Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Blaðsíða 8
U r myrkrinu
herberginu var rökkur. Frá aðalgötum borgarinn-
ar heyrðist lífsins ys og varð að undirleik fyrir
þá dauðaþögn sem þar ríkti inni. í gegnum rist-
ina á háum járnofninum lýsti kolaeldurinn án
þess að veita nokkra eiginlega birtu, varpaði
Smásaga eftir VICTORIU
BENEDICTSSON
Myndskreyting: Árni Elfar
Guðni Rúnar
Agnarsson þýddi
aðeins þéttum geisla á neðri hlutann af ljósu
mannsandliti, sem í myrkrinu virtist upplýst
innan frá — mótað úr glóandi, gegnsæjum
rauðum málmi.
Maðurinn sat framlútur á stól, hendumar
voru krepptar saman milli hnjánna og augna-
ráðið starði inn í eldinn. Útlínur líkama hans
hurfu nánast í myrkrinu.
Homið við hliðina á ofninum var girt af
með forhengi og þar var myrkrið þéttara en
annars staðar, þar var ekkert hægt að greina.
Allt hafði horfið inn í gapandi hyldýpi sort-
ans. En úr hyldýpinu teygði sig eitthvað og
þar sem örlítill vottur af lýsingu féll á það,
virtist sem það væri legubekkur, og viðkvæm-
ir menn hefðu fundið það á sér, að bakvið
djúpt myrkrið við höfðagaflinn leyndist hvasst
augnaráð og óeðlilega næm heym.
„Það er sjúkur blettur í heilanum á mér,“
sagði rödd úr myrkrinu sem talaði hægt, var
sorgmædd og hljómlaus, nokkuð djúp kven-
rödd. „Hann kom þegar ég var bam, og það
er hann, sem hefur vaxið. Allt það sem hefur
sært mig og íþyngt mér hefur beinst að þess-
um eina bletti; nú er skelin mjúk og mótstað-
an þorrin."
Maðurinn hreyfði sig ekki, en djúpstæð og
vingjamleg augu hans horfðu með samúð inn
í myrkrið, þaðan sem röddin kom.
„Það er eins og ég hafi lifað í hundrað
ár,“ hélt hún áfram, „og nú er ég aðeins tómt
hýðið utan um það sem hefur lifað — hol að
innan eins og gamalt furutré.
Mér finnst eins og ég hafi séð kynslóðir
koma og fara, ég hef séð manneskjur.fæðast
og hverfa, ég hef bundist samböndum, sem
hafa verið full af safa eins og ungir vorjgræð-
lingar, en þau hafa öll orðið að engu. Eg hef
lifað sem í hundrað ár. Og samt varð ég aldr-
ei, aldrei það sem ég vildi."
Þögnin fyllti aftur herbergið, þung og
líflaus. Hávaði lífsins féll árangurslaust að,
féll til baka og varð aftur að lágværum undir-
leik.
„Faðir minn hataðí ekki konur," heyrðist
þessi tilbreytingarlausa, hljómsnauða rödd
segja á ný, „það var verra en það; hann fyrir-
leit þær. Móðir mín stakk af til útlanda með
tenórsöngvara og vann síðar við leikhús. Ég
ólst upp hjá föður mínum, ég hafði nýlega
verið skilin frá bijóstmóður minni þegar við
urðum ein, hann og ég.
Meðan ég var ennþá svo lítil, þá hafði ég
ekkert kyn í hans augum; ég var ekki stærri
en hvolpur. En ég var hold af hans holdi,
blóð af hans blóði — það er að segja hans
eign — og hann þarfnaðist einhverrar mýktar
og hlýju, sem gat þrýst sér upp að honum;
hann þarfnaðist lifandi veru í kringum sig,
sem gat rekið einmanaleikann á brott.
Hann var hræddur við einveruna — faðir
minn — því að þegar hann var einsamall fékk
hann svarta óra í höfuðið, óra sem fyrirvara-
laust gátu kallað og kreist fram angistina.
