Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Page 8
Kaldakul í mannlffinu
SMÁSAGA
Pilturinn í Firði var að strjúka þaðan. Það var
slydduhríð, og hann á reiðhjóli, en vindurinn
stóð í bakið á honum svo ekki þurfti að hafa
mikið fyrir ferðinni. Það var aðeins tekið að
birta og klukkan nær fímm að morgni í mars-
mánuði. Hann hafði vafið treflinum um
höfuð sér, en gleymt að hafa með sér vettl-
inga og þegar helköld slyddan skall á
höndum hans varð hann loppinn og dofinn.
Leðuijakkinn hélt vel vatni þótt snjáður
væri, en lærin -voru eins og frosin undir
blautum gallabuxunum. Hann beit á jaxlinn
og hélt áfram ...
Á þennan þátt væri til dæmis hægt að
segja frá hluta af þessari ferð piltsins í Firði
nóttina sem hann strauk þaðan. En það
verður ekki haldið áfram í þeim dúr. Við í
Lundavogi vissum hvorki haus né sporð á
stráknum fyrr en eftir á og þar af leiðandi
varð heldur minna púður í þessu öllu heldur
en ef við hefðum frétt þetta jafnóðum og
það gerðist og líka var afleitt að langfæstir
höfðu séð hann hvort heldur var fyrir eða
eftir atburðinn.
— Djöfull furðulegt að maður skyldi ekki
sjá hann þess tvö skipti, sem hann kom
hingað áður en hann strauk, sagði Bjartur
í Smiðjunni og það var raunar undarlegt
að hann skyldi ekki hafa séð strákinn, því
Bjartur var alltaf á ferðinni, en sjaldnast í
vélsmiðjunni, þar sem hann átti auðvitað
að vera.
— Þetta er einhver bölvaður ræfill úr
Reykjavík, sagði Þorgeir sveitarstjóri, kall-
aður Toggi. Hann sperrti sig allan eins og
hani á haug og mjakaði sér betur í skjólið
í króknum neðst við bryggjuhúsið. Við stóð-
um þar í hnapp og ræddum málið. — Þeir
fyrir sunnan eru að köma þessum fjanda
af sér og svo eigum við að ala þetta upp
og gera að mönnum, bætti hann við með
sömu illskunni.
— En þetta er bara drengur, aðeins
fímmtán ára, hefur lent úti á galpiðunni og
er aðallega vorkunn, sagði Bjartur í Smiðj-
unni og leit með fyrirlitningu á Togga.
Pilturinn, sem hét Amar, hóf feril sinn í
óreglunni, þegar hann var ekki nema tólf
ára, og næstu þrjú árin færðist hann úr
áfenginu út í eiturlyf og bæði stórt og smátt
hnupl, eiginlega þjófnaði til að fjármagna
vímuefnin. Loks kom að því að honum var
ráðstafað til ársdvalar í Firði að frumkvæði
móður hans, sem var eldri systir Steindórs
bónda þar.
Hann var búinn að vera þar í Ijóra mán-
uði þegar hann strauk og hafði komið sér
heldur vel. Hann var ólatur við vinnu, að
vísu fremur linur og átakalítill, en þægileg-
ur á heimili, en hann aðlagaðist ekki
heimilislífinu þar. Hann þótti bæði dulur og
fámáll, hvorki glaður né dapur og hagaði
sér á fæstan hátt eins og aðrir unglingar á
hans aldri. Hann neitaði alfarið að fara með
bömum bóndans í skóla á Lundavogi.
Svo kom að því að hann hafði fengið sig
fullsaddan á sveitadvölinni og strauk eina
óveðursnótt.
Auðvitað vakti þetta mikið umtal í staðn-
um og það tók okkur umtalsverðan tíma
að koma öllum staðreyndum málsins heim
og saman.
Því var nefnilega þannig háttað að það
var ekki fyrr en nokkm eftir að drengurinn
strauk frá Firði og lenti í ævintýmm, að
við sem áttum heima í Lundavogi, rönkuðum
við okkur og gerðum okkur grein fyrir að
þessi ólánssami drengur hafði búið í næsta
nágrenni við okkur í fjóra mánuði. Það skall
yfir okkur eins og meiriháttar áfall. Kven-
fólkið varð meira og minna miður sín yfír
eftirtektarleysi sínu og körlunum fannst sem
þeir hefðu verið gripnir sofandi á verðinum.
Hvað hefði ekki getað skeð!
