Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1988, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1988, Side 14
Vestræn áhrif einkum á yfirborðinu Sá sem tyllir niður tám í japanskri stórborg verð- ur ósjálfrátt gripinn þeirri tilhugsun að hann sé lentur á mörkum tvennra tíma tveggja menn- ingarskeiða. Hlið við hlið standa austræn hof og vestrænar glerhallir. Á bekk situr þokkadís Skólabörnin ganga öll í einkennisbúningum og eru ákaflega öguð og kurteis en skólagangan verður mörgum ofraun Staldrað við í Kyoto í Japan og spjallað við MATTHILDI HALLDÓRSDÓTTUR, sem þar er búsett. Eftir GUÐRUNU EGILSON í kimónó með vasadiskó, en ungir menn í jakkafötum hneigja sig hvor fyrir öðrum eins og virðulegir aðalsmenn frá síðustu öld. Ungir og gamlir áhorfendur lifa sig inn í fomar hefðir kabúkí-leikhússins, en skammt frá sitja félagar þeirra sem stein- runnir yfír spilakössum. Á sumum veitinga- húsum þurfa menn að fara úr skónum, sitja á gólfinu og borða hráa fískrétti með pijón- um, en annars staðar sitja menn upp á vest- ræna vísu og stýfa hamborgarana úr hnefa undir glymjandi dægurlagatónlist. En þessir austanvindar og vestan renna saman í ljúfa lognmollu því að allir em brosandi og kurt- eisir. Öllum virðist líða vel. Það segir sína sögu um hugarfar Japana að hugtakið nei skuli ekki vera til í málinu. En já segja þeir í tímá og ótíma. Kunnugir herma hins veg- ar að þetta já, eða hæ eins og það hljómar, geti stundum táknað nei. Maður þarf að vera vel kunnugur Japönum og menningu þeirra til að átta sig á merkingu orða, bend- inga og annarrar tjáningar og til þess gefst lítill tími í stuttri heimsókn. Þeir em ekki margir Islendingamir sem hafa hreiðrað um sig til langframa meðal Japana. Þó vill svo til að í gömlu keisara- borginni Kyoto, sem státar af 1.600 hofum og öðmm helgistöðum, em tveir íslendingar búsettir um þessar mundir. Halldór Stefáns- son mannfræðingur býr þar en gegnir pró- fessorsstöðu í stórborginni Osaka og Matt- hildur Kristín Halldórsdóttir leggur stund á gömul japönsk listform jafnframt því að stunda enskukennslu í Kyoto. Og svo undar- lega vildi til dag nokkum snemma júlímán- aðar, að Matthildur og Halldór þurftu að mæla sér mót við tvo hópa íslendinga sem gistu borgina samtímis. Það vom blaðamenn sem nutu þeirrar ánægju að snæða með þeim kvöldverð en hins vegar íslenzkir verk- fræðinemar sem fengu leiðsögn þeirra um japanska skemmtistaði. Þetta var því nokk- urs konar íslendingadagur hjá þeim Matt- hildi og Halldóri, sem hafa sárasjaldan tæki- færi til að hitta landa sína og gefa sér held- ur ekki oft tíma til að hittast sjálf, því að það er mikið að gera í Japan eins og á ís- landi og fögur fyrirheit um vinafundi gleym- ast í önn dagsins þar eins og hérna. Matthildur hefur í nógu að snúast því að hún stundar bæði nám og vinnu eins og margar íslenzkar konur á svipuðum aldri. En hún býr við ólfkt minni þægindi en við eigum að venjast. Hún á heima í litlu jap- önsku húsi ásamt manni sínum, Ronnie frá Perú, og þau lifa uppá japanska vísu — sofa á bastmottum, sem Japanir kalla tat- ami og nota raunar sem mælieiningu eins og við notum fermetra. Fáir Japanir sofa í rúmum vegna þess að þau eru svo plássfrek en húsin þeirra lítil, og tatami hefur þann Japanskur ferðalangur að biðja um heill og hamingju syni sínum til handa