Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Page 6
Al moldu ertu kominn SMÁSAGA eftir ROBERT GRAVES Hilmar Hilmarsson þýddi á, já og aftur já. Ekki misskilja mig í guðanna bænum. Ég er öldungis sammála því að maðurinn er á hinn lúalegasta hátt að svíkjast undan því að greiða jarðar-móðurinni gamlar skuldir, með því að skila ekki jafn mikilli næringu aftur í jarð- veginn og hann hefur tekið þaðan. Og að nútíma pípulagnir eru eins og blæðandi und á samfélaginu. Og að sorpbrennslustöðvar bæjarfélaganna eru fremur til þess að fækka mannfólki en sýklum. Að uppþomuð jarð- skorpan skorin hinum skelfílega plógi... ... Já, já og aftur já. En! Elsie og Roland Hedge - hún mynd- skreytti bækur, hann var arkítekt með veikl- uð lungu - höfðu verið vörað við dr. Eugen Steinpilz. „Hann færir ekki gæfu," sagði ég þeim, „því er eins og hvíslað að mér.“ „Þú líka?“ spurði Elsie gremjulega. (Þetta átti sér stað í Brixham, Suður-Devon, í marsmánuði 1940). „Ég gerði ráð fyrir því að þú haldir hann njósnara vegna skeggsins og erlenda hreimsins." „Nei,“ sagði ég kuldalega, „mér hafði alls ekki dottið slíkt í hug. En ég skal ekki rengja þig.“ Daginn eftir kom Elsie sér upp kunnings- skap - mér líkar ekki þessi talsmáti, en það var þó einmitt þetta sem hún gerði — við doktorinn, Elsassbúa með bandarískt vega- bréf sem talaði um sjálfan sig sem NAT- URPHILOSOPH; og brátt vora hún og Rol- and komin á kaf í Steinpilzerí. Þetta byijaði allt saman þegar hann bauð þeim í mat og reiddi fram kalt kjöt ásamt sitthvoram grænmetisréttinum: kartöflur (bakaðar), gulrætur (í rjóma), keyptar hjá kaupmanninum á hominu; og kartöflur (bakaðar), gulrætur (í ijóma), ræktaðar af sjálfum Doktomum á safnhaugnum í garð- inum hans. Yfirburðir hinna síðamefndu hvað snerti útlit og sér í lagi bragð, urðu til þess að opna augu Elsie og Roland. Jájá ég veit svosem hvemig þeim leið, og hvers vegna ætti ég ekki að gera það? Þegar ég fer á markaðinn hér í Palma, neita ég alltaf La Torre-kartöflunum, því þær era sérstaklega ræktaðar til þess að koma snemma á mark- að í Englandi og era því angandi af innflutt- um efnafræðilegum áburði. Þess í stað kaupi ég Son Sardina kartöflur sem bragðast jafn- vel og þær sem við gátum fengið í Eng- landi fyrir fímmtíu árum. Ástæðan er sú að Son Sardina-bændumir bera eldhúsúr- gang á akra sína, - en þar getur þú fengið heilu vagnhlössin af slíkum úrgangi, því borgin er svo langt útúr og aftanúr að fólk hefur ekki efni á nýtísku sorpeyðsluaðferð- um. Þannig sneri Dr. Steinpilz þessu ljúfa bamlausa pari til Steinpilz-safnhaugarækt- unarinnar. Þessi aðferð var í raun alls ekki frábragðin þeim sem þú getur lesið um í garðyrkjupistlum dagblaðanna, að því slepptu að hún var öllu ofsafengnari. Dr. Steinpilz hafði náð því að þróa ákaflega öflugan geril sem var fær um (eftir því sem Roland sagði) að kljúfa gamalt stígvél, fíöl- skyldubiblíuna eða gamalt snjáð ullarvesti, niður í fallega svarta gróðurmold, - svo að segja fyrir augum manns. Það var þó ekki hægt að kaupa uppskriftina, því hún var einungis sögð undir þagnareið þeim sem þegar höfðu gerst meðlimir í Eugen Stein- pilz Félagsskapnum, - en það hafði ég harð- neitað að gera. Ég er engan veginn að gefa það í skyn að ég viti uppskriftina en kvöld eitt heyrði ég í Elsie og Roland úti í garði vera að þrátta um hvort áhrif himinhnattanna væra hagstæð eða ekki; þau minntust líka á hrúts- hom, en eftir því sem mér skildist best átti að sjóða einhveija niðurmulda blöndu af dýra- og plöntuleifum í hominu. Þessar leif- ar