Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1988, Qupperneq 8
Kænugarðs-Rús var
sérstakt ríki, stofnað um
miðja 9. öld, þar sem
Úkraína er nú. Það var
í þessu ríki sem
kristnitakan átti sér stað.
Þar hefur alla tíð síðan
verið starfandi
rómversk-kaþólsk
kirkja, búin að starfa
neðanjarðar um áratugi
og er ekki enn
viðurkennd.
Eftir SR. JAN HABETS
egar svipast er um á spjöldum sögunnar í leit
að jafnoka Vladimírs fursta af Kænugarði
(Kíev), hvað varðar menningarleg og hernað-
arleg áhrif, verða helst fyrir stórmenni á borð
við Alexander mikla, Júiíus Sesar og Karl
mikla. Sé litið á heiminn á hinn hefðbundna
hátt sem tvö pólitísk og menningarleg yfír-
ráðasvæði austurs og vesturs, þá var það
Vladimír fursti sem stóð við vöggu austurs-
ins og kom því á legg. Er vér flettum í
gegnum litlu Penguin-landabréfabókina, þar
sem sýnd er söguleg þróun á miðöldum,
má líta á nánast hverri blaðsíðu sífellt nýja
þjóðflokka, sem lögðu leið sína inn í Evrópu
frá víðáttumiklum gresjum Asíu. Þessum
þjóðum var um megn að ráðast að sjálfu
Kínaveldi sem var varið í austri hinum mikla
Kínamúr, og því leituðu þær til hins opna
og aðgengilega vesturs, þar sem ríkari
menningu og meiri auð var að finna en á
gresjunum. Það sem rak þessa þjóðflokka
áfram var ýmist neyð, græðgi eða ævintýra-
mennska. Þeir höfðu allt að vinna en engu
að tapa. Þegar allt kemur til alls, þá gerðu
víkingamir slíkt hið sama, með þeirri undan-
tekningu þó, að þeir sigldu skipum sínum
yfír sjó, en þjóðflokkar Asíu riðu hestum
sínum yfír víðáttumikla gresjuna. Mörg heiti
þessara austrænu þjóðflokka eru nú gleymd.
Þó er ein þjóð sem enn stendur upp úr þessu
þjóðahafi. Það eru Slavar. Slavar skiptast
í marga þjóðflokka. Þeirra á meðal má nefna
Vestur-Slava, sem eru Elbu-Slavar, Eystra-
salts-Slavar, Pólverjar, Tékkar og Slóvakar.
Ennfremur Suður-Slava: Búlgara, Serbó-
króata og Slóvena, og svo loks Austur-
Slava, sem eru Úkraníumenn, Rússar og
Hvít-Rússar. Rússar eru sá þjóðflokkur, sem
vekur mesta athygli okkar í þessu sam-
bandi vegna hlutverks þeirra í stofnun og
Eftir gvðþjónustuna
tilurð Rússlands. En hveijir voru Rússar,
eða Kænugarðs-Rús, eins og þeir og land
þeirra var upphaflega nefnt? Hvað vitum
vér um heiti þessa þjóðflokks, merkingu
þess og uppruna? í þessu sambandi standa
okkur miklar og margvíslegar heimildir til
boða; rússsneskar, grískar, arabískar og
kínverskar. Jafnvel er minnst á Vladimír
fursta í fomum íslenskum heimildum. Því
miður ber heimildum ekki ætíð saman. Víð
því er að búast, þar sem þær em ritaðar
af mönnum með margvísleg viðhorf, gjaman
mörgúm öldum eftir að þeir atburðir, sem
þær greina frá, gerðust. Ennfremur má
nefna þá freistingu fræðimanna að leita
fremur þess í heimildunum, sem helst kem-
ur heim og saman við þjóðemi þeirra og
trú. Þegar þess er gætt hversu túlkun ein-
stakra Biblíutexta getur orðið mismunandi,
þarf engum að koma á óvart að túlkun fram-
angreindra heimilda verði á ýmsan veg.
Þessari grein er ekki ætlað að vera vísinda-
leg, og reyndar setur ein lítil grein ströng
takmörk rýmisins vegna. Mikilvægasta
heimildin um sögu Kænugarðs á því tíma-
bili, sem þessi grein fjallar um, er “Povist
Vremennykh Lit“ (Saga liðinna ára), sem
nefnd hefur verið Króníkubók Nestors á
rússnesku,. Þessi annáll er ómissandi heim-
ild öllum þeim, sem ætla sér að skoða þeta
tímabil. Það er athyglisvert, að Ludolf Mull-
er segir að Svíar hafi gengið undir heitinu
Rússar. Vér munum fínna haldbetri rök
fýrir þeirri fullyrðingu síðar. Vitnisburður
Króníkubókar Nestors bendir til hins sama:
Slavneskir og fínnskir þjóðflokkar, sem
bjuggu í norðvesturhluta þess Rússlands,
sem vér nú þekkjum, höfðu lengi átt við
deilur og skærur að stríða. Þeir sendu því
menn yfír hafíð (Eystrasalt) á fund Vær-
ingja með svohljóðandi tilboð: „Komið og
ríkið sem furstar yfír oss“. Munknum Nest-
or segist svo frá um heitið Væringi: „Þann-
ig eru þessir Væringjar nefndir Rússar,
aðrir Væringjar eru nefndir Svíar, og enn
aðrir Norðmenn." Ludolf Muller segir svo
„Það er athyglivert, að nafnið „Rus“ eða
„Rhos“ var ekki það heiti, sem Væringjar
gáfu sjálfum sér, heldur voru það Finnar
og Slavar er kölluðu þá upphaflega „Ruder-
ar“ (ræðarar). Rus er því sama orðið og
Ruderer." Muller segir nafnið í þessari
mynd vera af slavneskum uppruna. Eru til
fleiri rök er hníga að hinu sama en þau,
sem orðsifjafræðin gefur? Vissulega. Óhætt
er að fullyrða, að Væringjamir (Svíar) hafí
verið engu minni víkingar en Norðmenn og
Danir, þ.e.a.s. ævintýramenh í leit að ráns-
feng eða kaupskap. Sá var einn munurinn,
að þeir höfðu ekki aðgang að úthafí né
heldur nýttu þeir sér hesta til ferðalaga.
