Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1987, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1987, Blaðsíða 7
 Legsteinn sr. Þorsteins Bjömssonar á Útskálum, síðast á Setbergi við Hafnar- fjörð, í Garðakirkjugarði. Þorsteinn dó 1675, var nafnkenndur maður á sinni tíð og er eftir hann kvæðabálkurinn Noctes Setbergenses. — Legsteinninn er úr grágrýti þar úr Garðaholti. Legsteinn Jóns hreppstjóra Kristjáns- sonar á Kjalvararstöðum, i kirkjugarð- inum í Reykholti. Einn hinna svonefndu Húsafellssteina, framúrskarandi vel gerður úr rauðum sandsteini, en hefur síðan brotnað og skemmst nyög. Senni- legast eftir Jakob Snorrason á Húsa- felli. ferð gamalla legsteina í kirkjugörðum hérlendis, og er þá yfírleitt verið að tala um hinar stóru steinhellur, sem víða eru í mikilli hættu, orðnár brotnar eða farið að molna upp úr þeim. Stundum verður fátt um úrræði. Eina varanlega ráðið er í raun- inni að koma þeim inn í kirkju, ef um er að ræða steinkirkju á staðnum, þar sem hægt er að reisa steinana upp í forkirkju á staðnum, og festa þá tryggilega. Séu þeir úti veðrast þeir smám saman, einkum ef þeir liggja flatir á leiðunum og vatn liggur á þeim, sem síðan frýs og sprengir steininn. — Þá er þó eilítið betra að láta steinana hallast, svo að vatnið renni af, en engu að síður er það aðeins að fresta hinu óhjá- kvæmilega, að steininn smábrotni og molni, og er, sem fyrr segir, eina framtíðarlausnin að koma honum ( hús. — Má sjá nokkur dæmi þess, þar sem slíkt hefur verið gert og vel tekizt, svo sem um legstein Páls Stígssonar á Bessastöðum, frá 16. öld, stein Lárusar Gottrups á Þingeyrum frá 18. öld og legstein sr. Sigurðar Sigurðssonar á Staðastað frá 17. öld, og margir hafa séð frágang legsteina hinna gömlu biskupa í Skálholti í kjallara kirkjunnar þar. En hér þarf þó betur að huga að, og má Legsteinn Sigurðar Breiðfjörðs skálds igamla kirkjugarðinum við Suðurgötu, höggvinn i grágrýti af Sverri Runólfs- syni steinhöggvara. Steinninn er afar fallegur og látiaus, en fæðingarár Sig- urðar var 1798 en ekki 1799 eins og stendur á steininum. segja, að nú sé orðið tímabært að hyggja að hinum merkilegu minnismerkjum frá síðara hluta síðustu aldar, steyptum jám- krossum og jámgrindverkum. Þessi minnis- merki em flest erlend að uppruna, pöntuð frá Danmörku að líkindum, en hafa unnið sér sess í íslenzkri menningarsögu og em dæmigerð fyrir smekk og listastefnur síns tíma. Mikil nauðsyn er nú orðin á, að gerð sé vandleg könnun á slikum minnismerkjum í íslenzkum kirkjugörðum. Það stendur líkleg- ast Þjóðminjasafninu næst, eða kirkjuyfír- völdum, að láta gera slíka könnun, en hins vegar er umhirða og vemd minnismerkjanna á ábyrgð kirkjugarðsstjómar eða sóknar- nefndar á hveijum stað. Þess vegna er það í rauninni þeirra að sjá um, að slíkum minnismerkjum sé sómi sýndur og þau vel varðveitt, en sjaldnast mun lengur hægt að ná til nákominna ættingja til að annast grafír eða legsteina og girðingar frá síðustu öld. Þess er engin von að Þjóðminjasafnið hafí bolmagn til að kosta viðhald eða hirðu slíkra minnismerkja, en það getur í ýmsum tilvikum gefíð ráð og leiðbeiningar, og má þá ekki gleyma því, að kirkjugarðastjóm hefur framkvæmdastjóra sem jafnframt er umsjónarmaður kirkjugarða og leiðbeinir hann um vemd, hirðu og skipulag kirkju- garða. Er því beinasta leið kirkjugarðsyfír- valda, sem ráð þurfa í þessu efni, að leita til hans á biskupsstofu, en hann vísar aftur á sérfræðilega aðstoð um viðgerðir eða slíkt, sé j)ess þörf. I Svíþjóð hafa hinir stærstu kirkjugarðar komið sér upp viðgerðarverkstæðum, þar sem gömul jámgrindverk em sandblásin, húðuð og sett saman að viðgerð lokinni og sett á