Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Síða 2
E R L E N D A R
B Æ K U R
Listir og listamenn
Guðbrandur Siglaugsson
tók saman
Tatlin
Laríssa Alexejewna Shadowa sá
um útgáfuna. Weingarten.
Tatlin er ekki þekktasti myndlistarmaður
þessarar aldar en hann er merkari en svo
að fyrirgefanlegt væri að hann félli í
gleymsku. Þeir sem um hann fjalla í þess-
ari miklu bók eru sammála um að hann
hafi verið áhrifamesti og ágætasti listamað-
ur Sovétríkjanna.
Á fyrrihluta þessara aldar var mikið fram-
boð á spámönnum í listinni og kúnstin ýmist
sögð dauð eða sprelllifandi, úrkynjuð eða á
nýjum og gjöfulli veiðilendum, allt eftir því
hveijir töiuðu um hana. Tatlin var einn
þeirra sem kannaði ný og ónumin lönd listar-
innar og þekktu menn í Evrópu og Ameríku
til þessa nýja spámanns sem eins og svo
margir myndlistarmenn þeirra tíma lét sér
ekki nægja eitt form í listsköpuninni heldur
málaði, teiknaði, hjó og raðaði jöfnum hönd-
um. Hann byijaði sem málari, gerðist síðan
lágmyndasmiður, myndhöggvari, bókagerð-
armaður, leikmyndateiknari, arkitekt, iðn-
hönnuður og drekasmiður. Hann var ekki
við eina fjölina felldur frekar en margir
aðrir framsæknir listamenn tíðarinnar en
náði ekki sömu aimennu frægð og aðrir af
svipuðu tagi. Þessi bók er um flest góð. List-
fræðingurinn Larissa Shadowa hefur helgað
sig framsækinni list í Sovétríkjunum og
skrifað margt um þá borgarbijóta og gefið
út bækur um aðra úr þessum hópi.
Bókin er falleg og tæmandi. Mikið er af
ljósmyndum af listamanninum við störf og
allt það helsta birt sem hann skrifaði. Tatl-
in var nefnilega ekki einasta skapandi lista-
maður, hann var og kennari og fánaberi
hins nýja þjóðfélagsskipulags sem hann og
aðrir trúðu á í undirokuðu ríki keisarans í
Moskvu.
Immendorff
Dumont
í Hamborg, nánar tiltekið í hverfí Heilags
Páls, stendur knæpan La Paloma. Þessi
staður er ekki merkilegastur fyrir það að
vera bjórkrá, heldur af því að þar inni má
sjá listaverk eftir marga frægustu listamenn
Þýskalands. Svo innréttingamar eru millj-
óna virði. Eigandi þessa staðar er málarinn
Jörg Immendorff. Hann segir svo sjálfur,
að hann sé eini pólitíski listamaður landsins
og gott og vel ef hann hefur ekki rétt fyrir
sér í því. Myndævintýrið Café Deutschland
er þvf til vitnis. Þessi bók hefur að geyma
skissur Immendorffs að fjölmörgum olíu-
málverkum hans. En í henni er fleira. Marg-
ir skrifa um þennan stórhuga listamann sem
fæddist fyrir rúmum 40 árum á bökkum
Saxelfar, nam sviðskúnst við Listaakadem-
íuna í Dusseldorf, en málaði að eigin sögn
meira en hann lærði. Við akademíuna kenndi
þá sá frægi Beuys og hafði hann mikil áhrif
á Immendorff. A seinni hluta sjöunda ára-
tugarins stóð Immendorff fyrir mörgum
djörfum uppákomum í anda tíðarinnar og
hóf kennslu við menntaskóla í téðri Dusseld-
orf-borg. Hann sýndi víða og margt en
1977 byijaði hann að mála og sýna verk
sem einu nafni heita „Café Deutschland".
í ævintýrinu, sem ég hef kallað svo, tekst
Immendorff á við sögu landsins eftir ógn-
arstríðið og ógnarstjómina og vægir engum.
Meðan æskan leikur sér á kaffíhúsinu,
gægist Brecht fram af skyggni, Immend-
orff sjálfur stingur hendi í gegnum múr og
stiginn er dans undir klóm amar sem fang-
að hefur hakakross. Eftir þessu er mynd-
efni listamannsins sem eðlilega er mjög
umdeildur, fáir hafa þorað að leggja nokkuð
af mörkum til skýringa á arfleifð nasismans
í Þýskalandi.
Skák og konur á miðöldum
Konungur teflir við konu.
Eftir JÓN
TORFASON
Amiðöldum lærðu konur
að tefla og virðast hafa
stáðið körlunum jafn-
fætis í íþróttinni. Elsk-
endur áttu oft í vand-
ræðum með að hittast
þá eins og nú og þótti
ekki við hæfí að karlar
sætu lengi á tali við konur eða sæktu hý-
býli þeirra heim. Skákin leysti þennan vanda
að nokkru því stundum er sagt frá því að
riddarar vitji herbergja hefðarmeyja í köst-
ulum, sitji þar og tefli við þær og var það
látið óátalið. Er slíkt fyrirkomulag að mörgu
leyti hentugt tii nánari kynna því teflendur
höfðu taflborðið á milli sín og sátu andspæn-
is hver öðmm. Má ef til vill segja að leiðin
að hjarta konunnar hafí þá legið yfír skák-
borðið.
