Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1987, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1987, Blaðsíða 4
4- p 1 s T 1 L L F R A 1 s R A E L N ágnuini minn —óvinur minn Sex daga stríðinu er lokið, en sjá sjöundi stendur enn og enginn nema sá sem reynt hefur, getur ímyndað sér hverskonar líf það er að eiga sífellt von á sprengju eða rýtingi í bakið, því þama er ekki gerður greinarmunur á hermönnum og óbreyttum borgumm. Samantekt úr New York Times Magazine. Eftir Thomas L. Friedman. Meron Benvenisti býr í gömlu steinhúsi í Jerú- salem í hverfi, þar sem búa bæði arabar og gyðingar. Fyrir nokkrum árum kom einn af hinum arabísku nágrönnum hans sprengju fyrir í húsgarði gyðings skammt frá honum við sömu götu. Þetta var ekki stór sprengja, aðeins lítill plastpoki með svolitlu af dýnamíti og sprengiþræði — en ef til vill nóg til að bana einhverjum. Skömmu eftir að sprengjan fannst og hún hafði verið gerð óvirk, handtók lögreglan Zuhair Qawasmeh, elzta son næsta ná- granna Benvenistis, sem viðurkenndi að hafa sett sprengjuna þarna. Hann var dæmdur í 18 ára fangelsi, en var látinn laus í fangaskiptum ísraelsmanna og palestí- nskra skæruliða eftir að hafa afplánað 4 ár af dómnum. Stuttu síðar kvæntist Zuha- ir, og eins og góðum nágranna sæmir, bauð hann Benvenisti, gyðingi, í brúðkaupið. „Svo ég var þarna í brúðkaupinu," segir Benvenisti, fyrrum aðstoðarborgarstjóri í Jerúsalem, „og ég er að spyrja sjálfan mig: Hver er hann? Óvinur minn eða nágranni? Hann er nágranni minn, en hann er maður, sem gæti hafa drepið börnin mín. I Banda- ríkjunum getur þú haft nágranna, sem er jafnframt óvinur þinn, en ekki í þessum skilningi. Hann er svarinn óvinur minn. Hann er hermaður. Hann er að beijast fyr- ir þjóð sína gegn þjóð minni eins og í stríði — en hann er nágranni minn.“ 20 árum eftir 6 daga stríðið í júní 1967 spyija Palestínumenn sjálfa sig enn sömu spurningar: Erum við óvinir eða erum við nágrannar? Fyrir 1948 var deila ísraelsmanna og Palestínumanna ósamkomulag tveggja sam- félaga, gyðinga og araba, sem bjuggu í sama „ríki“ — Palestínu, sem var undir vemd Breta. En milli 1948 og 1967, þegar Jórdanir réðu Vesturbakkanum og Egyptar Gaza- svæðinu, breyttist staða deiluaðila. Pal- estínu-arabar töldust annað hvort til Israels sem ísraelskir arabar eða til arabaríkjanna umhverfis ísrael, og deilan stóð í rauninni á milli arabaríkja og ísraels. Sjöundi Dagurinn Stendur Enn Kaldhæðni stríðsins 1967 fólst í því, að með sigri ísraelsmanna komst deilan aftur á hið upprunalega stig. Með því að Israelar hemámu vesturbakkann og Gazasvæðið, komst landsvæði Palestínu aftur undir eina stjóm — og að þessu sinni ísraela. Og enn em Palestínu arabar og gyðingar að beijast um yfírráðin í Israel hinu meira eða Pal- estínu. Síðustu 20 ár hafa ekki verið neitt annað en sjöundi dagur sex-daga stríðsins. Þetta er sérkennilegt stríð, og á síðustu árum hafa átökin farið harðnandi. Þetta stríð er ekki háð af heijum, sem marséra. Hermennimir eru stúdentar, búðareigendur og húsmæður. Hér er stríð og friður við lýði samtímis. Það em engar skotgrafir, engar víglínur, enginn gaddavír, sem skilur að stríðsaðila og engin viðurkennd aðgrein- ing á óbreyttum borgara og hermanni, óvini og nágranna. Þegar ég var á leið til skrifstofu minnar einn morguninn, sá ég hvíta handtösku á miðri gangstéttinni, er ég gekk síðasta spöl- inn. Ég flýtti mér yfír götuna og tók á mig stóran krók. Ég bjóst við, að hún myndi springa á hveiju augnabliki. Innan mínútu eftir að ég var kominn á skrifstofuna, var flokkur fagmanna kominn á vettvang til að afgirða svæðið og ijarlægja hinn tortryggi- lega hlut. í þessu sérstaka stríði Palestínu- manna og ísraelsmanna taka hinir hversdagslegustu hlutir á sig alvarlega mynd, ef þeir em annars staðar en þeir eiga að vera. Skriðdrekar og stórskotalið em gagnslaus í þessu stríði án víglína. Vopnin, sem beitt er, em handtöskur, sem springa, eldhús- hnífar, steinar, rifflar og skammbyssur. Á síðustu sjö mánuðum hafa 18 Palestínumenn og ísraelar verið drepnir með slíkum vopn- um. Til að halda lífi í slíku stríði án víglína hefur fólk beggja vegna byggt sér sínar eigin skotgrafir eða víggirðingar í huganum, og þær eiga að aðgreina þann heim, sem það telur sig tiltölulega ömggt í, frá hinum, þar sem það veit, að það á margt á hættu. Allir vegfarendur fara sínar ákveðnu leiðir með hliðsjón af hættunum. Palestínskur blaðamaður á Vesturbakk- anum segir: „Þegar ég fæ martröð, er ég að aka aðalveginn frá Tel Aviv til Jerúsal- Hún ber óttann utan á sér. Palestínu- kona af arabískum uppruna setur niður grænmeti ígarðholuna sína á Vestur- bakkanum og hefur með sér barn sitt, - en bak við hana fer skrúðganga Gyð- inga á þjóðhátíðardegi þeirra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.