Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1987, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1987, Page 12
1 r S A L D A R F w O L K 1 Ð 2 FÁTT BFNDIR I II HFRNADAR F.DA OFRIDAR Fomleifafræðingar hafa oft á orði, að atferli skilji ekki eftir sig neina stein- gervinga — en fornleifafundir gefa samt margvíslegar upplýsingar um fjölmörg önnur atriði í lífsferli Cro-magnonmanna. Allt frá árinu 1975 hefur bandaríski fomleifafræðingurinn Olga Soffer frá Illinois-háskóla unnið að því ásamt sovézkum starfsbræðrum sínum og -systmm að rannsaka og grafa upp fomleifar á fundarstað einum, Mez- hirich, í Úkraínu, þar sem fyrir 150 öldum hafði staðið þorp ísaldarmanna, en uppistað- an í híbýlum þeirra hafði verið reist úr stórgerðum beinum 149 lagðsíðra mamm- úta, sem í þá daga hafa átt beitilönd sín á gresjum Úkraínu. Hreysin, sem yfirleitt voru einungis 3,4x5,8 m að grunnfleti, gefa samt til kynna að nokkur hluti fólks innan ættbálkanna hafí búið saman í litlum kjama- Qölskyldum, en aðrir meðlimir ættbálksins hafl búið saman í fjöimennum hópum. Er og talið líklegt, að innan slíkra samvista- hópa hafi tíðkast fjölkvæni. Rannsóknarliðið í Úkraínu getur aðeins komið með vissar getgátur um það atferlismynstur, sem kann að hafa verið ríkjandi í fjölskyldulífí manna á þessum slóðum á ísöld; ekkert af þeim fomleifum, sem fundizt hafa, gefur vísbend- ingu um það, hvort Cro-magnonmenn hafí iðkað einkvæni eða hvort þeir hafl tíðkað að taka sér margar konur. Greinileg Stéttaskipting Það er því raunar með öllu óljóst, hvort karlmenn á ísöld hafí yfírleitt aflað sér í samfélögum ísaldarmanna var greinileg stéttaskipting og fólk varði miklum tíma í að búa til skrautmuni og það átti sumstaðar skartklæði... Cro-magnon maðurinn réði yfir tungumáli og hafði myndlist fyrir augunum á veggjum hellanna. kvenna með því að ræna þeim þannig að til reglulegs brúðkaups hafi komið. Engar hellaristur sýna til dæmis einn veiðimann kasta spjóti sínu í annan fyrir að ræna konu og vera í þann veginn að hafa á brott með sér. Húsagerðin í Mezhirich gefur á hinn bóginn vissar vísbendingar um félagslega hætti fólks á ísöld. í ljós hefur komið, að mammútabeinunum var raðað upp af mestu nákvæmni til að mynda veggi. Við smíði eins kofans höfðu nær eingöngu verið notuð löng bein; í öðrum kofa hefur 95 mammút- kjálkum verið hlaðið upp ofan á hauskúpur í snyrtilega hleðslu, sem einna helzt minnir á íslenzka torfhleðslu úr klömbrum. Hafa þau Olga Soffer og sovézkir vísindamenn komið fram með þá getgátu, að mismunur- inn á byggingarlagi einstakra kofa í þyrp- ingunni kunni að standa í einhvetju sambandi við átrúnað ísaldarfólksins eða helgisiði, og hafl því hleðslumynstrið ef til vill einhveija dýpri merkingu, sem vísinda- menn 20. aldar eiga erfítt með að ráða í. Sjálf stærð híbýlanna gefur á hinn bóginn langtum meira til kynna um lifnaðarhætti ísaldarmanna. Fomleifafræðingamir, sem unnið hafa að uppgreftrinum í Mezhirich, eru þeirrar skoðunar, að þurft hafí um það bil tíu manns í fímm daga til þess að reisa einn slíkan íbúðarkofa; fyrst