Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1987, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1987, Síða 14
Hvemig Pantagrúll hélt inn í borg Amoróta og hvemig Panúrg fann konu fyrir Anark konung og lét hann fara að selja græna sósu Pantagrúll XXXI. kafli. Eftir RABELAIS. ERLINGURE. HALLDÓRSSON þýddi Eftir þennan stórkostlega sigur sendi Pantagrúll Karpalim inn í borg Amóróta að tilkynna að Anark konungur hefði verið tekinn höndum og allir óvinir þeirra gersigr- aðir. Þegar borgarmenn heyrðu tíðindin komu þeir allir út á móti honum, með góðri skipan, síðan leiddu þeir hann með sigurglaðri viðhöfn og himínfeng- legum fögnuði inn í gegnum hliðið. Þá voru kveikt geysimikil bál um alla borgina, og fögur hringborð reist í götunum, hlaðin gnótt matar. Þetta var öld Satúmusar end- urborin, svo mikil voru veisluhöldin á þessum stað. En Pantagrúll sagði við fullskipað öld- ungaráðið: Herrar mínir, það þarf að hamra jámið meðan það er heitt. Svo það er mín ósk, áður en við hvflumst frekar, að við förum og tökum allt ríki Dipsóta með áhlaupi. Þess vegna skulu þeir sem með mér vilja fara verða tilbúnir á morgun eftir dryklq'u, því það er þá sem ég mun hefja gönguna. Ekki svo að skilja að ég þurfi fleiri menn til að leggja það undir mig, því svo má heita að ég hafí náð því nú þegar, heldur sé ég að þessi borg er svo full af mönnum að þeir geta vart snúið sér við í götunum. Ég vil því taka þá sern landnema inn í Dips- ótíu, og gefa þeim allt landið, sem er betra, heilsusamlegra, ftjósamara og notalegra en nokkurt land annað í veröldinni, svo sem þið vitið margir sem hafið þar verið áður. Hver ykkar á meðal sem vildi koma þang- að, skal vera tilbúinn svo sem ég sagði. Þessi tilmæli og þessi ákvörðun var látin berast um alla borgina, og næsta dag birt- ust á torginu fyrir framan höllina nær því átján hundruð fímmtíu og sex þúsund og ellefu menn, að ótöldum konum og litlum bömum. Svo hófu þeir gönguna beint inn í Dipsótíu, með svo góðri skipan að þeir lfldust ísraelsbömum á ferð frá Égiftalandi áleiðis yfír Rauðahaf. En áður fylgst er með þessu fyrirtæki vil ég segja ykkur hvemig Panúrg lék fanga sinn Anark konung. Hann minntist þess sem Epistemon hafði sagt um það hvemig kon- ungar og ríkir menn þessa heims vom leiknir á Odáinsvöllum, og hvemig þeir unnu sér fyrir brauði með illum störfum og óþrifaleg- um. Fyrir því lét hann dag einn konung sinn klæðast snotri lítilli treyju úr segldúk, sem var með skomm og fellingum eins og alb- anskur höfuðbúnaður, og í fínar buxur víðar eins og sjóliðabrækur, en ekki í neina skó, því hann sagði þeir myndu spilla sjón hans. Og hann setti á hann litla húfu bláa, með stórri geldhana-fíöður — nei, mér skjöplast, ég held þær hafí verið tvær — og fallegt belti, blátt og grænt (pers et vert); búning- ur sem Panúrg sagði að hæfði honum vel, þar eð hann hefði verið pervert. Þannig á sig kominn leiddi hann konung fyrir Pantagrúl, og sagði við hann: Hvort þekkirðu þennan gaur? Nei, ekki, sagði Pantagrúll. Þetta er hans hátign konungurinn eng- umlíki. Ég ætla að gera úr honum heiðurs- mann, en þessir skollans kóngar em algjörir kálfar, sem vita ekki neitt og em ekki til neins nýtir nema að skaða sína aumu þegna og trafla alla menn með stríði, sjálfum sér einum til fyrirlitlegrar ánægju. Ég vil fínna honum starf og láta hann pranga út grænni sósu. Parðu þá að hrópa: „Viljið þið græna sósu?