Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1988, Blaðsíða 5
Jósefína keisaradrottning á málverki Prudhons. Hér var valdið og dýrðin, sem byltingin batt endi á. Múgurinn réðist inn í Tui- leri-höll og neyddi Lúðvík XVI til að setja upp rauða húfu. Teikningin er raunar af Sólkonunginum, afa hans og á bak við sjást Versalir, þar sem auðnum var sankað saman á meðan franskur almúgi svalt. og eimdi þar eftir af valdabaráttu frönsku konunganna og aðalsins fyrir daga og á „ dögum Lúðvíks XIV. Margir af konungsætt- inni höfðu löngum verið óheilir í afstöðunni til ríkjandi konungs, ekki síst Orleans- álman, eins og síðar kom á daginn. Straum- ur útflytjenda og viðbrögð erlendra þjóð- höfðingja festi byltinguna í sessi. Flestallir sjóliðsforingjar hurfu úr landi, liðsforingjar landhersins fylgdu fast á eftir. Við þetta opnaðist mörgum leið til frama í hemum, sem áður var þeim lokuð, vegna þess að æðstu og efri stöður hersins höfðu verið bundnar aðalstign. Ókyrrðin innan hersins jókst stórum þegar mikill hluti liðsforingja og herforingja hvarf frá störfum. Napóleon átti sér takmarkaðar framavonir innan hins konunglega franska hers. Þótt hann væri af lágaðli gat hann ekki vænst sér hárrar stöðu innan franska hersins. Napóleon var stórskotaliðsforingi og þótt franski herinn ætti marga ágæta herfræðinga á 18. öld, þá var skilningur þeirra á þýðingu stórskota- liðs i hemaði hefðbundinn. Napóleon sá skýrar nokkmm herfræðingi og herforingja margvíslega möguleika stórskotaliðs, sem öðrum hafði ekki komið til hugar. Þetta má sjá á athugagreinum hans um notkun stórskotaliðs í hemaði, sem hann skrifaði niður í Auxonne 1788. Napóleon var gefín skarpari innsýn og skilningur en öðmm mönnum á þeim efnum sem hann taldi skipta sig og starf sitt einhveiju máli. Á SVEIF MEÐ LÝÐVELDISSINNUM Það urðu þáttaskil í sögu byltingarinnar eftir flóttatilraun konungs til Varennes. Margt benti til þess að gjörlegt hefði verið að tryggja takmarkað vald konungs áfram á Frakklandi. Þjóðin var orðin þreytt á ókyrrleika og öryggisleysi og virðist hafa óskað einhverrar festu. Meiri hluti þing- manna treysti konunginum, en hann hafði gildar ástæður til þess að treysta varlega þeim stjómmálamönnum sem óskuðu ein- hvers í áttina við þingbundna konungs- stjóm. Örvæntingarráð hans varð því að flýja land og kveðja sSðan alla konungholla Frakka til vopna og steypa byltingarstjóm- inni með aðstoð fursta Evrópu. Eftir flóttann til Varennes 21. júní 1791 snýst Napóleon algjörlega á sveif með lýð- veídissinnum. Hann fylgdist vel með at- burðarásinni jafnframt því sem hann las og íhugaði. Þetta sumar (1791) samdi hann ritgerð um það „á hvem hátt megi auka mönnum hamingju". Ritgerðin er samsuða tilfínningasemi, rómantískra hugleiðinga og fljótandi mælsku. Þrátt fyrir það sýnir hún óspilltar tilfinningar fyrir „málstað hins sanna, fagra og góða". Höfundurinn virðist vera laus við alla löngun til þess að troða sér áfram eða láta hagsmunastreitu ráða gjörðum sínum. „Maðurinn er fæddur til hamingju og hamingjan er fólgin í uppfyllingu eigin þarfa, líkamlegra og andlegra. Sérhver ein- staklingur á að hafa tækifæri til þess að vera hann sjálfur... Enginn maður getur Ungur maður á uppleið: Napóleon Iaut- inant í Fyrstu hersveitinni, sem kennd var við Loire, 1792. orðið hamingjusamur nema hann beri í sér tilfínningadýpt. En skynsemin verður að hafa stjóm á tilfinningunum og skynsemin þarfnast frelsis til þess að láta í ljós skoðan- ir sínar...