Það hafði aðeins örfáum verið kunnugt
um tilvist þessa ungmennis og þeir vom enn
færri, sem höfðu séð hann. Jóna í Búð
mundi eftir því að hafa séð hann skömmu
eftir jól með Steindóri og tveimur börnum
hans að versla í kaupfélaginu. Hann hafði
svosem komið heldur vel fyrir, en var ósköp
ræfilslegur í þessum leðutjakka sem var
allur útkrotaður, með einhveijum orðum og
merkjum. — Ég sveimér tók ekki mikið
eftir honum, sagði Jóna, þetta var svosem
ekki ósköpin að sjá. Björg í Móti sá Stein-
dór svo burðugan sem hann nú er, sagði
hún með svip, sem gaf ýmislegt sem ekki
varð með orðum tjáð til kynna, fara inn á
pósthúsið í þessari sömu ferð og krakkamir
höfðu elt hann þangað inn, en þessi strákur
kom svo út á undan hinum og var eitthvað
að snudda í kringum jeppann þeirra. Það
var ósköp að sjá þennan vesaling, í ein-
hveijum jakkaræfli, það gat auðvitað alveg
eins verið leðuijakki, en hann var allur út-
bíaður með einhveiju fjandans mislitu
krassi. Ég horfði ekki einu sinni á hann
hvað þá meir, sagði Björg.
Begga litla, sem var vinnukona hjá Hall-
bergi kennara og konunni hans henni Maríu
Ijósmóður, vissi vei um þennan pilt. Hún
hafði tvívegis séð hann á ferð í plássinu
með honum Steindóri í Firði og krökkunum
hans. Hann var sonur eldri systur Steindórs
og hafði verið komið fyrir hjá honum, helst
til ársdvalar. Hversvegna? Hún sagðist ekk-
ert vita um það. Hún fékkst aldrei til að
segja það, sem hún ekki vildi segja, hún
Begga litla, og hún sagði ekkert misjafnt
um nokkum mann. Aldrei hallaði hún einu
orði á þau Hallberg og Maríu, sem allir biðu
og vonuðust eftir því við þóttumst vita vel
að líf hennar hjá þeim væri ekki neinn dans
á rósum. Nei, þessi dvergvaxna kona sagði
iðulega við aðra að margur tali litla stund
og iðrist eftir lengi. Og svo hálfhljóp hún í
burtu á sínum stuttu hjólbeinóttu fótum.
Amar var ekki kunnugur á Lundavogi,
hafði aðeins komið þangað tvisvar sinnum.
Hann átti þó í engum vandræðum með að
fínna stórt og stæðilegt frystihúsið. Þar kom
hann sér í slqol í krikanum hjá sláturhúsinu
og beið eftir að sjá til mannaferða. Honum
var ákaflega kalt, en reyndi að stappa niður
fótunum og hlýja sér á dofnum fíngrunum
í handarkrikunum undir leðuijakkanum.
Vinna hófst klukkan sex.
En þennan morgun um sjöleytið skaust
Amar úr skjóli sínu í krikanum hjá slátur-
húsinu og fór inn í fremri ganginn á frysti-
húsinu. Strákurinn var orðinn gegnum
kaldur og hrakinn eftir hraglandann, en
honum hlýnaði fljótt þama inni í baðhitan-
um. Hann vissi svo skelfíng lítið hvað hann
ætlaði sér. Þó hafði hann hugsað sér að
komast með einhveiju móti áfram áleiðis
til Reykjavíkur, en hann vissi vel að það
yrði honum erfítt. Þetta var býsna löng leið,
varla skemmra en um fimm hundmð kíló-
metrar.
Þama stóð pilturinn í anddyrinu og om-
aði sér við sjóðheitan ofninn. Það voru engar
mannaferðir, enda allir komnir, sem höfðu
ætlað sér að mæta klukkan sex. Það voru
nokkrir sem ekki komu til vinnu fyrr en
klukkan átta.
Anna í Holti var ein þeirra sem kom
ekki til starfa fyrr en klukkan átta aldrei
þessu vant. Og nú var klukkan alveg að
verða átta og hún ók að frystihúsinu í nýleg-
um bílnum sínum. Að sjálfsögðu læsti hún
bílnum, það gerði hún ævinlega, og svo
gekk hún hægum og eins virðulegum skref-
um og hvassviðrið frekast leyfði að dyrum
hússins. Útidyrahurðin skall upp í veðurofs-
anum og varð ekki hamin. En þá kom
hjálpin.
Amar stóð við ofninn í anddyrinu og kom
eftir
HARALD TEITSSON
nú Onnu til hjálpar. Hann opnaði hurðina
og hleypti henni inn, þögull og alvarlegur.
