Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1988, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1988, Síða 6
HRAFN JÖKULSSON Opið bréf til ísaks Harðarsonar Auðvitað er enginn sýningarmaður í bíóinu. En við snúumst samt. Snúumst samt. Snúumst samt. kastalavist y vandlega afmarkaður heimur gerður úr táknum vatnsglasi og dálítilli golu tipla hljóðlega inn raska ekki grafarþögninni meistaramir gömlu líta strangir upp úr rykugum ströngum finn hvemig súrefnið þverr æpi heimur gerður úr táknum og nú er einhver að kyrkja ljóð*786(b) ortu með mér um andleysið! veðrabrigðin í hvirfilbylnum miðjum og sviplaust andlit dalalæðunnar hlustum ekki lengur á úrtölur spekinganna gömlu: þeir vissu sínu viti segja menn og sjá hvert þeir hafa skilað okkur nei! hlustum ekki lengur á veður orð og hendur höggvum þær heldur af ef með þarf sóum ekki tímanum á málþingi trúðanna: sem leggja endalausa Ijóðvegi um landið sitt litla og flýja í draum-morðaheim sjálfgæskunnar ortu með mér um andleysið! því nú er veður til að yrkja um að nú sé ekki veður til að yrkja um nokkum skapaðan hlut Hrafn Jökulsson er blaöamaöur í Reykjavík. Ljóðin eru úr bók sem er væntanleg á næst- ■ unni. Nína Gautadóttír við eitt verka sinna & sýningunni Morgunbiaííð/Börkur Amarson Nína með sýningu í Gallerí Svart á hvítu Nína var við nám í helsta listaskóla Parísar á árunum 1971-1976 og lauk þaðan burtfarar- prófi í málaralist. Næstu árin sneri hún sér að framhaldsnámi við sama skóla í högg- myndalist og listvefnaði. Hún fékk styrki til Nína Gautadóttir hefur verið með sýningu á nýjum verkum sínum í Gallerí Svart á hvítu og lýkur henni nú um helgina. námsins frá virtum aðilum, innan og ulan Frakklands. Nína Gautadóttir hefur tekið þátt í fjölda mörgum samsýningum auk einkasýninga. Húii hefur unnið til verðlauna og viðurkenn- inga á alþjóðasýningum, nú síðast í Aþenu í vor. Hérlendis hefur hún aðeins sýnt verk sín þrisvar áður. Fyrst 1980 í boði Kjarvals- staða þar sem hún sýrtdi eingöngu vefliasta- verk, í Listmunahúsinu þremur árum síðar þar sem hún sýndi leðurverk og 1986 sýndi hún svo málverk á Kjarvalsstöðum. Nfna var búsett með fjölskyldu sinni í Níger í Afríku 1981-1983 og síðar hélt hún á ný til Afríku og bjó í Kamerún 1985-1986. Verkin sem hún sýndi nú í Gallerí Svörtu á hvítu eru flest unnin í París síðustu tvö árin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.