Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Side 5
huldu. Eftirmaður hans var Marínus I og hann endurreisti Formósus og ýmsa aðra sem ákærðir höfðu verið um samsæri gegn Jóhannesi; það var því sem næst hið eina sem Marínus afrekaði því hann lést eftir aðeins hálft annað ár á páfastóli. Næsti páfi sat ennþá skemur; Hadríanus III ríkti frá maí 884 og fram í september árið eftir og er helst kunnur fyrir að hafa látið aðals- boma konu hlaupa allsnakta um svipugöng gegnum stræti Rómar. Hún mun hafa verið ekkja manns sem var myrtur er Marínus tók við völdum og kom þessi meðferð Hadrí- anusar á henni ekki í veg fyrir að hann væri tekinn í dýrlingatölu árið 1891. Hadrí- anus var svo sjálfur að öllum líkindum myrtur og ríkti sannkölluð Sturlungaöld á Ítalíu, og raunar í allri Evrópu, um þessar mundir. Formósus vígði eftirmann Hadrían- usar; sá var Stefán V (885—891) og þegar Stefán lést var Formósus kjörinn páfi hinn 6. október 891. Hann var þá hálfáttræður en enn í fullu fjöri, sem var eins gott því vandamálin sem að steðjuðu voru mörg. Samkomulagið við Konstantínópel var að vísu með besta móti eftir að Photíus var horfinn af sjónarsviðinu en á pólitíska sviðinu í Evrópu var allt í upplausn. Ríki Karlamagnúsar hafði loks leyst upp árið 888 og Stefán hafði krýnt Guido III Spoleto-hertoga keisara. Formósus neyddist til að staðfesta þá krýningu og krýndi Lambert, son Guidos, keisara með föður sínum. Þeir Spoleto-feðgar voru hins vegar full ráðríkir að mati páfa og haustið 893 bað Formósus Amúlf, konung Austur- Franka, um að koma páfastól til bjargar. Amúlfur lét loks til skarar skríða snemma árs 896 og tók Róm með álaupi. Guido var þá látinn og Formósus krýndi Amúlf keis- ara um miðjan febrúar. En fáeinum vikum síðar veiktist Amúlfur alvarlega og varð að láta bera sig lamaðan heim til Þýska- lands. Þá var páfí sjálfur kominn að fótum fram og hann lést í Róm 4. apríl. PÁFI Grafinn Upp Þrívegis Eftir lát Formósusar kom til uppþota í Róm og lýðurinn kom því til leiðar að Bónif- asíus VI var kjörinn páfi. Lítið er vitað um hann, annað en að Jóhannes VIII hafði tvívegis veitt honum áminningu og lækkað hann í tign fyrir siðlaust lífemi. Kirkjan þurfti raunar ekki lengi að sætta sig við yfirráð hans því Bónifasíus var farlama af gigt og lést eftir aðeins fimmtán daga á páfastóli. Eftirmaður hans var kjörinn Stef- án VI en um fortíð hans er það eitt vitað að Formósus vígði hann biskup yfír Anagni. Eigi að síður varð Stefán svarinn óvinur Formósusar og eftir að Formósus dó og Amúlfur hvarf burt af Ítalíu batt hann trúss sitt við Lambert Spoleto-hertoga sem nú var aftur hæstráðandi á veraldlega sviðinu í Róm. Níu mánuðum eftir lát Formósusar, eða í janúar 897, létu þeir Lambert og Stef- án grafa lík hans upp og auðmýktu það á hinn grimmilegasta hátt. Enda þótt Formós- us hefði að flestra dómi verið hinn vandað- asti maður og vammlaus í hvívetna — ef metnaður hans til að verða páfi er undanskil- inn, en slíkt er náttúrlega algengur hégómi — setti nýi páfínn á svið réttarhöld yfír honum fyrir allskonar glæpi. Rotnandi lík Formósusar var klætt fullum viðhafnar- skrúða, stillt upp í hásæti og það síðan sakað um að hafa svarið meinsæri, brotið lög kirkj- unnar um flutning milli biskupsdæma og um að hafa sóst eftir páfatign. Djákni einn var látinn svara fyrir hinn látna páfa en eins og leiða má af líkum fórst honum vöm- in ekki sérlega vel úr hendi. Formósus var dæmdur sekur, allar gerðir hans á páfa- stóli lýstar ógildar og hoggnir af líki hans þeir þrír fíngur sem hann notaði til að blessa og sveija með. Líkið var síðan grafíð í ómerkta gröf til að byija með, en Stefáni þótti ekki nóg að gert; hann lét grafa líkið upp enn einu sinni og fleygja því í Tíber- fljót. Þaðan fiskaði einsetumaður einn það upp og greftraði það á laun. Þessi furðulega uppákoma átti eftir að hafa langvarandi afleiðingar fyrir kirkjuna. Stefán páfi lifði ekki nema hálft ár eftir „réttarhöldin" yfír ná Formósusar; í ágúst 897 gerðu stuðningsmenn