Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Blaðsíða 5
ast um leið möguleikar innflyyenda til að
viðhalda sinni eigin menningu. Eg held þetta
stafi mikið af skilningsleysi og vanþekkingu
á öðrum siðvenjum og öðru gildismati en
því sem fyrir er. Mér fínnst nokkuð ríkt í
Svíum að meta lífið í krónum og mínútum
og það tekur líka tíma fyrir innflytjendur
að átta sig á því.
Þegar fleiri en einn þjóðflokkur lifir í
sama þjóðfélagi, þá þarf brýr.“
StríðAfVöldum
Trúarofstækis
Hvernig lítur þú á þau stríð, milli þjóð-
flokka og ríkja, sem efnt er til vegna ólíkra
trúarbragða?
„Spumingin er fyrir hveiju fólk er í raun
og vem að berjast. Er það að beijast fyrir
trúnni eða fyrir efnahagslegum völdum?
Hver er hin raunvemlega trú þeirra sem
standa fyrir styijöldum? Sannur muslim
hefur engan áhuga á völdum yfir öðm fólki.
Við viljum ekki kerfi sem byggir á slíku.
Islam hefur mikið umburðarlyndi gagnvart
öðmm trúarbrögðum. Muslimir hafa til
dæmis verndað Gyðinga gegnum árin, þó
ekki fari miklar sögur af því nema þá gegn-
um sögu Gyðinga. Það em lög í Islam sem
bjóða að vemda skuli sérhveija manneskju
sem kemur inn í muslimskt samfélag, hverr-
ar trúar svo sem hún er. Ef við lítum á
striðið milli írak og íran, þá. . . það sem
þar er kallað Islam kalla ég ekki Islam.
Hinn sanntrúaði drepur ekki bróður sinn.
Spámaðurinn bannaði bræðmm að slást.
Og að dýrka persónur er líka gegn trúnni.
Það er ástæðan fyrir því að myndir af fólki
em ekki leyfðar. Enginn skal hafinn upp
til skýja öðmm fremur. Við emm öll Guðs
þjónar og þar á enginn að komast á rnilli."
Nú bjóstu fjögur ár á Indlandi. Varla
hafa það verið ár allsnægta og stöðugs frið-
ar?
„Eg bjó í Hyderabad, mitt á milli Delih
og Bombey. Bjó þar hjá fjölskyldu mannsins
míns, sem er vel menntað fólk eins og mjög
stór hluti indversku þjóðarinnar er. Fátækt-
in er einkum meðal bændafólks sem
hrökklaðist úr litlu þorpunum á þurrkatíma-
bilinu snemma á síðasta áratug. Þá vom
margir sem fluttu inn í borgimar. Það er
líka fátækt meðal þeirra sem aldrei hafa
átt kost á skólagöngu, eins og þjónustufólks
og „hinir ósnertanlegu" — það em Hindú-
ar, þeir hafa svona „kast-system“ eins og
þú veist. Jú, Hindúar fæðast inn í sínar
stéttir og því verður ekki breytt. Lægst
settir í samfélagi Hindúa em kallaðir „hinir
ósnertanlegu". Þeim er ætlað að hirða msl
og úrgang annarra stétta og nálægt þeim
mega engar aðrar stéttir koma. Þá má ekki
snerta, þeir fæðast og deyja í sinni stétt sem
innir af hendi mestu skítverkin. Margir hafa
reynt að losna úr þessari ánauð, með því a
afneita Hindúismanum og gerast yfirlýstir
muslimir, því samkvæmt Islam em allir jafn-
ir. Þessu hafa aðrir Hindúar ekki getað
tekið, það veldur röskun á þeirra kerfi.
Hindúar em valdamiklir í Indlandi og þeirra
svar hefur verið að útrýma muslimum í stór-
um stíl. Þeir hafa útrýmt heilu þorpunum.
Muslimskum þorpum. Það er alltaf að ger-
ast, er enn að gerast."
Það kemur sorg í augu hennar og sárs-
aukavipmr í andlitið þegar hún rifjar upp
hveiju hún varð vitni að fyrir nokkmm
ámm.
