Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Page 4
Utgáfusaga
Lystræningjans
egar bókmenntatímaritið Lostafulli Lystræn-
inginn hóf göngu sína um mitt ár 1975 hafði
mörg undanfarin ár heldur lítið farið fyrir
tímaritum um bókmenntir og listir og vegur
þeirra farið sífellt minnkandi. Nokkur ár liðin
Þetta er dæmigerð saga
um unga hugsjónamenn
sem taka á sig
skuldabagga til þess að
halda uppi merki
bókmennta og kannski
til að frelsa heiminn í
leiðinni. Þarna komu
margir höfundar við
sögu og tímaritið er
merkilegur aldarspegill
tímabilsins frá 1975 til
1982, þegar þessari sögu
lýkur.
Fyrri hluti.
Eftir ÓLAF ORMSSON
síðan Birtingur hætti að koma út og varla
gefíð út nokkurt tímarit sem að kvað nema
þá helst tímarit Máls og menningar og um
það bil sjö ár liðin síðan síðast bólaði á tíma-
riti í líkingu við Lostafulla Lystræningjann,
það nefndist Núkynslóð og var gefíð út af
nemendum við Menntaskólann í Reykjavík
og kom út einu sinni árið 1968. Það var
heilmikið ort í upphafí áttunda áratugarins
og þörfín brýn fyrir bókmenntatímarit þeirra
sem voru að stíga sín fyrstu spor á rithöf-
undarbrautinni. Ungir höfundar birtu eftir
sig efni í tímariti Máls og menningar svona
einstaka sinnum og einnig í Samvinnunni á
meðan Sigurður A. Magnússon ritstýrði því
blaði og það var ekki orðið að því heimilis-
riti sem síðar varð. Þá var Lesbók Morgun-
blaðsins á þeim árum sem enn í dag vett-
vangur fyrir ljóð og sögur ungra höfunda.
Allmikið var gefíð út af ljóðabókum, minna
fór fyrir skáldsögum og smásagnasöfnum.
Vésteinn Lúðvíksson vakti verulega athygli
er hann sendi frá sér skáldsöguna Gunnar
og Kjartan í tveim bindum á árunum 1971
og 72 og einnig Guðbergur Bergsson, hjá
Helgafelli komu út skáldsögumar Hermann
og Dídí og Það sefur í djúpinu.
BJARGVÆTTURINN Sigurjón
Siguijón Þorbergsson var með prentverk
við Hverfísgötuna og síðar Grettisgötuna
og var sá bjargvættur sem mörg ung ljóð-
skáld leituðu til. Hann var velviljaður bóka-
útgáfu og þær voru ófáar frumsmíðamar
sem ungir höfundar sendu frá sér með
stuðningi og velvilja Sigurjóns í Letri. Hann
var hinn nýi Ragnar í Smára. Ragnar að
draga sig út úr bókaútgáfu á þeim ámm
og umsvif Helgafells, útgáfufyrirtækis hans,
öllu minni en áður. Siguijón kannski ekki
sami fjármálamaðurinn og Ragnar í Smára
eða skipuleggjandinn, slíkir ofurhugar koma
ekki fram nema einu sinni á öld. Siguijón
Þorbergsson þá enn á besta aldri og til í
slaginn og lagði oft hart að sér að koma
út ýmsum Ijóðabókum við lítil efni, stöðugan
ljárskort, helst að skattskráin sem hann
prentaði árlega héldi rekstrinum gangandi.
Ljúfmenni, hinn besti drengur sem aldrei
gat sagt nei þegar ung ljóðskáld voru ann-
ars vegar og vildu koma verkum sínum á
framfæri. Lágvaxinn, kvikur í hreyfíngum,
með ljósrautt hár og stöðugt brosandi þó
svo að rukkunarmenn væru hvað eftir ann-
að í dyragættinni eða jafnvel lögtaksmenn,
aldrei haggaðist Siguijón og hélt sínu striki
og bauð öllum lánardrottnum byrginn á eft-
irminnilegan hátt. í svipinn man ég að
meðal bóka sem komu út hjá Siguijóni í
Letri á fyrstu árum áttunda áratugarins
voru fyrstu bækur Birgis Svans Símonarson-
ar, Péturs Hafsteins Lárussonar, Bjarna
Bemharðs, Einars Ólafssonar, Geirlaugs
Magnússonár og Ólafs Gunnarssonar.