varð að safna nothæfum beinum úr loðfílum saman og flytja þau síðan á fyrirhugaðan byggingar- stað, ef til vill á sleða á harðfenni að vetrarlagi, þá þurfti að raða þeim upp á réttan hátt, þannig að úr yrði stæðileg vegg- hleðsla í nothæft íbúðarhreysi. Hópvinna af þessu tagi felur í sér, að Cro-magnon- menn hafí búið við stéttskipt samfélag, þar sem forystumenn höfðu til að bera myndug- leika til að stjóma hópvinnu og líta eftir því, að hún væri réttilega af hendi innt. Niðurgrafín jarðhýsi af mismunandi stærð, allt í kringum þyrpingu íbúðarkofanna í Mezhirich, hafa greinilega verið . forðabúr íbúanna og rennir það enn frekari stoðum undir þá skoðun manna, að samfélag ísald- armanna hafí verið stéttskipt: „Sumir af íbúunum hafa fengið stærri skerf af veið- inni,“ segir Olga Soffer. „Sennilega hefur það verið vegna þess, að þetta fólk átti svo að sjá um að leggja til matarbirgðir við sameiginleg hátíðahöld þorpsbúa eða ætt- bálksins. Þessir einstaklingar hafa því notið meiri virðingar innan hópsins." Húsaskipan Og Launhelgar Svo virðst sem á fsöld hafi þegar verið komin á nokkuð föst húsaskipan og af- mörkuð athafnasvæði þeirra einstaklinga sem bjuggu saman í á að gizka 30 manna hópi, þannig að röð og regla héldist betur við lýði innan samfélagsins. ísaldarþorp, sem grafín hafa verið upp í Frakklandi leiða í ljós sérstök svæði fyrir matargerð, önnur þar sem dýrum var slátrað, aðskilin svæði þar sem bein vora brotin til mergjar, og enn önnur þar sem tilfallandi sorpi var varpað á hauga. Gataðar beinvölur og telgdar bein- kúlur, sem fundizt hafa á afmörkuðum stöðum innan kofaþyrpinganna, benda til þess að einnig hafí verið um að ræða sér- stakar vistarverar eða svæði, þar sem unnið var að fatagerð. Þeir vandlega skreyttu hellar, sem fundizt hafa á ýmsum stöðum í Vestur-Evrópu, höfðu líka sinn sérstaka tilgang í samfélagi ættbálkanna — til að mynda við vígsluat- hafnir, þar sem stálpuð böm vora tekin í tölu fullorðinna, eins og fomleifafræðingar álíta að tíðkast hafí í hellunum í Lascaux í Frakklandi. Forstöðumaður Fommenja- safns Frakklands, skammt frá París, dr. Henri Delporte, er þeirrar skoðunar að hell- amir kunni að hafa verið málaðir og flúraðir með „myndaröðum úr arfsögnum eða til að lýsa fomum hefðum ættbálkanna" í því augnamiði að uppfræða æskufólkið í þeirri vitneslq'u, sem ættbálkurinn hafði safnað á löngum tíma. Veggmyndimar af kyrfílega fagurhymdu hreindýri; eða af særðum vísundi kynni að marka einhvem meirihátt- ar áfanga í sögu ættbálksins — tákn um missi mikilhæfs foringja eða þá velheppnaða veiðiferð, sem á sínum tíma bjargaði fjöl- mörgum fjölskyldum frá hungurdauða á ströngum vetri. Þegar myndimar era skoð- aðar 5 flöktandi bjarma frá steinkolutýra, virðast dýrin á veggjunum öðlast líf. Það er trúlegt, að launhelgar ísaldarmanna hafí farið fram undir yfírstjóm hörgsgoða, sem einnig kann að hafa gegnt hlutverki hómo- pata og trúarleiðtoga alls ættbálksins. í sumum hellum hafa fundizt tugir samstiga spora æskumanna, er fylgja nákvæmu mynstri, sem bendir til þess, að hellamir hafí einnig