Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1987, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1987, Blaðsíða 5
litið á gijótkast sem hemaða raðgerð. Af því að á Vesturbakkanum eru ekki til glæp- ir — aðeins pólitík. „Þetta er ekki New York,“ sagði Israel Harel, leiðtogi landnema á Vesturbakkan- um. „Þegar palestínskur strákur kastar grjóti í bílinn minn, er það ekki af því að hann vilji fá peninga, heldur vill hann fá húsið mitt.“ Allir Eru í Hættu Það er einnig sérstakt einkenni þessa stríðs Palestínumanna og ísraelsmanna, að hvorugur aðilinn gerir í rauninni neinn greinarmun á óbreyttum borgumm og her- mönnum. Ofra Moses, 35 ára gömul þriggja bama móðir, bjó á Vesturbakkanum í landnáminu Alfei Menashe, 30 mínútna akstur frá Tel Aviv. í apríl sl. fór hún í bfl sínum til að kaupa brauð fyrir páskahátíðina, en þá var það einhver — sennilega Palestínumaður — sem henti eldsprengju úr launsátri inn um gluggann á bflnum hennar og brenndi hana lifandi. Frú Moses hefði haldið, að hún væri sak- laus, óbreyttur borgari, en margir Palestínu- menn litu á hana sem landræningja, með því einu að hún væri landnemi á Vesturbakk- anum, hún hefði átt þátt í ofbeldi — væri, sama sem hermaður og þess vegna lög- * mætt skotmark. Hófsamasti palestínski1 lögfræðingurinn, sem ég þekki á Vestur- bakkanum, sagði við mig mjög hneykslaður: „Ég frétti, að bæjarstjóri í arabaþorpi skammt frá Alfei Menashe hafi farið til land- nemanna þar til að votta þeim samúð landa sinna vegna dauða frú Moses. Hún var land- nemi og landnámið er undirrót alls ills, og þeir ætla okkur að trúa því, að fólk harmi það, að hún hafi verið drepin. Ég harma það alls ekki.“ Tveim dögum eftir dauða frú Moses skutu ísraelskir hermenn 23 ára gamlan Palestínu- mann, Mussa Hanafi, til bana, þegar efnt var til mótmæla við Bir Zeit-háskólann á Vesturbakkanum. Hanafí kann að hafa i hugsað eins og hann væri að taka þátt í mótmælum við Berkeley-háskóla með mein- lausu steinkasti. En þannig litu ísraelsku hermennimir, sem urðu skotmörk stúdent- anna, ekki á málið. Yehuda Meir, háttsettur yfirmaður ísra- elska hersins á Vesturbakkanum, hefur langa reynslu af slíkum mótmælum. Hvað sjá menn hans, þegar þeir horfa gegnum miðið á byssunum á palestínsku stúdentana? „Þeir sjá hermenn — án einkennisbúninga og skotvopna," segir Meir, ofursti. „En ef þessir stúdentar hefðu skotvopn, myndu þeir nota þau. Þessir Palestínumenn em ekki að mótmæla vegna bóka eða kennslu. Þeir gera þetta af þjóðemisástæðum." „ElNS Og Hermennirnir ...“ Að óbreyttum borgumm og hermönnum sé raglað saman, heldur áfram út yfir gröf og dauða. Yfírleitt hljóta óbreyttir borgar- ar, sem láta lífíð í stríði, borgaralega greftmn. En hér em óbreyttir borgarar, sem deyja í einhveiju hugsanlegu samhengi við þetta „stríð“, jarðaðir sem „píslarvottar", Gyðingur leiðir son sinn við hönd sér, en beldur & byssu i hinni. Arabinn og Gyðingurinn virða ekki hvor annan viðlits, þegar þeir mætast á götu í Hebron á Vesturbakkanum. em, og það springur hjá mér. Og tjakkurinn virkar ekki og ekki skrúflykillinn heldur. Hvað á ég að gera? Til hvers á ég að leita? Hvað ef lögreglan biður um nafnskírteinið? Þegar ég svo kemst aftur til Jerúsalem og fer inn á svæði araba, léttir mér feikilega." ÓTTI VlÐ RÝTINGSSTUNGUR Þó að enn sjáist margir arabar og gyðing- ar á almannafæri umgangast eðlilega á yfirborðinu, hafa margir ísraelsmenn ein- faldlega hætt að fara um hinn gamla, arabíska hluta Jerúsalemsborgar af ótta við fytingsstungu. Og ef þeir fara þangað, fara sumir vopnaðir eða í hópum, þar sem er a.m.k. einn stæltur ungur maður. Gaza-svæðið er orðið svo hættulegt gyð- ingum, að