Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Side 20

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Side 20
I Gamla þorpskirkjan og aðlaðandi hús. Rómantfskur / fjallabyggð Alpanna. ar, engar rútur, engin ganga, engin óþægindi. Þetta var stórkostlegt til að byrja með. En ókostir þessa skipu- lags eru kannski að koma í ljós núna. Ferðamaður nútímans er ekki hrifinn af steinsteyptum íbúðasamstæðum, of þéttri byggð og óaðlaðandi byggingarstíl. Skíðasvæðin, sem voru byggð í frönsku Olpunum á árunum 1960-70, voru skipulögð af fjár- málasérfræðingum í París. Þau voru ekki skipulögð með hliðsjón af náttúrufegurð og enn síður fjallakyrrð. Fyrstu ómannlegu „skíðablokkirnar" höfðu litið dagsins ljós. Sama átti sér stað á skíðasvæð- um Bandaríkjanna, einnig í Austurríki og Sviss en í miklu minna mæli. Það er mikil freisting fyrir skipuleggjendur að yfir- byggja ný skíðasvæði. Lítum á kostnaðinn við að leggja vegi, vatn, rafmagn, rotþrær og allt sem fylgir því að byggja þorp hátt uppi í fjöllum. Besti kosturinn til að borga niður byggingarkostnað virðist í fljótu bragði vera sá að koma eins mörgum gistirúmum fyrir og landrými og öryggi leyf- ir. En þetta getur orðið hættuleg- ur vítahringur. Ferðamanna- byggð, sem ekki gleður augað og þar sem of mörgu fólki er þjappað saman á litlu svæði, getur ekki orðið vinsæl til lengdar. Flestir bændur í Ölpunum kunna sögur af fjáraflamönnum mönnum sem keyptu landskika af þeim, byggðu þar upp nýtísku skiðastaði og græddu offjár á skömmum tíma. En dæmið getur snúist við. Þeir sem byggja upp skíðasvæðin standa oft og falla með vinsæld- um þeirra. Margir þeirra eru hræddir við minnkandi aðsókn og við þá hugarfarsbreytingu sem á sér stað varðandi gistiað- stöðu í fjöllunum. Ferðamaður nútímans er vandlátari og sæk- ir i sívaxandi mæli inn í litlú fjallaþorpin sem eru byggð í hefðbundnum alpastil. Þar finnur hann friðsæld og byggð sem gleður augað. - eða risa- vaxnar íbúða- samsteypur íjallaþorpinu Chamonix og tveim- ur skíðabæjum, Megéve og Val d’Isére. Franskir skipulagsfræð- ingar fengu tækifæri til að byggja upp eitthvað alveg nýtt. Og í stað- inn fyrir að byggja upp gistiað- stöðu við rætur fjallanna, fóru þeir með jarðýtur sínar hátt upp í fjöllin þar sem snjórinn er örugg- ur að minnsta kosti 5 mánuði á ári. ar á íbúðahótelunum og tekið þau af sér á sama stað, þegar lyft- umar lokuðu. Engir strætisvagn- Trésvalir — blóm og út- skornir bitar. Omannlegar Ibúða- SAMSTEYPUR Frakkarnir byggðu ferða- mannaþorp á snjóbreiðunum í 1.80.0-2.000 metra hæð, allt frá Savoy til suðurhluta Alpanna — La Plagne, Tignes, Les Arcs, Fla- ine, Avoriaz, Les Menuires og áfram. Skíðafólkið gat smellt skíðunum á sig fyrir framan dyrn- Komið í veg fyrir óþægindi — en iíka aðlaðandi byggð. alpastíll IAusturríki og Sviss vom mörg gömul skíðaþorp fyrir hendi þegar skíðaíþróttin fór að ná vinsældum um 1950. En í Frakklandi og Ítalíu voru fáir gististaðir í námunda við Alpana sem gátu hýst ferða- menn, að undanskildu gamla sæki skíðasvæðin í vetur. Sam- dráttur í ferðaþjónustu á skíða- svæðum hefur áhrif á margar þjónustu- og iðnaðargreinar, allt frá framleiðendum skíðaútbúnað- ar og skíðafatnaðar til ferðaþjón- ustufólks á skíðasvæðunum, þeirra sem framleiða skíðalyftur, ferðaheildsala og ferðaskrifstofa, að ekki sé minnst á skipuleggjend- ur og eigendur svæðanna. Framleiðendur Skíðabúnaðar Stærsti framleiðandi skíðabún- aðar í heiminum er franska fyrirtækið Salomon, en það selur skíðabindingar, skíðaskó og skíðabúnað fyrir 450 milljónir Bandaríkjadala. Salomon spáir samdrætti í sölu á skíðavörum. Franska fyrirtækið Rossignol, sem er stærsti skíðaframleiðandi í heiminum, ræður yfir 24% af markaðinum, er líka svartsýnt á þróunina. Aðalkeppinautar Ross- ignol eru nokkur austurrísk fyrirtæki, sem skipta 35% af markaðinum á milli sín, þar á meðal eru Fischer, Atomic og Blizzard. Amerískir skíðafram- leiðendur, fyrirtæki eins og Head, K2 og Olin, eru lítil í samanburði við ofangreind risafyrirtæki. Skíðaframleiðendur eru eins leyndardómsfullir um nýjustu efnasamsetningar og byggingu skíða og Boeing-fiugvélaframleið- endur um samsetningu flugvéla- vængja. Samkeppnin er mikil og eins gott að láta ekki of marga framieiðendur vita um efnasam- setninguna sem gerir skíðin svona létt, sveigjanleg og stöðug. Tré- skíðin eru orðin safngripir. Japanir og margir evrópskir fram- leiðendur eru að detta út af markaðnum af því að þeir fyigjast ekki nægilega vel með. Hið sama gildir um skíðaskó. Fyrir nokkrum árum voru skíða- skór búnir til úr grófu, þykku leðri og héldu svo fast að fótunum að skíðamaðurinn fann fyrir óþæg- indum frá þeim löngu eftir að stigið var af skíðunum. Næsta stig voru harðir, þungir plastskór, sem var illmögulegt að komast í eða úr. Núna eru skíðaskór eins og hugur manns — léttir — nógu háir og fastir fyrir til að hlífa og styðja við ökkla og rist og þægi- legt að smeygja sér í þá að aftan; Hátæknilegar bindingar koma í veg fyrir að skíðamaðurinn brjóti sig. Með þennan hátæknivædda skíðabúnað gæti hver miðlungs skíðamaður hafa komist inn í Ólympíukeppni á svigskíðum árið 1936 og trúlega unnið þar gull- verðlaun! Samkeppnin um nýj- ungar og meiri þægindi í skíðabúnaði er mjög kostnaðar- söm, en fyrirtækin þurfa að verja himinháum fjárhæðum á hveiju ári í tilraunir. Uppfinningar á sviði skíðaí- þróttarinnar eru ótrúlegar. Snjór er búinn til þegar ekki snjóar. Árin 1981 og 1982 voru að mestu 20

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.