gengu undir tækniheitinu „Móðir“. Ég hef einnig grafíð það upp að nautsfótur og magakirtill úr geit séu hluti af þessu öllu saman, því herra Pook, slátrarinn okkar, sagði mér eftir á, að hann hefði orðið ákaf- lega undrandi þegar Roland bað hann um þessa mjög svo óvenjulegu líkamshluta. Lokasjóðsbróðir, Mjaðjurt, Vatnsstjama og Sifjarsóley vora öragglega hluti af þeim jurtum sem „Móðirin" innihélt, en þessar jurtir sá ég í tösku sem Elsie hafði skilið eftir niðrá pósthúsi. Brátt vora Hedgehjónin komin með safn- haug í garðinn hjá sér, en garðurinn var á stærð við tennisvöll. Hann var að mestu leyti vel hirt grasflöt. Dr. Steinpilz sem stýrði öllum framkvæmdum fór að loða við staðinn eins og lykt af niðurfallsröri og á endanum varð það til þess að ég hætti að heimsækja þau. Það gerðist síðan eftir fall Frakklands að Brixham varð að lúta herlög- um og þá þurftu allir nema bandamenn okkar úr röðum ftjálsra Belgíumanna og Frakka að hverfa þaðan á brott. í fram- haldi af því þurfti Dr. Steinpilz að yfírgefa staðinn, sem hann gerði með lítilli reisn og var síðan drepinn í loftárás á Liverpool dag- inn áður en átti að sigla aftur til New York. En það var langt frá því að öllu væri lokið á þennan hátt. Ég held að Elsie hljóti að hafa verið ástfangin af prófessomum og það er öraggt að Roland leit á hann sem ímynd hetjuskapar og háleitra hugsjóna. Fjársjóður þeirra og uppáhald var safn áritaðra dularfræðibóka hans, hver um sig kölluð steinanafni og það var venja þeirra að lesa þær til skiptis hvort fyrir annað á matmálstímum. En svo ákváðu þau að sýna að þetta væri hagnýt heimspeki, - ekki aðeins haglega orðaðar hugleiðingar um Náttúrana: - þau fóra að safnheygja á jafn- vel dýpri og trúarlegri hátt en áður. Grasið hafði að sjálfsögðu fengið að fjúka; en á milli torfanna sem þau höfðu skorið, smurðu þau leifum úr eldhúsi sem þau blönduðu úrgangi frá yfirgefínni svínastíu, tveimur hjólböraförmum af blautum og klesstum asparlaufum úr skemmtigarðinum og poka af rotnandi rófum. Þegar ég leit yfír lim- gerðið sá ég ofstækisglampann í augum Elsie þegar hún sleppti gerlunum lausum á hauginn og það fór um mig hrollur, inn- blásinn af forspá. Ekkert slæmt hafði gerst hingað til. En þegar loftárásir hófust og matvæli urðu af svo skomum skammti að húsfreyjur vora látnar sæta sektum ef þær losuðu ekki allan heimilisúrgang beint í sarp þjóð- arsvínanna, þá fóra Elsie og Roland að verða áhyggjufull. Þau höfðu þegar horfið frá notkun hefðbundinna hreinlætistækja, en þess í stað komið sér upp náðhúsi í garðin- um og nú reyndu þau að sannfæra nágrann- ana um að það væri heilög skylda þeirra að gera slíkt hið sama, - þó að fólk ætti það á hættu að krækja sér í kvef og fá kóngulær niður um hálsmálið. Auk þess sendi Elsie Roland á eftir hinum hægfara kúm fylkisins þegar þær lötraðu rólega í ljósaskiptunum heim af haganum, til þess að bjarga hinni dýrmætu kúadellu í fægiskúffu. Á sama tíma hélt hún niðrá öskuhauga byggðarinnar með innkaupa- tösku á hjólum og safnaði öllu saman sem gæti talist af lífrænum toga spunnið - dauð- um köttum, gömlum dulum, visnuðum blóm- um, jurtaleifum og heimilisúrgangi sem hefði fengið hvert ófriðartíma þjóðarsvín til að fölna. Hún notaði líka hvem dropa af baðvatninu þeirra til þess að vökva í safn- haugana; því það innihélt, sagði hún, ákaf- lega verðmæt dýrasölt. Prófsteinn allra góðra safnhauga er, eins og allir uppljómaðir vita, hvort viss við- bjóðslega útlítandi sveppur sprettur upp úr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.