Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Qupperneq 4
/nnan skamms kemur út hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs ný bók um Bólu-Hjálmar eftir dr. Ey- stein Sigurðsson. Þar erjöfnum höndum rakinn æviferill Hjálmars oggerð grein fyrir yrkisefnum hans og skáldskap á einstökum tímabilum í lífí hans. Einnig er þar fjallað um form- og stílein- kenni Hjálmars og rætt um stöðu hans í bókm enn tasögu þjóðarinnar. Hjálmar var kvæntur Guðnýju Ólafsdóttur en hún andaðist árið 1845. Hér fer á eftir stuttur kafli úr bókinni, þar sem fjallað er um erfíljóð þau sem Hjálmar kvað eftir konu sína. Þar á meðal er kvæðið Andvaka, svipmikið og áhrifaríkt skáldverk sem teljast má meðal fremstu Ijóða hans. Einnig fylgir hér með kafíi sem hefur að geyma yfírlit yfír Ijóðagerð Hjálmars fram til 1853. Erfiljóð Bólu-Hjálmars um Guðnýju konu suia í Bólu í Blönduhlíð. Af bæ Hjálmars og Guðnýjar sést nú ekki neitt og bærinn, sem stóð þar síðast er horfinn einnig, en til þessa hafa staðið þar uppi heldur hrörlegar leifar gripahúsa, hlaðin að hluta úr klömbruhnaus. í baksýn er Bólugil. Kafli úr nýrri bók um Bólu-Hjálmar, ævi hans og skáldskap. eftir DR. EYSTEIN SIGURÐSSON Guðný, kona Hjálmars, lést 1845 og hefur sá atburður vafalaust verið þyngsta áfallið sem hann varð fyrir á rysjóttri ævi. Eftir hana látna hefur hann ort fímm kvæði ef allt er talið, tvö örstutt, Guðný óg Graflet- ur, og þijú löng, Andvöku, Harmakvein ... (síðar Sorgarlæti...) og Ekkilsgælu. Auk þess er Vonarhlátur þess trúaða sprottinn af þessu tilefni þótt erfíljóð geti það ekki kallast. Um aldursröð eða tilurðasögu þessara kvæða eru engar upplýsingar, ef frá er tal- ið að í handritinu bls. 467, 4to III, segir Hjálmar að Andvaka sé „það fyrsta ljóð sem höfundur þess orti fyrstu nótt sem hann háttaði einn í hvflu sinni eftir greftrun konu sinnar" í Lbs. 467, 4to II (um 1874) segir hann að Andvaka og Harmakvein ... (Sorg- arlæti...) séu kveðin „1845, litlu eftir jarðarför konu höfundarins," f Lbs. 1507, 8io ársetur hann Andvöku 1846 og í Lbs. 467, 4to Ii ársetur hann Ekkilsgælu 1845. Hins vegar hefur Eberhard Rumbke tekið þetta efni til meðferðar í riti sínu um Hjálm- ar, og telur hann kvæðið Guðný vera fyrstu tilraun Hjálmars til erfiljóðagerðar eftir hana sem hann hafi aldrei haldið áfram með. Síðan hafí hann ort Harmakvein. . ., kvæði með hefðbundnum efriljóðasvip, en verið óánægður með það, og hafi næsta til- raun hans verið Ekkilsgæla, kvæði með viðlagi og vikivakasvipmóti. Enn hafi hann ekki verið ánægður, og þá loks hafi hann kveðið Andvöku, stórbrotið leiðslukvæði og tvímælalaust rismesta minnisvarðann sem hann reisti konu sinni. Gera má þá athugasemd við þetta að kvæðið Guðný er skýrt afmörkuð smámynd sem vel má standa ein, svo sem Hjálmari hefur líka verið Ijóst er hann ritaði það í Bertelskver nálægt 1848. Þar fyrir má vera rétt að það sé fyrsta tilraun hans til erfíljóða- gerðar eftir konu sína og að öðru leyti virðast röksemdir Rumbkes fyrir aldursröð kvæðanna haldgóðar. Svo vikið sé að einstökum verkum þá er Guðný, sem getið var, hnitmiðuð smámynd af höfundinum er hann hallar höfði sínu að bijósti konu sinnar látinnar og rifjar upp þá tíð er hún var gefín honum „að drottins vilja“ og „mað frænda ráði“. Grafletur er á hinn bóginn rislítil eftirmæli, bersýnilega til þess ætluð að varðveitast í kirkjunni á Miklabæ þar sem hún var grafín. I 467III misfer Hjálmar þar með dánardag Guðnýj- ar, telur hann 25. í stað 24. júní (rétt í 1507), og í 467III og 1507 telur hann böm þeirra sjö í stað sex sem vitað er um, og er ekki kunnugt um skýringar á því. Harmakvein er langt erfiljóð, 25 erindi, í hefðbundnum stfl, auk tveggja niðuriags- vísna. Þar lýsir Hjálmar sorg sinni, en huggar sig við að senn líði að því að þau hittist aftur hinumegin grafar og felur allt í guðs vald. í þessu kvæði beitir Hjálmar nokkuð spumingum og upphrópunum (Ó,...) til að túlka sorg sína, sem verður til að undirstrika örvæntingartóninn S því, auk þess sem trúarsannfæring hans kemur þar skýrt fram. Að öðru leyti er hér þó ekki um sérlega stórbrotið verk að ræða, enda jaðrar við að það sé með nokkru at- vinnusviði, einkum ffaman af. Ekkilsgæla er styttra, 16 erindi, og með viðlagi sem gefur því vikivakasvipmót. Þar leggur Hjálmar líka meiri áherslu á að rilja upp fagrar minningar úr sambúð þeirra hjónanna, lýsir því síðan að eftir skipan guðs hafí þau verið aðskilin, og nú bíði hann sjálfur eftir kalli þaðan. Hin sára sorg, sem er viðfangsefni hins kvæðisins, er hér miklu síður áberandi, höfundur sættir sig við úrskurð guðs, ber greinilegan trega í bijósti eftir konu sína og hlakkar til endur- fundanna. Andvaka er þó langsvipmest og enda lengst þessara verka, 44 erindi undir fom- yrðislagi. Þetta er leiðslukvæði og að formi til iýsing á hugsunum skáldsins á andvöku- nótt. í átta fyrstu erindunum er mjög svipmikil lýsing á nístandi sorg og ein- manaleika höfundarins, hann lýsir því hvemig dimmir, hann drúpir höfði og „skýr- ist sálarsjón / í svartnættinu." Allt umhverfíð er myrkt og ógnvekjandi, nátt- úran afskræmd, syndahegning yfirvofandi. .. .náttgali Lóðins læsir fjöðrum, þrumir þöguU, á þelg'um uppi, og Yfír fllverka eiturdölum hanga hegningar hræðileg ský... í 9,—13. erindi er snúið við blaðinu og lýst fyrstu fundum og sambúð þeirra hjón- anna með hugljúfum og skáldlegum myndum, sem hljóta aukna skerpu af ógnar- lýsingunum sem á undan fara. Þar er m.a. þessi vel gerða lýsing á hjónabandi þeirra: Einn var líkhamur okkar beggja, ein sál og andi á eitt ráð fallin, eitt hjóna hjarta og hendur samtaka, eitt yndi báðum það öðru var. í 14.—18. erindi lýsir hann hins vegar andláti Guðnýjar og átakanlegri sorg sinni, m.a. þannig: Bólu-Hjálmar. Eftir teikningu Ríkarðs Jónssonar, sem byggð var á lýsingum sjónarvotta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.