— Þakka þér fyrir, væni minn, sagði Anna
um leið og hún þeyttist undan vindinum inn
um gættina og þakkaði sínum sæla fyrir
að sleppa ósködduð inn. Indæll piltur þetta,
hver skyldi hann annars vera? Ekki kannast
ég við hann, hugsaði hún og hélt inn í bún-
ingsherbergi kvenna. Þá fékk hún bakþanka
um staðsetninguna á bílnum og skyndilega
ákvað hún að fara út og færa bílinn í betra
skjól, það gat eitthvað fokið á hann þar sem
hann var nú og skemmt hann. Og umsvifa-
laust snéri hún við og hélt til útidyranna
aftur.
— Þakka þér fyrir, væni minn, sagði hún
við piltinn, sem opnaði fyrir henni og hélt
hurðinni, ég ætla að færa bílinn minn í
gott skjól, bætti hún við. Hún færði bílinn
inn í krikann á sláturhúsinu, rétt undir
húsvegginn, og flýtti sér svo inn aftur og
enn á ný þakkaði hún piltinum hlýlega fyr-
ir hjálpina við hurðina.
í búningsherberginu fór hún úr hlýrri og
vandaðri úlpunni sinni og í vinnuslopp og
síðan gekk hún bein í baki og bar höfuðið
hátt niður stigann og inn í vinnusalinn og
hóf störf sín við að skera þorsk rétt eins
og aðrar konur, sem stóðu þar við borðin
og kepptust við, þetta var jú bónusvinna.
Pilturinn fór inn fyrir, hallaði sér upp að
hurð, sem merkt var eldhúsi. Nú hlaut
klukkan að vera orðin átta. Tveir piltar
komu inn og héldu viðstöðulaust að stigan-
um og niður í vinnslusalinn. Síðan kom
hvítklæddur kokkurinn og kona með honum,
gæti verið konan hans, nokkru yngri, all-
þriflegt par. Kokkurinn opnaði eldhúsið en
konan fór inní búningsherbergið. Rétt á
eftir kom kokkurinn í gættina og spurði:
— Ert þú að byija að vinna héma?
Nei, svaraði piíturinn, ég er bara að bíða
eftir strák. Kokkurinn sagði ekki meira, en
lokaði hurðinni. Þegar kona kokksins var
farin út úr búningsherberginu og inn í borð-
salinn, beið Amar enn um stund, en engin
hreyfíng var á fólki og hann smeygði sér
inn í búningsherbergi kvenna. Hann leitaði
í nokkmm skápum uns hann fann það sem
hann leitaði að: Svört úlpa með hvitum
líningum og hann þuklaði á vösunum þar
til hann fann bíllyklana, sem hann leitaði
að. Þá fór hann út með lyklana hennar
Önnu í vasa sínum.
Það var hávaðarok, hann hallaði sér í
veðrið, og hálfhljóp niður í krikann, þar sem
fallegur bíllinn stóð. Hann var fljótur að
komast inn í hann og líka fljótur að átta sig
á honum, ræsti hann og ók af stað. Hann
hafði oft ekið bíl áður, en að vísu oftast
stolnum bílum í Reykjavík. En svo oft sem
hann hafði stolið bílum hafði hann þó aldr-
ei verið handtekinn þessvegna. Hann keyrði
þá varlega, skemmdi bílana ekki og skildi
við þá á áberandi stöðum, svo þeir fundust
alltaf fljótlega og það var aldrei auglýst
eftir þeim.
Og nú ók hann sem leið lá út úr þorpinu.
Þótt Ari Jóa væri lögreglumaðurinn okk-
ar var það ekki hans aðalstarf. Hann var
verkstjóri og tækjamaður hjá hreppnum
okkar og eiginlega það sem nefnt hefur
verið „allt mulig maður". Því var hann að-
eins lausamaður í löggæslunni. Hann var
nú á ferðinni í bílnum sínum og var staddur
rétt á móts við kirkjuna, þegar hann mætti
Önnu-bílnum. Honum þótti undarlegt að hún
skyldi vera að aka leiðina heim til sín og
þrátt fyrir að það væri ísing á rúðum bílsins
þá gat hann greint að það var ekki Anna
sem ók. Hann sagði okkur, að þá hafi sest
að sér einhver óútskýranlegur grunur og
hann snéri við á planinu hjá kaupfélaginu
og elti hinn bílinn og grunur hans varð að
vissu, þegar hann sá að bílnum var ekið út
úr plássinu, en ekki leiðina upp í efri byggð-
ina. Hann náði bílnum fljótlega, því Amar
ók ekki hratt, og þá sá hann strax að það
var ekki Anna í Holti, sem sat undir stýri.
