Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1987, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1987, Page 7
Rústir Vígdísavalla, hjáleigii í Krýsuvíkursókn. Myndin ber með sér, að þar hef- ur verið fallegt umhverfis og gróðursælt. Það er því næsta furðulegt að bæir í jafn grösugu umhverfi skuli snemma á þessari öld leggjast í eyði. Og má einnig segja slíkt um Krýsuvíkursókn alla. Hver er ástæðan? Undirritaður hallast helst aðþvi, aðþar hafi hafnleysið við ströndina ráðið mestu um, svo og samgönguleysi á landi. er nú storkinn fyrir löngu, og allur gróinn þykkum grámosa. Eiríksvarða á Amarfelli er vel þekkt úr .þjóðsögunum, sem segja að síra Eiríkur Magnússon, hinn fjölkunnugi Vogsósaklerk- ur, hafí hlaðið hana og mælt svo um, að aldrei skyldu Tyrkir koma í Krýsuvík meðan varðan væri uppistandandi. Nú er varðan hrunin. JÓNSMESSUFÖNN Vestan í Geitahlíð og skammt fyrir neðan fjallsbrúnina sjálfa leggur jafnan á vetrum þykka fönn, langa en ekki breiða. Er fönn þessi sjaldan horfín með öllu fyrr en um Jónsmessu, og dregur hún nafn sitt af því. Krýsuvík var talin einhver mesta úti- göngujörð fyrir sauðfé á landi hér, einkum þó þeirra jarða sem ekki hafa fjörubeit með, og ekki var það ótítt, að sumt fé þar lærði aldrei átið. Vægar jarðhræringar eru ekki sjaldgæfar í Krýsuvíkurhverfínu og eru þær kallaðar hverakippir þar. Mótak er þar sumstaðar í mýrunum, en ekki þótti mórinn þar góður til eldsneytis; var hann allmjög blandinn hveraleiri, svo að af sumum köggl- unum lagði brennisteinslyktina, þegar þeim var brennt. Fremur þykir vera þokusamt í Krýsuvík og lengi hefír því verið við brugðið, hversu myrk þokan geti orðið þar. Er það haft eft- Marteinn Þorbjörnsson mun hafa verið síðasti bjargsigsmaðurinn sem hafði það að atvinnu og seldi svartfuglsegg um öll Suðumes og víðar. Hann endaði feril sinn í berginu á þann sorglega hátt, að hrapa og sagt hefur verið að hann hafi brotnað á báðum fótum, en komst samt upp á bergbrúnina hjálparlaust fyrir harðfylgi og útsjónar- semi. En þá var líka um leið lokið bjargsigi í Krýsuvíkurbjargi sem atvinnugrein. Hér er mynd af Marteini Þorbjörnssyni, eftir að hann er fluttur til Hafnarfjarðar og visa eftir Magnús Jónsson fyrrver- andi skólastjóra. Marteinn Selsins var úr vog. Vel skal muna segginn. Hann lét nægja handvað og hirti bjargfuglseggin. Marteinn Þorbjörnsson flutti eftir slysið til Hafnarfjarðar, lifði þar í mörg ár, að vísu nokkuð bæklaður en alltaf glaður og eftir atvikum hress eins og mynd af honum ber með sér. honum, eins langt uppeftir og slíkur gróður getur fengið nokkra festu. Efst á Geitahlíð er og gígur mikill, en hann er eldri en síðasta jökulöld, eins og reyndar hlíðin öll er. Barma gígs þessa ber hærra en aðra hluta Geitahlíðar og heita Æsubúðir. Niður af Æsubúðum en sunnan í Geitahlíð verður hvammur sá er kallast Hvítskeggshvammur, eða Hvítskeifs- hvammur og er til prentuð þjóðsaga um þessi ömefni, en eigi er sú sögn all sennileg. Skammt fyrir austan Deildarháls og hvamm þennan eru: KERLINGAR Sagan um Krýs og Herdísi, heitingar þeirra og álög er alþekkt úr þjóðsögunum. En á þeim tímum, sem þjóðleið var með Geitahlíð, voru þetta frægar beinakerling- ar, sem gáfu lítt eftir „Kerlingunni á Sandi", né þeirri „á Kaldadal“. Herdís stendur nær götunni og var því nafns hennar tíðar getið en hinnar í vísum þeim, sem hagyrðingam- ir létu þar eftir sig liggja í hrossleggjunum. Bálkahellir Bálkahellir í Krýsuvíkurhrauni heitir svo sökum þess að þegar litið er inn í op hans sést bálkur með hvomm vegg, líkt og er í tvístæðum peningshúsum. Opið á helli þess- um er hátt nokkuð og vítt, en lengra inn mun hann lítt eða ekki kannaður. Gvendarhellir Gvendarhellir er ekki all fjarri Bálkahelli og dregur hann nafn sitt af því, að bóndi nokkur í Krýsuvíkurhverfínu, Guðmundur að nafni, geymdi (eða hýsti) fé sitt í helli þessum, þá er harðindi gengu og lá hann við í hellinum, þar til harðindunum létti. Líklega hefir þetta verið á fyrra hluta 19. aldar. Hellir þessi er nokkuð víðáttumikill, en ekki hár. Keriðákeflavík Á