Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1988, Side 18
þar sem óvæntar uppákomur
bjða. í öllu Lapplandi búa
210.000 manns, þar af aðeins
4.000 Lappar. Við millilendum í
Oulu, 97.000 manna bæ, nefndur
„hin hvíta borg norðursins" —
falleg borg, byggð á ótal litlum
eyjum og árhólmum, þar sem
skógarhögg og timburflutningar
hafa mótað þéttbýlið. Fyrir norð-
an Oulu byrjar Lappland.
Höfðað til ferðamanna
umjólin
Flogið er yfír höfuðborg Lapp-
lands, Rovaniemi, 32.000 manna
bær, með nyrsta háskóla í heimi
og heimskautsbauginn um borg-
armiðju. Rétt hjá hafa Finnar
byggt „Jólasveinaríkið", lítið
ferðamannaþorp reist úr bjálka-
húsum. Að sjálfsögðu er jóla-
sveinaverkstæði í þorpinu, þar
sem seldir eru minjagripir.
Finnar eru að byggja upp ævin-
týralega ferðaþjónustu tengda
jólunum. Endalausir skógarflák-
ar teygja sig yfír bauginn og víða
sjást tijábolir í stöflum. Kannski
prentpappír Morgunblaðsins
verði síðar búinn til úr einmitt
þessum trjábolum. Lappland má
heita einn friðaður þjóðgarður
þar sem ekki má virkja ár og
vötn. Rafmagn er því keypt frá
Rússlandi.
Ivalo — áður sam-
gönguæð til Petsamo
Lent er á nyrsta flugvelli Lapp-
lands, í 18 stiga hita og blanka-
logni (regnskúrir og 14 stiga hiti
í Helsinki á sama tíma). Ivalo
var áður mikilvæg samgönguæð
til heimskautahafnar Petsamo,
sem nú er í höndum Rússa. Leið-
sögukona og bílstjóri sameinast
í háskólanemanum — Meiju —
sem bíður á flugvellinum og leið-
ir okkur í átta manna bíl með
öllum þægindum, þar sem koma
saman japanskir ferðamenn, al-
gengir á Lappaslóðum, hollenskir
skurðlæknar í hvataferð í tengsl-
um við ráðstefnu í Helsinki og
íslendingar — sjaldséðir fuglar í
Lapplandi!
Hótelherbergin bjálkahús
I skógínum
í þjónustubyggingu hótelsins
er gott veitingahús, minjagripa-
sala og danspallur á kvöldin.
„Hótelherbergin" eru bjálkahús
úti í skógi — öll staðsett í góðu
göngufæri og gufubaðið —
ómissandi í Finnlandi — í miðju
skógarrjóðri! Húsin eru öll með
snyrtingu og sturtu, þau stærri
með eldhúsi og ami. Rúmstæði,
borð og bekkir eru úr bjálkum —
blóm í holum tijástofnum utan
við glugga — viðarbútar í arin
við húsvegg. Friðsæld, þytur í
tijálaufí, ber og blóm á skóg--
arstígum — þrusk rétt hjá og
stór hjörtur birtist milli tijánna.
Gullgrafaraþorpið,
Tankavaara
Hríslandi spenningur fylgir
gullgreftri! Árið 1870 fannst
fyrst gull í Lapplandi og gullæði
hefur gripið um sig af og til.
Núna lifa 15-20 manns á gull-
greftri, en ferðamönnum er boðið
upp á að spreyta sig á gullleit í
gullþorpinu Tankavaara, þar sem
undirbúningur er í fullum gangi
fyrir hina árlegu, almennu gull-
grafarakeppni. Árið 1936
dreymdi Lappa einn, að lítill
rauð- og gráklæddur maður
kæmi til hans og segði: „Farðu
og grafðu undir trénu í Tankava-
ara, þá verður þú ríkur maður“
— það var upphafíð að gull-
greftri hér! GuIIgrafarasafn var
opnað 1983 og þar er flest til
sýnis sem tengist gullgreftri í
Lapplandi. Gulldust og litlir gull-
molar bera nöfn eftir stærð —
allt frá „lús“ upp í „kakkal-
akka“! Gullið er viktað á móti
eldspýtum — áður þýddu 8 eld-
spýtur 1 kílógramm, en núna eru
þær léttari og 10 eldspýtur þýða
eitt gramm af gulli.
Grafið eftir gulli!