„Þegar ég bjó í Hyderabad uppiífði ég
árásir Hindúa — á götunni fyrir utan heim-
ili mitt. Eg sá hóp af Hindúum á ferð um
borgarhlutann, sem nær eingöngu var
byggður muslimum. Þeir hittu manninn
minn fyrir utan húsið okkar og spurðu hvort
hann væri muslim. Honum vildi það til lífs
að annar maður nærstaddur kallaði um
hæl: Nei, hann er aðkomumaður, frá Evr-
ópu. Ég sá þá drepa annan muslim á einni
svipstundu. Þeir fóm inn í húsin og drápu
heilu fjölskyldumar. A einni nóttu . . . ég
veit ekki hve marga þeir drápu . .. sjúkra-
húsin fylltust. Blóðið bara rann . . . Þeir
fóm inn í bænahúsin, drápu hópa af fólki
sem var að biðjast fyrir. Það var útgöngu-
bann í borginni. Hvar sem þeir fundu
muslim var hann drepinn. Allt til að við-
halda eigin kerfi. Birtust fyrirvaralaust —
komu iðulega aftan að fólki. Þetta var árið
’81.“
Hvernig var að lifa undir þessum kring-
umstæðum?
„Það var erfitt. Ég bjó enn í Hyderabad
þegar hálf borgin var brennd. Allt sem þar
tilheyrði muslimum. Það var erfitt að lifa í
borginni eftir það.
Margir muslimar hafa flutt til Saudi-
Arabiu til að hafa ofanaf fyrir sér. Indland
er land Hindúanna. Þeir ráða þar ríkjum
allt frá því að Englendingar yfirgáfu landið
og skiptu því þannig að Pakistan var ætlað
muslimum. Á árinum 1947 til 1948 lögðu
því margir muslimir á stað til fyrirheitna
landsins. Yfirgáfu allt sitt í Indlandi. En
þeir vom mun færri sem komust á áfanga-
stað. Að minnsta kosti tvær milljónir sem
féilu fyrir Hindúum meðan á fólksfmtning-
unum stóð. Þá var farið inn í lestirnar, allt
kvikt var drepið. Ég held að um þetta hafi
ekki verið haft mjög hátt.“
KONUROGISLAM
Trúlega er mörgum spum hvernig í
ósköpunum íslensk stúlka af alþýðufólki
komin geti aðlagað sig lífsreglum sem í
fljótu bragði stangast heiftarlega á við
ríkjandi lífsskoðanir okkar Norðurlandabúa,
hugmyndir okkar um jafnrétti og frelsi svo
eitthvað sé nefnt. Ég minnist ,sænskrar
stúlku, Islamtrúar, sem spurð var að því í
sjónvarpsþætti fyrir allnokkm síðan, hvort
ekki væri erfítt að sætta sig við fjölkvæni
muslima. Hún svaraði á þá leið að betra
væri að vita af manninum hjá annarri lög-
legri eiginkonu sinni en að vita að hann
héldi framhjá í laumi. En hvað segir Dísa
um þessi mál?
„Það em mjög strangar reglur fyrir fjöl-
kvæni í Islam. Vilji eiginmaður minn gifta
sig annarri konu getur hann það því aðeins
að ég gefi samþykki mitt. Það krefst þess
að sjálfsögðu líka að hann hafi tök á því
fjárhagslega, geti séð fyrir þeim konum sem
hann giftist, bömum sínum og jafnvel þeirra
frá fyrra hjónabandi. Meðal muslima hefur
verið litið á fjölkvæni sem lausn, fyrst og
fremst eftir ófriðartímabil þegar margar
konur standa einar uppi, ekkjur með börn
sín án fyrirvinnu. Til að halda heimili og
eins til að halda virðingu sinni og réttindum
í samfélaginu þurfa þær eiginmann og fyrir-
vinnu. Annað dæmi um ástæðu fyrir fjöl-
kvæni getur verið að eiginkona sé haldin
langvarandi sjúkdómi. Maður er nú alltaf
maður og vill fá þörfum sínum fullnægt.
Með leyfi konu sinnar getur hann tekið sér
aðra konu án þess að skilja og yfirgefa
þannig sína veiku eiginkonu. Enn ein ástæð-
an getur verið barnleysi í fyrsta hjónabandi.
í raun og veru lítum við á þetta sem rétt-
indi bæði fyrir konur og menn.
Innan Islam eiga konur ekki að þurfa að
fara út á vinnumarkaðinn og vilji kona af
einhveijum ástæðum ekki giftast þá er það
skylda samfélagsins að sjá henni og bömum
hennar far'borða. Hins vegar er þeim frjálst
að taka þátt í atvinnulífinu óski þær eftir
því sjálfar.
Afli kona tekna, þá eru tekjurnar henn-
ar, hún á ekki að þurfa að leggja þær fram
til heimilisins. Það á við um giftar konur
sem ógiftar. Mjög algengt er að menn gift-
ist sér eldri konum með börn. Ágætt dæmi
um það er Múhammeð, sem giftist 25 ára
gamall, konu um fertugt.
Muslimir efna ekki til hjónabands vegna
tilviljana. En fólk gengur heilshugar inn í
hjónabandið, gerir sér vel grein fyrir skyld-
um sínum og réttindum og gengur út frá
því að ástin sé nokkuð sem þarf að rækta.
