Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1987, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1987, Blaðsíða 6
-f ÞJÓÐMINJAR Leiði Angeliku Krilger í gamla kirkju- garðinum við Aðalstræti. — Angelika, kona N. S. Krilgers Iyfsala, lézt voveif- lega 1882 og átti ekki að fá leg í kirkjugarði, en Krilger fékk leyfi til að jarðsetja hana í garðinum bak við lyfjabúðina. Þar hafði hins vegar verið kirlgugarður áður en Kriiger fékk að taka horn af honum fyrir kálgarð, þannig aðhún fékk þó leg í vígðri mold. Leiðið var lengi hulið af bárujárns- girðingu en við stækkun Landsímahúss- ins var það fjarlægt. — Sjá má, að hinar vönduðu steypujárnsgirðingar voru þá brotnar og skemmdar, en þær eru nú í Arbæjarsafni. Legsteinninn brotnar ogletur hans máist í vindum Margir leggja leið sína á ferðum um landið í kirkjur og kirkjugarða. Kirkjurnar geyma oft gamla og fagra dýrgripi, sögulegar og menningarsögulegar minjar, og sjálfar eru þær einnig oft með elztu húsum í landinu og sýna gamla byggingargerð, sem nú er víðast að hverfa. — Kirkjugarðarnir eru hver með sínu svipmóti. Hinir elztu eru oft kringlóttir, látlausir, grafimar nánast óreglulegar, grónar þúfur, legsteinar eða minnisvarðar fáir, og alls engir í hinum elztu görðum, einkum þeim, sem nú em aflagðir. Annars staðar má sjá minnismerki frá ýms- um tímum. Legsteinar og umgerðir um grafir eru með ýmsum hætti og af tízku síns tíma. Fáeinir minnisvarðar em gamlir, en víða em þeir famir að láta á sjá. Lítt er um þá hirt og sjaldnast em þeir lagfærð- ir á neinn hátt er þeir skemmast. — Mest áberandi em sums staðar hinar gömlu, stóm útlendu steinhellur á Jeiðunum, oftast þá á gröfum presta og annarra fýrirmenna. Flestir em þessir steinar nokkurra alda gamlir. En fyrir kemur jafnvel, að á stöku stað sjáist íslenzkur stuðlabergsdrangur eða Baulusteinn með gömlu miðaldaletri, en rúnasteinar, sem hafa verið hér í fáeinum kirlcjugörðum frá síðara hluta miðalda, em nú orðnir fáir eftir á sínum stað. Sumir em komnir á söfn, aðrir hafa glatazt, sokkið í jörðu eða jafnvel verið brotnir og hafðir í vegghleðslu. Hver slíkur minnisvarði ber með sér blæ síns tíma. Og oft koma þessir fomu legstein- ar manni skemmtilega á óvart, því að lengst af hefur verið talið, að íslendingar hafi ekki kunnað að fást við grjót, nema þegar þurfti að hlaða því í veggi, og hafí þá kunn- áttan nær einvörðungu verið fólgin í að hlaða steinunum hveijum ofan á annan. En geta eða kunnátta til að höggva þá til og laga svo að þeir féllu hver að öðmm, hvað þá að líma saman steina í húsveggi, hafí ekki verið til meðal fslendinga. Menn hafí orðið að nota steinana til hleðslu eins og náttúran skildi við þá, með þeim árangri, að slíkir veggir stóðu sjaldnast óhaggaðir lengi, enda vom byggingamar allar for- gengilegar. Þegar betur er áð gáð, sést að íslending- ar hafa á ýmsum tímum fengizt vð Ieg- steinasmíðar af mikilli snilld. Nægir þá að minna á ýmsa miðaldasteinana, sem fyrr em nefndir, bæði rúnasteina og steina með vafalaust íslendingum eftir áletmninni að dæma. Slíkir legsteinar hafa víðar verið til hér í nálægum kirkjugörðum. Víða á Rang- árvöllum hafa verið íslenzkir legsteinar frá 17. og 18. öld, og má enn sjá nokkra þeirra, t.d. á Keldum, og vestur á Dagverðamesi em afbragðsvel höggnir legsteinar yfír fólk á síðustu öld, líklegast gerðir nærri síðustu aldamótum af manni þar vestra. — Þannig má vera ljóst, að á ýmsum tímum hafa ver- ið hér uppi menn, sem kunnu að fara með hamar og meitil og högðu hagleik og list- gáfu til að bera, sem var eins og best gerðist með erlendum þjóðum. Fæstir þessir stein- smiðir hafa þó verið sérlærðir í steinhöggv- araiðn, þótt þeir kunni að hafa forframazt að einhveiju marki erlendis. Eitt fyrsta verk mitt, er ég kom til starfa við Þjóðminjasafnið, var að fara upp