Lækurinn sem geymir gullið
rennur rétt hjá safninu. Heim-
skautaregnskúrinn sýnir, að
Finnar eru við öllu búnir í ferða-
þjónustu! Allir fá pakka með plas-
tregnkápum — úlpur hér og
stígvél þar og hópurinn er tilbú-
inn í guilgröft! Skóflur eru til
reiðu við lækinn. Stungið er niður
á álitlegasta staðnum, skóflufylli
mokað á „pönnu" — síðan sest á
tréplanka í lóninu, þar sem
„pannað" er af miklu kappi. Fyrst
þarf að hreinsa burt steina og
láta létta mold fljóta út í lónið,
en svartur sandur og þungar
gullagnir sitja eftir í botninum —
og hugsa sér — nokkrar gular
agnir og örsmáar flísar sitja eft-
ir. Við höfum fundið gull!
Kvöldverður í Lappatjaldi
við langeld
Eftir að hafa hresst sig í gufu-
baði og barið sig með blautum
birkihríslum — ganga ferðamenn
— angandi af birkilykt — til
kvöldverðar í Lappatjaldi. Á mat-
seðlinum er lungamjúkt hrein-
dýrakjöt með kartöflustöppu og
beijasósu, eldað í grýtupottum,
sem hanga í krókum yfír langeld-
Merja, leiðsögukonan okkar í Lappaþjóðbúningi fyrir framan kvöldverðartjaldið.
INARI—vatn
/J^'VlVALO
Raaho ,’:.m
tr-fiW
ma
Ptetar&ai
tuu
.Nurmöö
jiAtka*
'J.joensuu
CuriKý'íXI**
P«r*l‘í V
'Sífimua
Uuslkmipilnla
Mamti
'Kotka
Helsinki
f’orVkalH
Gulf of Finland
HEIMSKAUTSBAUGUR
ÞAR SEM
LAPPLAND BYRJAR^
KríalwiArtknutv
<kmSemSSsi
Bothnia
RaumÆ
inum. Andrúmsloftið og hughrif
gamla tímans við langeldinn gera
máltíðina ógleymanlega. Strýtu-
mynduð Lappatjöldin eru'búin til
úr þéttstæðum birkitijám, sem
mosi er breiddur á til einang-
runar. Gamall Lappi sér yfírleitt
um borðtónlist, en að þessu sinni
er hann að elta hreindýrin sín úti
í skógi.
Menningarleg og þjóðleg
ferðaþjónusta
Lappatónlistin er angurvær og
seiðmögnuð, engin orð, engin
hljóðfæri — aðeins söngl sem
stígur og hnígur og allir geta
tekið þátt í. Lappar safnast oft
saman í tjöldum sínum og syngja
alla nóttina. Við fáum moltuber
og moltubeijalíkjör í eftirrétt.
Áberandi hvað öll efni hér, bæði
til húsa- og matargerðar eru sótt
beint í næsta umhverfí. Ferða-
þjónusta Lappanna sýnir sér-
stæða, þjóðlega menningu. Eftir
matinn er hægt að sveifla sér í
dansi eða fara upp á næstu hæð
til að horfa á miðnætursólina, ef
heimskautaský skyggja ekki á
hana.
Hið helga INARI-vatn
Morguninn eftir er lagt
snemma af stað með nestiskörfur
og ekið meðfram Inari, hinu
helga vatni Lappanna — með
3.000 eyjum. Ein eyjan ber nafn-
ið „Klettur Guðs“, á annarri er
trékirkja frá 18. öld, reist á
rústum hofs frá heiðnum sið,
byggð til að fagna kristnitöku
Lappanna — trúboði, sem aldrei
var alveg lokið við. Gamlir Lapp-
ar, „munkar" eða menn með tö-
framátt, —■ áttu aðsetur úti í
eyjum Inari. Lappar fóru með
eiginkonur, sem voru „ekki Guði
þóknanlegar" út í eyjar, skildu
þær eftir matarlausar, en gáfu
þeim síðan laxasúpu er læknaði
alla kvilla! Á sumrin eru tíðar
bátsferðir á vatninu — bæði skoð-
unar- og veiðiferðir, en mikið er
þar af vænum silungi. Almenn
veiðileyfí í ám og vötnum Lap-
plands er hægt að kaupa á næstu
póststöð eða hjá skógarverði —
þau kosta um 270 krónur og gilda
árið!
Siglt eftir ánni og
snætt í skógarrjóðri
Ævintýralegast er að sigla
eftir bugðóttu Lemmenjoki-fljóti
í aflöngum Lappabátum — þar
sem skógurinn speglast í logn-
kyrrum vatnsfleti — þar sem sef-
bráin hylur víða vatnsborðið og
hvergi sést merki um mannabú-
staði — aðeins ferðamenn og
hressir finnskij skólakrakkar
með bakpoká. í fallegri vík er
18