Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Qupperneq 21
Markaðurinn
StjórnarStærð
Skíðasvæðanna
En auðvitað er það fyrst og
fremst markaðurinn sem stjórnar
því hvað mikið er byggt. Tökum
til dæmis vinsæla, franska fjalla-
þorpið Mirabel sem hefur stækkað
meira en gert var ráð fyrir í upp-
hafi. Árið 1970 var það lítið,
aðlaðandi þorp, með 5.000 gisti-
rúmum sem var þá álitin góð
meðalstærð á skíðaþorpi. Há-
marksstærð var talin vera um
12.000 gistirúm. Núna hefur það
stækkað helmingi meira og er enn
að byggjast upp, verður trúlega
innan skamms komið með um
30.000 gistirúm.
Skipuleggjendur svæðanna
koma gjarnan með þau rök að
aðalmarkmið þeirra með því að
byggja stórar íbúðasamsteypur sé
að gefa sem flestum kost á að
skíða. Gistingin þar sé það ódýr
að allir eigi að geta nýtt sér hana.
Kannski er það líka rétt. En þeir
vilja líka fjárfesta sem mést á sem
skemmstum tíma. Strax og snjór-
inn bráðnar er hafist handa við
að byggja meira. En markaðurinn
er að dragast saman og um leið
verðgildi íbúðablokkanna fyrir of-
an snjólínuna.
Breytt í Alpastíl
Svisslendingar og Austurríkis-
menn einbeita sér nú að því að
breyta svipmóti bygginga frá
þessum áratugum yfir í aðlað-
andi, hefðbundinn alpastíl — með
skrautlegum göflum, þykkum
bjálkum og slútandi þakskeggjum
— og síðast en ekki síst gera gest-
amóttökuna persónulegri og
heimilislegri. Þeir vilja halda
fjallabyggðinni í hefðbundnum
alpastí! og setja ströng stærðar-
mörk á bæina. Kitzbiihel, ásamt
St. Anton sem er elsta skíðasvæði
í Austurríki, fer ekki fram úr
8.000 gistirúmum sem er sami
gistirúmaíjölda og það vár með
1970. Þar hefur bygging íbúða-
blokka ekki verið leyfð. Austurrík-
ismenn óttast að Kitzbiihel missi
sitt hlýlega aðlaðandi svipmót, ef
þeir freistast til að leyfa þar stór-
' ar byggingar.
Frönsku skíðasvæðin fylgja
fast eftir með svipaða stefnu. í
franska bænum Courchevel er
byijað að byggja hefðbundin alpa-
þök ofan á flötu þökin. Bærinn
er að beijast gegn óaðlaðandi
steinsteypublokkunum sem voru
reistar á örskömmum tíma þegar
allir vildu græða á vaxandi vin-
sældum skíðanna. Einnig hefur
verið hætt við fyrirhugaða upp-
byggingu á mörgum skíðasvæð-
um. En þróunin á skíðasvæðunum
hefur ekki stöðvast, aðeins breytt
um stefnu. Núna er verið að end-
urnýja, breyta og bæta til að laða
ferðamanninn til staðanna. Ferða-
maðurinn er vandlátari og fær
þess vegna betri þjónustu og hlý-
legri og meira aðlaðandi gisti-
staði.
snjólaus í Ameríku og komu fjár-
hagslega illa út fyrir skíðaiðnað-
inn þar. Núna skiptir það litlu
máli þó að ekki snjói í lægstu
skíðabrekkum eða snjó taki fljótt
upp í lok skíðatímans. Á aðal-
skíðasvgíðunum bæði í Evrópu og
Ameríku er bætt við snjóinn á
hverri nóttu með tölvustýrðum
snjó-dreifitækjum. Þessi varúðar-
ráðstöfun er talin nauðsynleg, þó
að töluverður aukakostnaður fylgi
henni. Stjómendur skíðasvæð-
anna vita sem er að ekkert sendir
skíðafólkið fyrr heim en snjóleysi
og bleyta. Og þegar hitastig nálg-
ast frostmark er farið að dreifa
snjóskýjum sem eru mynduð við
samruna lofts og vatns undir
háum þrýstingi. A skíðasvæðinu
— Park City — uppi í Klettafjöllum
Bandaríkjanna er engin áhætta
tekin. Þar dreifa þeir tilbúnum
snjó upp í 9.400 feta hæð —
hærra en efstu tindar á jöklum
Alpafjallanna.
Heimild: Economist — janúar '88
Skíðasvæði Flugleiða í Austuníki
Flugleiðir fljúga alla iaugar-
daga til Salzburg í Austurríki
og bjóða upp á þrjá skíðastaði
í nágrenni við borgina, allt
þekkt, vinsæl skíðasvæði — Ma-
yrhofen, Zell am See og Kitz-
bíihel. Vanir fararstjórar taka á
móti farþegum og rútur flytja
þá beint á gististaðina. Flestir
kjósa að fara í tveggja vikna
skiðaferð og verð sem gefin eru
upp hér á eftir miðast við það.
Síðasta brottför Flugleiða frá
Salzburg er 9. april.
Mayrhofen
Mayrhofen liggur lengst frá
Salzburg af þessum stöðum. Bær-
inn liggur miðsvæðis í Zillertal-
dalnum, í 630 metra hæð. Ingunn
Guðmundsdóttir er þar til leiðsagn-
ar. íbúar í Mayrhofen eru 3.300
og gistirúm eru fyrir 7.947 manns.
130 lyftur eru á svæðinu sem geta
flutt 25.000 manns á klukkustund.
