Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Side 15
skyldunni hafí sloppið alveg við eitthvert nag, en ekkert frekar frá læknum heldur en almenningi. En það tilheyrir þessu að fá orð í eyra annað slagið. Samt vona ég, að fólk sé farið að líta þroskuðum augum á þessi mál. Annars býst ég ekki við að ég hefði fengið að valsa svona ef ég hefði ver- ið uppi fyrir nokkur hundruð árum — þá hefði ég án efa verið álitin galdrakerling". Nú víkjum við Ásta talinu að allri meng- uninni sem veður yfir allt og er svo sannar- lega oft á tíðum heimatilbúin. Og öllu grænmetinu sem er eiturúðað aftur og aftur svo víst sé að ekkert kvikt geti þrifíst í nálægð þess í moldinni. „Minnstu nú bara ekki á það. Mér er al- veg hryllilega illa við alla þessa eiturúðun. Maður sér bara alveg heilu skýin leggast yfír garðana á vorin og sumrin. Og þeir sem ekki vilja láta úða eru litnir illu auga og verða fyrir hálfgerðu aðkasti. Það þarf eng- inn að segja mér að jarðvegurinn verði ekki gegnsósa af þessu eitri þar sem úðað er ár efti ár. Og m.a.s. eru grösin í náttúrunni orðin lasin sum staðar, til að mynda í Straumsvík. En þangað fór ég oft í grasa- leit hér áður fyrr — nú er það ekki hægt. Ég nota aidrei annað en grænsápuvatn í mínum garði, sem gerir nákvæmlega sama gagn og eiturúðun. Blöð jurtanna verða meira að segja svo falleg og glansandi við grænsápuna". Okkur kemur saman um, að margar séu hættumar sem beri að varast, og mér verð- ur hugsaö til fótlagaskónna og gulrótanna sem hingað til hafa staðið uppúr, hvað holl- ustu vMðar.-Kannski verða fótlagaskómir einir eftir áður en lýkur, þ.e.a.s. ef gulræt- umar falla fyrir eitrinu margumtalaða. En hverjir leita nú helst ráða hjá Ástu? „Hinir og þessir, og þeir eru orðnir æði margir eftir öll þessi ár, sem ég hef stund- að grasalækningar. T.d. kom hópur fólks til mín frá Ameríku fyrir rúmu ári. Hitt og þetta hijáði fólkið og það vildi endilega komast í samband við grasalækni. Það kom bara einn daginn og bankaði uppá. Þá þurfti ég nú aideilis að taka til hendinni og útbúa það sem hvem og einn vantaði, og ekki hægt að sinna neinu öðm á meðan. Þessvegna er það nú, að bömin mín hafa verið að læra af mér, því mig langar til að fara að hætta hvað úr hveiju. Ég hef svo mörg önnur áhugamál í bakhöndinni sem óg hef ekki haft tíma til að sinna vegna grasalækninganna og þess sem þeim fylgir. Og meðan qónin onn er góð langar mig að gefa mér tíma í hannyrðir og annaö sem óg hef gaman af að sinna". Hætt er nú við að erfitt verði fyrir þessa íVóðu og greiðviknu konu að leggja árar I bát þegar grasalækningar em annarsvegar, en vonandi finnur hún smugu fyrir tóm- stundir sjálfri sér til handa. Ég spyr hana í lokin hvernig henni lftist á framtfðina og fólkið? „Mér finnst alveg ægilegt að vita til þess að öll þessi rotvamar- og litarefini skuli sett í ýmsar fæðutegundir fólks sem getur orsak- að ofhæmi og allskonar ófyrirqáanlega kvilla. En mér sýnist á öllu að menn séu famir að halla sér meira að náttúmnni og því sem hún hefur að bjóða heldur en hefur verið, og álít ég það góð skipti. Fólkið er farið að spyrja hvað það geti sjálft gert til að bæta heilsuna og styrkja sig, og það er svo gífurlega margt sem það getur gert með litlum tilkostnaði. Og sem betur fer hafa ýmsir málsmetandi menn sent frá sér bækur um náttúmlega og holla fæðu og hvemig beri að haga sér til að ná betri heilsu og orku. Maðurinn er hluti af náttúr- unni og hún á í fómm sfnum svör við mörgum þeim kvillum sem hijá mannfólkið. Grösin em guðs gjöf sem við eigum að nota og r\jóta“. Ásta Erlingsdóttir - „Maðurinn er hluti af náttúrunni og hún & i fórum sínum svör við mörgum þeim kvillum, sem hrjá mannfólkið H O R F T H E I M I N N eftir GABRIEL LAIIB Orðskviðir um orðskviði Það sem máli skiptir má yfirleitt segja í tveim línum. Allt þar umfram hlýtur að vera útlistun á því sem ekki var nógu skýrt orðað. Orðskviður: Lykilsetning úr ritverki sem aldrei var skrifað. Orðskviður: Líking með eintómum þekkt- um stærðum sem leyst er á dálítið sérstakan hátt. Hrifning manna af orðskviðum stafar meðal annars af því að margoft segja þeir hálfan sannleikann. Það er óvenju mikið. Gallinn við orðskviðina: Að þurfa að reikna með fullorðnum lesanda. Orðskviður: Harmur í hnotskum. Orðskviðimir hafa það framyfir