Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1988, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1988, Qupperneq 3
•SHEiaBillHlSJESEISOOfilS] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoö- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Börkur Amarson tók forsíðumyndina á málverkasýn- ingu Nínu Gautadóttur sem lýkur nú um helgina Kristni í Rússlandi það vakti athygii, að sovézk stjómvöld leyfðu að haldið væri með pomp og prakt upp á að þúsund ár em liðin frá því kristni var lögtekin í Rússlandi. Af þessu tilefni ritar sr. Jan Habets grein, þar sem hann stiklar á púnkt- um í kristnisögu Rússlands. Ferðablað ísland er norðarlega á hnettinum og þess vegna heilla suðlægar slóðir íslendinga til sín. En norðurslóðir geta líka verið heillandi. Ferðablaðið var í síðustu viku í ævin- týraferð í 18 stiga hita norðan heimskautsbaug, í fínnska Lapplandi. ÓLAFUR JÓHANN SIGURÐSSON Gæti ég - Gæti ég safnað saman ólíkum röddum syngjandi linda, og fært ykkur áður en dimmir hljómvönd eins fagran og hlust ykkar þráir að vetri þegar harður íjötur læsist um vötnin blá - safnað ómi linda og lækja í veröld löngu horfinna ára, safnað kliði sytru úr dýi, bunu í brekku og gili, básúnuþyti elfunnar hvítu fossa- safnað hvísli hógværrar engjalænu, holbakkarauli granna hennar og suði, spretthörðum vísum valllendislækjanna þriggja, vináttutónum árinnar norðan túns- ó gæti ég aðeins safnað saman þeim hljómum í sveiginn ykkar, þrátt fyrir nauman tíma, þrátt fyrir töf og þrátt fyrir áleitið kul. Höfundur var í hópi virtustu skálda okkar og rithöfundar. Ljóðiö Gæti ég - birtist í bók hans Að brunnum, sem kom út hjá Menning- arsjóði 1974. Islensk atvinnustefna er í rúst. Hvorki meira né minna. Yfir okk- ur dynja ótíðindin, öll í senn; það fer ekki milli mála, að fjármagns- kostnaður fyrirtækjanna hefur farið úr böndunum; við höfum látið sem vind um eym þjóta ráð- ið sem boðað var hér áður og fyrrum í draumnum um mögm og feitu kýmar. Þó svo að hmn og voði blasi við hvert sem litið er, minnkar hvorki þennsla, eyðsla né neysla, að minnsta kosti ekki svo að komi fram í haglega gerðum hagskýrsl- um. Það bendir sem sé alit til þess að við drögum ekki af okkur, heldur eyðum og spennum langt umfram það sem við öflum og ættum við þó að skilja að undirstöðuat- vinnuvegimir rísa ekki undir þenslunni. Alla vega ekki meðan frystingin er rekin með stóm tapi, menn hafa flutt skipasmíðamar úr landi sem er þó fráleitt þar sem eiginlega er bannað sð smíða ný skip og græðgi fyrir- tækja sem em illa rekin og með bullandi tapi em svo sólgin í útlent lánsfé, að engu tali tekur. Undirrót þessa alls mætti þó kraka upp: það em nefnilega alltof háir vextir i landinu. Og svo framvegis - í það óendanlega. Að vísu vefst það oft fyrir fákænum leik- manni, sem hvorki hefur lært viðskipta- fræði né heldur farið á námskeið í stofnana- máli að skilja allan þann hrikalega boðskap sem ábyrgu aðilamir flytja okkur - það er að segja þeir sem hafa verið ötulastir að fara með íjármagnskostnaðinn út fyrir öll velsæmismörk. Því gæti hluta skýringarinn- ar verið að leita í því að við séum hreinlega ekki nógu vel upplýst og fáum ekki skilvirk- ar leiðbeiningar sem duga. En svo mikið er víst að jafnvel fávís leik- maður áttar sig á að títtnefnd atvinnustefn- an er eitthvað meira en lítið úr takt við skiljanlegan raunvemleika. Tökum nokkur barnaskóladæmi. Fyrir fáeinum ámm var álitið brýnt að auka fjöl- breytni í atvinnulífi landsbyggðarinnar, eins og það heitir. Þá settust fræðingar á rök- stóla og fundu lausnina: ptjóna-og sauma- stofu í hvert kmmmaskjuð. Þetta yrði lyfti- stöng litlu samfélagi sem áður hafði ekkert haft nema um fisk að hugsa og ekki síst B B íslenska atvinnu- stefnan og alh það yrði þetta búbót á þjónustustöðunum svo- kölluðu þar sem ekkert var nema kuffélagið og í besta falli bílaverkstæðið bakatil. Síðan kom sú hryllilega staðreynd yfir pijónastofumar eins og köld gusa, þegar þær vom búnar að kaupa maskínur fyrir milljónir, að einhvers staðar á leiðinni hafði mönnum láðst að fylgjast með tískunni og það tjóði lítið að pijóna í gríð og erg ef æskilegum kaupendum fannst flíkumar svo ljótar að enginn vildi kaupa þær. Að vísu var brýnt að sýna þrautseigju og sjálfsagt að styrkja þennan atvinnuveg í fáein ár með slatta af milljónum, áður en fullreynt væri. Engin sérstök ástæða var til að fara út í að gera breytingar á framleiðslunni - svona til að reyna að lokka einhveija til að kaupa þær. Að mati mannanna sem vitið höfðu var þetta fullgott á bæði okkur og einkum og sér í lagi útlendingana. En þessi skynsamlega þjóðemisstefna fór fyrir lítið og var nú hmnið óumflýjanlegt. Þetta er líka hægt að orða