Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Blaðsíða 5
Við komum inn í gær og fórum strax á
umboðsskrifstofuna. Það er alltaf svolítið
stressandi andrúmsloftið þar, því maður
veit aldrei hvenær maöur fær ferð. Og
hversu góða ferð, því sumar ferðir eru bet-
ur borgaðar en aðrar. Maður hlustar eftir
dagsetningum og klukkutímum. Við los-
uðum til dæmis okkar farm klukkan eitt
eftir hádegi svo við fáum ferð á undan þeim
sem losuðu klukkan þrjú. Við vorum heppin
því við fengum strax aðra ferð. Þessa dag-
ana er nóg að gera. En stundum er það svo
að hundrað bátar bíða, en aðeins eru tvær
ferðir. Þetta tekur á taugamar. Við höfum
lengst verið án ferðar í 40 daga, þá koma
engir peningar inn, svo maður verður að
lifa af því sem maður hefur aflað áður. Við
pössum okkur alltaf á því að eiga smá vara-
sjóð þvi það eru engir sjóðir sem við getum
gengið í. Sumarfrí höfum við aldrei tekið,
það mundi þýða heilan mánuð án launa!“
ÞaðEruMargar
Hætturnar
Þegar við lítum í kringum okkur í stof-
unni sjáum við myndir upp um alla veggi.
Þetta eru allt fjölskyldumyndir og Jocelyne
segir okkur nákvæmlega frá þeim sem eru
á myndunum. Á stofuborðinu er mynd af
tveimur bömum sem hún sýnir okkur með
móðurlegu stolti.
„Þetta eru bömin okkar. Eric 12 ára og
Corinne sem er 11 ára. Þau eru í heimavist-
arskóla hér í Conflans Sainte-Honorine. Við
sækjum þau um helgar ef við emm nálægt,
annars eru þau í skólanum yfír helgina.
Þetta er það versta við fljótalífíð að geta
ekki haft bömin sín alltaf hjá sér. Við sökn-
um þeirra mikið. Þegar þau voru lítil hélt
ég að ekkert væri verra. Ég var svo hrædd
um þau, sérstaklega meðan þau voru óvit-
ar. Þá þurfti að hafa auga með þeim allan
tímann, svo þau dyttu ekki út í ána. Það
er ekkert grindverk á þessum bátum svo
þau gátu gengið beint út í. Það þarf stöð-
ugt að sýna aðgæslu. Það er stutt síðan
18 mánaða gamalt bam datt í ána héma
og drukknaði. Þetta er fljótt að gerast. Ég
datt sjálf þrisvar sinnum í ána þegar ég var
lítil, en það var alltaf einhvem nálægur sem
fískaði mig upp! Nei, við höfum verið hepp-
in. Við höfum hér talstöð og hún er okkar
öryggi. Hún er eina sambandið okkar við
land, og er nauðsynleg ef eitthvað bilar eða
ef eitthvað er að hjá manni. Svo get ég
hringt til barnanna minna í skólann í gegn-
um talstöðina og í ættingja mína. En því
miður geta allir hlustað, og allir hlusta!"
Þessi athugasemd minnir mig á sveitasím-
ann heima á íslandi fyrir ekki mörgum
árum.
„Það eru einnig erfiðleikar þegar rignt
hefur mikið og flóð er í ánum. Þá getur
maður hvergi lagst að. Og þá er hættulegt
að sigla undir brýrnar, sérstaklega fyrir
okkur sem erum á stómm bát. Stundum
þegar þú ferð undir brú eru ekki nema 20
sentimetrar eftir upp undir brúna frá stýris-
húsinu. Þá siglir maður ofurhægt, til þess
að rekast ekki í. Það hefur komið fyrir að
)að hefur brotnað allt fyrir ofan dekk á bát
Margt gama.lt fljótafólk hefur lagt bát-
um sínum i Conflans og býr um
borð.Það er erfitt að slíta sig frá fljót-
inu og setjast að í landi
„ Verndari" i brúnni. Þótt ótrúlegt sé
er þetta stytta. Eigandi bátsins þarf
varla að óttast óboðna gesti meðan
þessi stendur vaktina.
þegar hann rakst í brú. í öðru lagi er svo
straumurinn. Þegar hann er mikill geta orð-
ið vandræði. Sumir bátar hafa ekki nægi-
legt vélarafl til þess að sigla á móti straumn-
um og neyðast þá til að liggja við festar
þar til straumurinn minnkar og þeir geta
haldið áfram. Og það getur orðið langur
tími. Út frá öllum þessum hættum hefur
að sjálfsögðu skapast alls konar hjátrú. Það
er til dæmis mjög algengt að menn neiti
að leggja af stað á föstudögum. Þeir segja
að það boði ógæfu. Pabbi minn hafði þessa
trú, afí minn líka og sjálfsagt faðir hans.
Ég viðurkenni að það fer dálítið um mig
ef ég þarf að leggja af stað á föstudegi.