verið notaðir til að fremja tryllt- an, æsilegan hópdans — annað hvort trúarlegs eðlis eða þá einungis til ísaldar fagnaðar, eitthvað á borð við diskódans nútímans. KUML OG HAUGFÉ Legstaðir þeir, sem Cro-magnonar bjuggu framliðnum, bera þess glöggt merki, að menn hafí á síðari hluta ísaldar trúað á líf eftir þetta jarðneska líf, þótt þeir hafi hins vegar oft á tíðum virzt vera nokkuð óvissir um, hvers hinir dauðu þörfnuðust helzt á síðari tilverastigum. í sumum þeirra á að gizka 100 gröfum, sem fundizt hafa frá síðari hluta ísaldar, höfðu alls engir gripir eða fómargjafír verið lagðar með hinum framliðna, honum til trausts og halds. í öðrum gröfum frá þessum tímum hafa á hinn bóginn fundizt kynstrin öll af gripum. í 20.000 ára gamalli gröf í Sungir, skammt frá Moskvu, hvíldi karlmaður, sem geftraður hafði verið íklæddur serki skreyttum 2.000 fílabeinsperlum. Einnig fundust tveir dreng- ir, sem greftraðir höfðu verið saman í einni gröf og hjá þeim lögð spjót gerð úr ffla- beini, 8.000 perlur úr beini, ijölmargir hringir og ökklabaugar. Er ekki nokkur vafí á, að svo ríkmannlegt haugfé hafí átt að fylgja þeim á vegferð þeirra úr jarðvist- inni, sakir tignar þeirra í samfélaginu, því þetta era vissulega ekki gripir, sem ein stök íjölskylda hefur getað safnað saman með litlum fyrirvara og langt með drengjunum tveimur í gröfína. Þama hlýtur því að hafa komið til söfnun á gripum annað hvort hjá öllum ættbálknum eða að minnsta kosti meðal margra stórra ætta, sem hafa þannig á tímum sorgar lagt fram sýnileg tákn sam- stöðu innan ættarsamfélagsins. Erfiðara er aftur á móti að skilja merkingu þess, af hveiju menn vora greftraðir í svo mismun- andi stellingum eins og raun ber vitni í kumlum og gröfum frá ísöld. í öðra kumli, sem fomleifafræðingar grófu upp á Ítalíu, höfðu tveir drengir verið jarðsettir þannig, að líkamamir hafa verið látnir hnipra sig, og þeir lagðir þétt saman á grúfu. í öðrum gröfum frá þessu tímabili hafa líkamar framliðinna legið þráðbeinir og hafa verið látnir snúa andlitunum upp móti himninum. Handiðn, Verzlun OgViðskipti Notkun skartgripa í lifanda lífí meðal Cro-magnonmanna segir okkur í rauninni ennþá meira um lifnaðarhætti fólks á ísöld og helztu hugðarefni þess. Ættbálkar, sem beittu öllum sínum kröftum og allri sinni útsjónarsemi til þess eins að lifa af við óblíð skilyrði, hefðu naumast eytt í það dijúgum tíma að dunda sér við að þræða marglitar skeljar upp á þráð, smíða hálsmen úr tönn- um ljóna og bjamdýra eða við að telgja skrautkúlur og perluskart úr mammúts- beinum og tönnum. Til þess að telgja til 50 beinkúlur úr tönnum loðffla hafa farið um það bil 100 vinnustundir. Það er því greinilegt, að ísaldarmenn álitu skrautgripi nægilega þýðingarmikinn þátt í mannlegu lífí til þess að eyða ómældum tíma í gerð þeirra, og fólk hefur einnig á þeim tímum haft huga á að búast skarti við hátíðleg tækifæri, ekkert síður en nú á tímum. Þeir hafa líka lagt heilmikið á sig til þess að geta verið sæmilega prúðbúnir. Á víðlendum sléttum Rússlands hafa fomleifa- fræðingar grafíð upp skrautmuni