Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Blaðsíða 7
textíl. En mér er nákvæmlega sama hvaða
titil ég fæ.“
— Verk þín eru býsna framúrstefnuleg
og gera þá kröfu til fólks að það leggi sitt
af mörkum; sína skynjun eða skilning.
Finnst. þér skipta miklu máli að listaverkin
og áhorfendur geti þannig mæst á miðri leið?
„Það er ákaflega skemmtilegt að fá við-
brögð frá fólki sem skoðar verkin mín. Ég
gef verkunum mínum aldrei nöfn og læt
fólki eftir að skilja þau sínum skilningi.
Sjálf er ég lítið fýrir að tala um einstök
verk, eða skýra þau. Ég hreinlega get það
ekki. Fýrir bragðið er mismunandi hvað
fólk sér út úr verkunum: þegar ég hef til
dæmis sýnt í útlöndum virðast útlendingar
alltaf sjá eitthvað íslenskt í þeim, einhver
tengsl við ísland. Fólk hér heima sér svo
eitthvað allt annað."
— Finnst þér að listamaður eigi öðrum
og stærri skyldum að gegna við samtíð sína
en annað fólk? spyr ég hátíðlegur.
„Lástamaður á fyrst og fremst skyldum
að gegna gagnvart sjálfum sér,“ svarar
Ragna blátt áfram. „Þeim skyldum að vera
heiðarlegur og samkvæmur sjálfum sér. Ef
hann er það, hlýtur annað að fylgja með.
En fyrst af öllu verður listamaðurinn að
fínna sjálfan sig, vita hvað hann vill. Og
með þvf að vera sífellt að leita er líka verið
að segja ákveðna hluti." Það verður þögn.
„Umfram allt verður maður að halda sínu
striki hvað sem tautar og raular. Láta ekki
tískusveiflur hveiju sinni ráða ferðinni held-
ur eigin sannfæringu."
— I beinu framhaldi af þessu er vert að
spyija hvað þér fínnist um það sem er að
gerast í myndlistinni um þessar mundir.
„Það er ofboðslega mikið af fólki að búa
til allavega hluti. Við eigum ekki marga
reglulega góða myndlistarmenn." Hún veltir
vöngum. „En þó slatta."
— Margir kallaðir já og fáir útvaldir.
Hvemig á að greina sauðina frá höfrunum?
„í þessu máli er hlutur fjölmiðla stór,“
segir Ragna með þungri áherslu. „Á flesta
Qölmiðla vantar fólk með menntun og þekk-
ingu á myndiist sem kann að greina kjam-
ann frá hisminu. Það er allt of mikið um
að amatörum sé hampað til jafns við alvöru
listamenn. Fyrir bragðið er fólk auðvitað
alveg ruglað og veit ekki hvað snýr upp og
hvað niður á myndlistarmarkaðinum."
— Vendum nú okkar kvæði í kross, bið
ég. Hvar ertu alin upp og hvað varstu að
sýsla fyrsta kastið?
»Ég er nú. bara fædd og uppalin í
Reykjavík," segir Ragna og fínnst ekki mik-
ið til koma. „Flest sumur var ég í sveit, og
síðar í kaupavinnu og vegavinnu, mest á
yestfjörðum, en þangað á ég ættir að relqa.
Ég kem frá ósköp venjulegri fjölskyldu,
verkamannafjölskyldu. Já, flest var dæmi-
gert við uppvöxt minn held ég. Fyrst var ég
í Langholtsskóla og síðan fór ég í Réttar-
holtsskóla. Lauk landsprófi en fór svo að
segja beint eftir það í Myndlista- og hand-
íðaskólann."
— Hvenær fékkstu áhuga á myndlist;
hvenær ákvaðstu að leggja út á þessa braut?
„Ég ákvað nú aldrei beinlínis að leggja
út á einhveija sérstaka „braut" í lífínu,"
segir Ragna, „það var ekki svo alvarlegt.
Ég ætlaði bara að gera það sem ég hafði
áhuga á. Flóknara var það ekki.“
— Hvemig var því tekið af Qölskyldu
þinni að þú legðir myndlist fyrir þig?
„Mjög vei. Eg réð mér reyndar það mikið
sjálf að enginn var að fetta fíngur út í að
ég ætlaði í Myndlistaskólann. Reyndar tók
ég kennarapróf í skólanum líka. Svona til
að hafa eitthvað upp á að hlaupa."
um. Ertu alveg laus við þá þörf sem- býr í
svo mörgum listamönnum, að þurfa að sigra
heiminn í einu vetfangi?