Skyldi ég komast heilu og höldnu? En ég
læt mig hafa það. Maður verður jú að vinna
sína vinnu. Margir taka frí á sunnudögum
út af trúnni, en það gerum við ekki. Fyrir
okkur eru allir dagar jafnir.“
VeislaUndirbúin
„Við veiðum stundum," segir Lucien, „þó
ekki hér í Signu, ég vildi ekki borða þann
físk! En þar sem vatnið er tært þar veiðum
við. Eitt sinn var ég að veiða nálægt König-
en í Hollandi. Ég hafði nú ekki meira hug-
ann við það en svo að ég lagði stöngina frá
mér og fór að mála bátinn. Úps, allt í einu
flýgur stöngin út í miðja á, og ég sé þenn-
an stærðar fisk draga hana á eftir sér.
Þama missti ég bæði góða stöng og vænan
físk. Stórkostlegur veiðimaður, ha?!“ Og
Lucien skellihlær. „Á sumrin er yndislegt
að vera um borð í bátnum, við erum á stutt-
buxum allan daginn. Borðum úti á dekki
og njótum veðurblíðunnar. Oft keyrum við
út í náttúruna og borðum þar. En við emm
með bíl hér á dekkinu, það er eini lúxusinn
sem við veitum okkur. Og þegar við eign-
umst smápening höldum við veislu. Á morg-
un verðum við í París og þá ætlum við að
halda veislu,“ segir Jocelyne. „Móðir mín
býr þar í sínum bát. Hún er hætt að sigla
en býr samt um borð í bátnum sínum. Þar
ætlum við að halda veislu og fjölskyldan
kemur. Má ekki bjóða ykkur?“ Auðvitað
segjum við Benni strax já takk, og spyijum
hvað verði gert. „Við borðum, dönsum og
syngjum, og segjum ferðasögur! Við reynum
að hitta fjölskylduna annað slagið, því vini
eignast maður fáa. Maður hittir fullt af
fólki, en sjaldan sama fólkið. Stundum hitt-
ir maður einhveija skemmtilega, og svo hitt-
ir maður þá ekki aftur fyrr en eftir heilt
ár! Það er kirkja í einum bátnum, þangað
förum við stundum á sunnudögum, aðallega
til að hitta fólk. Þetta óvenjulega líf gerir
það að verkum að maður binst maka sínum
mjög sterkum böndum. Við erum saman
allan sólarhringinn. Það sem hann fer, fer
ég einnig. Þannig er okkar líf.“
Er talið berst að ellinni, segja þau að flest-
ir vilji búa áfram í bátunum sínum, jafnvel
þó þeir eigi aðgang að íbúð á þurru landi.
En viðhaldið er mikið, þó bátamir liggi allt-
af við bryggju svo oft vill þetta verða erf-
itt. Lucien eru ákveðin í því að selja bátinn
sinn á elliárunum og kaupa sér lítið hús upp
á landi. En að sjálfsögðu við fljótið!
Við kveðjum Lucien og Jocelyne seinni
gart dags og löbbum yfír að lestarstöðinni.
Á leiðinni hittum við gamalt fljótafólk sem
er hætt að sigla en býr enn um borð í bátun-
um sínum. Sumir með hundinn sinn, aðrir
bamabömin. Við héldum til Parísar ríkari
en áður og margs fróðari, og hlökkum til
að hitta þau aftur i veislunni.
Höfundurinn býr i París.
HUGRÚN
Orðsending
Frá Hjallaseli 55 með kærri kveðju
Hér niðrí láginni er ljótur pollur
sem lagfæra þyrfti með natni
orðið hann gæti til yndis og prýði
með örlitlu meira af vatni.
Umhverfis tjörnina ætti að koma
ilmandi skóganjóður.
Það er svo hollt fyrir augað og andann
að umfaðma jarðargróður.
Brátt yrði komin þar borgarprýði
bæði til sæmdar og gleði
bara ef vilduð þið heijast handa
hér er svo lítið í „veði“.
Margþætt er starfið, mörgu er að
sinna
og mætti oft gá að sér betur.
Athafna-ráðamenn hefjist nú handa
helst fyrir komandi vetur.
Filippía Kristjánsdóttir er skáld í Reykjavík og
skrifar undir höfundarnafninu Hugrún.
EYÞÓR RAFN GISSURARSON
Ögn
I fjarska lifir ögn sem vekur alla
er eitt sinn finna hana’ í sínu lífi.
Hún bjargar þér þótt örin sárin ýfi
og angrar þig er degi fer að halla.
Dag einn munu fölnuð laufin falla
og feigðin slær þótt ýtar tindinn klífi
Og þótt margt fagurt hlustir manna hrífi
þeir heyra sjaldan rödd sem er að kalla.
Vaknaðu maður! Vefðu bijóstið þitt
í veröld sem er full af dýrðarörum
snertu þann er snertir þína mund.
Blíðkaðu þá er hugsa’ um sig og sitt
og seiddu lífið allt að þínum vörum
vermdu alla vini hvetja stund.
Höfundur er nemi i Kennaraháskólanum.
STEINUNN ÁSMUNDSDÓTTIR
Ljóð
Ég skrifa myndir á hvítt blað
bókstafi í mörgum litum
í myndimar
á hvíta blaðinu.
PensiIIinn sem ég nota
til að mála Iitina
í bókstafina í myndunum
á hvíta blaðinu
eru tilfmningar mínar.
Þetta er einfalt.
Steinunn er ung Reykjavikurstúlka.
»
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. ÁGÚST 1988 5