Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Page 7
Af öllum heilagramannasögum hefur ein orðið langsamlega vinsælust sem mynd-
efni: Heilagur Georg, þar sem hann drepur drekann. Fjöldi listamanna fyrr á
öidum lét eftir sig myndir um þennan atburð.
ég ganga að eiga hana því að hún er vænni
en vel flestar konur aðrar."
Sendimenn jarls sögðu meynni þetta.
III
Þá kallaði heilög Margareta til guðs og
mælti:
„Miskunnaðu mér, drottinn, að eigi glat-
ist önd mín með ómildum mönnum, heldur
láttu mig gieðjast með þér í eilífum fagn-
aði. Láttu eigi, drottinn, fyrirfarast fegurð
meydóms míns. Nú er ég svo komin sem
sauður með vörgum og fengin sem fiskur
í neti. Sendu engil þinn að hann gæti andar
minnar við öllum svikum fjandans og hann
styrki mig að svara þessum hinum ómilda
greifa og styrki mig í móti píslum hans.“
En er sendimenn greifans heyrðu það er
mærin sagði þá fóru þeir í brott og sögðu
Olibrio að þessi mær trúði á Krist hinn kross-
festa; „og máttu eigi,“ sögðu þeir, „hana
með þér hafa.“
Þá varð hann reiður og bauð að meyna
skyldi þangað leiða. Og er hún kom fyrir
greifann spurði hann hana hvort hún væri
frjáls eða eigi.
Heilög Margareta svarar: „Frjáls er ég
og kristin."
Greifinn mælti: „Hversu heitir þú eða
hvert er kyn þitt?"
Heilög Margareta svarar: „Ég heiti Marg-
areta og er ég ambátt guðs almáttugs. Eg
trúi á Jesúm Krist en hann mun vera að
eilífu og eigi mun vera endir ríkis hans.“
Greifínn mælti: „Trúir þú á þann er feður
vorir krossfestu?"
Hún svarar: „Því fyrirfórust feður þínir
að þeir krossfestu hann.“
Þá varð greifínn reiður mjög og bauð að
hana skyldi leiða í myrkvastofu og ætlaði
að fá meydóm hennar með fjölkynngi nokk-
urri.
IV
Annan dag eftir lét greifinn leiða meyna
fyrir sig. Og er hún kom þar mælti greifinn:
„Miskunna þú æsku þinni og fegurð
líkama þíns. Gerðu sem ég vil og göfga goð
mín og mun ég þig meira virða en þá menn
aðra er með mér eru og mun ég gefa þér
nóg auðæfí."
Heilög Margareta svarar: „Þegi þú,“
sagði hún, „því að þú mátt eigi snúa hug
mínum frá ást við guð minn og honum mun
ég þjóna meðan ég lifi; mun ég líkama minn
meiða í píslum að öndin megi gleðjast með
helgum mönnum í himinríkis dýrð. Og svo
sem Kristur lét sér sóma að deyja öllum til
hjálpar svo vil ég og deyja honum til dýrð-
ar. En auðræði þín veri í eilífri glatan með
þér sjálfum.“
Þá bauð Olibrius að hana skyldi.festa upp
og berja með vöndum. Heilög Margareta
leit þá til himins og mælti:
„Allsvaldandi guð, þú ert allt traust mitt.
Líttu til mín og miskunna mér, drottinn,
og lát mig eigi óttast meinlæti."
Og er hún hafði þetta mælt þá börðu
þeir hana svo að blóð féll um hana og grétu
margir þeir sem sáu meinlæti hennar.
^Þá mælti greifinn: „Trú þú, Margareta,
og göfga goð mín.“
Sæl Margareta svaraði: „Eigi mun ég
göfga goð þín, dauf og durnb."
Þá reiddist greifinn og bauð að hana
skyldi upp festa og síðan lét hann slíta
hold hennar með járnkrókum. Og svo mjög
særðu þeir hana að greifinn mátti eigi á sjá
og dró upp skikkjuna fyrir augu sér og
mælti: „Hvi viltu eigi hlýða boðorðum
mínum?"