Ekkert hlýjar eins vel og bamslíkaminn, ekk-
ert róar jafn blíðlega og smáir kubbslegir
handleggir, og ekkert veitir jafn draumlausa
hvflu og andardráttur bams. Þess vegna varð
Nína félagi pabba síns, þess vegna svaf hann
með hendur sínar lagðar utan um litla líka-
mann hennar, þess vegna mataðist hann með
hana sér við hlið eins og alvöm konu og þess
vegna reið hann um landareign sína með
hana sitjandi fyrir framan sig jrfir bóg hests-
ins. Og þess vegna dýrkaði Nína pabba sinn.
Hún var ennþá lítil, hvorki drengur né telpa,
aðeins þunglamalegt bam ...
En Nína óx. Og hún fékk grannan háls
og langar hendur, hún fékk munn sem missti
tennur, hún fékk spyijandi og undrandi augu.
Og þá sá faðir hennar að hún var stúlka."
Röddin gerði hlé og maðurinn beygði sig
fram til að skara í kolaeldinn, svo að skinið
frá glóðinni fuðraði upp.
'„Æ, ég var svo lítil, þegar ég áttaði mig
á því hvað það var sem hann hafði á móti
mér, ég var svo lítil, að ég fæ ekki skilið,
hvemig mér var gerlegt að skilja það.
Ég átti enga leikfélaga, fóstra mín var
gömul og önug, öll mín hlýja og væntum-
þykja beindist föður mlnum. Böm búa yfir
þeirri eðlishvöt, sem kennir þeim að lesa í
sálir þeirra fullorðnu og næstum því aldrei
les rangt. Og sorgir bama era jafn raun-
veralegar og sorgir þeirra fullorðnu — nógu
djúpar til að setja sín spor sem vara allt lífíð.
Ég líkist föður mínum, var snaggaraleg
og fljót eins og hann, þunglynd og blóðmikil
eins og hann; átti auðvelt með að blossa upp
I yfirspennta glaðværð, fljót að sökkva niður
í vonlausa örvæntingu. Þvflíkt undur að hann
skyldi samt hafa mætur á mér!
Þegar ég var sex eða átta ára fóram við
að leika saman skopleikinn okkar — bama-
skopleik; að ég væri það sem hann óskaði
sér, drengur. Eg reið með honum á mínum
litla hesti, ég tók upp drengjalega framkomu
og lærði að blístra, ég þreytti líkamskrafta
mína, og blótaði lítillega til að þóknast hon-
um.“
Sú sem talaði þagnaði og virtist leita I
minningunum.
„Ég veit það ekki fyrir víst, hvenær ég tók
eftir þvi' í fyrsta sinn, fyrirlitningarsvipnum,
samblandi af gremju og andstyggð, sem and-
lit og rödd föður míns sýndu svo oft, en ég
held að það hafi verið eitt sinn sem greyptist
sérstaklega djúpt I sálu mína. Við voram I
útreiðartúr og höfðum brokkað greitt. Faðir
minn var ákafur og heitur, augun svört og
nasavængimir þandir. Ég vissi að þegar hann
leit svona út þá var hann til alls vís. Við
komum að djúpri lægð eða skurði og faðir
minn þeysti yfir hann, hann sneri hestinum
og beið þess að sjá mig leika þetta eftir.
Hesturinn minn var smávaxinn, ég veit ekki
hvort það var mín vegna eða sjálfs sln, en
hann tók ekki stökkið; hann staðnæmdist við
brún skurðarins. Þá sveigði faðir minn hesti
sínum — ég get enn þann dag I dag séð fyr-
ir mér þessa sveigju! — og án nokkurs til-
hlaups flaug dýrið yfír skurðinn I kröftugu
og mjúku stökki. Það nísti um mig hrollur
aftur I hnakka og niður I hársrætur þegar
faðir minn tók um handlegg mér, horfði
hranalega I augu mér og sagði: Þú ert hrædd!
Síðan sagði hann ekkert meir, sleppti takinu
á handleggnum, eins og hann blygðaðist sín
fyrir að hafa beitt mig slíku taki. Augnaráði
hans brá aðeins yfir mig og hestinn. Ég var
næstum því klædd eins og drengur og reið I
venjulegum hnakk, en yfir hnakknefíð lagðist
dökkblátt pilsið ...
Þá sá ég þetta I augum hans. Þetta, sem
braut mig niður, sem alla tíð síðan hefur
beygt mig I duftið, nei, ekki beygt mig, held-
ur látið mig falla saman eins og klæði falla
saman af sínum eigin tómleika.
