Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Blaðsíða 4
Stungið aaman nefjum & umboðsskrifstofu fljótabátanna. Hvert skyldum við fara næst? FLJOTA- FÓLKIÐ Aður en ég fór til Frakklands sagði einn vinur minn við mig: „Þegar þú kemur til Parísar skaltu sigla á Signu. Allar merkilegustu bygg- ingar Parísar standa við Signu.“ Og þegar ég kom til Parísar sigldi ég á Signu og sá Jocelyn og Lucien Blampain í bát sínum allar helstu byggingar Parísarborgar. En ég sá lika annað. Innan um bjarta og glæsi- lega veitingabáta sem sigldu ferðamönnum um Signu, sigldu dökkir og yfirlætislausir flutningabátar upp og niður ána. Á þessum bátum virtust yflrleitt vera hjón sem hafa heimili sitt um borð í bátnum, þvottur hékk á snúrum og oft var bíll á dekkinu. Er ég spurðist fyrir um þetta fólk var mér sagt að þetta væri fljótafólkið — „marineres" á frönsku, fólk sem Frakkar líta á sem sér- stakan þjóðflokk. Til sjós er „mariniere" sjómaður sem stendur milli yflrmanna og háseta í virðingarstiganum, og ef til vill hefur fljótafólkið fengið þetta nafn af því að það gengur í öll störf um borð í bátum sínum, er bæði skipstjóri og háseti í senn. Það hefur átt sitt heimili á báti alla ævina, kynslóð eftir kynslóð og á bátnum er vinnustaðurinn einnig. Þetta fólk tekur að sér flutninga á Signu og öðrum fljótum og fyrir því eru allir dagar jafnir, en lífið gott engu að síður og ekki yfir neinu að kvarta. Eftír ÁSU HELGU RAGNARSDÓTTUR Það býr um borð í bátum sínum og hefur atvinnu sína af því að flytja vörur upp og niður ár í Frakklandi og nálægum löndum. En allar helstu stórár í Evrópu eru tengdar saman með skipaskurðum og hægt er að sigla eftir þeim frá Norðursjó til Miðjarðar- hafs yfír í Svartahaf, í gegnum Rússland yflr í Eystrasalt o.s.frv. Fljótafólkið liflr óvenjulegu lífl. Það.veit aldrei hvar það verður næsta dag, eða í næstu viku, hvað þá á næsta ári. Það lifir frá degi til dags. Ég held að það sé eins farið með flesta Is- lendinga og mig að þekkja lítið líf þessa fljótafólks. Mér þótti það forvitnilegt og ákvað að reyna að kynnast því nánar. HVERT SKAL HALDIÐ? Skammt fyrir vestan París er lítill bær sem nefnist Conflans-Sainte-Honorine. Þar er heimahöfn fljótabátanna og þangað lagði ég leið mína einn bjartan vordag ásamt Benna ljósmyndara. Þó þessi bær sé rétt fyrir utan París, er eins og maður sé kom- inn upp í sveit. Það er enginn að flýta sér, fólkið gefur sér tíma tii að spjalla og þegar við spurðum til vegar var okkur fylgt upp að dyrum umboðsskrifstofu bátanna. Þessi umboðsskrifstofa er sérkennilegt fyrirbæri. Hún sér um að útdeila flutningi á fljótabát- ana. Þegar við komum inn var andrúmsloft- ið hlaðið spennu. Þar var fullt af fólki, flest- ir reyktu eins og þeim væri borgað fyrir það, aðrir gengu órólegir um gólf og enn aðrir einblíndu á stóra töflu sem hékk á einum veggnum. Við skildum ekkert í því hvað var að gerast. Nokkrir gamlir menn litu okkur Benna homauga. Seinna kom svo i.ljós að þeir héldu að við værum njósnarar fyrir flutningalestimar sem em í stöðugri samkeppni við bátana. Er við höfðum verið inni svolitla stund fóm ljós að blikka á töfl- unni á veggnum. Númer og tölur birtust á töflunni, og þá fór nú aldeilis að færast fjör í leikinn. Maður með hátalara birtist og fór að kalla upp bátanöfn og menn hrópuðu og kölluðu hver í kapp við annan. Fljótlega komumst við að því að verið var að úthluta ferðum til bátanna. Úthlutunin fór að sjálf- sögðu eftir röð, en ferðirnar em misjafnlega