Áður en farið er á skíði verða allir
að kaupa sér skíðapassa sem héma
gildir fyrir allt Zillertal-svæðið,
bæði í lyftur og strætisvagna sem
ganga á 15 mínútna fresti að
stærstu lyftukláfunum. Skíðapassi
sem gildir í hálfan mánuð, kostar
frá 6-7.000 krónur.
Frá Mayrhofen er aðallega
skíðað uppi á Penken-hásléttunni.
Lyfta gengur upp að endastöð sem
liggur í 1.800 metra hæð, en efsta
bunga sléttunnar er í 2.095 metra
hæð. Uppi á sléttunni geta byij-
endur jafnt sem kunnáttufólk
fundið brekkur við sitt hæfi. I
Mayrhofen er einn frægasti skíða-
skóli Austurríkis og þar er sérstök
rækt lögð við skíðakennslu bama.
Skíðakennsla í Mayrhofen.
Fremur brött og þröng braut ligg-
ur niður af hásléttunni niður að
þorpunum Schwenden og Mii hl-
bach. Mælt er með að aðeins
kunnáttufólk á skíðum noti þessa
braut. Önnur auðveldari og meira
aflíðandi skíðabraut liggur niður
að bænum Finkenberg. Annað
skíðasvæði liggur uppi á Ahorn-
hásléttunni sem liggur aðeins
hærra.
Uppi yfir Zillertal-dalnum gnæf-
ir Hintertux-jökullinn, þar sem er
skíðafæri allt árið um kring. Þar
er skíðað í 2-3.000 metra hæð. Á
vorin bræðir vorsólin snjóinn í
þessari hæð, en næturfrostið mótar
hann aftur í smákristalla og út-
koman verður afbragðs skíðafæri.
Jafnvel í ágúst má sjá skíðamenn
uppi á jökjinum.
Mayrhofen er notalegur bær
sem býður upp á marga afþreying-
armöguleika eftir að komið er af
fjalli. Góðar verslanir, meðal ann-
ars skíðaverslun, sem býður
Flugleiðafarþegum upp á hagstæð
kjör og úrval af veitingahúsum. í
Austurríki er það siður að kaffihús
opna um fímmleytið þegar skíða-
fólkið er að koma af fjalli og bjóða
upp á hressingu. Þá er líka hægt
að taka dansspor á skíðaskónum.
GISTISTAÐIR FLUGLEIÐA í
MAYRHOFEN. Tveggja manna
herbergi á Hotel Neuhaus og Hot-
el St.Georg kostar um 45.000 kr.
með hálfu fæði, 49.000 kr. um
páska. Á íbúðahótelinu Landhaus
Heim kostar fyrir manninn 27.715
— um páska 28.790, miðað við að
§órir séu í íbúð. Flug og ferðir
innifalið.
Kítzbuhel
Kitzbtihel er þriðji skíðastað-
urinn sem Flugleiðir bjóða
farþegum sínum og hann er
tvímælalaust sá þekktasti. Bær-
inn, sem liggur í 800 metra
hæð, er miðkjarni geysistórs
skíðasvæðis þar sem allir ættu
að geta fundið brekkur við sitt
hæfi.
Boðið er upp á dagsferð á
skíðum, svonefndan „safari-leið-
angur“ eða könnunarferð. í slíkri
ferð sést best hvað skíðasvæðið
er umfangsmikið og gefur mikla
möguleika. Því hefur oft verið líkt
við risastórt hringleikahús, með
um 60 stórum lyftum upp á hin
ýmsu svæði og stóla- og toglyftum
í tengslum við þær. Lyfturnar anna
um 60.000 manns á klukkustund.
Lyftur voru mikið endurbyggðar
og nýjar teknar í notkun fyrir
nokkrum árum. Um miðjan janúar
þegar skíðakapparnir eru að æfa
sig undir heimsmeistarakeppnina
og beijast við hundraðshluta úr
sekúndum, gefur á að líta í brekk-
unum. Frægur skíðaskóli er í
Kitzbiihel, rekinn af skíðakappan-
um Toni Sailer.
Gamli bæjarhlutinn í Kitzbiihel
er einkar aðlaðandi. Bygging há-
hýsa hefur ekki vérið leyfð og
gamall byggingarstíll í heiðri hafð-
ur. íbúar Kitzbuhel eru 8.000 og
gistirúm jafnmörg.
Margir þeir sem sækja Kitz-
búhel heim að vetrarlagi fara alls
ekki upp í íjöllin. Þeir stíga kannski
á gönguskíði og ganga út að
Svartavatni sem er nálægt bænum
og njóta náttúrufegurðar. Skíða-
safn er í Kitzbúhel, góð veitinga-
hús og ölkrár á hverju götuhomi.
Kaffíhúsin bjóða upp á hressingu
og hljómlist þegar skiðáfólkið kem-
ur af fjalli og austurrísk skemmti-
kvöld em haldin.
Flugleiðir bjóða upp á tvö hótel
sem bæði liggja miðsvæðis. Hótel
Maria Theresia er fjögurra stjörnu
Skíðakennaranum fylgt eftir.
hótel. Tvær vikur með hálfu fæði
kosta þar í tveggja manna her-
bergi um 51.000 kr. Tvær vikur
með morgunverði í tveggja manna
Á göngnskíðum.
Kvöldhrif í Kitzbilhel
Á sleðum á skíðasvæði Kitz-
biihel.
herbergi á Hotel Porstendorf kosta
43.574 kr. Flugogferðir innifalið.
Fararstjóri bæði í Kitzbuhel og
Zell am See er Rudi Knapp.
T
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JANÚAR 1988 21