Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Qupperneq 16
allra flestum sviðum. Hún var rithöfundur og blaðamaður og nýtur mikillar virðingar í franskri sögu. Þannig hefur verið reist stytta af henni í París og ein gata þeirrar borgar er heitin eftir henni. Meðlimir áður- greindrar stúlku töldu sig ekki geta fundið neitt sem mælti gegn því að kona yrði Frímúrari, nema vanhugsaða venju, og þar af leiðandi vígðu þeir hana árið 1882. Maria Deraismes beitti sér svo fyrir því ásamt Dr. George Martin (d. 1916; hann var stjómmálamaður og sat um skeið á þjóð- þingi Frakka, en sneri sér að andlegum málefnum), að stofnuð var Sam-Frímúrara- reglan „Le Droit Humain" sem stórstúka í París árið 1893. Voru stofnendur 18 og meðal þeirra má nefna Clemence Royer (1830—1902), sem einnig var í forystu fyr- ir frönsku kvenréttindahreyfíngunni. Hún vann að vísindastörfum, var fræðibókahöf- undur og þýddi t.d. bók Darwins um uppruna tegundanna. Hún var fyrsta konan sem sæmd var heiðursmefkinu „Légion d’Honneur" (1900). 11. maí 1899 var svo stofnsett Hið Háa ráð 33. stigs (Supreme Conseil), sem er yfírstjóm reglunnar í heim- inum, en hún er starfandi í 40 löndum. Stefna Og Hugsjónir „Allsherjar Sam-Frímúrarareglan „Le Droit Humain" lýsir yfír jafnrétti karla og kvenna. Með því að gera „Le Droit Huma- in“ (mannréttindi) að einkunnarorðum sínum gefur reglan til kynna einlæga ósk um, að karlar og konur um víða veröld geti notið þjóðfélagslegs réttlætis á jafnan hátt innan mannkyns, sem skipulagt er í þjóðfélög á grundvelli frelsis og bræðra- lags.“ Þannig hefst stefnuyfírlýsing regl- unnar. Auk þess er lögð áhersla á að reglan hafí engar trúarkreddur, heldur sé tilgangur hennar að leita sannleikans. Meðlimum regl- unnar er skylt að virða trúarskoðanir annarra og að líta á aðra sem jafningja sína án tillits til þjóðemis, litarháttar eða kyn- þátta. Tilgangur Sam-Frímúrarareglunnar er að láta í té sérstaka aðferð sem meðlimir henn- ar geta tileinkað sér með því að kynna sér táknfræði Frímúrara og helgisiði, til að leita sannleikans og skilja raunvemleikann, út- breiða hugsjón bræðraþels og þjóna mannkyninu. Til þess að ná þessum mark- miðum sfnum hafa meðlimir reglunnar fúllkomið frelsi til eigin skilnings. og til að tryggja slíkt frelsi er gerð krafa um tillits- semi og umburðarlyndi. STARFIÐÁÍSLANDI Eins og áður er getið, er Sam-Frímúrara- reglan alheimsregla, þar sem heiminum er skipt í umdæmi eða sambönd (federation) undir yfírstjóm Hins háa ráðs í París, þar sem fullrúar víðs vegar að koma reglulega saman. Til íslands barst reglan árið 1921, og voru stofnendur sjö talsins: Jón Amason prentari, Engilbert Hafberg kaupmaður, Henriette Christine Kjær, Astrid Berthine Kaaber, Martha Kalman leikari, Ólafía Hansen og Jakob Kristinsson fræðslumála- stjóri. Lengst af starfaði reglan á jíslandi sem hluti af Skandinavíska sambanainu (Feder- ation Scandinave; Finnland var sérstakt samband), en 1. desember 1985 var stofnað íslandssamband (Federation Islandaise) með fullkomna sjálfstjórn í eigin málum. Grundvallaratriði í starfí íslandssambands- ins eru: 1. Viðurkenning á tilvist skapandi máttar sem hver og einn hefur rétt til að skilja á sinn hátt. 2. Opin rit heilagra fræða eru höfð frammi í ölium stúkum. 3. Varðveisla hinna fomu landamerkja Frímúrarareglunnar. 4. Að veita viðtöku konum og körlum án tillits til þjóðemis, litarháttar, kynþátta eða trúarskoðana. 5. Hlýðni við landslög og þögn um leynd- ardóma reglunnar, krafa til meðlima um sómatilfínningu og stöðuga viðleitni, þótt ófullkomin sé, til að láta hugsjónir regiunn- ar rætast í lífí sínu. Áhersla er lögð á hinn andlega grundvöll Frímúrarastarfsins, ástundun hans í dag- legu lífí og til mótunar á skapgerð hvers og eins. Ætlast er til reglulegrar fundar- þátttöku, enda er hópstarf grundvailaratriði í starfí Sam-Frímúrarareglunnar. Grein þessi er rituð til að koma til móts við ýmsa sem hafa spurst fyrir um Sam- Frímúrararegluna, og er hér leitast við að kynna regluna að svo miklu leyti sem það er heimilt. óski einhveijir eftir frekari upp- lýsingum, er hægt að skrifa til reglunnar, og er utanáskriftin: Sam-Frímúrarareglan, Pósthólf 7184, 127 Reykjavík. Greinarhöfundur er yfirmaður Sam-Frímúrara- reglunnar á íslandi. Gissur Jónsson í Drangshlíð, Páll Barðason í Ytri Skógwn, Guðmundur Kjartansson, Thomsen kaupmaður / Thomsens Magasíni, sem