Hann jók enn hraðann og þegar þeir voru
komnir út á þjóðveginn komst hann upp að
hliðinni á hinum og ætlaði sér að þröngva
honum út til hliðar á veginum svo hann
yrði að stansa.
En þá var það að pilturinn tók heldur
betur við sér. Hann gaf duglega í, sveigði
að Ara Jóa-bílnum, rakst nokkuð harkalega
utan í hann á fremri hurðinni og hélt síðan
áfram á fullri ferð.
— Nú, leit þetta nokkuð alvarlega út,
sagði Ari Jóa okkur niður við bryggjuhúsið
daginn eftir, þegar við^ vorum að ræða við-
burði gærdagsins. — Ég var alveg bensín-
Jaus, nálin á mælinum komin á núllið og
rauða aðvömnarljósið lbgaði. Það var ekki
efnilegt að verða bensínlaus í eltingarleikn-
um svo ég snéri við. Það var auðvelt að ná
stráknum með því að hringja í Gunnar í
Seli. Hann gæti stoppað hann við brúna á
Gilsá.
Ari Jóa fór inn í plássið, hringdi í Gunnar
í Seli og keypti bensín á bílinn. Hann hafði
samband við nokkra menn og bað þá aðstoð-
ar við eftirförina eða leitina að þessum
ókunna ökumanni.
En Arnari gekk ekki vel á sinni ferð.
Hann þóttist nú viss um að sér yrði veitt
eftirför eða setið fyrir honum á veginum
og sú hugsun skelfdi hann svo mjög að
hann snarstöðvaði bílinn og þaut út úr hon-
um yfirkominn af ótta við það sem hann
hafði aðhafst að hann gætti þess ekki að
taka bílinn úr gír svo hann rann stjómlaus
út af veginum, rétt smaug framhjá tveimur
stórum steinum, nam staðar á móabarði og
þar drapst á honum. Strákurinn hljóp upp
í hlíðina fyrir ofan veginn og fór út með
fjallinu. Það var undan veðrinu að fara og
talsverðan spöl framundan sá hann fjárhús
og hlöðu og þangað hélt hann, hlaupandi
og trylltur af hræðslu, algjörlega ráðlaus.
Þetta hafði allt farið á annan veg en hann
ætlaðist til.
En nú fóru hjólin heldur betur að snúast!
Ari Jóa hélt aftur af stað á eftir stolna
bílnum og fann hann fljótlega utan vegar
skammt frá þar sem bílunum hafði lent
saman. — Þetta var ljótt að sjá svona í
fyrstu, sagði Ari Jóa. Hann var ósköp spek-
ingslegur og hugsaði sig vel og lengi um í
frásögninni. Kaldur marsvindurinn stóð af
norðaustan og næddi um okkur þótt við
værum í skjóli undir vegg verkunarhússins.
En þegar ég gáði betur að, hélt Ari Jóa
áfram, þá sá ég að það hefði getað farið
verr. Bíllinn hafði greinilega ekkert
skemmst við að fara út af veginum, svo ég
hugði ekki meira að honum heldur hélt nokk-
uð áfram. Strákurinn gat varla hafa farið
langt, það hafði ekki liðið nema svo sem
hálftími.
— Og hvað gerðirðu þá? spurði Gvendur
á Bakka. Hann fylgdist æstur með frásögn-
inni. Við vissum að nú myndi hann gefa
kerlingunni sinni nákvæma skýrslu, þegar
heim kæmi.
Ari Jóa hafði þá snúið við og ekið upp
að Drýli, sem var gamalt dýðibýli rétt aust-
an við staðinn þar sem bíllinn hafði farið
út af hjá Amari. Þetta voru nálægustu
húsin á þessu svæði ef hús skyldi kalla.
Fjárhúsin hans Péturs í pakkhúsinu voru
talsvert vestar. En honum kom til hugar
að ökumaðurinn hefði helst leitað í rústimar
til þess að komast þó í eitthvert skjól.
Á meðan hann var að leita í kofadraslinu
þama óku þrír bílar framhjá, stönsuðu allir
stutta stund við Önnu-bílinn, en héldu svo
áfram til leitar.
Beggi í bræðslunni hafði hlustað þögull
á frásögn Áma Bjama, en verið á sífelldu
iði og það var augljóst að hann hafði frá
einhverju að segja, það brann á honum og
nú komst hann að með auðveldu móti því
Ari Jóa þurfti að hugsa sig lengi um áður
en hann hélt áfram frásögninni.
— Og hvað fær maður nú í fundarlaun?
Hann beindi spumingunni svo sem ekki til
peins sérstaks, en Ari Jóa var nú fljótur til