Mírmanns saga er að líkindum samin á
Islandi á 14. öld en sver sig mjög í ætt
erlendra riddarasagna. Mírmann verður fyr-
ir þeirri ógæfu að vega föður sinn og eftir
það byrlar móðir hans honurn eitur. Hann
dvelur síðar um stund til lækninga undir
dulnefninu Jústínus suður á Sikiley hjá kon-
ungi nokkrum,, Vilhjálmi að nafni, og dótt-
ur hans, Cecilíu en hún er í allan máta vel
af guði gerð. Hún reyndi að grafast fyrir
um hið rétta nafn hans með kænlegu móti:
Það er nú að segja eitt sinn að konungs-
dóttir kom í herbergi til Justinum og lék
hann að skáktafli. Nú spyr hún hvor best
leiki. En þeir sögðu sem satt var að Jústín-
us lék best.
„Þá skulum við leika," sagði hún.
„Þér skuluð því ráða konungdóttir," sagði
hann, „en það hefí eg heyrt að ei sigrist
allmargir við þig í taflinu."
„Kom þú til mín,“ segir hún, „í morgin
í prímamáli [kl. 6 að morgni]."
Og nú gerði.hann svo og tóku þau nú
að tefla og líður svo til miðdags og var þá
ekki vænna til lyktanna en áður.
Þá mælti JÚstínus: „Mun eigi mál að
ganga til matar?"
„Nei,“ segir hún, „tefla skulum við enn
og reyna meir.“
Og nú tefla þau þar til er hringir til nónu
[kl. 3 eftir hádegi].
Þá mælti Jústínus: „Frú,“ sagði hann,
„viljið þér ei ganga til kirkju?"
„Tefla skulum við enn,“ sagði hún.
Og er þau hafa leikið um hríð þá vinnur
hann af henni riddara. Og nú sér hún að
hún muni eigi sigrast í taflinu. Enda vildi
hún gjama vita hver hann væri.
Hún tók svo til orða: „Það ætla eg,“ seg-
ir hún, „að menn leiki vel tafl í Frakklandi."
„Vel leika þar sumir menn,“ sagði hann.
„Já,“ sagði hún, „það hefí eg heyrt að
jarl sá léki vel er andaðist af gemingum
er móðir hans gerði honum.“
„Heyrði eg þess getið," sagði hann.
„Var það satt,“ sagði hún, „að hann drap
föður sinn?“
„Heyrði eg það,“ sagði hann.
Hún mælti: „Illa var það að hann skyldi
svo mikla ógiftu henda, svo ágætur maður
sem hann var sagður.“
„Leikum nú skjótt, líður deginum."
Nú gleymir hann taflinu og hyggur að
ógiftu sinni. En hún hyggur því meira að
því. Og þá vinnur hún af honum riddara í
reiðibólu [reiðikasti].
Þá mælti hann: „Vélin drap nú riddar-
ann, konungsdóttir, en ei taflspekin."
Hún svarar: „Ekki er það vél þótt menn
spyiji tíðinda úr öðmm löndum."
Og í því hringdi til aftansöngs [kl. 6 að
kvöldi] og þá mælti hún: „Ei skulum við
nú Iengur fara að hégóma þessum."
Og skilja þau nú og hefír hún nú það
unnið með vitm sinni er hún varð ei sigmð
í taflinu. En hún þóttist nú gerla vita hver
hann var.
(Mírmanns saga, 19. kafli.)
Prinsessa þessi er góður fiilltrúi sinnar
stéttar. Hún stendur karlhetjunni fyllilega
á sporði að visku og hyggindum og þegar
taflinu hallar á hana þá grípur hún til sál-
fræðilegra bragða sem duga. Hér má líka
sjá á hve formlegan hátt fólk umgekkst,
Cecilía býður Jústfnusi að koma til salar-
kynna sinna á tilteknum tíma og þreyta við
sig tafl. Hann kemur daginn eftir og er síðan
setið við allan daginn.
I Oddgeirs þætti danska í sagnabálkinum
um Karlamagnús er Oddgeir tekinn höndum
af mámm en styttir sér stundimar í varð-
haldinu með því að tefia við dóttur márakon-
ungsins. Tókst með þeim ágætur vinskapur
upp úr því. Fjölmörg fleiri dæmi mætti telja
um að karl og kona hafa setið saman að
tafli í evrópskum riddarasögum.
Hliðstæðu við þessa hlið á samskiptum
kynjanna má sjá í nokkmm íslendingasög:
um og mun þar gæta erlendra áhrifa. í
Heiðarvígasögu leitar berserkur nokkur á
dóttur Víga-Styrs og situr á tali við hana
og að tafli og þegar Kormákur skáld gisti
í Gnúpsdal á leið í göngur sá hann Stein-
gerði og varð strax yfírmáta hrifínn. Þegar
foringi leitarmanna, Tósti, leggur upp um
morguninn vill Kormákur ekki fara en kveð-
ur vísu þessa:
Léttfæran skaltu láta,
Ijóst vendi mar [hest], Tósti,
móðr um miklar heiðar
minn hest und þér rinna [hlaupa].
