Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1988, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1988, Blaðsíða 22
Enn leitað skýringa á fækkun ferðamanna? Aðilar í ferðaþjónustu velta nú þeirri erfiðu spurningu fyrir sér „hvað næsta framtíð muni bera í skauti sér“ — eft- ir samfellda fjölgun ferða- manna um langt árabil þar til nú í sumar? Erum við að stefna inn í kreppu í ferða- þjónustu þar sem margir sam- verkandi þættir gera atvinnu- greininni erfitt fyrir? Er það verðlagið eftir allar álögurn- ar, dollaragengið, markaðs- stefnan eða stefnuleysið - eitt- hvað af þessu eða allt? Ef tU vill takmörkuð landkynning vegna skertra framlaga rikis- valdsins til ferðamála? Aðilar í veitinga- og hótelrekstri í vaxandi erf iðleikum Hverjar sem orsakimar eru — er ekki einkennilegt þó að spurt sé — þegar fyrir liggur, að fjár- festing í ýmiskonar ferðaþjón- ustu hefur verið mjög ör á skömmum tíma, ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu og þegar alkunna er að margir aðilar í veitinga- og hótelrekstri eiga nú í vaxandi erfiðleikum hvað hægt sé að gera til lausnar vandanum eða til að skilja eðli hans. Fækk- un ferðamanna gerir þennan vanda enn alvarlegri, enn frekar þegar ljóst er að þeir ferðamenn sem koma virðast ekki nýta sér þá þjónustu sem í boði er sem skyldi. Ekki fer á milli mála að þessi mikla fjárfesting er að hluta til komin vegna yfirlýstrar stefnu opinberra forystumanna í ferðamálum, sem um tvö síðast- liðin áramót lýstu yfir mikilli bjartsýni með næstu framtíð — í ljósi eða glýju nýlokins leið- togafundar. Það er athugunarefni að velta fyrir sér hver hin raunverulega ástæða fyrir því erfíða árferði er virðist blasa við. Talsmenn í ferðamálum hafa marglýst yfír að fækkun Bandaríkjamanna til landsins megi rekja til lágs doll- aragengis gagnvart íslenskri krónu og Evrópugjaldmiðlum. Fróðlegt er þá að sjá hvemig þetta kemur fram samkvæmt V-Evrópu í heild. Bandarískar ferða- skrifstofur með aukningu til Evrópu í nýrri skýrslu frá Ferðamála- ráði Evrópu (18.7.sl.) kemur fram samkvæmt upplýsingum frá heildarsamtökum banda- rískra ferðaskrifstofa — ASTA — hafa 72,8% af þeim jafngóðar eða betri bókanir í ár til Evrópu en í fyrra. 42% bandarískra ferðaskrifstofa skýra frá hreinni aukningu — þrátt fyrir „óhag- stæðan dollar“. Um 30% skýra frá svipaðri stöðu og 1987, en aðeins 27,8% sögðu frá sam- drætti. Samkvæmt skýrslum banda- ríska samgönguráðuneytisins um flug til Evrópu kemur fram, að í apríl var tæplega 5% aukn- ing í flugi miðað við sama tíma 1987, en milli 1986 og 1987 var hvorki meira né minna en 36% aukning! En ef litið er til fyrstu fjögurra mánaða ársins er aukn- ing í flugi 8,2%. í heildartölum þýðir þetta, að fyrstu fjóra mán- uði ársins ferðuðust liðjega 1,5 milljónir Bandaríkjamanna flug- leiðis til Evrópu, en allt árið 1987 voru þeir yfír 6 milljónir. Samkvæmt sömu heimildum er gert ráð fyrir aukningu á öðrum ársfjórðungi 88 til Evrópu miðað við 1987, ennfremur gerir bandaríska blaðið „Travel Age East“ ekki ráð fyrir samdrætti. Lágt dollaraverð ekki meginástæðan Af þessu er ljóst miðað við reynslu annarra Evrópuríkja að ekki er hægt að sætta sig við þá skýringu, að lágt skráður dollari sé meginástæðan fyrir fækkun bandarískra ferðamanna — nema einhver haldbær rök finnist fyrir því að önnur lögmál gildi um ferðalög til íslands. Hinsvegar er ljóst að mjög fáir bandarískir ferðamenn koma hingað, miðað við ferðalög þeirra til stærri -V-Evrópuríkja þannig að erfítt er að alhæfa hagtölur. En þrátt fyrir þá staðreynd stenst það vart að skýra okkar vandamál með þeim hætti að hér gildi önnur lögmál en í ná- Erum við að missa ferðamenn- ina eða gefa þeir sem koma ekki nægar telqur? gjaldmiðlar V-Evrópu hátt skráðir til dæmis þýska markið. Ekki virðist það hafa sópað hing- að þeim fjölda þýskra ferða- manna, sem ráð var fyrir gert. Það er umhugsunarefni, að ein- mitt í þeim tveimur löndum eða markaðssvæðum, þar sem fækk- unin er mest áberandi, eru opin- berar íslenskar landkynningar- skrifstofur. Fróðlegt væri að heyra skýringar þeirra — meðal annars til að taka Ynið af — fyr- ir 1989. Héðan af er lítið hægt að gera til að hafa áhrif á út- komu þessa árs, því miður. En nú undirbúa menn markaðsstarf- semi sína fyrir 1989 og þá er jafngott að hafa upplýsingar sem hægt er að byggja á. Eftirmáli Vika er liðin síðan framan- greint var ritað. Nú liggur fyrir að nokkur aukning ferðamanna hefur orðið í júlí og er það ánægjuefni. En sú spurning vaknar enn, hversu mikið gildi tölumar einar hafa, þegar fátt liggur fyrir um heildarafkomu og hvernig tekjuþættir skiptast? Vissulega segja tölumar nokkra grannalöndunum. En það er líka önnur hlið á þessu máli. Á meðan dollari er skráður lágt, eru hinir sterkari 22

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.