Hún svaraði: „Ef ég hlýddi boðorðum
þínum þá mun önd mín vera í eilífum kvöl-
um með þér.“
Síðan bauð hann að hana skyldi enn leiða
tibmyrkvastofu.
V
En er guðs mær kom inn í myrkvastof-
una þá signdi hún sig og mælti:
„Heyrðu guð allsvaldandi! Bjóð þú að ég
sjái óvininn og eigi ég orrustu við hann, en
hvað muni ég mega við honum? Dæmdu
millum mín og hans! í þér er öll von mín!
Þú sért lofaður um allar aldir!"
En fóstra Margarete kom til myrkvastof-
unnar og færði henni brauð og vatn og
heyrði hún bæn hennar. En er hún var í
brott farin þá kom úr hyrningu einni
myrkvastofunnar ógurlegur dreki. Hann var
með ýmsum litum, hár hans var álits sem
gull, skegg hans var hart sem þyrnir en
tennur hans sem jám og svo stórar sem í
villigelti; augu hans voru sem blóðsegar,
eldur brann úr augum hans, höggormur lá
um háls honum, ódaunan mikið og illt stóð
af honum. Og er hann kom á mitt gólf þá
örgaðist hann upp og blaðraði tungunni.
Ljós gerðist í myrkvastofunni af eldi þeim
er fór úr munni hans og nösum. Þá varð
Margareta svo hrædd að hún féll til jarðar
og eigi minntist hún þá þess er hún hafði
fyrr beðið að sjá óvininn. Þá rétti hún hend-
ur sínar til himins og mælti: „Heyrðu, guð
minn almáttugur, veittu mér að eigi stígi
sá hinn ógurlegi dreki yfír mig!“
En þá er hún hafði þetta mælt tók drek-
inn hinum efra kjaftinum yfír hvirfil henni
en tungunni tók hann undir tæmar og svalg
hana síðan. En þá er hún kom gegnt hjart-
anu drekans sprakk harn í tvo hluta. En
heilög Margareta reis heil upp. Þá sá hún
til vinstri handar sér ar.nan djöful. Hann
sat og voru hendur hans bundnar við kné
honum.
Þá mælti heilög Margareta: „Lofa ég
nafn þitt, drottinn minn. Nú sé ég fagnað
andar minnar, ég sé drekann dauðan liggja
en djöfulinn bundinn. Fyrir því geri ég þér
þakkir, heilagur guð, og þig lofa ég, ódauð-
legur konungur.“
Þá reis sá djöfull upp er setið hafði og
mælti við meyna: „Mikið mega bænir þínar.
Ég sendi Rufonem, bróður minn, til þess
að hann sylgi þig og glataði fegurð þinni
en þú vannst hann með krossmarki en nú
viltu mig vega fyrir bænir þínar."
Þá tók sæl Margareta í hár djöflinum og
varp honum á jörðina og sté hinum hægra
fæti sínum á háls honum og mælti: „Láttu
af, illgjam andi, að freista mín því að ég
er Krists ambátt."
Þá kom kross með ljósi miklu í myrkva-
stofuna. Dúfa sat á krossinum og mælti við
Margaretam: „Þín bíða helgir englar við
hlið Paradísar."
Þá þakkaði hin sæla mær Margareta
guði vitran þessa. Síðan mælti hún við fjand-
ann: „Hvert er kyn þitt?“
Hann mælti: „Bið ég þig, guðs ambátt,
að þú lyftir fæti þínum af hálsi mér svo að
ég megi segja þér frá verkum mínum."
Hún hóf upp fótinn.
„Ég heiti Belzebub og hef ég marga rétt-
láta menn tælda. Mörgum hef ég í mót
barist og hefur enginn fyrr yfír mig stigið
en nú hefur þú útsprengt auga mitt og afl
mitt brotið. Mátti ég svíkja föður þinn og
móður en nú hefur þú fengið svo mikla
miskunn af guði að vér erum allir hræddir
við þig. Ég berst í móti réttlátum mönnum
nótt með degi, blinda ég augu þeirra og
hyggjur, læt ég þá gleyma himneskri speki.
