Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Qupperneq 4
Hún er frá Eyri við Ingólfsfjörð. Með fötin sín og bækurnar í poka á bakinu gekk hún ásamt systrum sínum 10 km leið yfir Hálsinn og fram að Finnbogastöðum. Þar var barna- skóli og þar var heimavist. Nú er Ingólfs- Hún Dísa úr Strandasýslunni hefur alltaf verið leitandi manneskja og eftir að hún fluttist utan og kynntist Islam hefur hún fengið betri svör við því, sem sótti á hana. Hún bjó um tíma með manni sínum í Indlandi, en býr nú í Gautaborg, einstæð móðir, en áfram muslim og ræktar trú sína. Qörður löngu kominn í eyði. Enn má þó sjá merki atvinnulífsins á Eyri, meðal annars yfirgefna síldarverksmiðju. Síðar fóru þær Gunnarsdætur sjóleiðina í Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði. Þar kynntist ég Dísu sem var dul eins og ég og tæpast til- viljun að með okkur tókst félagsskapur sem entist. Einu sinni „týndi“ ég Dísu og fann hana ekki aftur fyrr en tíu árum síðar og þá í sporvagni í Gautaborg. Fjögurra bama móðir, reynslunni ríkari, trú sinni og nýju nafni. Ég skal viðurkenna að ég varð pínu- lítið hvumsa þegar hún tilkynnti mér að hún gengi ekki lengur undir nafninu Ásdís. Seinna útskýrði hún fyrir mér að hún vildi ekki bera svo heiðið nafn og að henni hefði verið gefið nafnið ’ Farbat Jaha, arabískt nafn sem þýðir gleði alheimsins. Hún ber trú sína með sér. Sé einhver í vafa má þekkja muslimskar konur á höfuð- fatinu. Samkvæmt Kóraninum ber þeim að hylja allan líkamann klæðum, þannig að aðeins andlit og hendur sjáist. Hún hefur breyst. Hún býr yfir æðruleysi, sem er allt- of fágætt. Þegar ég bið hana um viðtal, er það vegna þess að mér fínnst saga hennar óvenjuleg og hún er fús til að svara spum- ingum sprottnum af fáfræði og forvitni. Hún bjó fjögur ár í Indlandi en býr nú í Gautaborg ásamt börnum sínum. í fjórtán ár var hún gift indverskum manni, en er nú einstæð móðir og vinnur að málefnum kvenna innan islamska safnaðarins og hefur m.a. starfað á skrifstofu þeirra í Gautaborg. Eftir KRISTÍNU BJARNADÓTTUR Samfélag á Hvolfi Ég set mig í blaðamannastellingar og byija á að spyija Dísu, eins og ég leyfi mér enn í dag að kalla hana, hvort hún hefði getað látið sér detta það í hug, þegar hún Moskan í Isfahan. í Islam tíðkast ekki að gera myndir af Allah eða spámanninum Múhameð, en þess í stað eru mosksurnar ríkulega skreyttar með mósaík. Ásdís, sem nú heitir Farhat Jaha, við sambýlishúsið í Gautaborg, þar sem hún býr. var lítil stúlka norður á Ströndum, að hún ætti eftir að gerast Múhammeðstrúar. Þá leiðréttir hún mig vingjamlega og bendir á að það sé ekkert til sem heiti Múhammeðstrú. „Múhammeð var spámaður en enginn Guð. Við segjum Islam sem þýð- ir að fylgja lögum Guðs. Og sá sem fylgir lögunt Guðs er muslim." Svo heldur hún áfram og svarar spumingu minni. „Nei sjálfsagt hef ég ekki getað ímyndað mér það. Hinsvegar man ég að strax í bama- skóla, þegar ég heyrði fyrst um Kóraninn, þá fékk ég mikla löngun til að lesa hann. Það var ríkt í mér að leita eftir svömm við spumingunni um leyndarmál lífsins. En það var ekki fyrr en ég var komin um þrítugt að ég tileinkaði mér Kóraninn. Og reyndar fyrst núna að verið er að þýða hann á íslensku. Ég las hann fyrst á ensku og seinna hef ég verið að lesa hann á arabísku." Þegar ég spyr um ástæðuna fyrir því að hún tók Islam fram yfír önnur trúarbrögð eins og til dæmis þá kristnu trú sem við ólumst upp við segist hún hafa