„Ójá,“ segir Ragna ákveðin. „Það er held-
ur ekki hægt. Heimurinn er ekki auðsigrað-
ur, nýjasta og gleggsta dæmið úr myndlist-
inni er af „nýja málverkinu" svokallaða sem
kom fram í kringum 1980. Þá áttu allir sem
voru orðnir 35 ára að vera ómögulegir, all-
ir sem voru á öðrum nótum en nýja málverk-
inu. Svo kom afturkippurinn hjá þessu fólki
eins og óhjákvæmilegt var. Ég geri mér
grein fyrir því að ég þarf tíma til að þroska
mig og það sem ég fæst við. Allur æsingur
er vita tilgangslaus. Ég er að þessu fyrir
sjálfa mig.“
— Og þú hefur getað helgað þig myndlist-
inni, segi ég.
„Já, svona nokkum veginn. í mörg ár
hef ég ekki gert neitt annað. Ég er heppin
að eiga góða fjölskyldu sem styður mig í
því sem ég geri. Og ég reyni líka að vinna
eins og manneskja, rétt eins og sá sem er
í venjulegn vinnu. Einhvem veginn gengur
það upp. Ég hef verið heppin, fengið styrki,
selt stöku verk þannig að ég er á sléttu:
og hef átt fyrir efninu sem ég nota. Ég
þarf a.m.k. ekki að taka af matarpeningun-
um!“ segir Ragna kankvís. „Og það kalla
ég gott.“
— Þér er sama hvað þú ert kölluð sem
myndlistarmaður og hvað um þig er sagt;
og þú lætur þér í léttu rúmi liggja þó þú
seljir ekki nema stöku verk. Hvað skiptir
þig máli í myndlistinni?
Án þess að hugsa sig um svarar Ragna:
„Það sem skiptir mig máli er að halda áfram
að gera það sem ég þarf að gera. Annað
skiptir mig ekki rnáli."
Ég spyr um áhugamál.
Ragna hugsar sig lengi um. „Ég og mað-
urinn minn höfum bæði mikinn áhuga á
myndlist; skoðum myndlist, lesum um mynd-
list og tölum saman um myndlist. — Vina-
hópurinn er líka meira og minna á kafí í
myndlistinni," heldur Ragna áfram.
— Er ekki hætta á að þú ...
„Einangrist?" grípur Ragna fram í. „Jú,
auðvitað er hætta á því ef ekki er að gáð.
En ég á mína fjölskyldu og gamla vini og
held alveg jarðsambandi. Þeir sem eru á
kafi í listum verða náttúrlega að gæta sín
á að verða ekki fagidjót."
— Höldum áfram aið fara úr einu í ann-
að, segi ég. Ertu búin að ákveða hvað tekur
við að lokinni sýningu þinni nú?
„Uss, nei! Þetta hefur verið svo mikil
töm hjá mér að ég get eiginlega ekki hugs-
að lengra ..."
— Ekki_það nei. Ætlarðu að leggjast í leti?
„Nei. Ég leggst svo sannarlega ekki f
leti. En það er svo margt sem ég hef trass-
að síðustu mánuðina. I allt sumar komst
ekkert annað að en undirbúningurinn fyrir
sýninguna. Fyrst eftir sýningar er ég alveg
tóm. Eins og sprungin blaðra. Það tók mig
langan tíma að jafna mig eftir sýninguna
í Nýlistasafninu í hitteðfyrra. En hugmynd-
imar sem ég er með núna eru nýjar og langt
í frá fullunnar."
— Finnst þér ekki gremjulegt að eyða
mánuðum og árum í að undirbúa sýningu
og verða svo kannski bara að pakka niður
verkunum á eftir?
„Nei, það fínnst mér ekki," svarar Ragna
dræmt. „Það er nú til dæmis þannig með
verkin sem ég sýndi síðast að þau eru á
flakki um heiminn á samsýningum." Og
eins og sjá má í sýningarskrá gera þau
víðreist: Finnland, Færeyjar, Pólland,
Bandaríkin, Japan ... Ragna heldur áfram:
„Ég get alveg sagt að þessi verk hafi nýst
mjög vel, en ég hef ekki selt þau, enda eru
þau ekki mjög meðfærileg. Hún sýnir mér
myndir af listaverkunum víðförlu, gerðum
úr reipi og stundum steinflögum líka.