Ég kem til manna þá er þeir sofa og vek
ég þá upp og læt ég þá reika til ónýtra
hluta. En ef þeir geta við séð þá er þeir
vaka þá læt ég þá misgera er þeir sofa.
En frá þeim segi ég þetta er eigi unna
guði eða órækilega signa sig, en ég verð
yfirstiginn af þeim öllum er þér eru líkir.
Eigi veit ég hvað ég skal til taka er mær
ein hefur yfir mig stigið. Mér þætti ekki til
koma ef karlmaður hefði þetta gert.“
Þá mælti heilög Margareta: „Hver býður
þér að blekkja góða menn eða hvert er kyn
þitt?“
Hann svaraði: „Segðu mér kyn þitt!“
Hún svaraði: „Eigi ertu þess maklegur
að heyra það, guð veitti mér miskunn."
Fjandinn mælti: „Sathanas er konungur
vor: Hann var brott rekinn úr himinríki, frá
honum er komið kyn djöfla. Eigi aðeins
förum vér með jörðu heldur og stundum
með vindum í lofti. Nú mun ég eigi segja
þér lengra því að ég sé Krist hjá þér. En
þó mundi ég fleira segja ef þú létir mig
lausan vera eftir andlát þitt, að þá mætti
ég beijast í móti réttlátum mönnum. Salom-
on konungur byrgði oss djöfla nokkra í einu
keri. En eftir andlát hans gjörðum vér svo
að kerið sýndist sem gull væri utan. Þá
komu heimskir menn úr Babilon og brutu
kerið."
Heilög Margareta mælti þá:
„Þegi þú hinn illi djöfull, far til helvítis
og gjör engum manni mein.“
Þá fór hann í brott ýlandi.
VI
Annan dag bauð greifinn að meyna skyldi
leiða fyrir dómstöl hans. Þá komu margir
menn að sjá hversu hún væri pínd.
Þá mælti greifinn við hana: „Það hæfir
þér að göfga goð mín og gera sem ég býð.“
Hún svaraði: „Þér hæfír að göfga Jesúm
Krist og vera vin hans.“
Greifinn mælti: „Færið þér hana úr fötum
og brennið hana með logbröndum."
Þeir gerðu sem hann baúð.
Þá bað heilög Margareta til guðs og
mælti: „Brenn þú af, drottinn, saurflekka
af hjarta mínu.“
Greifinn mælti: „Blótaðu goðum vorum!"
Þá bauð greifinn að þangað skyldi færa
ker mikið, fullt af vatni, og binda fætur
hennar og hendur og kasta henni á kerið.
Þeir gerðu sem hann bauð.
Þá leit heilög mær til himins og mælti:
„Heyrðu bæn mína, drottinn, og leys bönd
mín og mun ég færa þér lofs fóm. Komi
yfir mig heilög dúfa með helgum anda og
blessi vatnið í þínu nafni og græddu mig,
drottinn, með miskunn þinni og skírðu mig
í þessu vatni í nafni föður og sonar og anda
heilags."
Þá gerðist landskjálfti mikill og kom dúfa
af himni og hafði gulllega kórónu og setti
á höfuð sælli Margarete. Þá urðu lausar
hendur hennar og fætur og gekk hún úr
kerinu og lofaði guð.
Þá kom rödd af himni og mælti: „Kom
■ þú, Margareta, í hvíld Krists, kom þú í ríki
himna! Sæl ertu, Margareta, því að þú öðlað-
ist fegurð meydóms þíns.“
Á þeirri stundu snerust til trúar fjögur
þúsundir manna og hvorki talið konur né
böm.
vn
Eftir þetta bauð greifínn.að hina helgu
mey Margaretam skyldi höggva; var hún
síðan leidd út úr borginni.
Þá mælti sá maður er hana skyldi höggva,
sá hét Malcus: „Eigi mun ég höggva þig
því að ég sé Krist hjá þér með englum
sínum."