vænst of mikils, orðið fyrir vonbrigðum. „Þegar ég játaði kristna trú og fermdist, þá gerði ég það mjög heils hugar, ákveðin í að fylgja lögum Guðs. En ég vænti ein- hvers sem ég fann ekki þá og þetta leyndar- mál um tilgang lífsins hélt áfram að vera leyndarmál. Og þegar ég fann hve litla virð- ingu margir meðbræður mínir og systur bám fyrir þeirri trú sem við höfðum játast olli það mér vonbrigðum. Ég var því mjög leitandi þegar ég fór utan, um tvítugt. Ég vildi sjá og finna hvemig annað fólk lifði í öðrum samfélögum. Leitaði að einhveiju sem gerði það að verkurp að fólk gæti lifað í friði með sjálfu sér og öðmm og borið virðingu fyrir tilvemnni. Eg fann hvergi það sem ég leitaði að, ekki fyrr en ég fór sjálf að lesa Kóraninn. Islam heillaði mig meðal annars vegna þess að þar em engir millilið- ir milli manneskjunnar og Guðs.“ Hver vom tildrög þess að þú fórst að vinna fyrir Islam-kvennasamtökin? „Mér fannst ég einangmð hér í Svíþjóð og þekkti fáa. Smátt og smátt kynntist ég öðram konum í Moskunni eða bænahúsinu, sem eins var ástatt með. Við byijuðum að lesa Kóraninn saman og kynntumst þannig nánar. Við áttuðum okkur á að það var þörf fyrir stað sem fólk gæti leitað til og fengið upplýsingar um Islam. Það fólk sem Ieitar til samtakanna em meðal annars kon- ur sem em giftar muslimum en hafa annan bakgmnn sjálfar. Eins stofnanir eins og skólar, þar vántar oft upplýsingar og svo kemur til okkar fólk sem af ólíkum ástæðum hefur áhuga á að kynna sér Islam. Það búa milli fimmtíu og sextíu þúsund muslimir í Svíþjóð, þar á meðal nokkrir Svíar, en iang- flestir em innflytjendur." Hvernig samræmist Islam sænsku sam- félagi? „Ja, eiginlega — þegar ég kom frá Ind- landi fannst mér þetta vera samfélag sem stæði á hvolfi. Rétt væri rangt og rangt væri rétt. Mér fannst eins og sagt hefði Ásdís með son sinn - og með höfuð- búnaðinn, sem hún skilur aldrei við sig. verið við þetta fólk: Snúðu við. Ég get tek- ið sem dæmi, hvernig mér fannst komið fram við gamalt fólk, sem skellt er inn á stofnanir og nýtur lítillar virðingar eftir að starfsævinni svokölluðu lýkur. Meðal musl- ima er mikil virðing borin fyrir eldra fólki. Borin virðing fyrir reynslu þess og lífi. Það á að njóta vemdar og eins fullkominnar aðhlynningar og mögulegt er síðustu æviár- in. Mér fínnst til dæmis rangt að sjá eldri konu eina á ferð um bæinn, enginn sem heldur undir hendina á henni. Hér er það mjög algeng sjón. Það er allt annað gildis- mat ríkjandi hér, heldur en það sem þú finnur meðal muslima. Það kemur fram í svo mörgu. I bamauppeldi virðist mér mikil áhersla lögð á að rækta hagnýta eiginleika. Bamið á að læra að framkvæma hitt og þetta, en mér virðist minni áhersla lögð á andlegan þroska. Jú, það er lögð áhersla á að bamið þroskist sem einstaklingur og um leið lögð rækt við vissa einstaklingshyggju. Fyrir mér er mikilvægara að manneskjan læri að þekkja sig sem hluta af stærri heild. Muslimir leggja áherslu á þann þroska sem þarf til að geta lifað í sátt og samlyndi við annað fólk og sem byggist mikið á að kunna að gefa og þiggja og að geta komið á móts við náungann með virðingu og opnum hug. Það er mikið um innflytjendur hér í Svíþjóð af fjölmörgum þjóðemum, en mér finnst sú kvöð liggja á innflytjendum að þeir hagi sér og lifi eins og Svíar. Umburðar- lyndi samfélagsins gagnvart framandi siðvenjum er takmarkað og þannig takmark-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.