hins niðurlægða páfa uppreisn gegn honum, enda voru þá í algleymingi sögur um kraftaverk sem líkið átti að hafa gert. Stefáni var varpað í fang- elsi og skömmu síðar var hann kyrktur í dýflissunni. í hans stað var Rómanus kjör- inn páfí, en hann virðist hafa verið settur af eftir aðeins fjóra mánuði, líklega af stuðn- ingsmönnum Formósusar sem fannst hann ekki ganga nægilega vel fram í því að endur- reisa orðstír hins látna. Theódór II ríkti aðeins í 20 daga en honum fannst þó tími til að fella úr gildi „réttarhöldin" yfír Form- ósusi og enn var líkið grafið upp og jarðsett með mikilli viðhöfn í Péturskirkjunni. 15 ÁRA STÚLKA Leidd Undir Páfa Þegar Theódór dó, af óþekktum orsökum, varð mikið uppistand innan kirkjunnar. Stuðningsmenn Stefáns VI, og svamir fjandmenn Formósusar, kusu Sergíus III biskup í Caere páfa en hann var fljótlega rekinn frá Róm af flokki Formósusar-manna sem nutu stuðnings Lamberts af Spoleto. Þeir kusu Benediktsmunk úr sínum röðum páfa, Jóhannes IX. Hann reyndi að koma á röð og reglu og náðaði flesta þá sem höfðu tekið þátt í „réttarhöldunum" marg- umtöluðu, nema Sergíus og fímm helstu stuðningsmenn hans. Öll embættisverk Formósusar voru lýst fullgild, nema krýning hans yfír Amúlfi. Jóhannes varð ekki langlífur; hann lést í janúar árið 900 og í hans stað var Benedikt IV valinn páfí. Hann hélt áfram á sömu braut en lifði ekki nema fram í ágúst 903. Þá tók Leó V við og ríkti í 30 daga. Deilur virðast þá hafa verið komnar upp í flokki Formósusar- manna því einn af prestur Leós, Kristófer, stýrði uppreisn gegn honum og settist sjálf- ur á páfastól. Leó var fleygt í fangelsi en eftir fóra mánuði hlaut Kristófer sömu ör- lög. Þá hafði Sergíus III aflað sér stuðnings Alberics I hertoga af Spoleto (Lambert var látinn fyrir nokkmm ámm) og sneri aftur til Rómar fremstur í flokki hersveita hertog- ans. Þeir Leó og Kristófer (sem telst vera anti-páfí samkvæmt hefð kirkjunnar) áttu illa vist í fangelsi þar til Sergíus lét myrða þá báða — af miskunnsemi, að sagt var! Sergíus hafði enn ekki komist yfír hatur sitt á Formósusi og lét enn ógilda allar gerðir hans á páfastóli þó veslings líkið fengi að liggja kyrrt í þetta sinn. Þar eð Formós- us hafði vígt fjölmarga biskupa á sínum tíma ríkti ótrúleg óreiða í málefnum kirkj- unnar næstu árin, en við Sergíusi varð ekki hróflað. Auk stuðnings Spoleto-hertoga var páfí nefnilega undir vemdarvæng tengda- föður hans, Theófílacts, ríkasta mannsins í Róm. Theófílact og kona hans, skömngurinn Theódóra eldri, réðu öllu sem þau vildu ráða í Róm um þessar mundir og Sergíus páfí var svo handgenginn þeim að þau leiddu undir hann 15 ára dóttur sína, Marózíu. Marózía eignaðist með páfa son sem skírður var Jóhannes. PÁFIFÆR SL AG í BÓLINU MeðGiftriKonu Sergíus lést árið 911 og næstu páfar vom allir kjömir samkvæmt vilja Theó- fílacts og konu hans, en síðar Marózíu sem rejmdist ekki síðri skömngur en móðir henn- ar. Anastasíus III ríkti frá 911 til 913; Landó síðan í tæpt ár en Jóhannes X sat öllu lengur, eða í 14 ár. Árið 928 hafði hann hins vegar komið Marózíu upp á móti sér og hún lét steypa honum af stóli; ári seinna var hann svo kæfður með kodda í fangelsi. Marózía ákvað nú að gera Jóhann- es, son sinn og Sergíusar III, að páfa en hann var ekki orðinn myndugur enn svo tveir páfar ríktu í millitíðinni; Leó VI frá maí 928 fram í desember sama ár og síðan Stefán VII fram í febrúar 931. Þá tók Jóhannes XI við, aðeins rúmlega tvítugur. Hann var lítið annað en verkfæri í höndum móður sinnar en ári eftir valdatöku hans gekk hún loks of Iangt. Hún var nýorðin ekkja í annað sinn (Jóhannes var vitaskuld óskilgetinn) en gekk að eiga Húgó frá Pró- vins, Ítalíukóng, sumarið 932. Rómveijar vom andsnúnir Húgó og fengu Alberic II Spoleto-hertoga, son Marózíu af fyrsta hjónabandi hennar, til að gera uppreisn. Alberic hneppti móður sína og hálfbróður í fangelsi; eftir þetta fer engum sögum af Marózíu en Jóhannes páfí er sagður hafa verið einkaþræll hálfbróður síns þar til