Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Blaðsíða 11
í safninu eru nú um 160 þúsund handrit og skjöl, um 700 prentaðar bækur og um 100 þúsund handrit með sýnishomum af leturgreftri, auk fjölda fomra landabréfa, sem hafa ómetanlegt sögulegt og menning- arlegt gildi. PÁFAÍBÚÐIN íbúð Alexanders VI Borgia sem var páfí í ellefu ár, um aldamótin 1400 og 1500, hefur nú verið gerð að safni. í íbúðinni em sex herbergi og meðal annars hið svonefnda Páfaherbergi, þar sem áður fóm fram hátí- ðlegar móttökur páfa. Þetta er stærsta her- bergi íbúðarinnar, en hún er öll fagurlega skreytt og vekja freskumyndimar á öllum veggjum og í lofti sérstaka aðdáun og at- hygli- Þar er páfinn Valinn Sixtinska kapellan í Vatikanhöllinni er sjálfsagt ein sú þekktasta, en þar safnast kardínálar saman til að velja sér páfa. Flest allt í Vatikaninu í Róm er svo fagurt að engin orð fá lýst þeirri tilfinningu sem fylg- ir því að skoða sig þar um. Sixtínska kapell- an er engin undantekning, því hún er ein- faldlega stórkostleg. Þetta er hin opinbera og persónulega kapella páfa og em í henni ótal listaverk frá fimmtándu og sextándu öld. Giovannino dei Dolci byggði kapelluna eftir teikningum Baccios Pontelli á ámnum 1475 til 1482, og er hún nefnd eftir Sixt- usi IV páfa sem lét byggja hana. Tólf fresk- ur þekja veggi kapellunnar, sex á hvora hönd. Ofan við altari kapellunnar er „Dóms- dagur“ sem Michelangelo málaði á árunum 1535 til 1541, þá kominn á sjötugsaldur. Mjmdin þekur um tvö hundmð fermetra og á hana em málaðar nærri 400 vemr, sumar yfír tveggja metra háar. Altaristaflan er af sumum talið eitt magnaðasta verk lista- Styttan af Laókóon hofgoða Apollos og sonum hans í baráttu við snákana tvo sem Aþena sendi Laókóon. Styttan er í Átthymda hallargarðinum, sem nú er yfirbyggður, en var áður raunverulegur hallargarður Innócentíusar VIII páfa. Rómverskur tvíhjóla stríðsvagn, sem Franzoni setti saman árið 1788. Nokkrir hlutar úr vagninum eru frá fyrstu öld, en grindin úr Markúsarkirkjunni í Róm. mannsins, og hafa gagnrýnendur sagt að þar komi fram hin innri barátta sem Mich- elangelo háði við sjálfan sig og sum gmnd- vallaratriði kaþólsku trúarinnar. Herbergi Rafaels Rafael, einn frægasti listamaður allra tíma, hóf störf hjá Vatikaninu árið 1508, er hann var aðeins 25 ára gamall. Júlíus n páfi fékk Rafael til að annast skreytingar á íbúð í Vatikaninu og er íbúðin nú nefnd Herbergi Rafaels. Fyrsta herbergið, sem gengið er inn í, er hið síðasta sem Rafael gerði. Þar er hið merka málverk hans af Stórbmnanum í Borgo. Heimildir frá miðöldum herma að Leó IV, sem var páfi frá 847 til 855, hafi slökkt hinn óviðráðanlega eldsvoða í Borgo með því að gera krossmarkið. Næst er gengið inn S herbergið sem hugs- að var sem vinnustofa og einkabókasafn fyrir Júlíus II. Freskumar sem Rafael mál- aði þar bera þess merki, því þær byggjast á þemanu „hið sanna, hið góða og hið fagra". Herbergi Helíosar, sólguðs Grikkja, var málað á ámnum 1512 til 1514. Þar sést að Rafael hefur tekið upp nýjar litasamsetn- ingar og helsta þemað er hvemig Guð vemd- ar kirkjuna og þar með kristna trú. Meðal mynda þar er myndin af björgun Péturs postula. KonstantSnusarherbergið svonefnda var málað af nemendum Rafaels, eftir lát hans, 1520. Herbergið dregur