“ Ritgerðinni lýkur með frásögn gamals manns á dánarbeði, manns sem hefur höndlað hamingjuna. Þessi ritgerð er ófrumleg, allar hugmyndimar em almenn- ar, og ekkert bendir til neinnar persónulegr- ar snilli, en hún sýnir samt sem áður opinn hug manns sem leitar og hefur ekki enn fundið dymar að eigin sköpunarmætti. POT í STAÐ HUGSJÓNA Afskipti Napóleons af málefnum Korsíku síðar á árinu 1791 urðu aðeins til þess að auka vandræðin þar og einnig til þess að opna augu hans fyrir ýmsum neikvæðum einkennum í fari þeirra, sem töldu sig unn- endur frelsis og mannréttinda. Hugsjóna- ljóminn, sem virtist einkenni byltingannann- anna fyrstu misserin, var nú tekinn að dofna í augum Napóleons. Það var tekið að glitta í hagsmunastreituna og potið í gegnum hugsjónaflíkina. Þetta kemur fram í. bréfum hans árið 1792. Hann kemur til Parísar í maímánuði þetta ár. Stríðsyfirlýsingin á hendur Aust- urríki í apríl sameinaði frönsku þjóðina, en jók jafnframt deilur stjómmálamannanna. Konungur var grunaður um samningamakk við óvininn, sem jók ekki lítið andúðina á konungdæminu. Napóleon skrifar síðast í maímánuði: „París ólgar, fréttimar em þær sömu (þ.e. slæmar) frá vígvöllunum, það ber mikið á liðhlaupi meðal liðsforingja." Þann 20. júní réðst múgurinn inn í Tuil- eri-höll, braust inn í íbúð konungs og neyddi hann tií þess að setja upp rauða húfu ásamt drottningu og ríkiserfíngja. Napóleon var fíarri því. að vera hrifínn af Lúðvík XVI, en honum geðjaðist ekki að leon fyrir frægt málverk. þessu athöfnum lýðsins og því fullkomna virðingarleysi sem konungdæminu var sýnt. Lýsingu Napóleons á því, sem gerðist inni í höllinni, hefur hann eftir sjónarvotti, sjálf- ur var hann staddur utan hallarinnar. Löngu síðar lýsir lögfræðingur nokkur, Lavaux að nafni, því, þegar hann var á gangi ásamt vini sínum skammt frá atburðasviðinu, og að þeir hafí rekist á mann nokkum, „sem virtist vera hermaður og heldur tortryggi- legur, sem hafí hneykslast mjög á fram- ferði múgsins og sagt að ef hann væri kon- ungur, myndi hann ekki þola slíkt, sem þama fór fram.“ Með „Blod PÁ TANDEN“ Sumir hafa viljað draga af þessari sviðs- mynd og umsögn þá ályktun að Napóleon hafí þá verið farinn að hugsa sér mikil ör- lög, en bréf hans frá þeim tíma benda til þess að hann hafí þá verið tekinn að gera einhveijar framtíðaráætlanir," ég verð að koma mér vel við þá, sem hafa verið og gætu verið mér vinveittir." Hann skrifar Jósep bróður sínum: „Þú veist hvað gerðist á Korsfku, hér í París æxlast þetta á sama hátt, nema hvað fólk hér er í ennþá smærra broti, grófara og smámunasamara. (Þar er átt við hagsmunapotið og rógburð andstæð- inga Napóleons á Korsíku.) Maður verður að rýna vel til þess að finna hvað er hug- sjónamóður og hvað er skinhelgi. Það er oft erfítt að telja Frakka sjálfstæða og gróna þjóð. Sérhver reynir að gæta eigin hags- muna með öllum tiltækum ráðum. Aldarfar- ið er lftt hvetjandi til þess að efla með mönnum heiðarlega framagimi... það væri hentast að lifa rólegu lífí fjarri öllu bröltinu og láta framann lönd og leið.