Frá áramótum 1975 og fram í október
sama ár komu út allmargar ljóðabækur
ýmist hjá Letri eða öðmm forlögum og
meðal ljóðabóka Leikvangur vindanna eftir
Áma Larsson, Limbórokk eftir Stefán
Snævarr, Ljóð vega salt eftir Sigurð Páls-
son, Upp og ofan eftir Bjama Bemharð,
Frumskógardrottningin eftir Dag, Babúska
eftir Pétur Hafstein Lárasson, Gengið á
vatni eftir Aðalstein Ir.gólfsson, Mjmd af
langafa eftir Jóhann Hjálmarsson og hjá
Almenna bókafélaginu ný ljóðabók eftir
Matthías Johannessen, Dagur ei meir með
myndum eftir Erró. Hún kom út í 1.500
eintökum og var uppseld hjá forlaginu rúm-
um mánuði eftir að hún kom út að sögn
Baldvins Tryggvasonar framkvæmdastjóra
í blaðaviðtali og haft eftir honum að það
sé afar fátítt að ljóðabækur seljist í svo
stóra upplagi, útgefendur geri sig ánægða
LYSTRÆNIHGINN
I MINNINGU PÉTURS PÁLSSONAR
Forsíður Lystræningjans trá ýmsum tímum bera vott um hvað aðstandendum hans
þótti vera efst á baugi hvetju sinni.
með það að ljóðabækur seljist í 2—300 ein-
tökum á einu ári. Og í blaðaviðtali í janúar-
mánuði 1975 segir Einar Kárason, núver-
andi formaður Rithöfundasambands íslands,
þá ritnefndarmaður skólablaðs Menntaskól-
ans við Tjömina: „Við erum bókstaflega að
drukkna í ljóðum á köflum. Vissulega er
mikið um eins konar gamanvísur en einnig
mikið af voðalega úthverfum nútímavísum,
sem við eigum í miklum erfíðleikum með
að skilja stundum. Þó sést yfírleitt strax,
hvort þama er um góðan skáldskap að
ræða eða ekki. Við eigum kannski ekki sext-
án stórskáld í fjórða bekk, en þar era þó
einir 4—5 sem raunveralega gefa sig að því
að yrkja og það er ekki svo slæmt í rúm-
lega 100 nemenda hópi."
ÁSTMEGIR ÞJÓÐARINNAR
Og ljóðaáhuginn fór vaxandi er leið fram
á árið_ 1975. Hópur ungskálda sem kölluðu
sig „Ástmegir þjóðarinnar" fluttu verk sín
í Norræna húsinu fyrir fullu húsi laugardag-
inn 23. ágúst. í fréttatilkynningu frá hópn-
um sem birtist í dagblöðum er sagt að flest
skáldanna lesi ljóð sín við undirleik og að
bækur þeirra verði til sölu á staðnum, að-
gangur 20 krónur. „Ástmegir þjóðarinnar"
vora: Ámi Larsson, Bjami Bemharður,
Birgir Svan, Dagur Sigurðarson, Einar
Ólafsson, Emir Snorrason, Geirlaugur
Magnússon, Hrafn Gunnlaugsson, Megas,
Ólafur Gunnarsson, Ólafur Haukur Símon-
arson, Pétur Gunnarsson, Pétur Hafsteinn
Lárasson, Sigurður Guðjónsson, Sigurður
Pálsson, Stefán Snævarr og Steinunn Sig-
urðardóttir og ári síðar mynduðu nokkrir
úr þessum hóp annan hóp, sem varð ekki
síður þekktur og las upp úr verkum sínum
víða um land, „Listaskáldin vondu" er troð-
fylltu t.d. Háskólabíó, gott ef ekki tvisvar
sinnum.