Það tekur hjónabandið alvarlega, byggir
ekki á rósrauða skýinu eins og algengt er
í samfélögum þar sem tilfinningasambönd
eru allsráðandi. Ég hef kynnst mörgum
konum sem hafa byggt hjónaband sitt á
skynsemissjónarmiði muslima og þær segja
að ástin sem ekki fyrirfannst í byijun, hún
hafi kömið síðar, smátt og smátt og raun-
verulega."
Dísa dregur ekki í efa að sú hlutverka-
skipan sem Islam kennir miili karla og
kvenna sé rétt. Hinsvegar bendir hún á að
víða ríki misskilningur og jafnvel misnotkun
á lögum Kóransins sem komi meðal annars
til af því að trúin hefur víða blandast ann-
arri menningu. Líklega eru engin trúarbrögð
jafn óaðskiljanleg stjórnmálum og einmitt
Islam. Lög og reglur mannlegs samfélags,
skyldur og réttindi manna og kvenna gagn-
vart hvort öðru, samfélaginu og sjálfu sér,
allt er þetta skráð í Kóraninn. Fyrsta musl-
imska samfélagið varð til í Medina undir
handleiðslu Múhammeðs eftir að hann fiúði
frá Mekka árið 662 e.Kr. vegna kenninga
sinna. Islam og arabísku er ekki heldur
hægt að skilja að, þótt ólíkar skoðanir trúar-
legar og pólitískar hafi þróast. Bilið er
breitt, til dæmis milii sunni-islam og shia-
islam.
Eftir samtal mitt við Dísu eða réttara
samtöl, því þau urðu fleiri áður en þetta
stutta viðtal komst á blað, á hún einlæga
aðdáun mína meðal annars vegna þess að
þegar okkar ólíku lífsskoðanir ber á góma,
þegar ólík trú — eða vantrú mín — skilur
okkur að þá heldur hún fast við sitt án
þess að efast, án þess að fordæma. Sterk
í sinni auðmýkt virðist hún tilbúin að mæta
hveiju sem verða vill.
Höfundurinn er Ijóðskáld og leikkona og býr í
Sviþjóð.
Helgi Seljan
Slangur
Kuldagrár morgunninn mætir þér
magnar upp innri hroll.
Færir þér vindhviðu í fangið
sem för þína tefur.
Haglél dynur á höfði þér
hugsanir komast á rót.
Dúðaður krakki, kotroskinn og hress
með kuldabláar varir
kemur móti þér í morgunskímunni
og mælir í glettni:
Ogeðslega er annars flott veður.
Og nú er ekki beðlð
eftir neinu
Liðin er tíð þeirra hlýju hlátra
er hljómuðu mér við eyra.
Kliðmjúka létta lindarhjalið
sem ljúfast mér þótti að heyra.
Omþýtt kvak úr kjarrinu heima
sem kunni fegurð að skarta.
Ilminn úr moldinni höfgan og heitan
heiðríkju unaðsbjarta.
Horfið á braut og aðeins í ómum
sem ymja í fjarlægð sinni.
Tómahljóð magnast þó titri strengur
því tómið er mest hér inni.
Bregður þó fyrir brosi á vegi
en bara einu og einu.
Og nú er ekki / óþreyju beðið
eftir gleðinni hreinu.
Og spuming vaknar — ég veit þó svarið
það vekur söknuð og kvíða.
Því nú er ekki í alvöru talað
eftir neinu að bíða.
Höfundurinn er fyrrverandi alþingismaöur.
Haraldur Ingi
Afmælisljóð
til vinar míns
Úr skyggnu á hvítu tjaldi
stígur Leonardo niður í dökkan skugga
Fyrir syfjuðum augum eru lík krufin
og ráðið í margfaldan galdur einfaldra lita
— Tortryggin þögn.
Er óvita mannsál æpir í ranglátri reiði
gegn ókunnum heimi er stendur oss fagnandi
opinn
fær efinn enn aftur vængi.
— Til hvers?
En þegar kvöldar sest þú í hásæti
og víðáttu hugans er skenkt í bjóðandi glös
Horus, Appolo, Hermes og eineygður Óðinn
í ákafa samræðna draga upp lifandi myndir
í spurul augu er þekkja þann lífsháska allan
í sóttheitan unað í leyndardómunum falinn.
í ölvaðri hrifningu er hrópað.
„Bræður í andanum erum við ftjálsir!“
Þegar grár logi morgunsins
brennir augnlok þín burtú
er hafið það starf er brátt skilar annarri nótt.
Höfundurinn er ungur myndlistarmaður á Akureyri.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JANÚAR 1988 5