Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Side 3
I
LESBOK
MORQUNBLADS I NS
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Svelnsson. Ritstjórar: Matthias
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð-
arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.:
Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 691100.
I
Hönnun
er lykilorð í iðnaðarsamfélögum nútímans og getur haft-
áhrif á það, hvort einhver hlutur eða vara mokselst eða
dettur upp fyrir. Öm D. Jónsson forstöðumaður Iðntækni-
stofnunar sat fyrir skömmu hönnunarráðstefnu í
Amsterdam og segir í fróðlegri grein frá ýmsu því, sem
þar bar á góma.
Jorn
er víðkunnastur danskra myndlistarmanna á þessari öld;
einn af Cobra-málurunum svonefndu. Hann málaði að
gamni sínu myndir á heilu veggina í sumarbústað vinar
síns í Danmörku og nú hafa sérfræðingar unnið að því
að flysja myndimar af steinveggjunum með sérstakri
tækni og flytja þær á safn í Kaupmannahöfn.
Forsíðan
Myndin er af málverki eftir Helga Vilberg, myndlistar-
mann og skólastjóra Myndlistarskólans á Akureyri.
Hann nefnir myndina „Heiðsæi“, hún er máluð með
akrýl á léreft og stærðin er 160x120 sm. Myndin var
ásamt fleirum á sýningu Helga á Akureyri í nóvember-
mánuði síðastliðnum og fékk mjög lofsamlega
gagnrýni hjá myndrýni Morgunblaðsins, sem brá sér
norður til að sjá hana. Helgi Vilberg hefur þótt mjög
vaxandi myndlistarmaður og hefur auk þess unnið
gott verk í skólanum.
er norrænt nafn og þótt einum um of heiðið, þegar þessi
stúlka norðan úr Strandasýslu, tók upp trú og lífshætti
Islams. Hún bjó um tfma með manni sínum í Indlandi,
en er núna einstæð móðir í Svíþjóð og iðkar þar sína trú
áfram. Kristín Bjarnadóttir, okkar maður í Gautaborg,
hitti hana að máli.
Ásdís
Þorsteinn Gíslason
Grafskrift
Það vantaði sízt aðhann hugsaðihátt,
oghann hefði mátt koma að notum.
Hann byijaði á ýmsu, en endaðifátt,
og allt lá það hálfgert, i brotum.
Frá barnæsku varhann meðgleraugu grá,
en glerið var efalaust svikið,
þvíhvarsemhannráfaði, rakhannsigá,
var rauður og blár fyrir vikið.
Ogáform hans, þau voru ósmá ogmörg,
en ætti’ hann sér vegi að skapa,
þá klifraði’ hann ætíð íógengis björg,
var alltafað detta og hrapa.
Oghvergi ílífinu festu hann fékk,
þó flæktist hann víða um álfur;
hann rétti þeim hönd sem að haltrandi gekk,
en haltraði allramest sjálfur.
Hann skildi’ ekki Iánsins og lukkunnar spil
og lífsseglið kunni ekkiað vinda,
var fugl, sem eiþekkti á fjöðrunum skil,
eða fiskur, sem lærði’ ekki að synda.
Oggæzka ogmiskunn fórgjafarans blíð
um garð hans hið efra og neðra,
unz þreyttur á ævi, sem aðeins var stríð,
hann álpaðist til sinna feðra.
íguðs nafni’ íjörðina grófu hann menn
viðgleymsku ogmyrkursins skorður.
En lýðurinn hrasar um leiðið hans enn:
hann liggur ísuður og norður.
Og nú, þá hann Iiðinn er dauðans ídá,
hann dreymir und sverðinum grænum
um hálsbrotinn val undir hömrunum blá,
oghákarl, sem drukknaði’ ísænum.
Þorsteinn Gíslason, fæddur 1867 að Stærra-
Árskógi í Eyjafirði, d. 1938, var landskunnur
sem skáld og menningarfrömuður á fyrstu ára-
tugum aldarinnar. Hann hvarf frá námi við
Hafnarháskóla þegar hann gat ekki valið sér
íslenskar bókmenntir sem kjörsvið til prófs.
Helgaöi sig upp frá því ritstörfum, blaöa- og
bókaútgáfu, var ritstjóri nokkurra tímarita og
blaða, þ. á m. Morgunblaðsins 1920-24.
!
Jón Steingrímsson, eldklerkur,
lýsir í ævisögu sinni stakri
ógestrisni, sem þeir bræður
mættu, þegar þeir fóru suður
fjöll og fluttu búferlum úr
Skagafirði. Sunnlendingar
voru á varðbergi gagnvart
framandi fólki, enda bláfátækir og þjakaðir
af harðindum og drepsóttum. Sú gestrisni,
sem einkennt hefur þjóðina, eins lengi og
elztu menn muna, var samkvæmt þessu
ekki til um miðja 18. öld.
Sá finnur það bezt, sem er með öðrum
þjóðum eða sinnir erlendum gestum, að
gestrisni og rausnarlund er samgróin þjóð-
inni. Ég sá um nokkra leiðangra útlendinga
í sumar leið. Þeim þótti landið fagurt og
frítt, byggingar myndarlegar og þrifnaður
til prýði, móttökur rausnarlegar í mat og
öll kynning veitt ftjálslega af alúð og af-
greiðslufólk í verzlunum greiðvikið og
áhugasamt. Þegar ég fann hrifningu fólks-
ins, óskaði ég þess með sjálfum mér, að við
íslendingar mættum koma eins fram við
samlanda okkar, svo sem í bílaumferðinni.