nýlega birti ísraelskt dagblað leiðbeiningar fyrir þá, sem þangað hyggjast fara: „Akið ekki að nóttu. Akið ekki ein. Hafíð gluggana lokaða, þegar þið akið mannmörg stræti. Lítið til beggja hliða. Forðist að vekja á ykkur athygli. Þegar þið akið inn í bæ eða borg, losið ykkur við bílbeltin, því að þið kynnuð að verða að yfirgefa bílinn hið bráðasta." Ringulreiðin, sem því fylgir að búa við stríð án víglínu, er enn meiri fyrir það, hve líkir í útliti arabar og gyðingar em. Stundum veit fólk ekki, við hvem það á að vera hrætt. Til að auðvelda aðgreiningu hafa ísraelsmenn skyldað alla Palestínumenn á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu, nema þá, sem búa í Jerúsalem, til að hafa skilti með sérstökum lit á bílum sínum. Þama líta menn ekki framan í fólk til að sjá, hvort um óvin sé að ræða, heldur á bflnúmerin. En það er svo sem heldur ekki einhlítt. Vesturbakkinn er sennilega eini staðurinn í heiminum, þar sem hámarksrefsing fyrir að kasta gijóti að manni er 20 ára fangelsi — aðeins 5 ámm minna en meðalrefsing í ísrael fyrir morð. Af hveiju? Af því að í þessu „stríði" er / ísrael eru hinir hversdagslegustu hlutir taldir tortryggilegir. Hermenn úr sprengjuleitarsveit sýna hér hvers vegna. Frá vinstri til hægri eru fjórar gerðir af sprengjum, sem gerðar voru óvirkar: Eggjapakki, tekinn af reiðhjóli, jakki sem skilinn hafði verið eftir á viðkomustað strætisvagna, bók og slökkvitæki. og hvort samfélag notar þessi mannslát til að treysta trú manna á réttmæti málstaðar síns og réttlæta hefnd á hendur hinu. Pal- estínskar og ísraelskar jarðarfarir em mjög líkan Fólkið stendur við líkkistumar og dregur fram gamalkunn vígorð og skamm- byssur úr hulstri. Við jarðarför frú Moses flutti samgöngu- ráðherrann útfararræðu. Og hvað sagði hann um þessa konu, sem var drepin, þegar hún var að kaupa ósýrt brauð? „Alveg eins og hermennimir, sem féllu í gær (í Líbanon), létu lífið, er þeir vom að verja Galileu, þannig féllst þú, Ofra, í vöm um öiyggi Jerúsalemsborgar. Þú, Ofra, ert hermaður okkar." En jarðarför Palestínumannsins Hanafí, sem ísraelskir hermenn skutu, var öllu meira vandamál. ísraelsmenn gera sér ljóst, hve áróðursgildi minningarathafna getur orðið mikið, svo að þegar Palestínumenn em drepnir, leggur herinn yfírleitt hald á lík „píslarvottsins", sér um líkskoðun og þving- ar aðstandendur til að jarða hinn látna á miðnætti og aðeins að hinum nánustu við- stöddum. En vinir Hanafís vom skjótráðir og djarf- ir. Þeir stálu líkinu frá sjúkrahúsinu, áður en ísraelskir hermenn næðu að leggja hald á það. Þeir geymdu líkið í ís heima hjá ein- hveijum og óku því svo í bíl með ísraelsku númeri heim til foreldra Hanafis, án þess að upp kæmist. Fjölskyldan lét svo boð út ganga, og 5.000 manns komu til að votta hinum látna virðingu sína, er kista hans, sveipuð fána Palestínu, var látin síga í gröf- ina. Sv. Ásg. þýddi og stytti úr „The New York Times Magazine". \ BIRGITTA JÓNSDÓTTIR Vaxkonan Rautt myrkur. Tek hjarta mitt út. Leggþaðá gegnsæjan bakka. Rétti þér það. Þú tekur hjartað, þræðir það við þitt. Og áður en það verður svart setur þú það í galtómið. Tvö hjörtu brædd ísama form. Húsið Hafið snéri að kringlóttum glugga fjallið að þríhymdum. Sat við kringlótta gluggann, söng til selanna. Stóð við þríhyrnda gluggann, fór með ljóð til álfanna. Fór aldrei út, rætumar sátu fastar, í gólfi hússins. Tréfuglinn Ég horfi á tré og fugla fínnst ég vera lík þeim í eðli mínu. Þó er ég tré án róta og fugl án vængja. Höfundurinn er tvítug Reykjavíkurstúlka. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. OKTÓBER 1987 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.