Þeir urðu að leggja leið sína eftir fljótum
til að ná til hinnar austrænu menningar og
verslunarvöru. Þeim stóðu tvær leiðir til
boða, þ.e.a.s. annars vegar Volgu-leiðina,
sem lá yfír Ladogavatn til Hólmgarðs
(Novgorod), þaðan í suður yfír land til Volgu
sem síðan var siglt eftir allt til Kaspíahafs.
í Asíu mátti fá hið eftirsótta silfur, einnig
gull, kopar, kvikasilfur, pappír og silki. Síðar
varð Dnjepr-leiðin fjölsóttari. Þessi leið lá
yfír Vestur-Dýnu (Dvínu), framhjá Polotsk
og Smolensk til Dnjepr. Prá Kænugarði lá
leiðin til Svartahafs (einnig nefnt Rússa-
haf). Þar voru undin upp segl og siglt sem
leið lá til Miklagarðs (Konstantínópel), þar
sem unnt var að festa kaup á öllum þeim
dýrgripum, sem hinn siðmenntaði heimur
bauð upp á, ef ekki gafst færi á ránum.
En hverfum nú til baka til Króníkubókar
Nestors og beiðninni til Væringja um að
koma og drottna yfir héruðunum í Rúss-
landi. Nestor segjst svo frá: „Að bræðrum
sínum tveimur látnum, þeim Síneusi og
Trúvor, tók Hrærekur (Rúrik) völdin einn í
Skírn VladinJrs fursta af Kænugarði
Þúsund ára afmæli
kristni í Rússlandi
Heilagur Valdimar
Frá skírninni
sínar hendur. Hann hélt til Ilmen-vatns og
reisti lítinn bæ á bökkum Volkov-ár og
kallaði hann Novgorod (Hólmgarður). Þar
settist Hrærekur að og ríkti sem fursti og
lét hann fylgismönnum sínum lönd í té víða
um ríki sitt." Hrærekur lét byggja borgir;
Pólotsk, Rostov og Beoósero, og settust
Væringjar að í þessum borgum. Var hér
komið hið foma Garðaríki. Veldistíma ættar
Hræreks er unnt að skipta í fímm tímabil:
1. Hrærekur, ca. 860-879. 2. Frá Óleg, 879
til Jaropólk I. (að honum meðtöldum), 980.
3. Frá Vladimír I. 980 til Jaroslav hins
spaka, 1054. 4. Frá Izjaslav I. (1054 til
Syjatopólk II. (1113) 5. Frá Vladimír II.
Monomakh til Jaropólk II., 1139. Við andlát
Hræreks tók frændi hans, Óleg, við ríki,
þar sem sonur Hræreks, ígor, var of ungur
til að setjast í valdastól. Óleg leiddi lið
Væringja auk fjölda annara stríðsmanna í
herför gegn borgunum Smólensk og Ljúbets
og vann sigur á báðum. Þaðan hélt hann
til Kænugarðar með lið sitt. í Kænugarði
réðu ríkjum þeir Áskold og Dír. Óleg bauð
þeim til fundar, en sveik þá og lét taka af
lífí. Ein ástæða drápsins var sú, að þeir
voru ekki af furstakyni eins og ígor. Óleg
tók nú við völdum í Kænugarði, og lýsti því
yfír, að „Kænugarður væri móðir rússn-
eskra borga“. Nestor segir að „hjá Óleg
hafí verið Væringjar, Slóvenar og aðrir.
Þeir kölluðust Rússar". En víkingablóðið,
sem rann í æðum Ólegs gaf honum ekki
grið, hann var ekki enn ánægður með sinn
hlut. Mikligarður hafði ætíð verið sá segull,
sem dró Væringja til sín og freistaði þeirra
að reyna fyrir sér ýmist með ránum eða
kaupskap. Nestor segir, að Óleg hafi haldið
ásamt með Væringjaher sínum gegn Grikkj-
um árið 907. Auk Væringjanna í liði Ólegs
nefnir Nestor 13 aðra þjóðflokka, sem voru
með í þessari herför, þar á meðal voru Tier-
verzar sem gegndu hlutverki túlka. í flota
Ólegs voru 2.000 skip. Svo virðist sem þessi
skip hafí verið einsigld. Því má ætla að um
15-20.000 stríðsmenn hafi verið í her Ólegs.
Sá sem í dag lítur það sem eftir stendur
af múrum Miklagarðs, trúir því mætavel,
8
/