önnur form bókmennta að sjaldnast em þeir lagðir til hliðar fyren að loknum lestri. Daumur orðskviðahöfundarins: Að spak- mælin hans muni eiga í útistöðum við ritskoðunina eftir heila öld. Orðskviðimir em eina framtíðarvon bók- menntanna. Þá er ekki nokkur leið að kvikmynda. Orðskviðasafn: Langbestu hugsanakaupin. Orðskviðir: Hugsanaflfsar sem stinga f augu. Orðskviðir fá nú óðum virðingarsess með öðmm bókmenntum. Gagnrýnendur skilja þá að vísu ekki enn; sumir em þó byijaðir að misskilja þá. M I N U Og stundum flugu hnútur um borð BréfFráásthildi Kæri Jón. í dálki þfnum i Les- bók Morgunblaðsins sl,' sunnudag birtir þú vfsu eftir Stein Steinarr um Tómas Guð- mundsson. Vísa þessi er n\jög úr lagi færð og vildi ég því koma henni réttri til skila. Þannig: Hér situr Tómas skáld, meðbrosábrá, biarturoghreinn, sem fyrsta morgunsárið. 0 vinur, hve mig tekur sárt að sjá að sálin hefiir gránað fyrr en hárið. Með kveðju, Ásthildur Björnsdóttir. Þakka þér, frú Ásthildur, fyrir leið- réttinguna. Ég veit að þú veist að ég hef alltaf viljað veg Steins sem mestan. Við sögðum hvor Öðmm til syndanna á meðan báðir lifðu, en aldrei sveið undan orðum okkar. Þar ríkti velvild. TÓMAS OG VIÐ STEINN Gengi Tómasar sem skálds óx stöðugt eftir útkomu Fögm veraldar og þar vom skáldbræður hans og systur sammála almenningsálitinu, en mörgum þótti þó að bilið milli hans og Steins væri gert meira af opinberri hálfu en vert var. Pereónulegar vinsældir Tómasar f skáldahópi vom minni en sumir vijja nú vera láta. Hann var ekki mikill vinur ungra manna og kærði sig ekki mikið um þá, nema þá sem aðdáendur. Steinn gat verið harður f hom að taka og vó gjama að þeim, sem iágu vel við höggi. Þar var ekki alltaf mikla miskunn að fá. Þessu hlaut maður uð taka eftir. Steinn og Tómas virtu hvore tmnare skáldskap. Þó þótti Steini skáldbróðirinn óþarflega mikið hirðskáld og aldrei varð ég var við vináttusamband þeirra á milli. Tómas varð ekki það sem kalla mætti alþýðlegri eða mildari með aldri. Hann orti töluvert af skemmtikvseðum fyrir revíufélagið Bláu stjömuna. Erfitt á ég með að fyrirgefa honum Ijóðaflokk, sem hann orti þar og gerði \jóð Tfmans og vatnsins afkáraleg. Þetta var sungið á seytjánda iúní- hátíðum 1 Lækjargötu og undir höfunfiar- nafninu Jón úr Efri-Vör eða -Neðri, man ekki hvort var. Ég fór með syni mfna unga á þessar samkomur. Og f strætis- vögnum varð ég lengi fyrir hrópum og köllum stráka þá og sfðar. Þeir, sem hvorki þekktu Ijóð mfn eða Steins, héldu að mér væri háðinu stefnt. En ef nokkuð var áttu skeytin að hæfa Ijóðagerð Steins, sem þá var ekki eins í hávegum höfð og nú. Ég var eins og hvert annað núll, mitt Þorp var ekki til f vitund margra, og það vom ekki ljóð Tímans og vatnsins sem veittu Steini þá nokkum frægðarljóma, heldur voru það rfmkvseðin hefðbundnu, heimBpeki þeirra og hin skemmtilega kaldhæðni. Ég er enn þeirrar trúar að þar sé Steinn bestur og mestur og standi þar jafngæt- is bestu skáldum okkar. Tfminn og vatnið er svanasöngur hans. ORTÁ Listamannaþingi Listamannaþing gerast nú æði tfð hér á landi og oækja þau frægir menn og konur úr íjarlægum löndum. í'Vægasti, mikilhæfasti og vinsælasti rithöfundur tandsins or þar jafnan heiðuregestur, oftast glaður, en stundum þreytulegur, enda keppast sumir landar hans stundum um of að fagna honum og auka við skemmtun hans, þegar ræðuhöld gerast of langdregin. En kannski væri smá- blundur f laumi eins vel þeginn og hollustusamari fyrir aldraðan mann. Veitir ýmsum betur að komast að skáldinu þegar útvarps- og sjónvarps- menn eru þama með tól sín, þVí skáld okkar hefur meira aðdráttarafl en hinir misjafnlega frægu útlendingar. Þá er tækifæri fyrir þá hérlenda, sem helst þurfa á auglýsingum að halda. Oftast eru það sömu mennimir, sem öðmm þykja kannski þegar nógu frægir. Þið þekkið nú ótuktarskapinn og dómsýkina þjá íslenskum listamönnum. En þessa vísu skrifaði einn gesturinn á blað hjá sér og lofaði svo kunningja sfnum að sjá. Hann lærði, og þá er nú ekki að sökum að spyija. Allt berst fyrr eða síðar til mín: Útlendingum alveg nóg ætti að þykja um baks þess, sem passar sig - en píndan þó - að pissa utan í Laxness. JÓN tlR VÖR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. NÓVEMBER 1987 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.