hann lést um áramótin 935/6. Ættin hafði þó ekki sagt sitt síðasta orð um páfastól; Ál- beric réði kjöri fjögurra næstu páfa — Leós Vn (936-939), Stefán VIII (939-942), Marínusar II (942—946) og Ágapítusar II (946—955). Skömmu fyrir dauða sinn árið 954 lét Alberic svo helstu menn Rómar sveija þess eið að kjósa óskilgetinn son sinn, Octanvíanus, páfa eftir dag Agapítusar. Það var gert í desember 955 þó Octavíanus væri aðeins 18 ára gamall. Hann tók sér nafnið Jóhannes XII og varð þar með ann- ar páfínn í sögunni til að breyta um nafn við valdatökuna. (Hinn fyrsti var Jóhannes II árið 533; hann hét Merkúríus að skímar- nafni og þótti ekki við hæfí að páfí bæri nafn heiðins guðs.) Jóhannes XII þótti væg- ast sagt lítill kennimaður; hann eyddi öllum tíma sínum í holdlegar skemmtanir og lést 964 af hjartaslagi þó hann væri enn innan við þrítugt; hann hafði lagt of hart að sér í bólinu með giftri konu. í annarri grein segir meðal annars frá vangaveltum um „Jóhönnu páfa“. Höfundurinn er blaöamaöur. Paradís þvegin Tvö þúsund manns í vinnu við að hreinsa stærsta léreftsmálverk heimsins. Ekki heyrir allt til nútíðinni, sem mest er og stærst og gæti þessvegna staðið í heims- metabók Guiness. Þótt listamenn máli stórt nú á dögum, eru verk þeirra oftast hreinar títlur borið saman við það sem menn réðust í fyrir mörgum öldum. Nýlega komst stærsta olíumálverk á léreft í fréttir vegna þess að það var tekið niður af veggnum í hertoga- höllinni í Feneyjum, þar sem það var málað á staðnum og tók það fjögur ár: 1588-1592. Það eru rétt 400 ár um næstu áramót síðan Feneyjamálari að nafni Jacobo Robusti (Jak- ob hrausti), betur þekktur sem Tintoretto, hófst handa og hafði son sinn Domenico sér til aðstoðar, svo og fólk af málaraverkstæði sínu. Tintorertto var einn af frægri þrenn- ingu Feneyjamálara; hinir voru Titian og Paolo Veronese (Páll frá Verónu). Um þetta leyti hafði mikill auður safnast saman í Feneyjum og menn hugsuðu stórt. Það vant- aði mynd í réttarsalinn í hertogahöllinni og Tintoretto var ekkert að klípa af stærðinni, þótt væri hann þá orðinn sjötugur maður. Breidd myndarinnar er 24,60m og h æðin 7,65m. Enda þótt freskan væri sú tækni, sem beinast lá við að nota þama, tók málar- inn þann kostinn að láta vefa risaléreft. Á §órum öldum hefur farið hér sem víðar, að myndin hefur óhreinkast og jafn- vel verið skemmd. Bæði er hún rifín og eins hitt, að einhvemtíma fyrr meir voru fúskar- ar fengnir til að gera við hana. Nú er ekki fúskinu fyrir að fara og hvorki meira né minna en 2000 fagmenn hafa á einn eða annan hátt unnið að því að ná myndinni niður í heilu lagi, losa hana af blindrömm- um, vefja hana upp og flytja á sérstakt verkstæði í San Gregorio-kirkjunni í Feneyj- um, þar sem beitt er hverskyns hátækni til hreinsunar og viðgerða. Það er bandarísk stofnun, „Björgum Feneyjum", sem hefur virlq'að 32 fjölþjóðleg fyrirtæki til þess að bjarga menningarverðmætum i Feneyjum og þessi stofnun stendur straum af þeim mikla kostnaði, sem hreinsun og flutningar verksins hafa í för með sér. Fyrir fjómm öldum vom málarar ekki að skoða niður fyrir tæmar á sér, eða tjá sig pm líf almennings, þjáningu heimsins eða annað smásmugulegt. Ekkert minna myndefni dugði Tintoretto hér en sjálf Paradís. Þar er margt um manninn, þó nokk- ur kös, þar sem hinir hólpnu njóta náðarinn- ar og að sjálfsögðu em helgir menn þama í stómm stíl; hvar annarsstaðar ættu þeir að vera? Á eftir hreingeminguna sést öll þessi dýrð í nýju ljósi, en það er raunar víðar á Ítalíu, sem hliðstæð hreingeming hefur far- ið fram. Unnið hefur verið við hreinsun á hinum frægu loftmyndum Michelangelos í Sixtinsku kapellunni og breytingin á þeim er ótrúleg. Hitt er svo annað mál, að marg- ir em á móti hreingemingum af þessu tagi og fínnst að töfrar þessara verka verði mun minni eftir en áður og nær væri að veija stórfé til annars þarfara. GS. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. NÓVEMBER 1987 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.