Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1987, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1987, Blaðsíða 9
Konur hlaupandi á ströndinni, 1922. Picasso-safnið í París Pablo Picasso í vinnustofunni, II boulevard de Clichy, 1910 Pan-flautan, 1923. komið vegna starfstitils fyrsta eiganda húss- ins, Pierre Aubert de Fontenay, sem auðgaðist af salttollinum og var illa séður af almúganum. Eftir að hann féll frá var byggingin í eigu ýmissa aðila. Á tímum stjómarbyltingarinnar var þar t.d. bóka- geymsla þjóðarbókhlöðunnar, síðan skóli, vinnustofur listamanna og margt fleira. Árið 1964 keypti Parísarborg bygginguna sem þá var orðin hálfgerð rúst en hafði samt veirð friðuð og þá kviknaði upp sú hugmynd að stofna þar Pieasso-safn. Eftir harða samkeppni var arkitektinum Roland Simounet falið það erfiða verkefni að endurskipuleggja húsið og Diego Giaco- metti sem lést fyrir skömmu og var bróðir Alberto, var fenginn til þess að hanna og vinna allan húsbúnað þ.e. bekki, ljósakrónur o.s.frv. Simounet er mönnum ekki alveg ókunnugur. Hann átti þegar tvær safn- byggingar að baki, Fornleifasafnið í Nemours og Nútímalistasafnið í Villeneuve d’Ascq nálægt Lille í Norður-Frakklandi. Með því að gera Hótel Salé að Picasso safni slógu borgaryfirvöld tvær flugur í einu höggi, sköpuðu veglegt einkasafn og björg- uðu einu af meistaraverkum klassískrar byggingarlistar frá niðumíðslu. Dánarbúið En ekki er hægt að stofna safn án lista- verka. Þetta safn hefði aldrei orðið að veruleika ef nýju erfðaskattslögin hefðu ekki heimilað erfingjum meistarans að greiða erfðaskattinn í listaverkum. Þegar Picasso lést 8. apríl 1973 lét hann ekki eftir sig neina erfðasrá, en aftur á móti gríðarlega mikinn auð, listaverk, hús og jarðeignir. Ráðstöfun þessa verðmikla og stóra dánarbús varð því æði flókið mál og ekki síst vegna mjög skrautlegs einkalífs Picasso. Það var ekki fýrr en byrjað var að skipta safninu að menn áttuðu sig á mikilvægi þess og stærð. Picasso sem vissi mæta vel hvers virði hann var, hafði í listrænni útsjón- Olga í hægindastól, 1917. Nú þegar íslenskir myndlistarunnendur hafa fengið að sjá með eigin augum örlítið brot af listsköpun eins fremsta myndlistarmanns aldarinnar og margir íslendingar eru farnir að leggja leið sína til Parísar í sumarleyfinu Þessum áhrifamesta og róstusamasta listamanni 20. aldarinnar hefur verið tryggt, að safnið utan um verk hans verður lifandi stofnun en ekki grafhýsi. Eftir LAUFEYJU HELGADÓTTUR er ekki úr vegi að kynna dálfið þann stað sem Frakkar létu reisa honum í Mýrinni á hægri bakka Signu í París. Það þarf vart að fjölyrða um myndlistar- manninn sjálfan. Nafn Pablo Picasso þekkir hvert einasta mannsbam og um líf hans, örlög og list hefur meira verið skrifað en um nokkurn annan listamann. Hver kann- ast ekki við „Ungfrúmar frá Avignon" eða „Guemicu", — málverk sem hafa valdið hneykslun og furðu en njóta nú virðingar um heim allan og hafa öðrum fremur átt þátt í að móta viðhorf aldarinnar. HótelSalé „Gefið mér safn og ég skal fylla það“, sagði Picasso. Tólf árum eftir andlát hans varð þessi fullyrðing raunvemleiki. Hótel Salé, teiknað af arkitektinum Jean Boullier árið 1656, fallegasta bygging Le Marais, — Mýrarinnar sem er eitt elsta hverfi Parísar- borgar, varð fyrir valinu. Nafíð Salé (saltað- ur) sem í sjálfu sér minnir á geymslu er til Portret af Marie-Thérese, 1937. Paul í harlequin-búningi, 1924. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. OKTÓBER 1987 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.