“ En fjölskylda Napóleons þekkti hann of vel til þess að láta hann villa þeim sjónir. Lucien skrifar Jósep bróður sínum um þetta leyti: „Ég get sagt þér f fullum trúnaði, að ég hef alltaf fundið í Napóleon sérgóða fra- magimd, sem^yfírgnæfír algjörlega ættjarð- arást hans. Eg er þess fullviss, að hann gæti orðið hættulegur maður í lýðftjálsu ríki... Það býr með honum harðstjóri og mikil löngun til þess að drottna yfír öðrum; ef hann væri konungur myndi hann áreiðan- lega vera harðstjóri, og nafni hans yrði bölvað af öllum góðum föðurlandsvinum um alla framtíð." Rithöfundarferill ' Afskrifaður Napóleon var skipaður höfuðsmaður í þjóðverðinum 1792 og þar með virðast hug- myndir hans um rólegt líf í skauti fjölskyld- unnar roknar út í veður og vind. Hann lauk við rit sitt um Korsíku en ákvað að það yrði ekki prentað. Hann hafði nú aflagt all- ar framavonir sem rithöfundur, en hin stöð- ugu skrif hans virtust benda til þess. Frá 20. júní til 10. ágúst hafði margt orðið til þess að auka áhrif róttækustu afl- anna og þeirra sem vildu afnema konung- dæmið. Parísarmúgsins gætti mun meira í þeirri í mótun atburðarásarinnar og Brúnsvíkuryfirlýsingin, sem hótaði öllum hörðu sem ógnuðu konungi og fjölskyldu hans, varð ekki til þess að bæta stöðu konr ungs í augum múgsins. Ósigramir á vígvöll- unum urðu til þess að „föðurlandið var lýst í hættu. Múgurinn fór um í hópum, ræn- andi og ruplandi og hafði í hótunum við þá sem þeir töldu af öðru sauðahúsi. Þann tíunda ágúst réðst múgurinn á Tuileri-höllina. Snemma morguns heyrði Napóleon merki gefin um árás, hann hrað- aði sér niður að höllinni. Á leiðinni mætti hann mönnum, sem báru höfuð á stöng, við þá sýn hrópaði hann „Vive la nation" (Lifi þjóðin). Hann áleit að svissneski lífvörðurinn hefði auðveldlega getað hrundið árásinni og varið höllina undir góðri stjóm. Einnig taldi hann, að hefði konungur komið ríðandi á móti mannfjöldanum og ávarpað hann, myndi margt hafa farið öðruvísi. En Lúðvík XVT var ekki Napóleon og hugmyndir Napó- leons um „konunginn" vom hefðbundnar hugmyndir hierarkisins um „konung". Lúðvik XVI var um þetta leyti lamaður og allt frumkvæði af hans hálfu útilokað. Napóleon segir síðan frá því þegar hann gekk inn í hallargarðinn „þar sem lík sviss- neskra lífvarða þöktu svörðinn og vel klædd- ar konur gengu um og svívirtu líkin með viðbjóðslegu atferli". Vöm lifvarðanna varð síðar tilefni til listaverks Thorvaldsens, „Hið deyjandi ljón“, í Luzem. Konungur leitaði með fjölskyldu sína á náðir þingsins. Kon- ungdæmið var síðan afnumið í september og nýtt tímatal lögfest 22. september. Þá hófst nýr timi í sögu mannkynsins, árið I. Annar hluti af þessu birtist í næstu Les- bók. Höfundur er kennari á Vopnafirði. LESBÓK MORGUN8LAÐSINS 17. SEPTEMBER 1988 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.