Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Síða 9
svars: — Þú verður sjálfsagt að útbúa reikn- ing! Þeir hlógu báðir köldum hlátri. — Það hefði nú sennilega einhverjum brugðið í brúri að sjá drenginn rísa svona upp á stabbanum alþakinn heyinu og heldur betur svakalegur að sjá þama í hálfrökkr- inu, sagði Beggi og iðaði allur um leið og hann stappaði niður fótunum til þess að reyna að fá eitthvert líf í kaldar tæmar. — Ég ætlaði auðvitað að fara þangað næst að leita þar, sagði Ari Jóa sem ekki vildi gefa Begga í bræðslunni allan heiður- inn af því að hafa fundið strákinn. - — Hann var reyndar ósköp meðfærileg- ur, greyið, sagði Beggi, og lét sem hann heyrði ekki til Ara Jóa. — Eg var auðvitað við öllu búinn, en sagði honum bara að koma með mér og hann hlýddi strax og dustaði bara af sér heyið og gekk á undan mér út. Það var óttaleg hörmung að sjá greyið, hann var svona heldur eymdarlegur og ekki hátt á honum risið. Það var nú heldur! — Var hann ekki allur kaldur? spurði Pétur pakk. Hann var afgreiðslustjóri og reyndar oftast eini starfsmaðurinn í vöru- geymslu kaupfélagsins. Auðvitað var hann kominn til þess að fá fréttir frá fyrstu hendi. Hann vildi ævinlega hafa sínar heim- ildir í lagi, það væri frekar að hann gæti aðeins hnikað þeim til í endursögn, þá vissi hann þó allavega sjálfur hvað var rétt og hvað ekki. — Hvað heldur þú, maður, sagði Beggi í Bræðslunni og dró seiminn. Hann var skítkaldur, greyið, og það glömmðu í honum tennumar, en honum hitnaði fljótt í heitum bílnum. Beggi í bræðslunni hafði farið beint upp í fjárhúsin hans Péturs pakk, en þau stóðu nokkuð vestan við staðinn þar sem bíllinn hafði farið út af. Honum þótti trúlegt að ökumaðurinn væri þessi piltur, sem hafði sést niður í frystihúsinu um morguninn. Það hafði enginn borið kennsl á hann, en marg- ir tekið eftir honum. Seinna sagðist Björg í Mót auðvitað hafa þekkt þennan pilt, hún hafði séð hann með honum Steindóri í Firði þegar þeir voru að snudda við pósthúsið, en hún hefði bara ekki komið honum al- mennilega fyrir sig þama um morguninn. — Hvað ætli maður geti svosem hugsað svona nývaknaður og í öllum þessum bölvuð- um skarkala, ég segi nú ekki meira. Og hún dæsti armæðulega og snéri sér að fiskskurð,- inum á ný. En hún Anna í Holti var ekki margmál um þetta allt og þó hafði hún borið skaðann því frambrettið'á bflnum hennar dældaðist við áreksturinn. Hún hafði mestar áhyggj- umar af því hvemig blessuðum drengnum liði. — Hvemig geta böm orðið svona? sagði hún. Þetta eru áreiðanlega verk þeirra full- orðnu. Það er alveg ótrúlegt hvemig komið er fram við böm. Og hvað varð svo um strákinn? Hvert var farið með hann? Okkur var öllum mikil for- vitni á því að vita það. Ari Jóa sagði ekki mikið meira en nauð- synlegt var, hver svo sem ástæðan var. Það var ekki fyrr en löngu síðar, þegar við vomm í einrúmi, að hann sagði mér nánar framhaldið. Það var ekki neitt sér- staklega sögulegt, síður en svo, en eitthvað var það samt, sem Ara Jóa þótti ekki ástæða til að tíunda fyrir mönnum. Það var eins og hann óttaðist annað tveggja, að hann yrði talinn of tilfínningasamur eða strákur- inn verri en hann var, nema hvorttveggja væri. — Þetta gekk allt ósköp eðlilega fyrir sig eftir að hann fannst, sagði Ari Jóa. — Gutt- inn var rólegur og þagði bara. Þeir vildu endilega fara með okkur og vera mér til aðstoðar. Valdimar á lagemum fannst það alveg stórvarasamt, að ég færi einn með strákinn, það kæmi ekki til nokkurra mála. En ég hafði mitt fram og fór einn með hann niður á Lundavog og heim til mín. Ég tók hann inn með mér og hringdi að Friði. Steindór kom sjálfur í símann og var hinn besti. Hann sagðist endilega vilja fá strákinn aftur og reyndar þau bæði hjónin. Þegar Ari Jóa hafði lokið samtalinu við Steindór bónda á Firði settust þeir, hann og pilturinn, fram í eldhús og ræddu sam- an. Það bar margt á góma hjá þeim. Arnar sagði honum undan og ofan af ævi sinni og hversvegna hann hefði farið að Firði. Hann hafði komið þangað með mömmu sinni þegar hann var yngri og líkað prýðilega. Þau voru ágætis manneskjur bæði tvö hjón- in og honum féll vel við krakkana þeirra. Það