— Hvarflar aldrei að þér að fara bara
að búa til lítil sæt söluverk? spyr ég eins
og freistari.
„Nei. Ég gæti það heldur ekki. Ég verð
að halda áfram með það sem ég er að
gera," segir hún ákveðin við þessari fráleitu
tillögu. „Það er ekki hægt að snúa við á
miðri leið.“
— Er þetta köllun?
„Já, kannski er þetta köllun. Ég veit það
ekki. Ég get bara ekki gert neitt annað.
Vonandi get ég haldið áfram. Styrkurinn
sem ég fékk frá Reykjavíkurborg var mjög
mikilvægur og hjálpaði mér mikið. Því mið-
ur geta margir góðir myndlistarmenn ekki
helgað sig list sinni, heldur verða að leggja
ómælda krafta í brauðstritið. Það er líka
mikilvægt að koma verkum sínum að í út-
löndum. Ég hef tekið þátt í margri sam-
keppni úti, enda get ég ekki sýnt verkin sem
ég geri nema einu sinni héma heima. Fólk
vill alltaf að maður sé að gera eitthvað
nýtt, alveg endalaust."
— Já, er hún ekki býsna hávær, krafan
sífellda um nýjungar, í þessu eins og svo
mörgu öðru?
„Jú, hún er það svo sannarlega, en það
þýðir lítið að hlaupa á eftir henni. Reynslan
sýnir svo ekki verður um villst að það geng-
ur ekki upp hjá fólki að elta alla strauma
og stefnur eftir því sem vindurinn blæs. Það
eina sem skiptir máli er að vera samkvæm-
ur sjálfum sér. Það þýðir ekki að vera að
eltast við allar tískustefnumar. Annars enda
listaverkin bara á útsölu eins og fötin héma
niðri!"
— Og hefurðu notað það?
„Mjög lítið. Fyrstu árin eftir að ég lauk
námi, upp úr 1970, kenndi ég hingað og
þangað í bamaskólum. Sfðar kenndi ég fá-
ein ár í Myndlista- og handíðaskólanum.
En ég gafst eiginlega upp á kennslunni,
fannst hún taka allt of mikla orku frá mér.
Ég vildi frekar vinna við eitthvað alls óskylt
myndiist, færibandavinnu til dæmis. Þá
skarast ekki vinnan og myndlistin sarnan."
— Þú varst ár í Svfþjóð eftir námið héma
heima. Hvemig kunnirðu við þig þar?
„Ágætlega f sjálfu sér. En ég kynntist
Svíum ekki sérlega mikið eða vel. Ég bjó á
stúdentagarði þar sem mikið var um Islend-
inga, og hvað skólann varðaði þá var ég
gestanemandi og hálfgerður vandræðagrip-
ur held ég. Sumt af því sem upp á var boðið
f kennslunni féll mér alls ekki og þá sleppti
ég því bara. Þama úti lærðist mér að vinna
sjálfstætt. Ég fór mínu fram.“
— Fórst þínu fram. Veistu alltaf hvað
þú vilt?
„Já,“ segir Ragna, „ég hef einhvem veg-
inn alltaf vitað hvað ég hef viljað og ekki
látið sveigja mig til annairar stefnu. Ég
held mínu striki." Brosir. „Án þess að vera
með neina frekju," tekur hún fram.
— Þú ert búin að vera í myndlist í um
20 ár. Samt eru ekki nema tvö ár frá fyrstu
einkasýningunni þinni, í Nýlistasafninu
1986.
Hún hugsar sig vel um. „Ég er búin að
taka þátt í miklum fjölda samsýninga síðan
árið 1975, en mig vantaði alltaf kjark til
að halda einkasýningu. Kannski er ég svona
seinþroska."
- Heldurðu það?
„Minn tími var ekki kominn fyrr,“ útskýr-
ir Ragna. „Ég var ekki tilbúin fyrr en þá.
Þegar ég svo ákvað að halda sýninguna í
Nýlistasafninu fór ég að vinna kerfísbundið
að henni. Og fyrir sýningar er vinnudagur-
inn mjög reglulegur hjá mér, frá morgni til
kvölds."
— Þú ferð mjög æsingalaust að hlutun-
LESBÚK MORGUNBLAÐSINS 27. AGÚST 1988 7