Hún svaraði: „Ef þú sérð Krist hjá mér
þá bið ég þig að þú bíðir litla stund meðan
ég biðjumst fyrir."
Hann svaraði: „Bið þú sem þú vilt.“
Þá kallaði sæl Margareta til guðs og
mælti: „Heyrðu bæn mína. Þess bið ég að
þvoist syndir þess manns er les píslarsögu
mína og hver sem.einn sá er lýsi færir til
kirkju minnar, þvoist af syndir þess á þeirri
tíð; og hveijir þeir menn sem staddir verða
í nokkrum háska eða þrönging og heiti á
mig sér til fulltings, leystu þá, drottinn
minn. Enn bið ég þig, drottinn minn, sá er
minning gerir minnar píslar eða hefur í
hendi bók þá sem mín píslarsaga er á, þvo-
ist af syndir hans því að vér erum eitt hold
og blóð og misgerðum oft. Enn bið ég, drott-
inn, sá er ritar píslarsögu mína eða kaupir
þá bók, fylltu þá af helgum anda. Og í því
húsi er bók sú er inni, verði þar eigi fætt
dautt barn né lamað. Fyrirgef þú þeim
manni syndir, drottinn, er bók mína hefur
að varðveita, ef hann biður þig líknar."
Þá gerðist reiðarþruma mikil og kom
dúfa úr lofti með krossmarki og var mælt
við hina helgu Margaretam svo að allir
heyrðu þeir sem hjá voru:
„Sæl ertu, Margareta, því að þú leitaðir
miskunnar af mér og minntist allra í bænum
þínum; sver ég fyrir dýrð engla minna að
allt mun þér veitt það sem þú vilt biðja. Og
ef syndugur maður kemur til þess staðar,
sem þinn heilagur dómur er varðveittur,
með iðran synda og lítillæti þá munu honum
fyrirgefast syndir og þar mun eigi fjandi
inni vera sem píslarsaga þín er, heldur mun
þar vera ást og friður. Sæl ertu, Margar-
eta, því að ég er með þér og mun ég upp
ljúka fyrir þér ríki himna."
Þá leit heilög Margareta til þeirra manna
er þar voru við og mælti:
„Heyrið þér, feður og mæður, bræður og
systur! Særi ég yður fyrir nafn eilífs kon-
ungs allra veralda, minnist þér mín, nefnið
þér nafn mitt og þótt ég sé syndug þá mun
ég þó biðja drottin minn Jesus Kristum og
hann veiti miskunn eilífa þeim öllum er mig
dýrka."
Þá reis hún upp og mælti: „Tak þú nú
sverð þitt og högg mig!“
Hann svaraði: „Eigi þori ég að höggva
þig því að guð mælti við þig.“
Sæl Margareta svaraði: „Eigi muntu vera
með mér í Paradisó ef þú gerir eigi þetta."
Þá hjó hann höfuð af hinni sælu Margar-
ete með mikilli hræðslu. Hann féll þegar til
jarðar á hægri hönd henni og bað sér líknar
og mælti: „Fyrirgefðu mérþessa synd, drott-
inn!“
Þangað komu margir menn daufír og
blindir og fengu allir bót meina sinna.
Guðs englar fóru með önd sællar Margar-
ete til himneskra fagnaða og sungu lof guði.
„En ég tók,“ segir Theophilus, „líkama
heilagrar meyjar Margarete og gróf ég hana
í húsum Scindecie húsfreyju. Ég kom til
hennar og sá ég píslir þær sem hún hafði
og ritaði ég sögu hennar; gerði ég minning
hennar; bið ég yður, kristnir menn, og biðj-
ið að hún minnist yðar í sínum bænum við
almáttugan guð, þann er lifir og ríkir um
allar aldir. Arnen."
Höfundurinn er í BA-námi í íslenskum fræðum
við Háskóla Islands og á 3. ári í Kennaraháskól-
anum.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JANÚAR 1988 7