Auðvitað er þetta m.a. því að þakka, að
þjóðin býr við góð efni og ekki mikla gesta-
nauð. Það þykir enn nokkurt átak að ferðast
til íslands og dýrt og gestakomur sérhópa
ekki tíðar, svo að nokkur tilbreyting þykir
og lærdómur að taka á móti þeim.
Norðmenn hafa fengið marga gesti langt
að komna á allra síðustu árum og þeir eru
komnir til að vera. Þetta er sumt lang-
hrakið fólk, en aðrir koma í skjóli þess og
hafa sæmileg efni og starfsfnenntun. í sum-
um skólum í Ósló eru börn af framandi
þjóðum í meirihluta í yngri deildum. Mörgum '
er nóg boðið, trúlega ekki sízt þeim Norð-
B
Gestanauð
íNoregi
mönnum, sem búa við skarðan hlut og telja
eftir það, sem gert er fyrir gestina. Þeir
mæta því vaxandi andúð. Við sveitarstjórn-
arkosningarnar í haust kepptust stjórn-
málaflokkarnir um að setja innflytjendur í
örugg sæti, en fjöldi kjósenda svaraði því
með því að strika þá út, svo að þeir féllu.
I verkamannahverfum í Ósló var óvenju lítil
kjörsókn. Virtist Verkamannaflokkurinn
hafa misst þannig mörg atkvæði, en flokkur-
inn hefur beitt sér fyrir því að greiða götu
útlendinga.
Allmargir Albanar, flóttamenn frá Júgó-
slavíu, eru nú í Ósló. Þykir sumum í Ósló
sem verið sé að flytja til Noregs þau vand-
ræði, sem oft verða þegar ólíkar þjóðir búa
saman, eins og sannist í Júgóslavíu og
væri nær, að norsk stjórnvöld ynnu að því
við júgóslavnesk stjórnvöld að tryggja hag
Albana í heimahéruðum þeirra. Kunningi
minn ræddi við Albana, sem þvær gólf á
stofnun hans. Albananum var mjög uppsig-
að við Belgrad-stjóm, en hann kvaðst gera
sér grein fyrir því að ekki væru fleiri gólf
í Ósló handa Albönum að þvo. Flóttamenn-
imir hafa sem sagt í heild óhag af því, að
fleiri komi á eftir. Enginn þeirra leyfir sér
þó að setja það fram opinberlega vegna
félaga þeirra, sem kunna að vera að vinna
að því að fá heimild fyrir landvist venzla-
fólks.
Fréttamenn í Noregi brýna þjóðina mjög
til að gera vel við gestina og fordæma þá,
sem leyfa sér að láta í Ijósi, að þeim þyki
nóg um komið, og telja það lýsa fyrirlitn-
ingu á framandi þjóðum. í fréttum í haust
var sagt frá þeirri uppgötvun heilbrigðisyfir-
valda, að þeim börnum hefði fjölgað mjög
undanfarið, sem ekki væri komið með til
mænusóttarbólusetningar. Mest bæri á
þessu í borgunum og sérstaklega í vissum
hverfum í Osló. Væri hlutfall óbólusettra
orðið svo hátt, að hætta væri á farsótt.
Almenningur þóttist vita, að þetta ætti við
innflytjendahverfin, en enginn fréttamaður
kom sér til að spyija yfirvöld um það. Yfir
þeim sem það gerði hefði vofað að verða
ásakaður um andúð á fólkinu fyrir það eitt
að yekja máls á grun og fá hann staðfestan.
Ég hef oft komið til Óslóar. Borgarbúar
taka ókunnugum fálega, t.d. þeim sem þarf
að knýja dyra að kvöldi dags til að spyrja
til vegar. Fólk utan af landi hefur sumt
fundið fyrir andúð borgarbúa vegna málfars
og framkomu og jafnvel orðið fyrir aðkasti
fyrir, og þeir sem hafa setzt að í borginni
hafa flestir reynt að afmá sérkenni sín til
að þóknast borgarbúum. Er ekki nema von,
að nú þyki sumum skjóta skökku við, hversu
mjög er komið til móts við fólk, sem er
meira framandi en norskir þegnar af Mæri
og Hálogalandi.
Þegar ég kynntist þessum málum í nokk-
urra daga viðdvöl í Ósló í haust, fannst mér
siðavendni Brands Ibsen komin upp í leið-
togum Norðmanna (fréttamönnum og
stjómmálamönnum). Og biskupar landsins
bættust í hópinn einn daginn með brýningu
til þjóðarinnar um að greiða götu innflytj-
enda, én minntust ekki á það sem ágreining-
urinn er um, hversu langt eigi að ganga í
því að opna landið útlendingum.
Ekki get ég fundið að því, að fréttamenn
og biskupar og forystulið stjómmálaflokká
hvetji þjóð sína til að sýna bágstöddum bróð-
urþel, en til þess em ýmis ráð. Það ráð sem
Norðmenn hafa tekið nú síðustu árin að
taka við fjölda flóttamanna, hefur snúizt
upp í andhverfu sína. Hugur almennings
fylgir ekki máli forystumanna þjóðarinnar,
heldur snýst gegn þeim, sem áttu að njóta,
svo að þeir hljóta að finna að þeir em óvel-
komnir gestir. Því em takmörk sett, hvað
fólk á til mikla tillitssemi við framandi fólk,
og fram hjá því hefur ekki tekizt að g'anga
í Noregi þrátt fyrir dynjandi áróður. Islend-
ingar hafa réttilega miðað hjálparstarf sitt
að mestu við að hjálpa bágstöddum til sjálfs-
hjálpar í umhverfi sem er þeim sem minnst
framandi.
björn s. stefánsson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JANÚAR 1988 3