varþýzkur konsúll, og 5 skipverjar af togaranum, sem strandaði á Skógafjöru. Brema strandar á Skógafjöru 1911 Mánudaginn 20. febrúar 1911 fór Guðmundur Þorsteinsson, vinnumaður á Ytri-Skógum undir Austur-Eyjafjöllum, á fjöru. Hann gekk á reka sem hann ekki fékk dyggilega borgið, enda Guðmundur þá líttharðnaður unglingur. Þótti því brýnt að farið yrði á Haugabrim var við sandana seint í febrúar, þegar Brema strandaði og hélst það fram til 9. mars. Tíu manns eða ellefu skolaði fyrir borð. Fimm björguðust, en hinir drukknuðu. Skipstjórinn sást steypast ofan í vélarrúmið, þar sem hann hefur grafist í sandi og fannst aldrei. Eftir JÓN Á. GISSURARSON fjöru næsta dag til bjargar því sem rekið hafði. Jón Hjörleifsson, hreppstjóri í Drangshlíð, lýsir síðar veðri aðfaranótt þriðjudags þann- ig: Um nóttina var óvenjulega mikil snjó- koma með ofsastormi af landnorðri. Hélst það óbreytt til morguns en tók að lægja um klukkan sex. Sló þá yfír þoku svo ekki sást til fjalla frá sjávarströnd. . Þriðjudag blés ekki byrlega til fjöruferðar frá Ytri-Skógum, Skógasandur illfær vegna fannfergis og þoka á og því villugjamt á þeirri auðn. Við venjulegar aðstæður hefði fjöruferð ekki hvarflað af neinum, enda ekki rekátt liðna nótt, þar sem vindur hafði staðið af landi. En fengurinn frá í gær var í hers höndum og brýnt að bjarga honum. Skógabændur, Guðmundur Kjartansson og Páll Bárðarson, létu því ekki deigan síga. Þeir söðluðu hesta sína og riðu suður Skóg- áröldur þótt krókur væri. Þar töldu þeir að mundi hafa rifíð af og því betra færi. Segir nú ekki af ferðum þeirra bænda uns þeir koma austur á miðja Skógafjöru. Skammt austan við Heststein fundu þeir þýska togarann Brema BX 58 strandaðan, sem í réttarskjölum er kallaður botnvörp- ungur samkvæmt málvenju þeirra tíma. í réttarskjölum er strandstaður áætlaður 7 til 8 rastir vestan Jökuisárósa. FÓTSPOR STEFNDU í AUSTUR Engra manna urðu þeir varir, hvorki lífs né liðinna. Ókleift reyndist að komast um borð, enda gengu sjóir yfír skipið, en brim var mikið á strandstað. Skamma stund munu Guðmundur og Páll hafa dvalist á strandstað. Þeir sáu fót- spor sem stefndu í austurátt. Strandmenn höfðu vitað byggð undir Pétursey og þang- að skyldi haldið. En foræðið, Jökulsá á Sóiheimasandi, lokar leiðum. Enginn hafði ætlað sér þá dul, svo að vitað væri, að vaða hana, enda öllum bráður bani vís, ekki síst hröktum erlendum strandmönnum að vetr- arlagi. Og þótt yfír kæmust var hinn langi Sólheimasandur handan ár. Þar gat verið villugjamt í slæmu skyggni. Ekki kemur fram í réttarhöldum að strandmenn hafí haft áttavita. Skógabændur röktu nú slóð strand- manna. í Jökulsáraumm riðu þeir framá seytján ára ungling berfættan og berhent- an. Húkti hann þar undir steini, en slóð hinna lá áfram upp með Jökulsá. Þótt eigi sé þess getið í réttarskjölum má ætla að Guðmundur og Páll hafí fækkað nokkuð fötum og hlúð að hinum vanbúna pilti með eigin flíkum. Settu þeir hann á bak hesti Guðmundar sem hélt með hann heim að Eystri-Skógum, en Páll rakti slóð hinna. Innan skamms fann hann hina fjóra. Von bráðar kom Vigfús Ólafsson, bóndi í Eystri-Skógum, honum til aðstoðar með tvo til reiðar. Gátu þeir nú sett þijá á bak, en undir þeim fjórða urðu þeir að ganga, enda slæptur og reikull í spori. Komu þeir öllum heilu og höldnu heim í Eystri-Skóga. Guðmundur, Páll og Vigfús höfðu þannig hrifsað fimm manns úr heljargreipum, því aldrei hefðu þeir af sjálfsdáðum náð til byggða og átt skammt líf fyrir höndum. JónHreppstjóri í DRANGSHLÍÐ Víkur nú sögu heim í Drangshlíð. Þar sat Jón Hjörleifsson hreppstjóri í skjóli sonar síns, Gissurar, og tengdadóttur, Guðfínnu ísleifsdóttur, en hafði búið áður í Eystri- Skógum. Þegar hinum foma Eyjafjalla- hreppi var skipt í tvennt kringum 1870 gerðist hann fyrstur hreppstjóri í eystri hreppnum og hélt því embætti til æviloka, árið 1914. Jón var fæddur 1830 og því iið- lega áttræður. Umdeildur hafði Jón verið stundum, eink- um í hinum svonefndu Fjallamálum. Hlaut þá hreppstjóri að vinna ýmis þau verk í umboði sýslumanns sem síst voru vænleg til vinfengis. Hinir dómhörðustu hefðu þó mátt muna að hreppstjóri fékk afstýrt að þeir brenndu inni Þorvald Bjömsson á Þor- valdseyri og yrðu svo sjálfír höfðinu styttri. Jón komst að fyrirætlan þeirra er einn brennumanna reið á fund hreppstjóra til 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.