kost, að því má rúlla upp og leggja til hliðar á daginn. Flestir sitja á gólfinu við lág borð á með- an þeir matast en þó færist í vöxt að fólk sitji á stólum. Heimilistæki eru af skomum skammti vegna þess að japanskar konur eru flestar heima og elda mat og þvo þvotta með gamla laginu. „Hátæknin nær ekki inn á heimiiin," segir Matthildur. „Hér er litið á konur sem þjónustufólk og því er talinn alger óþarfí að framleiða tæki til að létta þeim störfín. Og konur eiga yfirleitt mjög erfítt uppdráttar í þessu samfélagi. Hefð- imar em svo sterkar. Þótt ungar stúlkur hafi skoðanir og metnað á skólaámm verð- ur það yfírleitt að engu þegar þær gifta sig og renna saman við rótgrónar hefðir sem eiga upptök sín fyrir mörgum öldum og ráða enn ferðinni þótt erlend áhrif virðist vera að aukast." Og hvernig er þá litið á vestrænar konur eins og þig? „Japanir taka okkur kurteislega eins og öðmm. Þeir hafa flestir heyrt eða lesið eitt- hvað um svona skepnur," segir hún og hlær við. „En við, og þá á ég við útlendinga al- mennt, verðum aldrei hluti af japönsku sam- félagi. Við emm öðmvísi, hugsum öðmvísi og Japanir telja okkur öðmvísi. Og eftir því sem ég eldist fínnst mér erfíðara að vera ekki hluti af því umhverfi sem ég hrærist f. Þess vegna held ég að ég verði hér ekki til lengdar." Geishurnar Lifa Góðu Lífi Matthildur kveðst hafa flökkublóð í æð- um. Fjórtán ára gömul dvaldist hún sumar- langt í Þýzkalandi og sautján ára að aldri varð hún skiptinemi í Mexíkó. Síðar fluttist hún til Danmerkur og var þar félagi í til- raunaleikhópi sem starfaði við góðan orðstír. Þar kynntist hún ýmsum austrænum tján- ingarformum og flutti sig því um set til Indlands til að læra dans. A Indlandi komst hún í kynni við þau japönsku listform, sem hún leggur stund á núna. Þau heita Nihon- Buyo, sem er einkum dans og einungis ætlaðar konum og hið fomfræga Noh- drama, tjáningarform fyrir karlmenn sem sameinar dans, söng og leiklist. Matthildur segir að Noh-drama sé elzta leiklistarform i heimi, sem iðkað hafi verið óslitið. „Ég heillaðist mjög af Nihon-Buyo og Noh og það var til þess að ég fluttist til Tokyo til að kynnast þeim frekar. Þar kynntist ég manninum mínum, sem var við nám í jap- anskri dráttlist, calligraphy. Síðan fluttumst við hingað til Kyoto, sem er miklu hlýlegri borg en Tokyo og hér er meiri rækt lögð við fomar listgreinar." íhvers konar'skólum fersvona nám fram? „Svona nám fer ekki fram í neinum skól- um. Þetta er gamall arfur sem hefur flutzt milli kynslóða og lærist kannski aldrei til fullnustu. Ég stunda nám hjá japönskum fjölskyldum og reyni að tileinka mér það sem þær hafa þegið I arf. Það er mjög erf- itt að útskýra, hvemig námið fer fram en það er bæði andlegt og líkamlegt og afar fjölþætt. Ég ætla mér ekki að stunda þessi listform á sama hátt og Japanir, heldur blanda saman vestrænum og austrænum arfí í dansi og annarri tjáningu." Lifa svona listform góðu lífi í þessu tæknivædda samfélagi? „Það hefur að sjálfsögðu margt breytzt hér í Japan á undanförnum árum en breyt- ingamar eru kannski helzt á yfirborðinu. Það fer til dæmis ekki mikið fyrir geishum í japönsku samfélagi nú á tímum en eigi að síður hafa menn fyrir satt að allra helztu ákvarðanir í stjómmálum séu teknar í geishuhverfum í Tokyo og Kyoto. Beztu 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.