Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1988, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1988, Síða 11
Hinar ýmsu stellingar í svefni gefa til kynna, hvers lags svefninn er. Hvað þurfum við mik- inn svefn? Inýrri byggingu hugvísindadeildar Loughborough- háskóla eru flórir klefar, ekki stærri en svo, að þar er aðeins hægt að koma fyrir einu rúmi. Veggirnir eru auðir og gluggalausir. Fábrotnari húsakynni er vart hægt að hugsa sér. En hvíld og hressing Hvað er svefn og þörfnumst við hans í raun og veru? Ekki í eins ríkum mæli og við höldum, segir dr. Jim Horne, en rannsóknir hans ættu að boða mörgum betri tíð og tíma til þess að gera það, sem þá raunverulega langar til er ekki megintilgangur þeirra. Utan dyra fylgjast tæki með öllum hreyfingum þeirra, sem í klefunum eru, hveijum draumi þeirra og hverju augnabliki vöku. Þetta er miðstöð rannsókna dr. Jims Homes á svefni. í nýrri bók segir hann, að tilraunir sínar hér á sjálfboðaliðum úr hópi stúdenta hafí kollvarpað mörgum hefð- bundnum hugmyndum um það, hvemig við sofum og hvers vegna. Algengust er sú skoðun manna, sem enn er haldið fram í kennslubókum í læknisfræði, segir hann, að við þörfnumst átta tíma svefns, að það sé skaðlegt heilsu okkar að vera án svefns og að við þurfum að sofa til að endumæra líkama okkar. En það er ekki þannig, segir dr. Home. Líkaminn þarf aðeins um sex tíma svefn, og maður verður ekki veikur, þótt hann verði enn skemmri. Matur og hvíld skipta miklu meira máli en svefn. Stúdentar Hor- nes minnkuðu svefninn niður í fimm og hálfa klukkustund á 60 daga tímabili. „Ég held, að fimm og hálf klukkustund sé að- eins of lítið,“ segir Home. „Sex tímar em um það bil hið rétta.“ Home tekur skýrt fram, að heilinn, sér- staklega efri hluti hans, þurfi svefn. En hann bætir við: „Allt annað frá hálsi og niður úr virðist komst vel af án svefns að því tilskildu, að maður fái reglulega hvíld og heilsusamlega fæðu.“ Hann leggur áherzlu á, að þetta merki ekki, að við getum lifað án svefns: „Engir heilbrigðir svefnleys- ingjar hafa fundizt, hvorki meðal manna né dýra. Við nánari athugun sofa þeir allir.“ Kenning Hornes er ný, en hún byggist á traustum rannsóknum á svefni, sem gerðar hafa verið með rafskautum tengdum við höfuðleður sofenda og komið fýrir kringum augun. Þessar rannsóknir hafa leitt í ljós, að á átta tímum fer svefninn nokkrar um- ferðir. Á fyrstu tveim þriðju hlutum slíks tímabils er bæði um c(júpan og léttan svefn að ræða. En á síðasta þriðjungi þessa tíma er svefn yfirleitt ekki djúpur. Hverri umferð lýkur með öðruvísi „svefntegund", en þá hreyfast augun undir augnalokunum. Þetta er hinn svokallaði REM-svefn (REM = rapid Og svo þegar við getum ekki sofið..hvað þá? eye movement, hraðar augnhreyfingar, svefnblik), sem að jafnaði á sér stað á 90 mínútna fresti, og það er þá sem menn dreymir mest. Almennt hefur verið álitið, að djúpi svefn- inn endurnæri líkamann, en draumsvefninn heilann. En Home er nú sannfærður um, að það sé djúpi svefninn, sem heilinn þarfn- ist til viðhalds og endumýjunar. Þennan nauðsynlega svefn kallar hann „kjarna- svefn", en lausari svefninn „valsvefn" (optional sleep). Mikilvægi „kjarnasvefns" virðist enn ljósara, þegar þess er gætt, að þeir, sem venjulega sofa stutt, fá hlutfalls- lega miklu meira af honum en þeir, sem sofa lengi. Það er síðari svefninn, „valsvefn- inn“, sem þeir missa af, sem sofa stutt. Af þessu leiðir, að flest okkar, gætum stytt þann tíma, sem við sofum, án tillits hversu lengi við emm vön að sofa og það hefði ekki áhrif á hæfni okkar. Við tilraun- irnar í Loughborough, er svefntími stúden- tanna var smám saman styttur mann í fímm og hálfa stund, urðu þeir allir syfjaðir í fyrstu á daginn. En að sögn Hornes var þama ekki um „kjamasyfju“ að ræða, sem stafaði af því, að þeir hefðu misst svefn, sem þeir þörfnuðust, heldur „valsyfju" sem orsakaðist af því, að þeir höfðu farið á mis við svefn, sem þeir vom vanir. „Á meðan maður fær sinn kjamasvefn, getur maður verið í fullu fjöri í langan tíma,“ segir hann. Þetta gæti gefið mönnum þá hugmynd, að þeir gætu tileinkað sér nýjan og þróttmik- inn lífsstíl: Þeir fengju einn eða tvo ttma í viðbót á degi hveijum til að veija í eitthvað annað en svefn. En því miður komst Horne að raun um, að eitt af lögmálum Parkinsons kom til skjalanna, svo að verk þöndust út og náðu yfir þann viðbótartíma, sem fékkst LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. AGÚST 1988 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.