Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Qupperneq 8
Málverk frá 1985 - tengalin við landalag leyna sér ekki.
MÁLA Á VETURNA
HLAÐÞRAUKA
TTL NÆSTA VORS
Rætt við BJÖRN BIRNI
listmálara sem opnar í
dag sýningu á
Kjarvalsstöðum
Bjöm Bimir er frá Grafarholti, gamalkunnum
bæ við enda Grafarvogsins og nú orðinn inn-
lyksa í Reykjavíkurborg, enda þótt hann hafí
frá gamalli tíð verið í Mosfellssveitinni. Þama
fæddist Bjöm fyrir 55 ámm og afí hans var
Bjöm gamli í Grafarholti, sem þótti sér-
kennilegur maður og sérvitringur svo orð
fór af. Ekki verður séð, að Bjöm Bimir
hafi erft sérvizkuna, nema þá að hún birtist
í því að vilja helzt mála fslenzkt landslag í
flatastíl; með öðrum orðum abstrakt. Að
öðm leyti er Bjöm Bimir eins og fólk er
flest, ijúfur maður í viðmóti og fínlegur eins
og litatónamir í myndum hans. Það er áreið-
anlega eitthvað til í því, að miklir skap- og
geðbrigðamenn máli öðmvísi en þeir, sem
oftast em í jafnvægi. Ofsinn, sem birtist í
sumum myndum Svavars Guðnasonar og
Jóns Engilberts er eðlilegur vegna þess að
Málverk frá 1986, sem verður á sýningunni. Þama eru grófari og expressjóní-
skarí vinnubrögð en áður var -ennú hefur Björn aftur horfið til fínlegrí áferðar.
við heimfæmm hann uppá þessa málara.
Ef marka má myndir, hefur Þórarinn B.
Þorláksson verið geðprýðismaður og rósem-
in hjá Scheving er í fullu samræmi við ljúft
fas hans.
Bjöm Bimir hefur ekki haldið stórar sýn-
ingar eða verið fyrirferðarmikill í listalífínu
á annan hátt, en meðal listamanna er hann
vel metinn fyrir vönduð vinnubrögð og inn-
an abstaktgeirans hefur hann áunnið sér
stíl, sem er nokkuð sér á parti í íslenzkri
myndlist. Þegar litið er á nýjustu myndir
Bjöms, til dæmis þá sem prentuð er á forsíð-
unni, á móti myndum frá síðustu tveimur
ámnum, má sjá afturhvarf til fínlegri forma
og lita, líkt og hann sýndi, þegar hann kom
frá Ameríku 1979 og aftur 1981. Hann er
í upphafi spurður að því, hvort þetta sé
amerískur skóli eða stefna í abstraktlist.
„Ameríska málverkið hefur haft áhrif á
mig; á því er enginn vafi, enda var ég þar
vestra í þijú ár og allan tímann í skólum,
bæði í Indiana State University og Univers-
ity of Maryland.
„Nú er þetta einmitt á tíma þegar kons-
eptlistin er að fjara út og nýja málverkið
að fæðast sem tízkustefna. Var samt lögð
áherzla á abstraktlist í þessum skólum?"
„Nei, það var engin sérstök áherzla lög
á abstraktlist. Menn em ekki eins tízku-
bundnir þar eins og hér. Mér finnst þessi
eltingaleikur við tízkustefnur ganga alltof
langt hér og nálgast stundum trúarbragð-
astríð. Maður vissi um allar hræringar
þama, en það er ekkert verið að hlaupa upp
til handa og fóta eftir slíku og þaðan af
síður að verið sé að halda einhveijum tfzku-
bólum að nemendum.
Bjöm Birnir - landslagsminni á bak við
abstraktið.
Þessar tfzkubylgjur koma hver á fætur
annarri, en í minni tíð er langmesta bylting-
in sú, sem varð með tilkomu módemismans
eftir stríðið, þegar landslagsmálverkið sem
verið hafði einrátt svo lengi þokaði að
minnsta kosti að hluta til fyrir stílfærðri
teikningu, sem var afsprengi kúbismans.
Þetta þótti - og var reyndar - rosaleg breyt-
ing frá því sem verið hafði, enda undanfari
þess að skrefið væri stigið til fulls til óhlut-
bundinnar myndlistar. Ég man fyrst eftir
þesskonar nýmælum í myndum eftir Þor-
vald Skúlason og Svavar Guðnason og fleiri
málurum, sem stóðu að septembersýningun-
um.
Ég var í Handíða-og myndlistaskólanum
1949-52 og þá má segja, að abstraktlistin
væri að verða að trúarbrögðum. Menn voru
á þeim árum mjög spenntir fyrir Vasarely;
það var áður en hann tók op-listina uppá
sína arma. Herbin hafði líka mikil áhrif;
hann var hreinn flatamálari. Ég var í skólan-
um með Guðmundi Erró, Sverri Haraldssyni,
Braga Ásgeirssyni, Hring, og ári á eftir
okkur voru til dæmis Kári Eiríksson og
Steinþór Sigurðsson. Af þeim urðum við þó
ekki nema þrir abstraktmálarar. Sverrir í
nokkur ár, en við Steinþór til frambúðar.
Sverrir gerði síðar lítið úr þessu tímabili í
list sinni og vildi helzt ekki af því vita, en
mín skoðun er sú, að abstraktmyndimar séu
með því bezta, sem eftir hann liggur.
Við máluðum samt allir fígúratfft í skól-
anum og alls ekkert ýtt á okkur þar að
gera eitthvað annað, enda var Sigurður Sig-
urðsson kennari okkar."
„Var það löngu síðar, að þú fórst að
leggja fyrir þig abstraktlist?"
„Nei, það var f kennaradeildinni á sfðasta