Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Qupperneq 6
Um heilagra- mannasögur Margrétar saga er heilagramannasaga l'rá miðöldum, en Margrét var verndar- dýrlingur bamshafandi kvenna. Messudagur Margrétar var 20. júlí og einkenni hennar var dreki, sá hinn sami og hún átti fræg viðskipti við. Margrét var vinsæll dýrlingur og sagnir herma að hún hafi m.a. talað til Jóhönnu af Örk á sínum tíma. Hlutverk dýrlinga í kaþólskum sið var á miðöldum, líkt og nú, æði mikil- vægt. Kirkjur voru helgaðar dýrlingum. Hétu menn á þá er mikið þótti liggja við og runnu áheitin til viðkomandi kirkju. Það var því kirkjuyfirvöldum í hag að vinsældir dýrlinga væru sem mestar og var lagt kapp á að festa sögur þeirra á bækur. Saga þess dýrlings er í hlut átti var síðan lesin upp í kirkju á messudegi hans. Á íslandi voru heilagramannasögur þýddar á tólftu öld og allt fram á þá sextándu. Hafa þýðingarnar trúlega flestar verið gerðar í klaustrum landsins og á skólasetrum. Einnig má telja líklegt að efnaðir höfðingjar hafi staðið að þýðingum einhverra þeirra. Allflestar voru sögurnarþýddar úr latínu. Þýðingamar em nokkuð frjálsleg- ar ogyfirleitt var aðeins lauslega stuðst við fmmtextann. Latneskra stíláhrifa gætir víða, sérstaklega í yngri þýðingum. Sögumar hafa varðveist í fjölda handrita og em flestar til í fleiri en einni gerð. Heilagramannasögur em ýmissar tegundar. Fjölmargar em sögur afMaríu mey og postulum Krists, einnig sögur af mönnum og konum, sem vegna krístilegs og dyggðugs lífernis vom tekin í dýrlingatölu. Er þá ótalinn stór flokkur er fjallar um píslarvotta þ.e. einstaklinga, sem létu Iífið vegna trúar sinnar. Margrétar saga er ein slíkra sagna. Heimsmynd sagnanna er fastmótuð og einföld. Á himnum ríkir Drottinn og í víti situr Djöfullinn og árar hans. Jörðin er vígvöllur þar sem þessir aðilar heyja harða baráttu um sálir manna. Píslarvotturinn, hvort sem hann er kristinn frá fæðingu eða tekur trú seinna á ævinni, lendir í þeirrí aðstöðu að velja milli þess að kasta kristinni trú eða þola píslir sem jafnan leiða til dauða. Spenna sagnanna felst ekki íþví hvort píslarvotturínn muni afneita Kristi. Það er augljóst frá byijun að hann mun ekki ganga af trúnni. Spennan felst heldur ekki í því hvort dýrlingurinn tilvonandi sleppi lífs frá píslunum. Það gerir hann ekki. Hann virðist reyndar hafa takmarkaðan áhuga á slíku. Við- horf hans er yfirleitt svipað viðhorfi heilagrar Agötu en hún „gekk jafn fús til písla og soltinn maður til krása“. En gangi píslarvotturinn ekki syngjandi sæll til písla þá tekur hann píningum með heimspekilegri ró, lítur á þær sem smávægileg óþægindi eða jafnvel nauðsynlegan undanfara eilífrar sælu ann- ars heims. Þó píslarsögur dýrlinga muni seint teljast fmmlegur skáldskapur er það helst í lýsingum á píslum dýrlingsins sem bregður fyrir spennu og nokkurri hugmyndaauðgi. Virðast höfundar hafa lagt metnað sinn í að hafa píslimar sem ógurlegastar. Því meir sem píslarvotturinn þarf að líða því stærri er sigur hans á dauðastund. Og það er dauði píslarvottarins sem sýnir rækilega að sannleikurinn hefur verið hans megin. Á þeirri