nafn sitt af hinum risastóm freskum sem sýna helstu viðburði úr lífi Konstantínusar keisara, þar á meðai skím hans og sigurinn yfir Maxentiusi á Milvianbrú. Tvennar jrfirbyggðar svalir Páfahallarinn- ar snúa út að San Damasco-garðinum. Sval- imar á annarri hæð em nefndar eftir Rafa- el, en hann lauk við að mála þær ári áður en hann lést. Bramante byijaði á verkinu, síðan tók Rafael við og eftir hans dag tóku nemendur hans við og luku við skrejrtingam- ar, sem hann hafði gert rissmjmdir af. Dýr- mætustu verk á svölunum em myndir sem sýna atburði úr Nýja og Gamla testament- inu í 52 hlutum. Kapella Angelicos Kapella Angeiicos munks er nefnd eftir Giovanni da Fiesole, sem var munkur og gekk undir nafninu Angelico munkur. Kap- ellan er tileinkuð heilögum Stefáni og hei- lögum Lárensi, en Angelico munkur málaði hana að fyrirskipan Nikulásar V páfa milli 1448 og 1450. 120 METRA LANGT SÁFN Landabréfasafn Páfagarðs er 120 metra langur gangur sem er aðeins sex metra breiður. Gregoríus XIII páfi lét byggja safn- ið í páfatfð sinni 1572 til 1585. A veggina em máluð landakort af hinum mismunandi landshlutum Ítalíu og borginni Avignon í Frakklandi, en þar var aðsetur páfa frá 1309 til 1377. Safnið er talið merkasta kortasafn endurreisnartímabilsins og auk korta og landabréfa em þar upphleyptar Góði hirðirinn, sem hér er táknrænn fyrir samnefnda dæmisögu Jesú. Mynd af manni með lamb á herðum sér má einnig sjá í heiðnum Ustaverkum aUt frá sjöundu öld fyrir Kristsburð. myndir og freskur. Á miðhluta hvelfíngar- innar em freskur sem Cesare Nebbia og aðrir listamenn gerðu undir umsjón Muzian- os. Stríðsvagnar Salur stríðsvagnanna var byggður að fyr- irskipan Píusar VI páfa, og var það Campor- ese sem hannaði salinn. í miðjum salnum er afar fagur rómverskur tvíhjóla stríðsvagn. Franzoni setti vagninn saman úr stríðsvagnshlutum frá ýmsum tímum og er elsti hlutinn frá fyrstu öld. Grind vagns- ins kemur hins vegar úr Markúsarkirkjunni í Róm, þar sem hún gegndi áður hlutverki biskupsstóls. MYNDASAFNIÐ Myndasafni Páfagarðs er skipt í 18 sali. Safnið var opnað í október 1932 og í fyrsta salnum em myndir frá 11. öld til 14. aldar. Frægustu myndimar í þessum sal em mynd frá tólftu öld af Rómverska skólanum og mynd af Jesú Kristi sem blessar mannkynið. Nafn Rafaels kemur mikið við sögu er listaveiik Vatikansins em annars vegar og í mjmdasafninu er einn salurinn tileinkaður honum. Sumir kalla salinn „Helgidóm Rafa- els“, því þar em meðal annars tvö fegurstu verk hans, „Krýning Maríu meyjar" og „Transfigurazione", sem sýnir ummyndun Krists á fjallinu og er frægasta listaverk Rafaels. Næsti salur er tileinkaður Leonardo da Vinci og er þar meðal annars að finna hið ófullgerða en óviðjafnanlega verk hans af heilögum Híerónýmusi, þeim mikla fræði- manni sem meðal annars gerði Vulgata, latnesku þýðinguna á Biblíunni. Þá er gengið inn í síð-endurreisnartímabi- lið og fyrri hluta barokk-skeiðsins ef svo má að orði komast, því í næsta sal em verk eftir helstu listamenn sem unnu í anda þess- ara tveggja listastefna. Meðal annars em þar verk eftir Barocci, Muziano og Carracci. Heiðingjasafnið Gregoríska Pagan-safnið eða heiðingja- safnið var flutt í Páfagarð frá Lateran-höll, þar sem aðsetur páfa var áður. Safnið var flutt