langar og farmurinn er einnig misjafnlega verðmætur og þar af leiðandi gefa þær misjafnlega mikið af sér. Er úthlutun var lokið og það slaknaði aðeins á spennunni, leituðum við uppi okkar fólk, Lucien og Jocelyne Blampain. Okkur hafði verið bent á að ræða við þau, sem dæmigert fljóta- fólk. Þau reyndust vera glaðlegt og einstakr lega fijálslegt fólk. Við fylgdum þeim um borð í bátinn þeirra sem heitir því sérkenni- lega nafni Fomavy. Um leið og við komum um borð klappaði konan bátnum eins og maður sér góðan hestamann klappa hestin- um sínum, það var augljóst að henni þótti vænt um bátinn sinn. Aðspurð sögðust þau bæði hafa alið allan sinn aldur um borð í fljótabátum. Þau fæddust bæði um borð í bát og báturinn hefur verið þeirra heimili síðan. Foreldrar þeirra eyddu líka allri sinni ævi um borð í bát, eins og afar þeirra og langafar. Þannig hefur það gengið mann fram af manni. Þau þekkja ekki annað líf, þau kunna ekki neitt annað, og langar ekki að gera neitt annað. Og þegar þau tala um bátinn sinn.er eins og þau séu að tala um bamið sitt, augun Ijóma, og hlýjan leynir sér ekki í málrómnum. Það er eins og að veröldin sé öll um borð í þessum bát. LífiðUmBorð Okkur er boðið niður í vistarverumar sem em svefnherbergi, lítil stofa, eldhúskrókur og bað. Allt plássið er fullnýtt. Þó ekki þannig að það virðist yfirhlaðið. Það er eins og þau hafí hugsað út hvem fermetra. Það er pínulítil þvottavél inni á baði, og gaselda- vél í eldhúsinu. Kassar með matvælum standa á eldhúsborðinu. „Ég þarf alltaf að hugsa allar máltíðir löngu fyrirfram,“ segir Jocelyne. „Ég kemst ekki alltaf í búðir þeg- ar ég vil. Én það gerir ekkert til, það kemst upp í vana. Lucien er mikið fyrir góðan mat eins og þú sérð!“ Við Benni brosum því bóndi hennar er vel í holdum. Jocelyn sjálf er dökkhærð, lagleg kona og ákaflega brosmild. Það vekur athygli mína að hún er í pilsi og hælaháum skóm þó hún búi um borð í bát. Klæðir sig nákvæmlega eins og aðrar franskar konur. „Dagurinn byijar hjá okkur klukkan hálf sjö,“ segir Jocelyne. „Þá setur Lucien vélina í gang. Það er mín vekj- araklukka. Við þurfum að vera komin af stað klukkan sjö til þess að halda áætlun og getum siglt fram til klukkan sjö á kvöld- in. Ef upp kemur töf, svo sem bilun á vél- inni, verðum við að sækja sérstaklega um leyfi til þess að fá að sigla á nóttunni, og þá þurfum við að borga fyrir það. Það geta komið upp þau tilvik að við neyðumst til að gera það. Dagurinn líður svo við að dytta að vélinni, mála og halda bátnum við. Einn- ig þarf að þrífa bátinn, elda mat og fleira. Kvöldin eigum við svo sjálf. Þá höfum við það notalegt, sitjum tvö ein og spjöllum eða horfum á sjónvarpið. Þetta er tilbreytinga- ríkt líf. Við vitum aldrei fyrirfram hvert við förutn. Við getum verið í París á morgun og farið svo næstu ferð til Belgíu. Við förum sjaldan á sömu staðina, og við sjáum margt og upplifum margt. Auðvitað er skemmti- legra að koma á suma staði en aðra. Mér flnnt til dæmis alveg sérstaklega gaman að koma til Rúðuborgar. Ég nýt þess ein- hvem veginn að vera í þeirri borg. Það er líka alltaf gaman að koma til stóru borg- anna og til annarrra landa. Þar sér maður og uppliflr hluti sem ekki em hér. Það má segja að líf okkar sé þannig að þú ert alltaf að koma og fara. í síðustu ferð fluttum við hveiti, í þessari ferð flytjum við frauðplast. Um helgar eru bömin með í ferð, en virka daga eru þau í heimavistarskóla í Conflans

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.