“ Og grey skrattinn fór að hrópa. Þetta er of lágt, sagði Panúrg, kleip hann í eyrað og sagði: „Kyijaðu hærra, í G- skala. Já þannig, skratti; Þú hefur fína rödd. Það var þitt mikla happaspil að hætta að vera kóngur. Og Pantagrúll hafði ánægju af því öliu. Því ég þori að segja að hann var sá allra besti náungi sem til var á þessu heims- homi. Þannig varð Anark góður að pranga út grænni sósu. Tveim dögum síðar fékk Panúrg til gamla götudrós að giftast honum, og sjálfur hélt hann brúðkaupsveisluna með fínum kinda- sviðum, vænum sneiðum af steiktu svíni með sinnepi og góðum vömbum með lauk — en af því sendi hann fimm klyfjar til Pantagrúls, sem át það allt, svo þótti honum það lystugt; — til drykkjar höfðu þau pem- mjöð og eplavín. Og til að leika fyrir dansi réði Panúrg blindan karl, sem tók lagið á kellu sína. Eftir máltíðina fór hann með þau til Pantagrúls, og hann benti á brúðurina og sagði: Engin hætta á hún pmmpi. Af hverju? segir Pantagrúll. Af því hún er svo útslitin, sagði Panúrg. Hvaða tal er þetta? segir Pantagrúll. Sjáið þér það ekki? sagði Panúrg. Nú, ef maður grillar heilar kastaníuhnetur þá brakar í þeim alveg villt; og til að koma í veg fyrir að braki í þeim sker maður í þær. í þessa nýju brúður hefur líka verið rist að neðan, svo að hún prúttar ekki. Pantagrúll gaf þeim lítið afdrep við neðri götuna, og steinmortél til að flippa sósuna. Þannig stofnuðu þau sitt litla heimili, og hann varð sá ljúfasti sósusali sem um getur í Útópíu; en mér hefur verið sagt að konan beiji hann eins og gifs; og veslings bjáninn þorir ekki að veija sig, svo einfaldur er hann. E R L E N D A R B Æ K U R Bartholomew Gill: Mcgarr and the P.M. of Belgrave Square and the method of descartes Penguin Books 1986. Bartholomew Gill hefiir skrifað einar fímm bækur um Peter McGarr lögreglufulltrúa í Dublin á írlandi. Undirritaður hefur lesið tvær þeirra. McGarr er svolítill Sherlock Holmes í sér enda þótt hann fáist við skeinuhættari reyfara en húsbóndinn í Bakaragötu glímdi við. Það á að myrða Ian Paisley í McGarr and the Method of Descartes. Auðvitað hefði það alvarlegar afleiðingar í för með sér. Lögreglu- fuiltrúinn kemst á sporið og leysir gátuna í tíma. í hinni sögunni fínnst fomsali myrtur skammt frá heimili sínu. Verðmætu málverki er stolið. Eiginkona hans, geðveik, keðjur- eykir og þegir. Samstarfsmaður hans er dularfullur. Sonurinn í kröggum. Garðyrkju- maðurinn gmnsamlegur og ráðskonan tvöföld í roðinu. McGarr dulbýr sig til að fá einhvem botn í hluta þessarar miklu gátu og eiginkona hans sem er listfræðingur hjálpar manni sínum við að koma þráðum saman. Þetta em svona miðlungsreyfarar sem ekki er hægt að segja neitt illt um. Bob Geldof og Paul VaUey: Is that it? Penguin Books 1986. Það er ekki langt á milli Dyflinnar og Rómar. Undan pönkarabúningnum gægist allajafna hom af vömmerktum rykfrakka og milli mánudaganna gerast mörg undur. Bob Geldof þekkir sig í höfuðstað írlands og er eitthvað kunnugur Rómaborg. Hann hefur skrýðst margskonar gervi, haldið eyr- um, augum og munni opnum og furðað mannskepnuna á sjálfri sér. Það er allt gott um Geldof að segja, það verður enginn til þess að fullyrða að hann hafí verið eða sé vondur strákur. Hann ólst upp eins og böm gera og kaus ungur það frelsi sem þá var boðið upp á og lá í hippamennsku, var á fíakki, braut af sér og gerðist pönkari með ámnum. Þau árin mnnu svo hægt og bítandi af honum og núorðið er hann oftséður gestur í speglum tímanna með frægu fólki. Hann var fánaberi í fylkingunni gegn hungri í heim- inum og það vita allir. Hvað bókina varðar er efni hennar svo sem nokkurt en öll er hún yfírborðsleg og tmflandi á stundum. mihii miurcmsici j F O C U S © Arthur Miller: Pocus. Penguin Books. Arthur Miller er einkum frægur fyrir leik- rit sín. Hann hefur einungis gefíð út eina skáldsögu, Pocus, sem fjallar um gyðingahat- ur í Bandaríkjunum á ámnum um og eftir stríð. Sagan er hnitmiðuð og góð. Þegar skrif- stofumaðurinn Newman tekur eftir því að sjóninni er farið að hraka fær hann sér gler- augu en þau koma upp um þjóðemi hans og stendur hann frammi fyrir ýmsum ógnum. Nágrannar hans snúa baki við honum og hann er færður til í starfí. Fyrirlitning manna á gyðingum er ekki ný af nálinni og segir Miller í formála að þess- ari rúmlega fertugu skáldsögu að hann hafí tekið eftir því að henni (fyrirlitningunni) vaxi fískur um hrygg nú til dags. Það er erfítt að viðurkenna það nú eins og svo oft áður. Mætti þessi bók því opna augu fólks fyrir þörfínni á því að vaka. i^SSSSSSSSSSSSSSmSá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.