Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Síða 15
Sam-Frímúrarareglan
Flestir munu hafa eitthvert hugboð um tilveru
samtaka sem kallast Frímúrararegla, og þykir
hvíla mikil leynd yfir starfsemi þeirra. Af þeim
sökum hafa spunnist ýmsar furðusögur um
samtök þessi, sumar hverjar svo fjarstæðu-
kenndar, að ekki tekur einu sinni að hlæja
að þeim. Upptök slíkra sagna má þó stund-
um rekja til starfsemi sem kennir sig við
Frímúrara, og er þar skemmst að minnast
hinnar illræmdu stúku P2 á Ítalíu, sem var
viðriðin fjármála- og stjórnmálahneyksli.
Algengust er trúlega sú ranghugmynd að
Frímúráraregla sé ekkert annað en karla-
klúbbur, þar sem áhrifamenn á ýmsúm
sviðum tengist bræðraböndum til að hjálpa
hver öðrum að komast áfram í þjóðfélaginu.
Tilgangur
Sam-Frímúrarareglunn-
ar er að láta í té sérstaka
aðferð sem meðlimir
hennar geta tileinkað sér
með því að kynna sér
táknfræði Frímúrara og
helgisiði, til að leita
sannleikans og skilja
raunveruleikann,
útbreiða hugsjón
bræðraþels og þjóna
mannkyninu. Til þess að
ná þessum markmiðum
sínum hafa meðlimir
reglunnar fullkomið
frelsi til eigin skilnings.
og til að tryggja slíkt
frelsi er gerð krafa um
tillitssemi og
umburðarlyndi.
Er þá einnig stutt í þá getgátu hjá sumum
að slíkum bræðraböndum fylgi jafnvel mis-
notkun á aðstöðu, svo að ekki sé fastar að
orði kveðið. En finnist einhver dæmi um
slíka misnotkun, þá er jafnframt um að
ræða ótvíræða misnotkun á reglunni sjálfri
og hugsjónum hennar.
En þótt tilvist Frímúrarasamtaka sé
þannig almennt kunn, þá eru ef til vill færri
sem vita, að til eru í heiminum ýmsar ólík-
ar Frímúrarareglur, sem starfa eftir
mismunandi lögum og mismunandi siðakerf-
um. Ef Frakkland er tekið sem dæmi (en
þar er starfsemi Frímúrara öflug), þá eru
þar starfandi fjórar Frímúrarareglur, sem
mér er kunnugt um. Þær eru 1) Grande
Loge de France, sem takmarkar sig við
kristna karlmenn; 2) Grand Orient de
France, sem takmarkar sig við karlmenn,
en tekur ekki afstöðu til guðshugmynda;
3) Grande Loge Feminine de France, sem
takmarkar sig við konur, en tekur ekki af-
stöðu til guðshugmynda; og loks 4) Ordre
Maconnique Mixte International „Le
Droit Humain" — Sam-Frímúrarareglan,
sem hér verður tekin til umræðu og kynning-
ar og hefur um margt sérstöðu. Þar starfa
saman karlar og konur, og hver og einn
hefur rétt til síns eigin skilnings á guðs-
hugmynd sinni.
HVAÐ ER FRÍMÚRARAREGLA?
Hér að framan kemur fram mismunandi
afstaða til kynja og til trúarbragða, en allar
þessar reglur kenna sig við Frímúrarastörf
og byggja þar af leiðandi í meginatriðum á
sameiginlegum arfi og hefð. Starf
Frímúrara er grundvallað á hugsjón bræðra-
lags og er því í eðli sínu óháð hindrunum
vegna trúarágreinings, litarháttar, starfs-
stéttar eða kynferðis. Það felur ekki í sér
sérstök trúarbrögð, heimspekistefnur eða
siðafar, en ber þó með nokkrum hætti í sér
eigindir alls þessa. Líknarstörf hafa þar
ævinlega komið mikið við sögu, einkum
aðstoð við þá sem minna mega sín, og eru
Frímúrarar hvattir til að sinna slíku eftir
mætti. En þessi atriði, sem hér hafa verið
talin, krefjast engra leyndardóma og rétt-
læta engan veginn þá leynd sem hvílir yfir
starfinu og er mörgum þyrnir í augum og
uppspretta margs konar misskilnings.
Starfskerfí Frímúrara er komið til okkar
nútímamanna frá iðnfélögum (gildum) mið-
alda, en það er álit margra að í þeim hafi
varðveist ævafomar kenningar launhelga,
sem tjáðar eru í táknrænum helgiathöfnum.
Það er skýringin á leyndinni. Hér er um
að ræða sérstaka, esóteríska aðferð til könn-
EftirNJÖRÐP.
NJARÐVÍK
brautryðjandi reglunnar.
er sú hefð komin frá iðnfélögum miðalda.
Hins vegar er vitað að karlar og konur störf-
uðu saman í launhelgum fomaldar. Þessi
karlmannahefð er með öðrum orðum sprott-
in af karlaþjóðfélagi miðalda, er taldi
konuna óæðri karlmönnum, og hún var ekki
rofin fyrr en með tilkomu Sam-Frímúrara-
reglunnar, er taldið nauðsynlegt að skila
starfi Frímúrara til nútímans í samræmi við
breytt þjóðfélagsviðhorf og jafnréttishug-
sjón. Uppmna þessarar reglu má rekja til
Frímúrarastúkunnar „Les Libres Penseurs“
(Frjálsir hugsuðir), sem starfaði í nágrenni
Parísar í umboði „La Grande Loge Sym-
bolique Ecossaise de France“. Meðlimir
hennar höfðu kynnst Mariu Deraismes
(1828—1894), sem var einn fyrsti fmmkvöð-
ull kvenréttindahreyfingarinnar frönsku og
óþreytandi að hvetja konur til starfa á sem
Aðalstöðvar reglunnar í París.
unar á innri vemleika mannsins, sem ekki
er hægt að treysta öllum fyrir af ótta við
misnotkun. Auk þess skiptir máli að sá sem
mætir þessum helgiathöfnum, viti ekki hvað
bíður hans. Með því móti reyna þær meira
á hann og viðbrögð hans. Þess vegna er
rétt að undirstrika sérstaklega að
Frímúrarareglur em ekki leynifélög, enda
ekkert leyndarmál að þær em til. Hér á
Islandi er til dæmis hægt að finna þær með
því að fletta upp í skímaskrá. Hins vegar
krefjast þær þagnar og leyndar um innra
starf, og sú leynd er í rökréttu samhengi
við eðli starfsins.
Sam-Frímúrarareglan
„LEDR0ITHUMAIN“
Að framan er getið um Frímúrarareglur
sem einungis veita karlmönnum viðtöku og
Maria Deraismes, 1828-1894,
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JANÚAR 1988 15