Keflavík, sem sumir kalla Kirkjufjöru, gengur blágrýtishamar í fjöru niður og er hann á kortinu talinn 46 m hár og má sú hæð næstum teljast furðuleg í samanburði við mælinguna á fuglabjarginu, sem getið er um hér áður. Uppi á hamri þessum er Kerið, eða op þess, og nær það alla leið niður á móts við flæðarmál. Efst er Kerið vart meira en 3 til 4 metrar í þvermál, en smávíkkar eftir því sem neðar dregur og verður líklega hálfu víðara neðst en efst. Úr fjörunni liggur gangur eða gjögur eitt gegnum hamarinn og inn í Kerið sjálft og má þar komast í gegn og á botn þess. Austurengjahver Og FÚLIPOLLUR Leirhverinn mikli í Krýsuvík, sá er mynd- aðist við sprengjugosið er þar varð haustið 1924 og olli landskjálftum nokkrum víða um Suðurland, er þar sem áður var vatns- hver lítill og hét sá Austurengjahver; virðist svo, að leirhverinn megi og vel halda sama nafninu. Fúlipollur er næstum á miðjum Vesturengjum og er hann eitthvert stærsta hverasvæðið, sem til er í Kiýsuvík; virðist ekki þurfa að velkja það lengi fyrir sér, að endur fyrir löngu hafi þarna orðið sprengi- gos, líkt því, er varð þá er Austurengjahver- inn endurmagnaðist haustið 1924. Örsmá hveraaugu eru hér og hvar á botni Fúla- polls ennþá og brennisteinsvott má sjá þar nokkuð víða; en auðsætt er að hverinn er á hrömunarskeiði. Ýms merki virðast og benda til þess, að Austurengjahverinn muni ekki heldur verða neinn Ókólnir. Ekki skal hér neitt rætt um brennistein- inn í Kiýsuvík, né þann í Brennisteinsfjöllun- um, enda eru Brennisteinsfjöllin austan sýslumarkanna og því í landareign Herdís- arvíkur. VÍTI Þess hefir orðið vart, að sumir menn halda, að örnefnið Víti sé hver, en svo er eigi. Víti er hraunfoss, sem fallið hefír vest- ur af hálendisbrún þeirri, sem verður norður af Geitahlóð og er hraunfoss þessi sennilega á svipuðum aldri og Ögmundarhraun. Hann ir manni nokkrum, að eitt sinn hafi hann verið á ferð um Sveifluháls í svo miklu myrkviðri, að hann hefði séð þokuna sitja í olnbogabótinni á sér. Rigningasamt í meira lagi þykir og vera þar, svo að stundum er þurrviðri í næstu byggðarlögum, þótt rign- ing sé í Krýsuvík. Fróðleikur sá, sem hér birtist um Krýsu- vík og ekki er að finna í gömlum bókum og skýrslum, var fenginn hjá Stefáni Stef- ánssyni í byrjun fimmta tugar aldarinnar. Stefán var ættaður frá Krýsuvík og þá kom- inn á efri ár, gáfaður og lærður, bjó í húsinu Lækjargata 10 hér í Reykjavík og lands- þekktur undir nafninu Stefán „guide". Höfundurinn er Suðurnesjamaöur aö uppruna, en er nú kaupsýslumaöur í Reykjavik. EYÞÓR RAFN GISSURARSON Vorið Vorið vekur af blundi lífið sem sefur veturinn langan. Brostu lífíð það vaknar betra allt verður vorið það ilmar. Blóm teygja sig á móti öllu sem nálgast öllum sem þrá. Sjáðu Sólin mun skína breiddu út faðm þinn lífíð það bíður. Finndu allt saman breytast hver og einn verður að þiggja og gefa. Höfundur er nemi í Kennaraháskólanum. VINCAS GIEDRA: í FRIÐI íslenskað hafa Jerzy Wielunski og Guðmundur Daníelsson. Sat hún við eldstó, saumaði flík handa bami, sem hún fann bærast ófætt undir bijóstum sínum. Snarkaði eldur undir potti, frussaði í froðuskegg sitt frábær grautur, veggklukkur tvær töluðust við í þögninni. Beið hún bónda síns, bráðlega mundi marra í hliðinu, maður koma inn og faðma hana ásamt baminu, sem bærði á sér undir bijóstum hennar. Enn reyndist unnt að trúa á nýtt upphaf alheimsfriðar, að garg krákunnar úti í krónu linditrésins í kvöldrökkrinu væri alvara lífsins, að brennandi sprekið, sem brakaði í hlóðunum, hefði öll byssuskot endanlega af hólminum leyst, að aldrei meir mundi skipi sökkt verða, að herflutningalestimar héðan í frá ryðguðu fastar við járnteina sína. Og að konan unga, sem við eldstóna situr, saumi ófæddu barni þess fyrstu klæði í friðarmusteri fl'ölskyldulífs. Austur á Lithaugalandi í borginni Vilna býr skáldið Vincas Giedra, fætt 1929. Eftir Giedra liggja margar Ijóöabækur, hann yrkir á máli þjóðar sinnar, litháisku. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6 JÚNÍ1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.