stundu er hann gefur upp öndina verða ýmsar býsnir; lönd skjálfa, raddir mæla af himnum og sjúkir fá bót meina sinna. Einnig má sjá engla á hraðri ferð til himna með sál hins látna. En þó að dýrlingurinn hafi með dauða sínum tryggt sér sæti á himnum þá er virðingarstaða hans þar háð ákvörðunum veraldlegra kirkjuþinga. Margr- éti var kippt úr heilagra manna tplu árið 1969, þar sem allmikill vafi þótti leika á því að hún hefði nokkru sinni verið til. Heilög Margrét virðist hafa notið nokkurrar virðingar á íslandi. Henni voru t.d. helgaðar kirkjur á Óspakseyri, í Tröllatungu og Laugarnesi. Líkneski afhenni munu einnighafa verið í nokkrum kirkjum landsins. Heimildir benda til að helgi hennar hafi einkum verið bundin við vestur- og norðurhluta lands- ins. Sá texti, sem hér birtist, er sóttur í Margrétar sögu í útgáfu C.R. Unger á heilagramannasögum frá 1877. Hann hefur verið lagaður að nútimastafsetn- ingu en lítið hefur verið hróflað við orðmyndum. Eftir KOLBRÚNU BERGÞÓRSDÓTTUR Mynd úr helgiriti frá þvi um 1500, gerð fyrir Önnu eiginkonu Karls 8. og sýnir heiiaga Margréti og drekann. Margrétar saga Prologus Síðan er drottinn vor, Jesús Kristur, hafði upp stigið til guðs föður almáttugs þá sendi hann postula sína víða um heiminn sitt erindi fram að bera og hjálp að veita mönnum. Þá tóku margir við trú, bæði karlar og konur. En trúin var þá þó nokkuð erfið því að þeir voru fleiri er í móti mæltu en hinir er fylgdu. Sá maður er nefndur Theophilus er sögu þessa hefur gert. Hann segir svo frá sér: „Ég heiti Theophilus, trúi ég á guð al- máttugan, föður og son og anda helgan. Ég er skírður í hans nafni og lærður á helg- ar ritningar. Ég vissi hversu heilög Margar- eta barðist í móti djöflinum og sigraði hann og auðgaðist eilífri prýði. Ég vil þess biðja alla þá sem heyra þessa sögu að þeir varð- veiti hana í hjartanu og hafí hana sem oftast millum handa og biðji þessa hina helgu mey, Margaretam, að hún ámi oss við guð heilsu, bæði þessa heims og annars.“ I Theodosius hét maður. Hann var göfugur að virðingu þessa heims; heiðinn var hann og blótaði skurðgoð. Hann átti dóttur þá sem hét Margareta. En þegar hún var ung að aldri þá trúði hún á guð almáttugan og var hún full af helgum anda. Þá er hún heyrði sagt að helgir menn voru píndir fyr- ir guðs sakir og hans nafns, fól hún sitt ráð allt guði á hendur. Hún var ung að aldri þá er móðir hennar andaðist en faðir hennar unni henni lítið og seldi hana til fósturs nokkurri konu. Margareta var uppfædd skammt frá borg þeirri er Anthiochia heit- ir. Hún gætti sauða fóstru sinnar með öðrum fóstursystrum sínum. Þá var hún 15 vetra gömul. II Olibrius hét jarl heiðinn. Hann fór af Asíalandi til borgarinnar Anthiochiam til þess að neyða kristna menn til blóta. En er jarlinn fór um dag með föruneyti sínu þá sá hann Margaretam, en honum rann þegar hugur til hennar. Þá mælti hann við menn sína: „Farið þér og hittið mey þessa og spyijið hvort hún er fijáls eða eigi. Og ef hún er eigi fijáls þá mun ég kaupa hana og skal hún vera frilla mín, en ef hún er fijáls skal

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.