enn betur - fjármagns- kostnaður fyrirtækjanna hafði ekki verið reistur á gmnni sem var nógu traustur til að standa undir fjárfestingu atvinnulána- sjóðanna... Benda má á að um það leyti sem land- búnaðarstefnan var sett í endurskoðun eftir að við skildum loksins að tæknin var honum ekki sú blessun sem við ætluðum heldur gekk bara smátt og smátt að honum dauð- um, höfðu bændur fengið milljónir og aftur milljónir til að byggja upp á jörðum sínum. Og engum fannst það nema sjálfsagt. Það virðist ekki nokkum hafa órað fyrir því að offjárfesting í landbúnaði væri ekki bara eins og hún ætti að vera. En eitthvað varð nú til bragðs að taka. Þá datt mönnum annað snjallræði í hug, refa og minkabú vom lausnin og síðan var slíkum búum snarað upp vítt og breitt um landið. Um það leyti sem hinir ýmsu sjóðir höfðu fjármagnað byggingu híbýla sem hæfðu dýmnum var ekki að orðlengja það; skinnin hraðlækkuðu á heimsmarkaði og vom góð ráð dýr eftir allan fjármagnskostn- aðinn. Með þróttmiklum stuðningi sjóðanna sem ekki höfðu verið tæmdir meðan upp- byggingin stóð yfir var síðan beðið með að leyfa refa og minkabúum að fara á haus- inn, þar til þessir sjóðir vom líka tómir. Framsýnir athafnamenn vom í vaxandi mæli famir að sjá að við svo búið mátti ekki standa. Finna varð í senn nýja búgrein og sem væri einnig vís gróðavegur. Að vísu með nokkmm fjármagnskostnaði sem auð- vitað varð ekki komist hjá. Samstundis mku menn upp til handa og fóta um allt land og byggðu kvíar af öllum tegundum og stærðum og áður en við var litið var enginn maður með mönnum nema hann væri í fisk- eldisbransanum. Það er rétt eins og maður sé að byija að fá á tilfinninguna að fískeld- ið eigi við einhveija smáörðugleika að etja, til dæmis að salan gengur ekki alveg nóg og vel. En það verður að hlú að vaxtar- broddi atvinnuvegarins og setja í kvíamar ekki aðeins fæðu handa fiskunum, heldur láta fylgja með nokkur hundmð milljónir. Við verðum náttúrlega að láta reyna á hvort það er ekki hægt að bjarga þessu við, þó svo að sennilega komist menn að þeirri spak- legu niðurstöðu að fjárfest hafi verið of mikið og of á skömmum tíma. En áður en við skiljum það verður fyrst að gefa þessu nokkurra hundrað milljóna tækifæri. Eftir því sem mér heyrist á sprækum fiskeld- ismönnum mætti ætla að gamaldags fískar í sjónum yrðu óþarfir innan nokkurra ára og að við færum létt með að sjá allri heims- byggðinni fyrir fiski með vísindalegu eldi. Hættan er að sönnu sú, að allir verði þá orðnir hrútleiðir á fiski. Gætu þá menn hér og í markaðslöndunum tekið upp á því að fara að heimta két og engar refjar. Þá er eins víst að við séum búin að missa af lest- inni af því að við höfum slátrað megninu af kindunum. Við þessum orðum hrista kannski ein- hveijir vitringar hausinn - svona er ekki hægt að afgreiða atvinnustefnuna. En hvemig á að afgreiða hana og hver ber ábyrgð á henni? Sjálfsagt enginn ef út í það er farið, okkur er svo lagið að varpa allri ábyrgð eitthvað út í buskann ef á okkur er ráðist. Það ber enginn ábyrgð á hvort lítil flugstöð fer hundmð milljóna fram úr áætlun, spítali sem hefur verið rekinn með halla og eftir óhefðbundnum leiðum skuldar ekki ríkissjóði krónu - það kemur uppá að ríkið - það emm við- emm stórskuldug við þennan spitala. Og svo mætti halda áfram að nefna dæmi sem bera vott um karlmann- lega stjórn. Og karlar fnæsa fyrirlitlega ef einhveijar röflandi kellingar leyfa sér að æmta. Af því áð þær skilja ekki baun allra síst að offjárfesting og óeðlilegur ^ármagns- kostnaður er merki um hagræna stefnu- mörkun sem lagar sig vel að ákvarðanatöku um raunhæfar ráðstafanir i ríkisfjármálum. Við skulum ekki láta okkur detta í hug að hrófla við þessu. Karlar em færastir, flírikastir og ötulastir og það er ólíkt meiri stfll yfír því að karlmaður setji fyrirtæki/rík- issjóð eða hvað sem er á hausinn, heldur en ef kvenmaður gerði það. Það væri engin sjarmi yfir því. En kæmi fæstum á óvart því að konur eiga alls ekki að stjóma. Kon- ur hafa ekki vit á öðm en ómerkilegu og smáu málunum. Eins og því að konur em launalega séð langt á eftir frændþjóðum okkar. Færri dagvistarpláss em hér en hjá grannþjóðum. Það er allt í lagi að leyfa kvenfólkinu að halda áfram að nöldra um launamisrétti og dagheimili. Þær hafa hvort sem er ekki vit á efnahagsmálum og tækist ekki að komast með tæmar þar sem karlmenn hafa hælana í að ofijárfesta og láta viðgangast að fjár- magnskostnaðurinn sporðreisi þjóðfélagið. Eg segi nú bara eins og kerlingin. Það er munur að vera maður og ... Það er alveg áreiðanlegt. Jóhanna Kristjónsdóttir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. ÁGÚST 1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.