákvæmt, því að Ketilsstígur heitir aðeins sá hluti þeirrar leiðar, sem liggur upp á Sveifluháls að norð- anverðu og er stígur þessi innan í gömlum gíg, sem kallast Ketill. Bleiksmýri Austur og suðaustur af Arnarfelli er mýrarfláki, stór nokkuð, sem kallast Bleiks- mýri og var þar mikill áfangastaður á þeim tímum, sem þeir Árnesingar og Rangæingar fóru skreiðarferðir til verstöðvanna á Reykjanesskaga. Mátti einatt sjá marga tugi, eða jafnvel nokkur hundruð hesta á Bleiksmýri í einu og fjölda tjalda, þegar hæst stóðu lestarferðirnar. Mun og mörgum hestinum hafa þótt gott að koma á Bleiks- mýri úr hagleysinu og vatnsskortinum á Reykjanesskaganum. Var og ekki óalgengt, að menn lægju þar einn og tvo daga til þess að hestar þeirra fengju sem bezta fylli sina, áður lengra væri haidið. Víða í hraununum á Reykjanesskaga, eins og reyndar víðar á landi hér, getur að líta nokkuð djúpa götutroðninga í hraunhellun- um eftir margra alda umferð; má þar um segja: „Enn þá sjást í hellum hófaförin.“ I Ogmundarhrauni mynduðust holur með þröskuldum á milli og var hver hola um eitt fet í þvermál og hnédjúp hestum, og í rigningatíð stóðu holur þessar fullar af vatni. Fyrir nokkurum áratugum var gerð um óblíð kjör Svo er talið, að Ögmundarhraun hafi runnið (eða brunnið, eins og Snorri goði mundi hafa orðað það) um miðja 14. öld. Um stað þann, sem nú er-kallaður Húshólmi og þar sem er miklu eldra hraun undir gróðrinum en Ögmundarhraun er, EFTIR ÓLAF E. EINARSSON Fyrri greinin um höfuðbólið Krýsuvík og fjórtán hjáleig- ur þess birtist í Lesbók 7. marz sl. Hér er getið um ýmsa staði í nágrenni við Krýsuvík og Kleifarvatn, sem yfirleitt bera merki um eldsmiðju náttúrunnar og þótt ekki væri búsæld fyrir að fara, bjó fólk við kröpp kjör á þessum slóðum áður fyrr. Eins og fram hefur komið í Lesbók, voru þess- ar greinar unnar á sínum tíma í samvinnu við Stefán Stefánsson frá Krýsuvík og birtust þær upphaflega í blaðinu Reykjanesi 1943. hefír hraunstraumurinn klofnað. Hefir önn- ur álman runnið fyrir vestan hólma þennan, en hin fyrir austan hann og báðar beint í sæ út. Þétt austan við vestari hrauntunguna eru bæjarrústir nokkrar og er auðsætt, að eitthvað af húsunum hefir orðið undir hraun- straumnum. Er og almennt álitið, að þarna hafi bærinn Krýsuvík upphaflega staðið; enda lítt hugsanlegt, að bænum hefði verið valið víkumafnið, ef hann hefði frá önd- verðu verið, þar sem hann nú er: nálega 5 km frá sjó; enda ekki um neina vík, neinstað- ar, að ræða. Bæjarrústir þessar eru og enn þann dag í dag jafnan nefndar gamla Krýsu- vík, eða Krýsuvík hin foma. Suður og suðvestur af bæjarrústum þessum verður lægð nokkur í hraunstrauminn og álíta sum- ir, að einmitt þar hafí víkin sjálf verið, sú er bærinn dró nafn sitt af — rétt vestan við Húshólmafjöruna. Kirkjuflöt og Kirkju- lágar heita og rétt hjá rústunum. Ráðleggja mætti þeim, sem skoða vildu tóftabrot þessi og vinna sér það á sem auð- veldastan hátt, að fara í bifreið úr Grindavík austur fyrir Ögmundarhraun (h.u.b. 1 klst. akstur, eins og vegurinn er nú), ganga síðan suður með austurjaðri hraunsins, þar til komið er að stíg þeim, sem liggur yfír eystri hraunálmuna, út í Húshólma, því næst vestur yfír þveran Hólmann, þar til komið er að bæjarrústunum. Mun ganga þessi vara eina klukkustund, þótt ekki sé all rösklega farið. NýjalandVið Kleifarvatn Svo sem mörgum er kunnugt, liggur Kleifarvatn í klauf þeirri, sem verður millum Sveifluháls og Vatnshlíðarinnar og þegar komið er sunnan að