grafímar á ný. Að þessu vinna starfs- menn kirkjugarðanna að vetrinum, þegar ekki er hægt að vinna að viðhaldsverkum og hirðingu í görðunum sjálfum. Jafnframt er þar gert við gamla steinkrossa og allt beinist verkið að því að koma þessum gömlu minnismerkjum til vegs og virðingar á ný, varðveita til frambúðar menningarminjar, sem oft em hreinustu listaverk, og em hluti af því umhverfí, sem fyrri kynslóðir skópu. I rauninni er slík varðveizla hluti af um- hverfísvemd. Enn er ekki lengra komið en svo hérlendis, að umræða um umhverfís- vemd beinist nær einvörðungu að mengun lofts og vatns, msli umhverfís mannabú- staði og við alfaravegi, svo og að uppblæstri landsins. En á síðari ámm hefur varðveizla menningarminja, mannaverka, einnig orðið mjög stór þáttur ( þessari umræðu erlendis. Hér á íslandi hefíir í umræðu um vemd menningarminja aðallega verið fjallað um vemdun gamalla bygginga og fomrústa, en nú er orðin brýn þörf á að víkka þetta umræðusvið. Hlutir eins og gömlu kirkju- garðamir em dálftill hluti af menningararf- leifðinni. — Hér þarf að hyggja að, hlynna að og gera við gömlu grafminnismerkin, krossa og girðingar, sem gerðar vom að smekk og hætti síns tíma, gera kirkjugörð- um landsins hlýlegra og meira aðlaðandi yfírbragð, gera þá að stöðum þar sem menn njóta yndis og friðar, ekki síður hinir lif- andi en þeir dauðu. Allt kostar þetta að sjálfsögðu eitthvað, en það er beinlínis mikið menningaratriði að ganga vel frá minningarreitum forfeðr- anna. Þannig getum við sýnt þeim eilitla virðingu og jafnframt sýnt, að við séum sú menningarþjóð sem við viljum vera og skap- ar okkur sess meðal annarra menningar- þjóða. Höfundurinn er þjóðminjavörður. LEÓ ÁRNASON FRÁ VÍKUM Kyrrðin / tónum ríkir kyrrðin, vængjatak andans blakar því þar er helg stund rökkurs. Leiðarlok. Lífstregi Hrynur að hausti hneigjast krónur trjánna. Með söknuði kveðja blóm. Fýkur blaðafjöldinn um stræti og torg. Með söknuði fyltíst hugur trega. Stilltur hneigir höfuð hinn aldni. Höfundurinn er gjarnan nefndur „Ljón noröursins" og er frá Vikum á Skaga. Hann er nú 75 ára og býr í Reykjavík. Auk þess að yrkja teikn- ar hann og laetur sjálfsmynd fylgja Ijóðunum. H 0 R F T A H E 1 M 1 N N Eftir Gabriel Laub Um tímann, lífið og tilveruna Þessir guðlausu tímar okkar hafa orð- ið að taka megrunina í guðatölu — annars hefði græðgi hætt að vera syndsamleg. Hvað varð um þá tíma þegar mönnum tókst að gleyma vandamálum sínum við umræður um vandamál heimsins? Ætli tími sé peningar? Einhvemtíma mun einhver hafa komist að þeirri niðurstöðu. Við höfum ekki lengur tíma né peninga tilað rannsaka það. Það er með lífíð einsog símstöð útá landi. Einhver kona liggur þar stöðugt á línunni og hleypir manni ekki fram- hjá. Nú er sólin orðin hreinn óþarfí — armbandsúrin sýna miklu nákvæm- ari tíma. Lífíð getur svosem líka verið indælt — hefur bara lítinn áhuga á svoleiðis- löguðu. Láfíð er bara æfilangur dómur. Heimspeki: að fínna líka fullnægju í því að finnast lífið vera ófullnægjandi. Elskið lífið einsog þið bara elskið konu — gagnrýnislaust. Þið eruð svo litlu bættari með að þekkja gallana líka. Elskið lífíð einsog þið bara elskið konu — það er fallegt þó það sé heimsku- legt. Elskið lífíð einsog þið bara elskið konu — vegna ástarinnar, ekki vegna ávaxtanna. Elskið lffíð einsog þið bara elskið konu — því einlægari sem ástin er þeim mun meiri verða áhyggjumar. Elskið lífíð einsog þið bara elskið konu — og beygið ykkur undir það. Elskið lífíð einsog þið bara elskið konu — það er varla neitt betra við ástina að gera. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. OKTÓBER 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.