Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Blaðsíða 14
mæður og báðar notuðu þær mikið grös til lækninga; bæði við ljósmóðurstörfin og svo í öðrum tilvikum. Oft var um einhverskonar lasleika að ræða á bæjunum, og þá hjálpuðu þær eins og hægt var með sínum meðulum. Iðulega voru jurtir til í nágrenninu sem fólk- inu var bent á og því sagt til um meðferðina á þeim og notkun. Og það var ekki nokkur vafi, að fyrir utan þann lækningamátt sem sumar jurtir hafa, þá eru þær auðugar af vítamínum sem hressir fólk og bætir. Eg veit m.a., að ýms- ar jurtir sem ég nota talsvert af, eru mjög uppbyggjandi fyrir blóðið. Við vitum að skyrbjúgur hér áður fyrr stafaði af vítamín- skorti og hann var hægt að lækna“. Áttu ljósmæðumar, ömmur þínar, rituð fræði í fómm sínum? „Já, þær áttu ævagamlar bækur, og ein- hversstaðar á ég að eiga eitthvað af þeim, eða það sem eftir er af þeim. En hvað mér viðkemur, þá byijaði ég mjög ung að vinna með föður mínum, og hann útskýrði mjög vel allt það sem við vomm að gera — hvað hver og ein tegund jurta gæti gert, þannig að þessi fræði festust mér afar vel í minni. annars á ég auðvitað hitt og þetta skrifað, sem ég get stuðst við. Sjálf er ég nákvæm með það sem ég er að gera hveiju sinni og skrifa vandlega allt niður — hvað á við hvem þann sem til mín kemur o.s.frv.“. Talið berst að föður Ástu og natni hans við grasalækningar og þá sagði hún mér eftirfarandi sögu af honum. „Hann fór eitt sinn með mig til konu, sem var afskaplega slæm af liðagigt, öll hnýtt og afmynduð. Þá var ég fimmtán ára göm- ul og þjáðist sjálf af liðagigt í hnjánum, en vildi ekki að neitt væri gert við því — þorði það víst ekki. En faðir minn útskýrði fyrir mér, að hefði þessi fyrmefnda kona fengið meðhöndlun í tíma, þá hefði hún ekki orðið svona farlama. Ég lét mér segjast, og þeg- ar heim kom var ég fús til þess að láta hann um að lækna liðagigtina í mér. En hann gerði það þannig, að hann lét bakstra með hreinsaðri steinolíu liggja við hnén, en við það mynduðust risastórar blöðrur fullar af einhveijum gulum vökva. Síðan klippti hann blöðrumar burtu og græddi svo sárin sem höfðu myndast með græðismyrslum. Og síðan hef ég aldrei fundið fyrir votti af liðagigt í hnjánum. Svona var nú það. Sjálf hef ég aldrei farið út í þess konar lækning- ar“. Er þetta ekki geysilega tímafrekt starf, Ásta, að leita jurtanna, safna þeim og vinna síðan úr þeim? „Jú, því er ekki að neita, það er óhemju tímafrekt. Og vissulega er tímafrekt að sinna fólki, þó ekki sé nema að tala við það af alúð. Mér dettur stundum í hug líf föður míns — við vomm nú tólf systkinin og ell- efu sem upp komumst, svo það var oft þröng á þingi og ónæðissamt í gamla bænum Haukalandi í Vatnsmýrinni við Öskjuhlíðina og síðan á Grettisgötu 38b, og mér er bara ómögulegt að skilja hvemig hann komst yfír allt það sem hann gerði. En einhvem- veginn tókst honum það“. Geymirðu þessi fræði sem leyndarmál, eða viltu segja mér frá einhverri reglulega „krassandi" jurt? „Fram að þessu hafa þessar grasalækn- ingar verið innan fiölskyldunnar og ég vil alls ekki segja til um neina sérstaka jurt, því það er ekki sama hvemig þessar jurtir em notaðar. Það gæti jafnvel orðið hættu- legt að taka sumt í óhófi rétt eins og það getur skapað hættuástand að taka inn of mikið af ákveðnum vítamínum, sem kunn- ugt er. Mér hefur orðið vel ágengt hvað viðkem- ur blóðkvillum ýmiskonar. Það kom t.d. til mín maður sem hafði ákaflega lága tölu hvað hvítu blóðkomunum viðkom, og hafði þá tölu frá sínum lækni. En eftir að hafa notað seyði sem ég gaf honum í dálítinn tíma, hafði talan 700 hækkað upp í 11000, svo það er ekkert rennt blint í sjóinn með þær jurtir sem ég nota“. Hafa læknar ekki ýmigust á fræðunum þínum, Ásta? „Blessuð vertu, ég held að enginn í fjöl- Ásta Erlingsdóttir. GROSIN ERU GUÐS GJÖF Ellý Vilhjálmsdóttir ræðir við ÁSTU ERLINGSDÓTTUR grasalækni, sem lærði af föður sínum, þekktum grasalækni, og nú lætur hún þessa kunnáttu ganga áfram til barna sinna. tundum er það svo, að við leitum langt yfir skammt eftir sumum hlutum. Og er þá hægt að taka sem dæmi allt heilsufæðið sem fæst í hinum ýmsu verslunum ásamt styrkjandi „elexír- um“ allskonar. Hér áður og fyrr meir þurfti fólk að bjarga sér sjálft meira og minna ef eitthvað amaði að, þá var ekki hægt að skreppa í næstu búð. Sumir leituðu til náttúrunnar í þessum efnum og söfnuðu grösum og plönt- um af margvíslegu tagi sem síðan var þurrkað og soðið og seyðið notað til lækn- inga. Einnig voru útbúin smyrsl úr sumum jurtanna. Þessi fræði eru ævagömul og þekkjast í mismunandi útgáfum um allan heim — þekkingin varðveist frá manni til manns. Margir hafa heyrt Erlings Filipussonar, grasalæknis getið, og það af góðu einu. Hann var einn þeirra sem lögðu þessi fomu fræði fyrir sig og hjálpaði mörgum. Dóttir hans, Ásta, hélt grasalækningum áfram þegar hans naut ekki lengur við, og er enn að. Ásta segir mér reyndar, að faðir hennar hafi ekki eingöngu verið grasalæknir. „Hann var lærður búfræðingur og silfur- smiður að auki. En grasalækningamar vom býsna tímafrekar, og mikið af tíma hans fór í þær — og hann var að framundir nírætt". Nú langar mig að vita upphaf þessara grasalækninga í fjölskyldu Ástu. „Það er nú tæpast að ég geti svarað því og alls ekki nákvæmlega. en það geta allt eins verið um 300 ár síðan þær byijuðu, eða svo langt sem augað eygir aftur í tímann. Þórunn Gísladóttir, amma mín, var landsfræg og margar sagnir til af lækning- um hennar. Móðir hennar var Þórunn Sigurðardóttir, en þær mæðgur voru ljós- 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.