var allt í lagi að vera þar. En hversvegna var hann að stíjúka það- an? ► — Jú, sagði strákurinn, hann langaði svo mikið til að hitta gömlu kunningjana aftur. Ekki til þess að lenda í óreglunni eða dóp- inu með þeim. Hann hafði bara ekki séð þau svo lengi, ekki séð neinn sem hann þekkti svo ógurlega lengi. Nú var hann búinn að vera þama í rúma fjóra mánuði og það var langur tími. Hann væri svo al- veg til í það að fara austur aftur eftir svolítinn tíma í Reykjavík. Hann langaði lítið til þess að vera heima hjá sér. Það væri ágætt að vera hjá mömmu, en það var líka lögreglan sem alltaf var að ... — Já, og svo var það einhver stelpa, sem hann var að hugsa um, sagði Ari Jóa og bætti við, að hann hefði spurt strákinn hvort hann væri eitthvað skotinn í stelpunni. Nei, hann væri það kannski ekki, en þetta hefði verið stelpa, sem var svo ágætt að tala við, eiginlega eina manneskjan, sem hann hefði getað talað við svona eins og maður þarf að tala við einhvem. Það var stundum erf- itt að tala við mömmu. Þegar þeir höfðu spjallað saman nokkra stund og fengið sér brauð og kaffi héldu þeir af stað inn að Firði. Og nú hló Ari Jóa í frásögninni. Og svo hélt Váldimar á lagem- um að þetta væri stórhættulegur glæpamað- ur, sem myndi bara ráðast á mig undir stýri til að reyna að komast undan, haha! Þetta er meinleysisstrákur, sem gerir ekki flugu mein. Hann var reglulega miður sín og vissi enganveginn hvemig hann átti að halda á málunum. Svo'héldu þeir sem sagt áfram ferðinni inn að Firði, og stráksi var skrafhreifinn. Ari Jóa spurði hvort hann ætlaði ekki að vera áfram þar. Amar hélt það. Hvert gæti hann svosem farið og hvemig? Nei, það var ekki um annað að ræða og það var alls ekki slæmt, bara verst að hitta aldrei neinn kunningja og þekkja enga jafnaldra hér. Krakkamir hans Steindórs vom öll yngri en hann og áttu enga samleið með honum. Þetta voru svo ofsalegir sakleysingjar. Það dró smám saman af piltinum eftir því sem þeir nálguðust Fjörð. Hann varð hljóður og hugsi. — Hvað heldurðu að þau segi? spurði hann. — Ekkert sérstakt, svaraði Ari Jóa, ekki neitt. Þau tala ekkert um þetta strax, kannski seinna. — Það væri best, sagði pilturinn. Hann sat hugsi nokkra stund, en sagði svo: — Bara að pabbi fengi vinnu einhvers stað- ar úti á landi þá væri allt betra. Mamma er orðin ofsalega þreytt. Hún vinnur svo mikið. Það er allt í lagi hjá stelpunum. — Hvaða stelpum? — Systmm mínum. Þær em eldri og famar að heiman og þá var líka allt öðm- vísi. Pabbi er ofsalega svekktur á þessu öllu. — Honum þykir áreiðanlega vænt um þig. Þetta á allt eftir að lagast, sagði Ari Jóa. Pilturinn svaraði engu, en starði öldmð- um augum fram vegirift. Ari Jóa talaði lágt og var alvarlegur, þegar hann sagði mér frá þessu. Það var augljóst að hann hafði samúð með piltinum. Það var þá heldur betur annar tónn í sumum körlunum niður á bryggjunni. Gvendur á Bakka var harðorður út í piltinn. Nú var hún Munda, konan hans, greinilega búin að leggja honum orð í munn. Það stóð aldrei á því að hún hefði skoðanir á hlutun- um og alltaf virtist hún vita allt illt um alla, og svo staflaði hún þessu í hausinn á karlin- um. — Þetta er drykkjuræfíll og dópisti úr Reykjavík, margdæmdur fyrir allskjms glæpaverk, eða kjafturinn á þessu, ja sveiþví? gustaði Gvendur út úr sér og ætl- aði að halda áfram, en Bjartur í Smiðjunni sagði hægt og með þunga: — Varla getur hann verið einhver stór- glæpamaður, drengurinn, aðeins fímmtán ára. Hann er jafn gamall honum Guðmundi sonarsyni þínum. Heldurðu að hann hefði nú haft tíma til að verða stórglæpamaður ekki eldri en hann er? Og nú varð Gvendi á Bakka orðfall. Hópu'rinn leystist smám- saman upp og menn fóru sinna erinda. En hvað varð svo um piltinn? Fór hann? Og hvert fór hann þá? Nei, hann fór ekki og hann er enn hjá okkiy. Saga hans varð góð. Bæði tíminn og vatnið fóru mjúkum höndum um hann; hann varð dugandi sjómaður og síðar eig- andi hennar Önnu, 10 tonna trillu, sem lengi hefur verið gerð út frá Lundavogi. Höfundurinn býr á Djúpavogi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JANÚAR 1988 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.