að Reykholti í Borgarfirði og hreinsa og lilynna að gömlum legsteinum í kirkjugarðinum þar. Steinamir voru höggnir á Húsafelli úr sandsteinshellum úr árgiljunum þar, flestir úr blárauðum sandsteini, en fáeinir úr gráum steini, afarfallegum áferðar og stein- amir einnig hreinasta snilld að gerð. Þessa Húsafellslegsteina má sjá víðar í nálægum kirkjugörðum, og jafnvel hafa þeir borizt norður í land. — Allt frá þessu hafa kirkju- garðar og legsteinar verið mér einkar hugleiknir. Hefi ég leitazt við að skoða kirkjugarða sem og kirkjur á ferðum mínum um landið, enda er þar oft margt merkilegt að skoða og kirkjugarðamir em merkilegur hluti af menningarminjum þjóðarinnar. Minnismerki í íslenzkum kirkjugörðum eru þó yfirleitt einföld og látlaus. Jám- krossa og jámgrindverk, sem enn sjást á stöku stað, einkum í kirkjugörðum í þétt- býli, em flest frá síðustu öld. Ef gengið er t.d. um gamla kirkjugarðinn á Melunum í Reykjavík má þar sjá enn í gamla hluta garðsins mörg hinna gömlu leiða með jám- grindverkum, vönduðum legsteinum og umbúnaði frá því síðla á síðustu öld. Sum þessi minnismerki em í góðu lagi, sum hafa hlotið viðgerðir en önnur em miður hirt, orðin brotin og skekkt, og ýmsum hefur í reynd verið kastað er menn töldu ekki ástæðu til að hafa þau lengur á sínum stað. Fyrir nokkmm ámm var ég staddur á Þingvöllum með þjóðminjaverði Finna, C.J. Gardberg, og vomm við staddir í gamla kirkjugarðinum þar. Þar em enn nokkrir gamlir jámkrossar í garðinum. Þá sagði hann mér, að hann hefði eitt sinn verið staddur í gömlum kirkjugarði í Finnlandi og var þar að virða fyrir sér gamla steypta jámkrossa. Þá kom til hans Þjóðveiji, sem greinilega þekkti eitthvað til slíkra hluta og sagði: Þessa krossa skuluð þið varðveita vel. Þeir fara að verða sjaldséðir. — Þetta sagði Gardberg að við skyldum athuga hér á Islandi einnig. Nú um nokkurt skeið hefir farið fram á vegum sænska þjóðminjavarðarembættisins vandleg könnun á gömlum kirkjugörðum í Svíþjóð, bæði á legsteinum og ekki sízt á girðingum um leiði. Ástæðan til að verk þetta var hafíð var ekki sízt sú, að á síðustu ámm hefur það farið eins og eldur í sinu um Svíþjóð að slétta og jafna gamla kirkju- garða, rífa burt gamlar girðingar og leg- steina og leggja grasþökur yfír garðana. 0g orsök þessa var einkum sú, að mönnum þótti umhirða garðanna orðin erfíð, mikið verk að slá og hirða ójöfn leiði, og hins vegar vom girðingar víða orðnar skemmdar og brotnar. Þá þótti einfaldasta ráðið að lyðja þeim burtu og losna þannig við fýrir- höfti, gera hlutina einfaldari. Þetta varð mér orsök til að hugleiða enn á ný hvemig ástandið er hér á landi. Eins og í upphafi segir, em enn hér í kirlcjugörðum merkileg minnismerki, sem sum hver em í hættu, og þarf að gera mikið átak í bættri hirðingu og umönnun þeirra. Oft hefí ég verið spurður ráða um með- Járngirðing umhverfis Ieiði / Hvalsneskirkjugarði og jámkross innan girðingar- innar. — Fjær má sjá annan jámkross og yngri legsteina og legstaðagirðingar. íslendingar hafa á ýmsum tímum fengizt við legsteinasmíðar af mikilli snilld og varðveizla þeirra er hluti af umhverfisvemd. Þama höfum við ekki staðið í stykkinu og má sjá mörg hryggileg dæmi um það. Eftir ÞÓR MAGNÚSSON Jámkross á leiði Jóns Ambjamarsonar og Marsibilar Jónsdóttur í Kirkju- hvammskirkjugarði í Húnavatnssýslu. Jón dó 1859 en Marsibil 1887, „sæmdar- hjón frá Syðsta-Hvammi“, eins og stendur á krossinum.— Armar krossins enda á fornan hátt með þrískiptingu, tákni heilagrar þrenningar. latínuletri, og gangi maður t.d. um kirkju- garðinn á Görðum á Álftanesi hér rétt hjá Reykjavík má sjá þar forkunnarvandaða, stóra og veglega legsteina frá 17. og 18. öld. Þeir era höggnir úr grjóti þar úr Garða- holtinu af einhveijum óþekktum mönnum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.