Hann sagði ekkert frekar og sjálf mælti
ég ekki eitt einasta orð. Hann keyrði aðeins
hestinn sinn áfram með svipunni og brokkaði
burt, en ég sat áfram eftir. Ég skynjaði það
með mínum leyndardómsfullu eðlishvötum að
hann fyrirleit mig ekki vegna þess að ég var
hrædd, heldur af því að ég hafði réttlætingu
fyrir því að vera hrædd. Eg gat aldrei orðið
annað en ... ein úr hópi þeirra, þar sem
hugleysið er dyggð!"
Röddin þagnaði, hún var farin að titra af
þjáningu.
„Þetta var ekki það eina, þetta var aðeins
það fyrsta sem ýtti á þennan veika blett, sem
allar götur síðan hefur verkjað undan hverri
ertingu.
A bænum var smaladrengur, snöggur og
fallegur drengur, hér um bil á mínum aldri.
Það hafði verið gleði föður míns að láta mig
allt frá unga aldri reyna handleggskrafta
mína á þessum dreng. Og með ánægju sýndi
ég allan þann mátt sem I mér bjó og ég var
hreykin af því að ég gekk yfírleitt af velli sem
sigurvegarinn. En dag nokkum rann það upp
fyrir mér. Ég létti takinu, blóðroðnaði í öllu
andlitinu eins og hann hefði slegið mig. Ég
leit á hann með ofsafenginni beiskju! Þú
svindlar — þú ert sterkari en ég!
Og ég gekk þaðan burtu, yfirbuguð af
þeirri auðmýkingu að hafa látið leika svona
lengi á mig, að hafa fengið sem náðargjöf
þessa léttunnu sigra, sem andstæðingurinn
hafði gefið mér, af því að ég var ekki einu
sinni svo sterk að það gæti talist heiður að
sigra mig.
í þessum tveimur atvikum hefur þú lykilinn
að öllu lífí mínu.
Og upp úr þessu var endi bundinn á alla
útreiðartúra, eins og allt annað. Við gátum
ekki lengur látið sem ég væri drengur. Ég
varð þögul og hæg og fólk leit með undran
á þetta daufa bam, sem aldrei gat hlegið.
En ég átti eftir sem áður minn uppáhaldsstað
I vinnustofu föður míns. Ég hafði valið mér
stað sem lítið bar á bakvið gamlan vínskáp,
I hominu við vegginn. Faðir minn fékk ennþá
svarta óra I höfuðið um leið og hann varð
einsamall. Fyrir honum var ég einhvers konar
vemd gagnvart þeim; og ég traflaði hann
aldrei.
Hann var ágætur samkvæmismaður, hnytt-
inn en dálitið illkvittnislegur. Það komu oft
ókunnugir menn I heimsókn til hans, einn eða
fleirri úr hópi vina hans, og þeir skröfuðu
saman yfír toddýglasi. Þeir gleymdu líklega
oft nærvera minni, því ég heyrði stundum
hluti, sem ég hefði ekki átt að heyra. Faðir
minn var eins og flestir aðrir þunglyndir
menn svo upptekinn af sjálfum sér, að það
hvarflaði ekki að honum að hugsa um aðra;
og því lét hann oft frá sér fara orð I þessum
samtölum sem lýstu kvenfyrirlitningu hans.
Ég, sem enga móður átti, enga manneskju
til að þykja vænt um aðra en þennan bölsýnis-
mann sem ég tilbað — ég lærði af þessum
samtölum það sem aðrar konur læra aldrei
allt sitt líf; ég lærði að skilja hugsunargang
karlmannsins, ég lærði að greina á milli sér-
hverrar sveiflu frá meðaumkun yfir I lítilsvirð-
ingu, sem getur dulist á bakvið lofsamleg og
aðdáunarfull orð. Smám saman vaknaði til-
finningin fyrir samstöðu og samkennd með
mínu eigin kyni; og við sérhveija eitraða og
dulbúna árás þjáðist ég í leynd eins og að
hún hefði beinst að mér einni.
Þegar ég var þrettán ára eignaðist ég stjúp-
móður. Hún var mjög falleg, samt ekki eins
og þessar glæsilegu, drottningarlegu, heldur
snotur og ómótstæðileg. Hún var mjúk eins
og kanina, hún hafði svo smágerðar hendur