vatninu, virðist sem fjöll þessi nái saman, við norðurenda vatns- ins. Hyggja því sumir, að vatnið dragi nafn sitt af klofa þessum. Um háttsemi þessa stóra stöðuvatns og misvöxt þess hafa ýms- ir mætir menn skrifað margt og mikið nú á síðari árum og skal því ekki farið út í þá sálma hér; enda ekki leikmönnum hent að leggja þar orð í belg. Sá hluti af Krýsuvíkurengjunum, sem lægst liggur og næst vatninu að sunnan, heitir Nýjaland (hið innra og fremra). Mis- vöxtur vatnsins veldur því, að engjasvæði þessi liggja oft svo árum skiptir í senn und- ir ágangi Kleifarvatns, en mjór malarhrygg- ur, sem gengur til vesturs frá norðurenda Hvammholtsins, skiptir Nýjalandinu í tvennt, hið innra og fremra, og kallast tangi sá Rif. Vestan við Fremralandið og við vesturenda Rifsins rennur lækur sá er nefn- ist Ós inn á Innralandið og í vatnið sjálft. Á Ósinn upptök sín að mestu á Vesturengj- um og í Seltúnshverunum, en smálindir koma þó í hann að Austurengi, úr Hvömm- unum og Lambafellum. §vo er landslagi háttað, að Fremralandið er miklu lengur slægt en hið Innra og nem- ur sá tími einatt nokkrum sumrum og eins og áður er lauslega vikið að, má í góðu grasári heyja um 600 hestburði á hvoru Nýjalandi, þegar vatnið er svo þorrið, að unnt er að slá þau bæði. Ekki er það fátítt að stararstráin á Nýjalandi verði rúmlega álnar há, því að oftast nær flæðir Ósinn yfír að vetrarlagi, hvað sem vexti Kleifar- vatns líður. Hverir eru í vatninu og sést hvar reyki nokkura leggur upp úr því í logni, en á vetrum eru þar jafnan vakir. Sjaldan leggur vatnið fyrir vetrarsólstöður. „Þegar lítið er í vatninu" var jafnan far- ið með því, þá er sækja þurfti til Hafnar- vegarbót nokkur í Ögmundarhrauni og hol- ur þessar fylltar upp. í gamalli og alþekktri vísu segir svo: „Eru í hrauni Ögmundar ótal margir þröskuldar, fákar meiða fæturna, fyrir oss brjóta skeifurnar.“ Gullbringa Það mun mega teljast hæpið hvort ömefn- ið Gullbringa sé sýnt á alveg réttum stað á korti herforingjaráðsins, þar sem það er sett á hæð eina 308 metra háa, sunnarlega á Vatnshlíðinni. Þeir sem kunnugir eru á þessum slóðum hafa jafnan kallað Gull- bringu lyngbrekku þá, sem er vestan í Vatnshlíðinni og nær niður undir austur- strönd Kleifarvatns. Ýmsir telja, að sýslan dragi nafn sitt af þessari brekku. Mætti í því sambandi benda á það, að ekki eru þeir allir fyrirferðarmiklir staðimir á íslandi, sem heilar sýslur draga nafn sitt af. Eldborg Og Geitahlíð 3 til 4 km austur frá bænum í Krýsuvík er Eldborgin og svipar henni að mörgu leyti til nöfnu sinnar í Hnappadalssýslu, þeirrar, sem Henderson gerði víðfræga með teikn- ingu sinni fyrir rúmum fímm aldarfjórðung- um og birt hefír verið í fjölmörgum ritum, bæði innlendum og útlendum. Skarð það, er verður millum Eldborgar og Geitahlíðar, heitir Deildarháls og liggur alfaravegurinn yfír hann. Hlíðar Eldborgar eru næstum þverhníptar og mun fástaðar fært upp á gígbarmana, nema af Deildarhálsi. Dr. Þorvaldur Thoroddsen telur gíginn í Eldborg vera 500 fet að ummáli að ofan og 105 fet á dýpt, en hæð fellsins telur hann 172 fet; meinar hann þar efalaust hæð Eldborgarinnar yfír jafnlendið umhverfís hana, því að á korti herforingjaráðsins er hæð hennar yfir sjávarmál talin 180 metr- ar. Barmar gígsins eru sumstaðar svo þunnir en þó heildsteyptir, að vel mætti sitja þar klofvega; — með annan fótinn innan gígsins en hinn utan hans. Gígbotninn er þakinn mosa og sömuleiðis skálinn upp frá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.