Makara er mér að mæla
en mórauða sauði
um afréttu elta
oið mart við Steingerði.
Tósti kvað honum það mundu þykja
skemmtilegra. Fer hann en Kormákur situr
að tafli og skemmtir sér. Steingerður kvað
honum betur orð liggja en frá var sagt. Sat
hann þar um daginn.
(Kormákssaga, 1471.)
Upp úr þessu takast með þeim ástir en
þeim auðnaðist þó ekki að njótast vegna
illra álaga.
í Gunnlaugs sögu ormstungu, sem á að
gerast rétt eftir 1000, segir frá því að þau
Helga hin fagra Þorsteinsdóttir og Gunn-
laugur hafí stytt sér stundimar í æsku við
tafl heima á Borg á Mýrum. Þetta mun líka
erlent minni því hæpið er að Helga, sonar-
dóttir Egils Skalla-Grímssonar, hafí kunnað
mikið fyrir sér í skáktafli þótt hún hafí
vafalaust verið vel að sér um aðra hluti eins
og aðrir Mýramenn.
Flóres saga og Blankiflúr var kunn um
alla Evrópu á miðöldum og þýdd á íslensku
á 13. öld. Svo illa vill til að Blankiflúr, ást-
mær Flóres, lendir í kvennabúri konungs í
Babflon en þess gætir illskeyttur dyravörður
sem á sér þó tvo veikleika, að þykja gaman
að tefla og vera ágjam. Það nýtir Flóres
sér og vafrar um fyrir framan hallarhliðið
þar til vörðurinn ávarpar hann:
Og er durvörðurinn heyrði hann svo ríku-
lega um tala og sá hann svo góðfúslega
láta sem son göfugs manns þá mælti hann
til hans:
„Viltu leika að skáktafli við mig?“
„Gjama vildi eg ef þú vilt mikið viður
leggja.“
„Hversu mikið viltu viður leggja?" sagði
durvörðurinn.
„Hundrað aura gulls,“ kvað Flóres.
Þá sagði durvörðurinn: „Sá er vinnur
skal ráða viðurlögunni."
En síðan reisti hann taflborðið og vildi
sjá hvor betur kunni og lét [tapaði] durvörð-
ur og var þá mjög reiður. En Flóres gerði
sem húsbóndi bauð, gaf honum aftur það
fé allt það er við lá taflið. En hann undrað-
ist harðla þetta og þakkaði honum mjög
gjöfina og bað hann koma aftur til sín ann-
an dag eftir.
(Flóres saga og Blankiflúr, 17. kafli.)
Næsta dag fer á sömu lund og eins þann
þriðja en eftir það eru þeir dyravörður orðn-
ir slíkir mátar að hann smyglar Flóres í
kvennabúrið í blómakörfu mikilli og lenda
elskendumir eftir það í miklum ævintýmm
þar sem allt endar þó vel. Hér er skáktaflið
notað til að koma á kynnum við mikilvæga
persónu, það er eins konar tæki til að ryðja
brautina.
I þessari frásögn má sjá brydda á því að
lægra sett fólk er farið aið tefla því framan
af iðkuðu hástéttimar skáktaflið nær ein-
göngu. Það má svo sem segja að ekki sé
of mikið gaman dyravarðarins þótt hann
grípi í skák sér til dægrastyttingar því varla
getur verið eftirsóknarvert starf að vera
vörður í kvennabúri.
Frá seinni hluta miðalda em varðveitt
ljóðræn kvæði af ýmsu tagi. Þar bergmálar
ýmislegt úr riddarasögunum, meðal annars
það að karl og kona keppi í skák og er
meira að Segja til eitt kvæði sem heitir
Taflkvæði, ritað upp 1665 en er mun eldra.
Þar er aðalsborin ungfrú að keppa við ridd-
ara sína í skáktafli og er lagt stórt undir:
í hæga loft,
hún teflir bæði títt og oft,
teflir hún við þá riddara fimm,
um sumurin,
þar allir fuglar syngja vel.
Riddara fimm,
alla þeirra æru vann hún af þeim;
af sumum tefldi hún hosur og skó,
um sumurin,
þar allir fuglar syngja vel.
Hosur og skó,
af sumum tefldi hún fimmtán bú.
Sá var enginn frúrinnar sveinn,
um sumurin,
þar allir fugiar syngja vel.
Síðan kemur til unglingsmaður, Limiki
að nafni, og leggur hestinn sinn undir en
ungfrúin vinnur hann af honum. Hann heit-
ir þá á helga menn og dýrlinga, fer svo
aftur á fund ungfrúarinnar og Ieggur höfuð
sitt að veði en hún sig sjálfa á móti. Þá
bregður svo við að Limiki vinnur og kvæðið
endar á því að þau ganga í eina sæng saman.