úr rafí frá Eystrasaltslöndunum, marglitar skeljar, ættaðar sunnan frá ströndum Miðjarðar- hafs, og á hinn bóginn hafa svo fundizt munir úr mammútabeini víðs vegar um Vestur-Evrópu, þótt heimkynni mammú- tanna væra aðallega gresjur Rússlands og Úkraínu, og því í mörg hundruð km fjar- lægð frá uppranastað sínum. Um skeið var það álit fræðimanna, að listrænir handverks- menn á ísöld hafí verið á flakki um álfuna þvera og endilanga til þess að komast hönd- um yfír hentugan efnivið í skrautgripi þá, sem þeir smíðuðu. Núorðið nýtur sú skoðun þó meira fylgis meðal fomleifafræðinga. að sjálft dreifíngarkerfi slíkrar vöru hafi verið mun þróaðra og þá helzt í mynd verzlunar og vöruskipta milli ættbálka sem bjuggu í grennd hvorir við aðra. Þeir ættbálkar, sem aðsetur höfðu við ströndina létu af hendi vaming eins og skeljar til þess ættbálks, sem bjó innar í landinu, og sá ættbálkur notaði svo hluta af skeljabirgðum sínum í vöraskiptum við annan ættbálk, sem bjó enn innar á meginlandinu og svo koll af kolli. Þama kann að hafa verið í gangi víðfeðm, fomsöguleg verzlunarhefð með flóknu kerfí vöraskipta milli ættbálkanna. Það er þó alls ekki víst, að þessi vöruskipti hafí á þeim tímum verið rekin beinlínis í hagnaðar- skyni, heldur er alveg eins líklegt, að þau hafí fyrst og fremst byggzt á sterkri þörf ættbálkanna til að halda uppi föstum sam- skiptum og félagslegum tengslum sín á milli, og einnig til að fínna sér heppilega maka. Þar sem verzlun var komin í fastar skorður milli vinsamlega sinnaðra ættbálka, höfðu að líkindum myndazt sterk tengsl og samhygð milli nágrannanna, og því hægt að leita til þeirra um stuðning, ef þörf krafði og einhver hætta vofði yfír nágranna- ættbálknum. Fjölmenn Ættbálkamót Ættbálkamir styrktu veralega tengslin sín á milli með því að koma saman á fjöl- menn ættbálkamót á ákveðnum stað og á ákveðnum tíma. Á svæði einu, sem nú nefn- ist Les Eyzies í Frakklandi, hafa fundizt hundrað skrautgripa frá ísöld, þeirra á meðal skeljar frá Miðjarðarhafsströndum og frá ströndum Atlantsliafs. Svæði þetta er miklu víðlendara heldur en sá landskiki, sem fór undir nokkurt þorp frá þeim tímum, svo að það er litlum vafa undirorpið, að þama hafí verið fastur mótsstaður Cro- magnon ættbálka. Líklegt er, að slík fjölmenn mót hafí farið fram eftir föstum siðvenjum, og hafí Cro-magnonmenn haft það fyrir sið að koma reglulega saman með vissu millibili til að eiga sér fastan vettvang fyrir allsheijar helgisiðahald og til að þinga. Þá má einnig líta svo á. að slík mót hafi að minnsta kosti í og með verið haldin til þess að kynna fyrirmönnum hinna ýmsu ættbálka upprennandi ungmenni, sýna sig og sjá aðra. Þá kunna menn líka að hafa verið á höttunum eftir heppilegum maka á slíkum stórmótum. Ættbálkur, sem ef til vill taldi einungis nokkra tugi ættmenna, hlaut að hafa upp á takmarkað lið ungra kvenna og karla að bjóða til mökunar inn- byrðis og því fremur leitað eftir heppilegum einstaklingum úr röðum annarra ættbálka. Þeir skrautlegu munir, sem fundizt hafa á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.