DAGUR Sigurðarson RÉÐ
Nafngiftinni
í þessum jarðvegi varð Lostafulli Lyst-
ræninginn til sem hét nú raunar aðeins
Lystræninginn frá og með öðra tölublaði.
Það var nokkur aðdragandi að útgáfu fyrsta
tölublaðsins. Sumarið 1974 ákváðu Ólafur
Gunnarsson og AUan Morthens, þá staddir
í Kaupmannahöfn, að heíja eins fljótt og
mögulegt væri útgáfu tímarits ungra skálda.
Ólafur Gunnarsson kveðst muna eftir fundi
árið 1975 á kaffístofu inn af bóksölu stúd-
enta er hann sat ásamt Einari Ólafssyni,
Allan Morthens, Ólafí Hauki Símonarsyni
og Kristni Einarssyni og hafi verið eins
konar stofnfundur varðandi fyrirhugaða
útgáfu. Ólafur Gunnarsson vildi láta blaðið
heita Ryklokið. Það var síðan Dagur Sigurð-
arson sem kom með hugmynd að heiti blaðs-
ins sem að lokum var samþykkt „Lostafulli
Lystræninginn". Einar Ólafsson hafði einnig
um tíma verið með áætlanir um útgáfu tíma-
rits ungra skálda og gerði þær síðan að
veraleika er hann hafði forystu um útgáfu
LostafuIIa Lystræningjans og fyrsta tölu-
blaðið, júlí-októberheftið, kom út á haust-
dögum árið 1975 í 500 eintökum. Allan
Morthens vann það árið á Upptökuheimili
ríkisins í Kópavogi og vélritaði efnið í fyrsta
tölublaðið á kúluritvél stofnunarinnar, á
næturvöktum, að því er Ólafur Gunnarsson
telur.
Það var heilmikið að gerast í lista- og
menningarlífi um miðjan áttunda áratuginn.
Hin hefðbundnu leikhús, Þjóðleikhúsið og
Iðnó, sýndu nokkur íslensk leikrit. Þjóðleik-
húsið t.d. Herbergi 213 eftir Jökul Jakobs-
son í ársbyijun 1975 og Lúkas eftir Guð-
mund Steinsson síðar á leikárinu. Þá frum-
sýndi Leikfélag Reykjavíkur Selurinn hefur
mannsaugu eftir Birgi Sigurðsson og Al-
þýðuleikhúsið starfaði af krafti norðan heiða
og sýndi nýleg verk eftir Böðvar Guðmunds-
son.
Fjör í menningarlífinu
Á vetrardagskrá ríkissjónvarpsins vetur-
inn 1974—75 era sex ný islensk leikrit,
sýnd á mánudagskvöldum í stað sunnudags-
kvölda. Veiðitúr í óbyggðum, byggt á smá-
sögu eftir Halldór Laxness, leikstjóri Helgi
Skúlason. Keramik eftir Jökul Jakobsson,
leikstjóri Hrafíi Gunnlaugsson, Silfurbrúðkaup
eftir Jónas Guðmundsson, leikstjóri Pétur
Einarsson, Sigur eftir Þorvarð Helgason,
leikstjóri Hrafn Gunnlaugsson, og Birta eft-
ir Erling E. Halldórsson sem Þorsteinn
Gunnarsson leikstýrði. í blöðum frá 1975
er frétt um metaðsókn að Þjóðleikhúsinu
fram að áramótum 1974—75. Arlegur bóka-
markaður er haldinn í kjallara Iðnaðar-
mannafélagshússins við Hallveigarstíg í
fímmtánda sinn og aldrei sagður hafa geng-
ið betur og í frétt frá Borgarbókasafninu
sagði að á árinu 1974 hafí safnið lánað út
yfir milljón bækur sem er allnokkuð meira
en gerist nú á tímum hinnar rómuðu fjöl-
miðlabyltingar. Almenna bókafélagið sendi