til að fyrirskipan Jóhannesar XXni páfa um 1960. Safnið var síðan opnað fyrir almenning í Vatikaninu árið 1970. Hér era fyrst og fremst til sýnis hlutir og listaverk sem fundist hafa í fyrrverandi páfaríkjum. Mikið er af fomum höggmjmdum, og sú fyrsta sem mætir auganu er marmarastytta af Gregoríusi XVI, sem upphaflega stofnaði safnið í páfatfð sinni um miðja nitjándu öld. Mikið er af styttum sem gerðar hafa verið eftir grískum frummyndum frá fyrstu og annarri öld fyrir Krist og tengjast flestar þeirra grísku goðafræðinni. Á einni steinkis- tanna em ristar ljóðlínur á latínu sem ortar em upp úr grískri háðvísu. í vísunni kveður látinn maður þær Von og Gæfu með virkt- um. Hann segist vonast til að þurfa aldrei framar að hafa nokkuð af þeim að segja, og nú geti þær stöllur fundið sér aðra menn til að hafa að ginningarfíflum. Frá Sköpun Mannsins Til Kraftaverka Krists Kristilega safnið var stofnað af Píusi IX páfa árið 1854. Eitt hið merkilegasta í þessu safni er stór steinkista frá miðri fjórðu öld, sem fannst við uppgröft hjá kirkju heilags Páls í Róm árið 1838. Á kistuna em ristar guðfræðilegar mjmdir sem lýsa sögu manns- ins frá sköpun hans til kraftaverka Jesú Krists. Stjrtta af Góða hirðinum prýðir kristilega safnið, en í samanburði við aðrar helgimjmd- ir virðist þessi. sfytta ekki eiga kristnar rætur. Sfyttan er af hirði sem ber lamb á herðum sér, en slíkar mjmdir sjást í heiðnum listaverkum allt frá 7. öld fyrir Krist, og tákna þá mann með lamb á leið til að færa guðum sínum sem fóm. Sú stytta sem hér um ræðir er þó talin vera gerð samkvæmt dæmisögu Jesú um góða hirðinn. í safninu em margar fleiri steinkistur og ákaflega fallegar mósaikmjmdir. Þá er þar eitt merki- legasta safn áletrana í heiminum, og er því skipt í 24 efnisflokka. Flutningsvagnar Páfa Sögulegt safn var opnað í Páfahöllinni árið 1973 að ósk Páls VI páfa. Safninu er skipt í tvo hluta og í hinum fyrri em til sýnis flutningsvagnar fyrrverandi páfa og kardínála, ásamt brjóstmyndum af þeim. Einnig em þar reiðtygi til sýnis og mjmdir af ýmsum trúarlegum athöfnum og ferða- lögum páfa. í hinum hluta safnsins em munir sem tengjast her þeim sem Páfagarð- ur hafði áður, meðal annars einkennisbún- ingar, brynjur, hjálmar, vopn og fleira. Til dæmis em til sýnis herklæði riddara frá síðari hluta sextándu aldar. PICASSOOGDALI Síðasta safnið sem greint verður frá, er safn nútíma- og trúarlegrar listar. Safnið var opnað árið 1973 og hefur að geyma nærri átta hundmð listaverk eftir um 250 listamenn. Safninu er skipt í 55 sali og er fyrst gengið inn í Borgia-íbúðina sem nú hefur aftur verið opnuð eftir að viðgerðum á fresku Pinturicchios lauk. Þar em eldri verkin til sýnis, til að mynda „Hugsuður" Rodins, andlitsmynd af Alexander VI, páfa eftir Pinturicchio, og 16. aldar myndir eftir Giovanni da Udine og Perin del Vaga. Nokkrir salir em tileinkaðir frægum lista- mönnum sem gefið hafa Páfagarði verk eftir sig og em ekki ófrægari menn en Pic- asso, Dali og Conti meðal þeirra. Helstu heimildir: The Vatican and Christian Rome og Conoscere il Vatic- ano. Höfundurinn hefur veriö blaðamaöur á Morg- unblaöinu en býr nú á Itallu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. ÁGÚST 1988 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.